Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 17 þegar vestari hópurinn kom í lögre- glufylgd eftir þjóðveginum og inn í rétt; en þeir sem höfðu smalað | eystri hluta heiðarinnar lentu í myrkri, og komu sínu fé ekki inn fyrr en rétt um miðnættið. Á sunnudaginn voru menn svo komnir á stjá fyrir allar aldir að draga í dilka, og blaðamanni taldist til að það væru yfir 300 manns á öllum aldri við réttina. Allir sem vettlingi gátu valdið hjálpuðu til við að draga, sumir varla mikið hærri í loftinu en vænstu dilkar. Þær Kristín frá Reykjum, 9 ára, og Lau- fey frá Tannstaðabakka, 7 ára, sögðu að það væri enginn vandi að þekkja hvaðan lömbin væru: „mað- ur skoðar bara hvað stendur á eymalokkunum". Þó að atgangur- inn við dilkadráttinn líktist stundum ródeói í villta vestrinu, sögðu þær að það væri ekkert erfitt að eiga við íömbin, nema kannski Miðflarð- arlömbin, sem væru auðþekkt á óþægðinni. Hún Svava frá Hvamm- stanga er aðeins 5 ára gömul, og því full ung til að draga sjálf, en hún hjálpaði mömmu sinni með því að ýta á rassinn á Reykjarollunum. Þau allrayngstu fengu síðan að fara á „hestbak" á kindunum. Sverrir Bjömsson, réttarstjóri, giskaði á að það væm 5-6.000 fjár í réttinni, og menn vom sammála um að það hefði smalast furðanlega vel miðað við allar aðstæður. Þó væri of snemmt að segja til um hvemig heimtur hefðu verið fyrr en menn hefðu farið í eftirleitir og talið allt saman. Mönnum sýndust dilkarnir vera í vænu meðallagi, en það getur verið lítið á því að græða, því nýjar kjötmatsreglur gera ráð fýrir allt að 25% verðfellingu fyrir fitumikið kjöt. „Þeir em allt of feitir," sagði Þorsteinn Siguijónsson, fjallkóng- ur, og hló, „þeir fara allir í núll- flokk." Margir vom óhressir með nýja kjötmatið, og einn bóndinn sagði: „Árgæskan hjá landbúnaðin- um hefur aldrei verið önnur eins, en harðindin af mannavöldum hafa heldur aldrei verið meiri.“ Um tíuleytið um morguninn var kominn smásuddi, og menn tóku sér hlé frá sauðfénu, og fóm inn i bragga. Þar var boðið upp á kaffi og meðþví, og sumir fengu sér að- eins út í það, eins og gengur og gerist í réttum. Við hittum þar fyr- ir Bjöm Jónsson úr Reykjavík, sem stjómaði miklum og góðum söng. Bjöm sagðist hafa flust burt úr Hrútafirðinum fyrir 44 ámm, en hann hefði komið í réttir á nær hveiju ári síðan. „Réttimar em ómissandi," sagði hann, „og svo er ég mikið fyrir að syngja, og menn taka gjaman lagið í réttum." Menn sungu „Hvað er svo glatt" og „Nú er hlátur nývakinn", og vom rétt að ljúka við síðasta erindið í „Fram í heiðanna ró“ þegar við Morgun- blaðsmenn kvöddum: „Þar er vistin mér góð; aldrei heyrist þar hljóð; þar er hiiiiiminninn heiður og blár.“ Himinninn var langt frá því að vera heiður og blár þegar við rennd- um úr hlaði; Hrútafjarðarþokan, þessi „landsfrægi andskoti", huldi sól og hlíðar, og var enn þéttari en fyrri daginn, ef eitthvað var. En menn létu þoku og kjötmatsreglur ekki spilla gleði sinni í fýrstu réttum haustsins. Þó að veðurguðir og bún- aðarmálayfirvöld séu máttugar höfuðskepnur, þá tekst þeim víst seint að eyðileggja íslenska réttar- stemningu. Hö ÁRGERDIRNAR FRÁ MITSUBISHI ERU KOMNAR I bílunum frá MITSUBISHI þarf ekki að hafa áhyggjur af „aukabúnaði". — Hann fylgir með í verðinu. Hjá okkur fá allir bíl við sitt hæfi. Það borgar sig að biða eftir bfl frá MlTSUBISHl Laugavegi 170-172 Simi 695500 M. r ! a ífl á ol. Nepal er sjálfstætt konungsríki undir stjórn Prithvi Narayan shah hins mikla og er í hjarta Asíu. Staðsett í hlíðum Himalayaijalla, býður það upp á fjöldan allan af fallegum vötnum, fjöllum, fossum, hofum, fornri menningu og grænum dölum. Fararstjórn er í höndum Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar sem skrifaði m.a. bókina, Við elda Indlands. 3 vikna ferð og brottför 6. febrúar. íf Ferdaskrifstofan arandi Vesturgotu 5. Reykjavik simi 622420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.