Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
"11
Þau eru snögg og örugg handtökin hjá Þorsteini Sigurjónssyni, fjall-
kóngi.
Litið yfir Hrútatungurétt.
Líf og fjör í fyrstu
réttum haustsins
ÞAÐ VAR mikið um að vera í
Hrútatungurétt i Húnavatnssýslu
núna á sunnudaginn, þar sem
fjöldi manns var samankominn
til að sjá fé og fólk í fyrstu rétt-
um haustsins. Menn létu það
ekkert á sig fá þó að veðrið
væri kannski ekki upp á sitt besta
- þoka og öriítill suddi öðru hvoru
- og skemmtu sér hið besta við
að draga í dilka og spjalla við
náungann yfir kaffibolla eða ein-
hveiju öðru.
Það var líka þoka uppi á
Tvídægru á laugardaginn, og hún
tafði fyrir leitarmönnum þannig að
þeir komust ekki af stað úr gangna-
kofum fyrr en um hádegi, eða um
6 tímum seinna en venjulega. Við
Morgunblaðsmenn ætluðum að sitja
fyrir þeim uppi við Fosssel, þar sem
hópur fólks var samankominn til
að sjá fjársafnið rekið gegnum hlið-
ið á heiðagirðingunni. Um kl. 6 létti
aðeins til, og menn sáu til gangna-
manna, en það var aftur skollinn á
svartaþoka áður en hópurinn kom
að hliðinu. „Þetta er landsfrægur
andskoti, þessi Hrútafjarðarþoka“
sagði bóndi utan af Vatnsnesi, sem
kominn var til að „sjá hvítagullið
renna", en varð ekki að ósk sinni
í þetta skiptið, því það var varla
að menn gátu grillt í ystu endana
á augnhárunum á sér.
Þó að skyggnið hefði verið í lág-
marki á heiðinni, komu samt allir
leitarmenn aftur, en það mátti þó
ekki tæpara standa að koma fénu
til byggða. Það var rétt á mörkun-
um að það væri ennþá sauðljóst
OL 0 5
Nú gefst þér kostur á að upplifa Indland. Indland er lífsreynsla.
Þú gætir orðið yfir þig hrifinn - sem þú vafalaust verður - eða
borin(n) ofurliði af yfirþyrmandi fjölbreytileika landsins.
Hvað sem verður, átt þú aldrei eftir að gleyma Indlandi.
Því að Indland getur heillað þig með fegurð, töfrað þig með
gestrisni, eða ruglað þig með andstæðum.
En framar öllu — Indland umvefur þig duiúð sinni!
ÍNDLHND