Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 28

Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 29. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna: Ámi Sigfússon kjörinn formaður sambandsins ARNI Sigfússon var kjörínn formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna á þingi sambands- ins í Borgarnesi um helgina. í atkvæðagreiðslu á þinginu fékk Arni 170 atkvæði en mótfram- bjóðandi hans, Sigurbjörn Magnússon, fékk 145 atkvæði. Alls kusu 318 af 334 sem höfðu kosningarétt. Mjög hörð kosningabarátta var háð bæði fyrir þingið og á þinginu, sem stóð frá föstudegi til sunnu- dags og setti hún svip sinn á þingið á ýmsan hátt. Þannig var þingið það fjölmennasta sem haldið hefur verið og greinilegt að margir sóttu það aðeins vegna kosninganna. Þrátt fyrir þetta var mikill fjöldi ályktana afgreiddur á þinginu og talsverðar umræður urðu um skýrslu starfshóps undir stjóm Gunnars Jóhanns Birgissonar, sem gert hafði úttekt á störfum Sjálf- stæðisflokksins með sérstöku tilliti til starfsemi SUS. I starfshópnum voru fyrir utan Gunnar, Elín Hirst, Eva Georgsdóttir, Guðmundur Magnússon, Jóhann Baldursson, Hjörtur Nielsen, Kristján Jónsson, Laufey Johannessen, Olafur Garð- arsson, Steinn Logi Bjömsson og Þóra Gunnarsdóttir. Auk þess mættu á fundi Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Halldóra Vífílsdótt- ir, Kjartan Gunnarsson og Ólafur Þ. Stephensen. Fýrir þingið hafði verið dreift bráðabirgðaskýrslu starfshópsins sem bar nafnið „Við verðum víst að skaffa fleiri róluvelli“, en á þing- inu var lögð fram endanleg skýrsla Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Hótel Borgarnesi. sem bar yfirskriftina „Ungir sjálf- stæðismenn og Sjálfstæðisflokkur- inn“. Efni þessarar skýrslu hefur í aðalatriðum verið rakið í Morgun- blaðinu. Ósammála um gildi skýrslunnar Þingfulltrúar vom ekki sammála um gildi skýrslunnar eða hvort rétt væri að ræða þessi mál á þessum vettvangi. Ólafur Helgi Kjartansson skattstjóri og bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á ísafirði talaði m.a. gegn skýrslunni og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann telja að öll gagnrýni varðandi ynnra starf Sjálfstæðisflokksins ætti heima í flokknum sjálfum en ekki á opin- berum vettvangi. Ólafur sagðist ekki hafa tekið afstöðu til skýrslunnar sem slíkrar heldur vakið athygli á að of mikið hefði verið gert af því eftir síðustu kosningar að ráðast á einstaka for- ustumenn flokksins. Það gengi ekki að sjálfstæðismenn væm þeir fyrstu Morgunblaðið/Þorkell sem snem baki við fomstumönnun- um heldur yrði að standa að baki þeim mönnum sem kosnir væm til forustu. Menn gætu hinsvegar haft sínar skoðanir og ættu að setja þær fram en það ætti að gerast á flokks- vettvangi. Bein og skipuleg sam- skipti við félögin Að loknum umræðum um skýrsl- una og almennum stjómmálaum- Yfir 300 fulltrúar sóttu þing SUS. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson ræðum héldu frambjóðendumir til formannsembættisins ræður. Ami Sigfússon lagði áherslu á það í sinni ræðu að þrátt fyrir að málefnaleg staða SUS væri góð væm tengsl fomstu samtakanna við félögin væri nægilega mikil. Hinsvegar væri nú meiri gmndvöllur en oft áður fyrir sjálfstæðisstefnunni hjá ungu fólki og það afl sem byggi í ungu fólki yrðu samtökin að virkja. Ami sagði að félagar í SUS væm að þrýsta á að stjómin vakni. Ami sagði að koma þyrfti á bein- um og skipulögðum samskiptum við aðildarfélögin, en einnig þyrfti SUS að breikka málefnagmndvöll sinn og láta til sín taka mál eins og dagvistunarmál og húsnæðismál sem brynni á ungu fólki. Ami sagði einnig í ræðu sinni að fomsta SUS hefðu viðhaft ein- kennileg vinnubrögð fyrir kosning- amar sem miðuðu að því að minnka sína möguleika til að ná kjöri. SUS samviska flokksins Sigurbjöm Magnússon sagði í sinni ræðu að SUS hefði á undan- fömum ámm oft veitt ríkisstjómum Sjálfstæðisflokksins gagnrýnið að- hald og verið í hlutverki samvisku flokksins. Hann sagðist leggja áherslu á að SUS rækti þetta hlut- verk sitt áfram og léti í ljós skoðanir á störfum og stefnu núverandi ríkis- stjórnar. SUS gerði þær kröfur til þessarar ríkisstjómar að hún næði árangri í efnahagsmálum. Fari verðbólgan af stað væri allt starfíð unnið fyrir gíg. Einnig væri þess krafíst að engir nýir skattar verði lagðir á og jafnvægi í ríkisbúskapn- um yrði náð með samdrætti í ríkisútgjöldum eins og ungir sjálf- stæðismenn hefðu margoft bent á. Og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafí fomstu um sölu ríkisfyrirtækja og sett verði lög um einokun og hringamyndun svo nokkuð væri nefnt. Sigurbjörn sagði að sala ríkis- fyrirtækja væri í samræmi við jákvæða byggðastefnu ungra sjálf- stæðismanna en kjaminn í þeirri stefnu væri öflugt atvinnulíf sem fengi að blómgvast og byði ungu og duglegu fólki upp á vellaunuð störf. Sambandsleysi við kjósendur í stjómmálaályktun sem þingið samþykkti segir ma. að tap Sjálf- stæðisflokksins í síðustu alþingis- kosningum hafi að mestu leyti mátt rekja til stofnunar Borgaraflokksins og ljóst sé að orsakir uppgagns Borgaraflokksins vom aðrar og meiri en deilur um einstaklinga. „Greinilegt er að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki það samband við kjósendur sína og nauðsynlegt er. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná upp sínum fyrri styrk og verða sameiningartákn allra borgaralegra afla þarf að verða grandvallarbreyt- Kosningamar hristu upp í sambandinu - segir Sigurbjörn Magnússon, sem beið lægri hlut 1 formannskjöru SUS „VIÐ sjálfstæðismenn höfum þennan hátt á þegar við kjósum okkur foi-ustu og ég held að hér hafi faríð fram heiðarlegt var og við fengið góðan formann. Ég lagði áherslu á að hvernig sem færi gengjum við samstæðir frá þessu þingi og ég hvatti stuðningsmenn mína til að fylkja sér um hinn nýkjörna formann," sagði Sigurbjörn Magnússon framkvæmdastjóri við Morgun- blaðið eftir að úrslit í formanns- kjöri SUS lágu fyrir. Sigurbjöm sagði að í kosninga- baráttunni hefðu báðir frambjóð- endur barist af hörku og til hins ýtrasta en hann myndi beita sér fyrir því að þær ífíngar og flokka- drættir sem orðið hafa jafni sig. Sigurbjrön vildi einnig koma á framfæri þakklæti til sinna stuðn- ingsmanna. „Ég held að sambandið hafí haft mjög gott af því að fara í gegnum kosningar," sagði Sigurbjöm enn- fremur. „Þetta hefur hrist upp' í okkar kerfi, þar sem ekki hefur verið kosið um formann í samband- inu í 10 ár, og fært aukinn kraft í öll félögin og ég er viss um að þetta á eftir að verða sambandinu lyfti- stöng.“ Sigurbjörn sagði að kosningarnar hefðu settu mark á þingið og mál- efnavinnan sjálfsagt borið þess merki. Þó hefði verið ályktað í öllum málaflokkum og góðar tillögur sam- þykktar, þám. sérstök skilaboð til ríkisstjórnarinnar og tillögu um einkavæðingu. „Málefnin komust því vel til skila og við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni," sagði Sigurbjöm Magnússon. Morgunblaðið/Theodór Vilhjálmur Egilsson fráfarandi formaður SUS óskar Árna Sigfús- syni til hamingju með sigurínn í formannskjörinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.