Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 4

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 LIU gaf Slysavarnaskola sjómanna 12 flotbúninga SLYSAVARNASKÓLA sjó- manna var á mánudaginn gefið 12 flotbjörgunarbúningar til notkunar um borð í kennsluskip- inu Sæbjörgu. Það var Landsam- band íslenskra útvegsmanna sem gaf búningana í tilefni þess að nýlega hófst dreifing slíkra bún- INGA Jóna Þórðardóttir, við- skiptafræðingur, var valin formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins á sameigin- legum fundi þingflokks og miðstjómar flokksins í gær. Inga Jóna var framkvæmdastjóri inga til skipshafna um land allt. Landsamband íslenskra útvegs- manna var fyrr á þessu ári falið að sjá um kaup á flotbjörgunarbún- ingum með það fyrir augum að væða íslensk skip slíkum búningum. Útboð var sent til allra sem fram- leiða flotbjörgunarbúninga sem fræðslu- og útbreiðslumála Sjálf- stæðisflokksins 1980-83. Á árunum 1983-87 gegndi hún síðan stöðu aðstoðarmanns menntamálaráð- herra og síðar heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra. viðurkenndir eru hér á landi og í því var gert ráð fyrir að Slysavama- skóli sjómanna fengi 12 búninga til notkunar um borð í Sæbjörgu. Alls bárust 14 tilboð um samtals 19 búninga. Að sögn Gylfa Guð- mundssonar framkvæmdastjóra innkaupadeildar LIÚ voru tilboðin könnuð með fulltrúum Slysavama- félags íslands í samráði við sjómenn og samtök yfirmanna sjómanna. Lyktir urðu þær að ákveðið var að taka tilboði Esbjergs Gummibád- efabrik AS (Viking) í Esbjerg á búningi þeirra Muskox 5002. I til- boðinu fólst að LÍÚ myndi kaupa allt að 5000 búninga, fyrst um sinn 3400 með möguleika á 1600 til við- bótar innan ákveðins tíma. Sagði Gylfi að alls yrðu keyptir um 4000 búningar fyrir samtals 60 milljónir króna. Afhending búninganna er þegar hafin og hefur fyrstu 730 búningun- um verið dreift til skipshafna. Næstu 500 búningunum verður dreift innan tíu daga og síðan 500 búningum á mánuði. Sjálf stæðisflokkurinn: Inga Jóna Þórðar- dóttir formaður framkvæmdastj órnar VEÐURHORFUR í DAG, 8. 9. 87 YFIRLIT á hádegi I gær: Lægð er á leið austur fyrir sunnan land. SPÁ: í dag verður hæg breytileg átt á landinu. Skýjað og sumstað- ar þokuloft eða súld við ströndina. Hiti 10—13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Austlæg átt og hiti svipaður og í gær. Skýjað og víða rigning eða súld um sunnan- og austanvert landið en líklega þurrt Norðvestanlands. TÁKN: Heiöskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * t * r * Slydda / * / ' * * * *’ * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur j"7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hlti 14 10 veóur hálfskýjað úrk. f gr. Bergen 10 skúr Helsinki 11 rigning Jan Mayen 7 skýjað Kaupmannah. 14 skúr Narssarssuaq 5 rfgning Nuuk 5 úrkoma Osló 16 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 11 skúr Algarve 30 helðskfrt Amsterdam 16 skýjað Aþena 29 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Berlfn 20 skýjað Chlcago 20 alskýjað Feneyjar 25 skýjað Frankfurt 18 skúr Glasgow 16 skúr Hamborg 16 skýjað Las Palmas 25 rykmistur London 17 skýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 16 rlgning og súld Madrfd 30 heiðskfrt Malaga 28 rykmlstur Mallorca 28 léttskýjaö Montreal 18 súld NewYork vantar Parfs 22 skýjað Róm 28 léttskýjað Vfn 23 skýjað Washington 23 þokumóða Winnipeg 10 léttskýjað Morgunblaðið/Sverrir Höskuldur Einarsson og Þórir Gunnarsson leiðbeinendur í Slysa- varnaskóla sjómanna brugðu sér í flotbjörgunarbúninga. Höskuldur er lengst til vinstri. Við hlið hans stendur Ásgeir Þ. Oskarsson hjá Gúmmíbátaþjónustunni, þá Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri, Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ, Gylfi Guðmundsson framkvæmdastjóri Innkaupadeildar LÍÚ, Haraldur Henrýsson for- seti SVFÍ, Þorvaldur Axelsson deildarstjóri öryggisfræðslu SVFÍ og Þórir Gunnarsson. Haraldur Henrýsson forseti Slysavamafélags íslands sagði, er hann þakkaði fulltrúum LÍU gjöf- ina, að það væri mikið fagnaðarefni að slíkir búningar yrðu almennt notaðir um borð í íslenskum skipum. Hann minnti á mikilvægi þess að fá búninga um borð í Sæbjörgu þar sem sjómönnum yrði kennt hvemig best væri að geyma þá og nota þegar tilefni væri til. Haraldur not- aði jafnframt tækifærið og þakkaði Ásgeiri Þ. Óskarssyni hjá Gúmmí- bátaþjónustunni fyrir neyðarflug- elda og neyðarhandblys sem hann gaf skólanum. Fastgengisstefnan fallin ef launin hækka - segir Víglundur Þorsteinsson, formaður FII „ÉG TEL fastgengisstef nuna fallna ef launahækkanir í októ- ber verða um 8% og þá erum við komin aftur í sama gamla víta- hringinn," sagði Viglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda og bætti því við að hann teldi enn rétt að halda fast við fastgengisstefn- una. Víglundur sagði að allt frá 1983 hefðu íslendingar verið að vinna að því að komast út úr þeim víta- hring sem mál voru komin í með síendurteknu gengissigi og geng- isfellingu. „Kaupmáttur hefur aukist vemlega á þessu ári um- fram það sem gert var ráð fyrir við síðustu kjarasamninga og hann verður ekki aukinn meira. Það er því skoðun okkar hjá Félagi íslenskra iðnrekenda að það sé alls ekki sjálfgert að til þessarar 8% hækkunar komi. Launanefndir eiga að meta þessa kaupmáttar- aukningu og þegar hún reynist nú jafnvel meiri en samningar gerðu ráð fyrir þá er ekki forsenda fyrir hækkun umfram lögboðin 1,5%.“ Víglundur sagði að ef til þessar- ar hækkunar kæmi í október væri stutt í að verðbólgan yrði 40% á ári og enginn gæti séð fyrir hvem- ig síðar færi. „Það er því engin kjarabót fyrir launþega að fá þessa hækkun. Fólk ætti fremur að gera sér grein fyrir að frá 1985 hefur kaupmáttur aukist um 30%. Með skynsemi og ró er hægt að hada fastgengi, en verði þessar hækk- anir þá höfum við glatað öllu sem við höfum unnið undanfarin ár.“ Doktorsritgerð um störf Alþingis ÞORSTEINN Magnússon varði i síðasta mánuði doktorsritgerð i stjóramálafræði við University of Exeter á Englandi. Viðfangs- efni ritgerðarinnar, sem nefnist „The Icelandic Althing and its Standing Committees“ (Alþingi og fastanefndir þess) er framlag fastanefnda Alþingis til löggjaf- arstarfsemi þingins. í ritgerðinni, sem er um 700 bls. að legnd, er fjallað um það að hvaða leyti fastanefndir Alþingis styrkja löggjafarhlutverk þingsins. Það er m.a. rannsakað í ljósi starfsemi þinga og þingnefnda í öðrum vest- rænum lýðræðisrílq'um. Þá er í ritgerðinni fjallað almennt um tengsl Alþingis við aðrar pólitískar stofnanir og aðila í íslenska stjóm- kerfinu. Ritgerð Þorsteins er umfangs- mesta rannsókn á löggjafarstarfi Alþingis síðan Réttarsaga Einars Amórssonar og ritgerð Bjama Benediktssonar, „Deildir Alþingis", komu út fyrir um fjörutíu árum. Þorsteinn Magnússon er fæddur í Reykjavík árið 1952, sonur Magn- úsar Þorsteinssonar læknis og konu hans Guðrúnar Salóme Guðmunds- Dr. Þorsteinn Magnússon dóttur. Hann lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla ísFands árið 1978, starfaði sem blaðamaður um nokkurt skeið og var aðstoðarmað- ur menntamála og samgönguráð- herra 1979. Hann er kvæntur Helgu Gunnarsdóttur M.Phil. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.