Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Pólland: Tveir Danir dæmdir fyrir njósnastarfsemi Varsjá, Reuter. PÓLSKUR herdómstóll hefur dæmt tvo Dani í níu og sjö ára fangelsi fyrir njósnir. Danska sendiráðið í Varsjá greindi frá dómunum sl. laugardag. Jens Ellekjær, 36 ára gamall kaupsýslumaður, og Niels Hemm- ingsen, 23 ára gamall námsmaður, voru dæmdir í borginni Koszalin og fékk Ellelq'ær þyngri dóminn. Fulltrúar danska sendiráðsins fengu ekki að fylgjast með réttar- höldunum en voru þó kvaddir til þegar dómurinn var kveðinn upp. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP báru tíu manns vitni gegn Dönunum, sem hefðu játað á sig allar sakargiftimar. Pólsk yfirvöld segja, að Danimir, sem komu með feiju frá Kaupmannahöfn 18. apríl sl., hefðu tekið ljósmyndir af hem- aðarmannvirkjum og haft í fómm sfnum uppdrætti eða kort með stað- setningu annarra bækistöðva pólska hersins á Eystrasaltsströnd- inni. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif þetta mál hefur á samskipti Dana og Pólveija en þau hafa verið frem- ur stirð síðan upp komst í fyrra, að danska sendiráðið í Varsjá mor- ■ ■■ ERLENT, aði í hlustunartækjum. Poul Schlut- þessum mánuði en þeirri för var er, forsætisráðherra Danmerkur, frestað vegna þingkosninganna í haífði ráðgert að fara til Póllands í Danmörku, sem fram fara í dag. IRA talinn undirbúa nýja öldu hryðjuverka Þrír grunaðir hryðjuverkamenn ákærðir St. Andrew’s, frá Guðmundi Heiðari Frímannsayni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞREMENNINGARNIR, sem lög- regla handtók fyrir rúmri viku á landareign Toms King, Norð- ur-íralandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, voru ákærðir nú um helgina fyrir að undirbúa morð á ráðherranum. Lögreglan telur að IRA, írski lýðveldis- herinn, hafi verið að undirbúa sprengjuherferð í Bretlandi og á ársþingi breska íhaldsflokksins , sem haldið verður i næsta mán- uði í Blackpool. Þremenningamir sem nú hafa verið ákærðir, eru taldir vera með- limir í írska lýðveldishemum. Hafi þeir verið að undirbúa tilræði við Tom King með því að athuga þær öryggisráðstafanir sem viðhafðar era við heimili hans. Þeir vora hand- teknir fyrir rúmri viku og vora í haldi í sjö daga samkvæmt heimild í lögum gegn hryðjuverkum. Þeir hafa neitað að ræða við lögregluna, segjast vera írskir ríkissborgarar og hafa gefið upp heimilsföng í Dublin. Leyniþjónustumenn hersins í Ulster á Norður-Irlandi tjáðu lög- reglunni fyrr í sumar að IRA væri að skipuleggja morð á ráðherram í ríkisstjóm Margaret Thatcher. Tal- ið var að um svipaða herferð væri að ræða og árið 1984 þegar IRA tókst næstum að ráða hálfa ríkis- stjómina af dögum í sprengjutilræði í Brighton. Lögreglan segist hafa fundið um 4.000 pund í reiðufé á einum þre- menninganna, og bókun á hóteli í Blackpool rétt fyrir ársþing íhalds- flokksins. Lögreglan útilokar ekki að fleiri félagar í IRA séu að und- irbúa hryðjuverk í Bretlandi þessar vikumar. I síðustu viku lýsti Danny Morrison, leiðtogi Sinn Fein, stjóm- málaarms IRA, yfir að önnur sprenging á borð við þá í Brighton myndi „þvinga Thatcher eða ekki Thatcher að samningaborðinu. “ Thatcher var á ferð um Skotland um helgina og aukinn öryggisvörð- ur var um hana. Hún fór í árlega heimsókn til drottningarinnar í sumarleyfiskastalann í Balmoral austur af Aberdeen. ——:^sS^eAB' OOsSÖ \ LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI50022 Bjargað úr bruna Slökkviliðsmenn bjarga kornabarni út um glugga á brennandi húsi í New Castle í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Slökkviliðsmenn- ir fundu tvö lítil börn, dreng og stúlku, i einu herbergja hússins. Drengurinn komst lífs af en stúlkan andaðist skömmu síðar. Albanía: Hægfara breytingar NÚ VERÐUR eins og f öðrum kommúnistaríkjum vart við um- bætur í Albaníu, einangraðasta og miðstýrðasta austantjaldslandinu. Flokksleiðtoginn Ramiz Alia hef- ur boðað gætileg frávik frá gömlu stefnunni og .jákvæðar breyting- ar á öllum sviðum“. Balkanríkið með sínar tæpar 3 milljónir íbúa heldur engu að síður fast við „ósvikinn marxisma“ og fyr- irlítur byltingarkenndar tilraunir Gorbachevs. En Alia, sem tók fyrir tveimur árum við flokksleiðtogaemb- ættinu eftir dauða hálfguðsins Enver Hoxha, virðist sjá fram á nauðsyn nýrrar efnahagsstefnu. í ræðum sínum undanfarið segist hann sakna þess að tillit sé tekið til lögmála hag- fræðinnar. Hann hefur einnig varað við ofstjórn og boðað verkafólki betri kjör. Hingað til hefur stefnan verið sú að laun allra væru sem líkust en nú er byijað að innleiða bónuskerfi og stighækkandi launataxta í þeirri von að stöðnuð framleiðslan taki við sér. Einnig er bændum nú heimilað að rækta garðinn sinn til eigin nota. Full áhersla er þó lögð á að allar breytingarnar séu í anda sósíalismans andstætt þvi sem er að gerast í Sov- étríkjunum „sem eitt sinn gátu talist sósialísk". í nýlegri þingræðu leiðtogans kom i ljós að breytingamar era fyrst og fremst til komnar vegna litillar olíu- og krómframleiðslu undanfarið og slæmrar greiðslustöðu landsins. Alia kenndi helst um lélegri stjómun og litlum aga. Auk þess hefði miklu fé verið varið til tækjakaupa en gamal- Ramiz Alia flokksleiðtogi í Al- baníu. dags framleiðsluhættir há fjárhag landsins hvað mest. Einn helsti samstarfsmaður Alias, Foto Cami, hefur ennfremur hvatt til þess að menn láti skoðun sína í ljós og hætti að treysta á að flokksforyst- an taki allar ákvarðanir. Fjölmiðlar landsins eru einnig orðnir gagnrýnni, þeir flytja nú æ fleiri fréttir af kauðs- hætti í fyrirtækjunum og slæmum anda á vinnustað. Annað sem bendir til stefnubreyt- ingar í Albaníu án þess að um kúvendingu sé að ræða eins og i Sovétríkjunum er það að Ramiz Alia vitnaði í síðustu ræðu sinni einungis þrisvar sinnum ( forvera sinn Hoxha. Áður var hver fullyrðing rökstudd með tilvitnunum í fræði meistarans. Deilt um frumu- flutninga úr fóstri Er siðferðilega veijandi að nota heilafrumur úr fóstri eftir fóstureyðingu og flytja þær yfir i sjúklinga með Parkinsons-veiki eða aðra alvarlega sjúkdóma í miðtaugakerfi? Þetta var ein af umdeildustu spurningunum á al- þjóðlegu þingi 3.500 heilasér- fræðinga i Búdapest á dögunum. Á slðustu mánuðum hafa nýma- hettufrumur verið græddar t heila Parkinsons-sjúklinga, en menn greinir á um ágæti þess að nota frumur úr fóstram til þessa, auk þess sem að alltaf er hætta á bak- slagi, þó allt gangi vel I fyrstu. Athygli manna beinist fyrst og fremst að siðferðilegum og sál- fræðilegum vandkvæðum þessa Er rétt að nota fósturfrumur í læknis- fræðilegum tilgangi? Breytist afstaða manna til fóstureyðinga? Siðferðisnefnd sænska læknafé- lagsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að nota megi fóstur á þennan hátt enda fátt sem mæli gegn því hjálpa 20.000 Svíum á þennan hátt. Svíar era einna lengst komnir I þessum rannsóknum og hafa allar niðurstöður lofað góðu. Læknar vona þó að hægt verði að framleiða taugafrumur á rannsóknarstofunni, svo komast megi hjá þeim siðferðis- vanda sem notkun fósturframa hefur í för með sér. (Heiraild: Svenska Dagbladet)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.