Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 18

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 ICELAND1986 komin út á vegum Seðlabankans: Alhliða upp- lýsingarit um land og þjóð ÚT ER komin á vegum Seðlabanka íslands ný bók um ísland á ensku, ICELAND 1986, sem er alhliða lýsing á landi og þjóð í nútið og fortíð. Bókin skiptist í 11 kafla um ýmis málefni sem varða jarðfræði, sögu, efnahagsmál, listir og bókmenntir. Þá eru í bókinni 95 litljósmyndir og litprentuð kort, bæði hagræn og söguleg. Greinar í bókinni eru eftir 48 höfunda og eru fimm þeirra látnir, þeir Finnur Guðmundsson fuglafræðingur, Henrik Sv. Björnsson sendiherra, Sigurður Nordal prófessor, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og Þorkell Jóhannesson prófessor. Bókin ICELAND 1986 er aukin og endurgerð útgáfa bókar sem kom fyrst út fyrir 60 árum, er Landsbanki íslands gaf út ICE- LAND 1926 í tilefni af 40 ára afmæli bankans og í kynningar- skyni fyrir land og þjóð. Sú útgáfa var endurprentuð lítið breytt í til- efni Alþingishátíðar 1930 og enn aftur árið 1936. Tíu árum síðar kom út ný útgáfa með sama sniði en stærri en áður. Seðlabanki fs- lands tók síðan þetta verkefni að sér með útgáfu ICELAND 1966 og árið 1974 birtist enn ný útgáfa í tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Ritstjórar ICELAND 1986 eru Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Valdemar Kristinsson hagfræð- ingur. í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes Nordal að reynt væri að gefa þessa bók út á 10 ára fresti en auk þess hefði út- gáfan borið upp á 25 ára afmæli Seðlabankans á síðasta ári. Jóhannes sagði að bókinni væri ætlað að vera mjög alhliða upplýs- ingarit um ísland, um náttúru landsins, menningu og sögu og og sérstök áhersla væri Iögð á ísland nútímans og daglega lífíð. Jóhann- es sagði að bókinni væri einnig ætlað að vera gott og traust heim- ildarrit fyrir þá sem vilja fá meiri upplýsingar um ísland en hægt er að fá í öðrum upplýsingaritum. Jóhannes sagði að í þessa bók hefði auk þess verið bætt mun meira myndefni en áður hefði verið auk sérstakra korta og skýringar- mynda. ICELAND 1986 er 428 + XIV blaðsíður að stærð en auk þess eru ljósmyndir og kort á 96 síðum. Bókin skiptist í 11 meginkafla. í þeim fyrsta, sem fjallar um landið og þjóðina, eru greinar eftir eftir- talda höfunda: Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, Ingvar Hallgrímsson haffræðing, Þór Guðjónsson fyrr- um veiðimálastjóra, Finn Guð- mundsson fuglafræðing, Eyþór Einarsson grasafræðing og Guðna Baldursson tölfræðing. I öðrum kaflanum sem fjallar um sögu og menningararf eru greinar eftir Þorkel Jóhannesson prófessor, Hrein Benediktsson prófessor, Sig- urð Nordal prófessor, Jónas Kristj- ánsson forstöðumann Ámastofn- unar, og Hörð Ágústsson listfræðing. Þriðji kaflinn fjallar um stjóm og stjórnsýslu og eru þar greinar eftir Þór Vilhjálmsson hæstarétt- ardómara, Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóra og Sigurð Líndal prófessor. Fjórði kaflinn fjallar um samskipti við aðrar þjóð- ir og eru þar greinar eftir Henrik Sv. Bjömsson sendiherra og Hans G. Andersen sendiherra. Fimmti kaflinn fjallar um at- vinnulíf og orkumál og eru þar greinar eftir Þráinn Eggertsson prófessor, Guðmund Sigþórsson ráðuneytisstjóra Jónas Blöndal skrifstofustjóra, Ólaf Davíðsson forstjóra, Hjört Hjartar fram- kvæmdastjóra, Garðar Ingvarsson HANDQOOK PU8HSHE0 -8Y THE C8NTKAL 8ANK OF ICEUN0 hagfræðing, Jóhann Má Maríusson aðstoðarforstjóra, Sveinbjöm Bjömsson prófessor, Klemens Tryggvason fyrrum Hagstofu- stjóra og Valdemar Kristjánsson ritstjóra. Sjötti kaflinn fjallar um efna- hagsstefnu og fjármálalíf og eru þar greinar eftir Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, Hallgrím Snorrason Hagstofustjóra, Gunnar H. Hall skrifstofustjóra, Magnús Pétursson hagsýslustjóra og Eirík Guðnason efnahagsráðgjafa. Sjöundi kaflinn er um utanríkis- viðskipti og greiðslustöðu og eru þar greinar eftir Ólaf Tómasson deildarstjóra og Þórhall Ásgeirsson ráðuneytisstjóra. Áttundi kaflinn er um félagsmál og skrifa þar greinar Þráinn Eggertsson pró- fessor, Guðrjón Hansen trygginga- fræðingur, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Hallgrímur Snorrason Hagstofustjóri. Níundi kaflinn er um trúarbrögð og menntun og eru þar greinar eftir Þóri Kr. Þórðarson prófessor, Braga Jósepsson aðstoðarprófess- or og Halldór Guðjónsson kennslu- stjóra. Tíundi kaflinn fjallar um vísindi og listir og eru þar greinar eftir Svein Skorra Höskuldsson prófessor, Aðalstein Ingólfsson listfræðing, Jón Þorarinsson tón- skáld, Svein Einarsson leikhús- fræðing, Erlend Sveinsson kvikmyndagerðarmann, Áma Þór- arinsson ritstjóra, Þór Magnússon þjóðminjavörð og Vilhjálm Lúðvíksson forstjóra. Að lokum er kafli um tómstundir og eru þar greinar eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund og Alan Boucher pró- fessor. Ljósmyndimar í bókinni eru flestar teknar af Páli Stefánssyni en einnig eiga myndir Sigurgeir Jónasson, Eyþór Einarsson og Jó- hanna Ólafsdóttir. Upplag bókarinnar er 4000 ein- tök og hefur Seðlabankinn falið Iceland Rewiew dreifíngu bókar- innar erlendis og í bókabúðir hérlendis. ICELAND 1986 kostar 2.500 krónur út úr búð. Morgunblaðið/Bj arni Konur frá öllum Noröurlöndunum ætla aö hittast í Osló á næsta ári og halda þar Norræna kvennaráð- stefnu. Hér sést hópurínn sem vinnur að undirbúningi ráðstefnunnar. Um 7000 konur hitt- ast á Norrænu kvenna- þingi á næsta ári NORRÆNT kvennaþing verður haldið í Osló fyrstu viku ágúst- mánaðar á næsta árí og er búist við að um 7000 konur frá öllum Norðurlöndunum safnist þar saman. Hugmyndin að þingi þessu kviknaði eftir þær ráð- stefnur sem haldnar voru samhliða kvennaráðstefnum Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó- borg, Kaupmannahöfn og Na- irobi. Allar konur eru velkomnar á þingið, sem er haldið á vegum Norðurlandaráðs. Á fundi sem undirbúningshópur ráðstefnunnar hélt með blaðamönn- um kom fram að þrátt fyrir að víða um lönd væri litið svo á að jafn- rétti væri í raun á Norðurlöndum þá vantaði enn mikið á að svo væri. Því hefðu konur í þessum löndum ákveðið að hittast til að ræða sín mál. „Á þessu þingi verður fjallað um allt það sem snertir líf kvenna,“ sagði Grete Knudsen, formaður undirbúningshópsins. „Við viljum sýna veruleikann á bak við alla umræðuna um jafnrétti á Norðurl- öndum. Konur hafa lægri laun en karlar og vinna verri störf. Fáar konur eru í stjórnunarstörfum og mér er til dæmis tjáð að á íslandi, þar sem margir telja jafnrétti ríkjandi, sé aðeins ein kona í ríkis- stjórn. Hins vegar hefur vissulega margt áunnist á Norðurlöndum og við getum vísað veginn fram á við.“ Jytte Lindgárd, framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar, sagði að dagskrá Norrænu kvennaráðstefn- unnar yrði fjölbreytt. „Það verða umræður, sýningar og uppákomur af ýmsu tagi, en alls verða dag- skráratriði um 800. Ráðstefnan sjálf verður í háskólanum á Blind- ern í Osló, en við munum í raun leggja alla borgina undir okkur þá daga sem ráðstefnan stendur.“ Það kom einnig fram á fundinum að öllum konum er heimilt að koma á Norræna kvennaþingið og verður reynt að hafa ferðir til Osló ódýrar og stilla dvalarkostnaði í hóf. Sú hugmynd hefur komið upp að íslen- skar og færeyskar konur fari með Norröna. Hér á landi eru ýmis sam- tök kvenna sem þátt taka í undir- búningnum. Þær konur, sem áhuga hafa á þátttöku, geta snúið sér til Jafnréttisráðs, eða haft samband við Guðrúnu Ágústsdóttur hjá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna eða Amdísi Steinþórsdóttur hjá Kvenréttindafélagi íslands. Fulltrúar frá kínversku ríkisferðaskrífstofunni, Kinversk islenska menningarfélaginu og Ferðaskkrif- stofunni Sögu á fundi með fréttamönnum, þar sem Kinaferðirnar voru kynntar. Ferðaskrifstofan Saga og KÍM: Sólarferð til Kína KÍNVERJAR eru nú að opna baðstrendur á eyjunni Hainan, þar sem byggð hefur verið upp fyrsta flokks aðstaða fyrirferða- menn og fer fyrsti hópur íslend- inga þangað um miðjan október á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu og Kínversk-islenska menn- ingarfélagsins. Dvalið verður á Hainan i viku auk þess sem skoð- aðar verða sögufrægar borgir í Kínaveldi og siglt niður Yangtze fljót. Tveir fulltrúar kínversku ríkis- ferðaskrifstofunnar Luxingshe hafa dvalið hér á landi að undanförnu á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu og KÍM til að kynna nýjungar í ferðamálum í Kína og ræða sam- vinnu þessara aðila. Á undanförh- um tíu árum hefur KÍM efnt til nokkurra almennra ferða til Kínverska alþýðulýðveldisins og síðastliðinn vetur tókst samvinna með félaginu og Ferðaskrifstofunni Sögu um Kínaferðir. Er stefnt að því að bjóða fjölbreytt úrval ferða þangað, svo sem viðskiptaferðir, fræðsluferðir skemmtiferðir og hvíldardvalir. Kínaferðin nú í haust hefst 16. október nk. og verður flogið til Beijing um London. Fyrstu íjóra dagana verður dvalið í Beijing en þaðan flogið til hinnar fomfrægu borgar Xi’an þar sem silkileiðin hófst á miðöldum og nýlega hafa þar verið grafnir miklir leirherir úr jörðu. Dvalið verður tvo daga í borg- inni og því næst flogið til Chonqing, þar sem dvalið verður í fjóra daga og fom Búddahof og náttúrufegurð við Yangtze fljótið skoðuð. Þá verð- ur haldið með ferju niður Yangtze fljót áleiðis til Wuhan en ferð þessi er eitt að því eftirsóknarverðasta í Kínaferðum og komast færri að en vilja. Á ferjunni verður dvalið í þrjá daga og tvær nætur. Frá Wuhan verður flogið til Gu- angzhou og síðan, hinn 1. nóvem- ber, verður farið lil eyjunnar Hainan, sem er á svipaðri breidd- argráðu og Hawaii-eyjar þar sem eilíft sumar ríkir. Þar verður dvalið í fímm daga og að því loknu verður flogið aftur til Guangzhou og dval- ið þar næsta dag. Síðan verður farið með lest til Hongkong og dvalið þar í tvo daga. 9. nóvember verður svo flogið til íslands um Londcm og komið heim 10. nóvember. Áætlað verð á ferðinni miðað við lágmark 25 þáttakendur er um 145 þúsund krónur. Fullt fæði er innifalið með- an dvalið er í Kína. íslenskir fararstjórar verða tveir og þar af annar mæltur á kínversku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.