Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Bjartsýnisverðlaun Bröstes afhent Kaupmannahðfn. Frá Guðrúnu Ásgeirs- dóttur fréttaritari Morgunblaðsins i Danmörku. Bjartsýnisverðlaun Bröstes voru afhent á laugardag við há- tiðlega athöfn í Ráðhúsinu í Lyngby. Vegna flutnings fyrir- tækisins úr Bröstes-gaarden á Kristjánshöfn, Christianshavn, til Lyngby fór afhendingin fram svo seint á sumri og á nýjum stað. Er þetta i 7. sinn sem verðlaunin til bjartsýnna íslenskra lista- manna eru afhent og hlaut þau nú Guðmundur Emilsson hljóm- sveitarstjóri og stofnandi fs- lensku hljómsveitarinnar. Athöfnin fór fram í bæjarráðs- salnum í ráðhúsinu og blöktu fánar íslands og Danmerkur við hún úti- fyrir en inni var blómum raðað saman í íslensku fánalitunum. Ráð- húsið í Lyngby var byggt 1941 og stendur í hjarta bæjarins og er klætt grænlenskum marmara að utan. Bæjarráðssalinn prýðir tréútskurð- ur um sögu þorpsins sem bærinn er vaxinn úr og stórt málverk eftir prófessor Stig Brögger sem var list- ráðunautur bæjarstjómar um langt skeið. Gamla þorpskjamann má enn fínna og þótt húsin séu endurbyggð að innan halda þau fyrra útliti sínu. Fyrstur talaði Peter Bröste for- stjóri Bröste hf. Lýsti hann flutn- ingnum frá Kristjánshöfn, staðar sem hann kvað starfsmenn sakna, en hér í Lyngby væri líka gott að vera. Þakkaði forstjórinn borgar- stjóra Lungby-Taarbæk fyrir að vilja vera aðalræðumaður þessarar hátíðarstundar og fyrir lánið á ráð- húsinu en borgarstjórinn skildi vel allar aðstæður enda væri hann fé- lagi í söngkór sem kallaði sig „Bjartsýnismennina". Borgarstjórinn í Lyngby- Frá afhendingunni, talið frá vinstri: Peter Bröste, Guðmundur Emilsson og eiginkona hans Valgerður Jónsdóttir og Kai Aage Örnskov með ávísunina á milli sín. Taarbæk, Kai Aage Ömskov, bauð verðlaunahafann, Bröste-fyrirtækið og gesti velkomna. Kvað hann Bröste ganga á undan með góðu fordæmi í viðleitninni að styrkja unga listamenn og hvetja til dáða. Borgarstjórinn taldi upp nefndar- menn úthlutunamefndarinnar, þá Gunnar Friðriksson, dr. Gylfa Þ. Gíslason og Áma Kristjánsson og fagnaði því að forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skuli vera vemdari verðlaunanna. Þá las hann upp nöfn þeirra sem fengið hafa bjartsýnisverðlaunin frá upphafí, 1981, en þeir em Garðar Cortes, Bragi Ásgeirsson, Þorgerður Ing- ólfsdóttir, Helgi Tómasson, Ágúst Guðmundsson og Kjartan Ragnars- son. Þá lýsti Ömskov borgarstjóri ferli Guðmundar Emilssonar. Hann stundaði nám við University of Rochester og lauk meistaraprófí í hljómsveitar- og kórstjóm við Uni- versity of Indiana og mun ljúka doktorsprófí í tónlist þar. En bjart- er kosturinn KAYS áii.\IAC Ýfir 1000 síður. Nýja vetrartískan á alla fjölskylduna. Búsáhöld - leikföng - sælgæti - jólavörur - o.fl. - o.fl. Verðpr. lista erkr. 190.- sem er líka innborgun v/fyrstu pöntun. (Kr. 313.- í póstkröfu.). Utsalan í fullum gangi. (&IS.\1VG\lSSO\ HÓLSHRAUNI 2-SIMI 52866-PÓSTHÓLf= 410 HAFNARFlRDI sýnisviðhorfið lýsir sér best í stofnun íslensku hljómsveitarinnar sem hefur gefíð Qölda ungra lista- manna hið mikilvæga tækifæri til að fá að spreyta sig. Fyrstu hljóm- leikar hennar vom haldnir í október 1982 og hefur hljómsveitin farið í hljómleikaferð til Svíþjóðar og hlot- ið prýðilegar móttökur þar. Afhenti borgarstjórinn Guð- mundi Emilssyni verðlaunin, 30 þúsund danskar krónur, í geysi- stórri ávísun og fögnuðu viðstaddir ákaft. Guðmundur tók síðan til máls og sagðist hugsa á þessari stundu til dönskukennara síns sem um leið var eftirlætiskennarinn og lærður í Danmörku. Bjartsýnin gæti komið mönnum í erfiðustu aðstæður. Þakkaði listamaðurinn Bröste, forseta íslands og úthlutun- amefnd svo og fjölskyldu, vinum og samstarfsmönnum á íslandi. Nefndi hann sérstaklega meðstjóm- armenn sína í fslensku hljómsveit- inni, Ásgeir Sigurgestsson, Sigurð I. Snorrason og dr. Þorstein Hann- esson. Þá færði hann einnig Atla Heimi Sveinssyni sérstakar þakkir fyrir verk hans sem hér var fmm- flutt. Peter Bröste forstjóri minntist vináttu og gestrisni margra á ís- landi. Það þarf meiri bjartsýni að búa þar en t.d. hér í Danmörku. Þá flutti Gunnar Friðriksson for- maður úthlutunamefndar ávarp og talaði um verðlaunin frá upphafí og bað Guðmund Emilsson vel að njóta. Félagar úr íslensku hljómsveit- inni léku nú verk Atla Heimis sem hann hafði samið fyrir þetta tæki- færi en á boðskorti er hann kynntur sem íslenskur vinningshafi Nor- rænu tónskáldaverðlaunanna. Anna Guðný Guðmundsdóttir lék á píanó og maður hennar, Sigurður E. Snorrason, á klarinett. Em ungu hjónin gott dæmi um unga tónlist- armenn í íslensku hljómsveitinni og hafa bæði verið með frá upphafi, hún á skrifstofu og hann í stjóm. Vom Önnu Guðnýju og Valgerði Jónsdóttur eiginkonu Guðmundar Emilssonar færðir blómvendir og viðstöddum boðið til veitingasalar. Verðlaunahafinn Guðmundur Emilsson sagðist í viðtali vera mjög þakklátur Peter Bröste og öllum öðmm sem stæðu að verðlaunaaf- hendingunni og liti hann á hana sem mikinn heiður. „Trúlega átta sig fáir á því“, sagði Guðmundur, „hve slík viðurkenning er þýðingarmikii. Ég fann strax að fólk staldraði við og spurði um starf mitt af meiri og einlægari áhuga en áður er frétt- ist um val úthlutunamefndar snemma í vor. Það vakti spum og verð ég nú að svara. Ég hlýt að fagna því að fá viðurkenningu að utan en allra best hefði mér þótt að sú upphefð hefði komið að heim- an. Þar með er síst verið að vanþakka hlut Bröste en íslensk fyrirtæki mættu taka hina dönsku kollega sína til fyrirmyndar. í fram- haldi af því bendi ég á tugi mikil- hæfra listamanna heima á íslandi sem vinna sitt starf í kyrrþey og ættu margfaldlega skilið verðlaun, ekki síst frá löndum okkar. Ég tók ungur ákvörðun um starfssvið mitt og er langt frá takmarkinu enn. Konan mín, Valgerður Jónsdóttir, styður mig með ráðum og dáð og hefur þurft að fara margs á mis vegna aðstæðna allra. Hún er „músík-terapisti" sem er lítt þekkt starfsvið heima og mun hún opna einkamóttöku í sinni grein í haust í Reykjavík," sagði Guðmundur að lokum. Eru þeim hjónum færðar heilla- óskir í von um frekari frama á tónlistarbraut. Ullariðnaður: Gengisfelling leys- ir engan vanda - segir Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI „Ullariðnaðurinn þarf tekju- aukningu sem er varanlegri en gengisfelling getur veitt honum, enda er felling gengis bara eins og morfinsprauta, áhrifin eru ekki varanleg,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Rætt hefur verið um það undan- farið að ullariðnaðurinn sé mjög illa staddur vegna innlendra kostnaðar- hækkana og eina ráðið til að bjarga fyrirtækjum sé gengisfelling, allt að 30%. „Gengisfelling leysir engan vanda, heldur verðum við að vinna að vörubróun og endurhönnun, sem getur komið ullariðnaðinum aftur í fyrri stöðu,“ sagði Víglundur. „Nú eru fyrirtæki í ullariðnaði að vinna að ýmsum athugunum og það kem- ur í ljós á næstu dögum og vikum hvemig til tekst. Gengislækkun hefur hins vegar ekkert gott í för með sér og hefur aldrei haft. Ég hef alltaf átt erfítt með að skilja hveijir gætu hagnast á því og von- andi muna íslendingar enn hvemig ástandið var þegar gengissig og gengisfelling var daglegt brauð,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda. Tarkett parket er mest selda parket á íslandi JL HARÐVIÐARVAL HF. HARÐVIÐARVAL KROKHALSI 4, SIMI 671010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.