Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 45 Afmæliskveðja: Jónína Guðbjarts- dóttir ísafirði „Hvar fannstu tign jafn hátignarháa og heilaga, djópa ró? Þar há^ðliin gnæfa við himininn bláa og hlýjan, lognsléttan sjó, sem árdegissólin frá austrinu gyllir eldskini §ær og nær, en sendir úr vestrinu kyrrláta kveðju og kvöldroðans purpura á Djúpið slær.“ (Rósa B. Blöndal) Þannig yrkir ein tengdadóttir ísa- fjarðar, og við vitum, að allir, sem tengzt hafa eða dvalið á þessum hrikalega fagra stað, geta tekið und- ir orð hennar. Þessi bær „í faðmi fjalla blárra" býr yfir dulartöfrum allra árstíða, sem engum gleymist, er þar hefur lifað og starfað. Hinn 24. ágúst sl. varð einn af merkustu borgurum ísafjarðarkaup- staðar 85 ára, Jónína Guðbjarts- dóttir, ekkja Guðbjarts heitins Asgeirssonar, fyrrv. skipstjóra og útgerðarmanns, sem öllum var að góðu kunnur. Jónína Þóra Guðbjartsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni, var fædd 24. ágúst, að Kollsá í Jökulfjörðum, dóttir, hjónanna Ragnheiðar Jóns- dóttur ljósmóður og Guðbjartar Kristjánssonar, sem þá bjuggu þar. Snemma var Jónína kunn að dugn- aði og myndarskap, og lýsir Vil- mundur Jónsson landlæknir vel í bók sinni aðkomu þeirra félaga Þórbergs Þórðarsonar o.fl. á heimili þeirra mæðgna. Ung að árum giftist Jónína eigin- manni sínum Guðbjarti Ásgeirssyni. Þau voru gefín saman af séra Sigur- geiri Sigurðssyni, síðar biskup, 16. des. 1925. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Hnífsdal. Ásgeir Guð- bjartsson, tengdafaðir hennar, var þekktur formaður og útgerðarmaður. Guðbjörg Pálsdóttir kona hans, var einstök manneskja að allri gerð, og ekki sízti sjómaðurinn í fjölskyld- unni, þótt ekki reri hún, en bjó samt yfír flestum eiginleikum Þuríðar formanns. Guðbjörg lifði og hrærðist í sjómennsku, veðurfari og afla- brögðum, og ekki aðeins „sinna" manna, heldur svo að segja allra Hnífsdælinga innanfrá Stekkjum og alla leið út í Bug. Hún elskaði sjóinn og allt, sem honum viðkom. AJlir þrír synir þeirra; Guðbjargar og Ásgeirs, urðu þekktir skipstjórar og aflamenn, þeir Guðmundur Júní, Guðmundur Sölvi og Guðbjartur Marías. Þannig má með sanni segja, að ósvikið sjómannsblóð sé í ættinni, eins og bezt hefur sannazt á þeim landskunnu aflamönnum og skip- stjórum á happaskipunum „Guð- björgu" og „Guðbjarti", sonarsonum þeirra Guðbjargar og Ásgeirs. Jónína og Guðbjartur eignuðust fímm böm. Þau eru þessi: Margrét Elísabet, fædd 26. des. 1926 í Hnífsdal. Hennar maður var Kristinn Ambjömsson, vélstjóri frá Dalvík. Ásgeir Guðbjartur, skipstjóri, f. 21. júlí 1928, í Kjós. Kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir. Guðbjartur Kristján, eftirlitsmaður, f. 10. júlí 1930 í Hnífsdal. Kona Svandís Jónsdóttir frá Flateyri. Hörður, skipstjóri, f. 17. ágúst 1932 í Kjós. Kona hans Sigríð- ur Jónsdóttir. Ragnheiður Ingibjörg, f. 11. nóv. 1937, á ísafírði. Eigin- maður hennar Jóhann Kárason, fyrrv. lögregluþjónn frá Hólmavík. Bamaböm Jónínu em 18, en bama- bamabömjn 7, svo afkomendumir eru 25. Öll era bömin búsett á ísafírði. Á miðju ári 1930 flytja þau Jónína og Guðbjartur til ísafjarðar ásamt gömlu hjónunum Guðbjörgu og Ás- geiri. Kaupa þeir feðgar þar húseign- ina Ásbyrgi, Brunngötu 10. Þar var heimili ungu hjónanna alla tíð síðan, og Jónínu enn í dag, en Guðbjartur lézt 3. nóv. 1973. Hann var sérstak- lega prúður og elskulegur maður sem öllum þótti vænt um, auk þess, sem hann var einn af meiriháttar fram- kvæmdamönnum kaupstaðarins, þrátt fyrir að hann gekk lengst af ævinnar ekki heill til skógar. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjón- um Jónínu og Guðbjarti og nætur- gestir ósjaldan margir, einkum úr Grannavíl og Jökulfjörðum, að ógleymdum Homströndum, meðan ennþá var þar iðandi mannlíf. Tak- marka- og formálalaus gestrisni og góðvild í hvívetna vora þeim hjónum báðum í bijóst borin. Það var aldrei við nögl skorið eða séð eftir bita á þeim bæ, það er víst. Afkomendur Jónínu eru nú orðnir allmargir af efnilegu og dugmiklu fólki á ýmsum aldri, sem umvefur hana verðskuldaðri ást og umhyggju. Alla sína liðnu daga var Jónína styrk og óbrigðul stoð manni sínum og ættmennum öllum. Fyrir utan það að annast lengst af mannmargt heinrili og standa undir gestagangi, hefur hún allt til þessa ekki látið sig muna um að taka virkan þátt í veið- arfæraútbúnaði aflakónganna sona sinna. Áram saman og allt fram til þessa, hefur Jónína setið löngum, seint og snemma, við að hnýta öngla á tauma handa skipshöfnum sinum. Ekki af því, að hún þyrfti þess fjár- hagslega, enda talin kona efnuð, heldur aðeins til að starfa og gera gagn, og hefur þetta starf veitt henni ómældar ánægjustundir. Eftir lát manns síns hefur Jónína búið ein á heimili þeirra í Ásbyrgi. Þar hefur hún haldið uppi sinni miklu, gömlu gestrisni. Að mörgum er jafnan vikið góðu og fer ekki allt- af hátt. Um margt er Jónína Guðbjarts- dóttir sérstæð. Réttlætiskennd hennar er bæði sterk og nákvæm. Telji hún sig í viðskiptum eiga rétt, gengur hún eftir honum, jafnvel hart og þótt í smáu sé. Hafa sumir undr- ast þetta og lagt henni út til lasts, en það er óþarfí, því það er byggt á réttlætiskennd, en ekki smásálar- skap. Gædd er Jónína dulrænum hæfí- leikum og berdreymin er hún. Kemur henni fátt á óvart, einkum það, sem varðar aflabrögð og veðurfar, og era margir til vitnis um það. Þannig er Jónína raunveruleikans barn tveggja heima. Nú hin síðustu árin hefur þrekið tekið að fjara út og sjónin að bregð- ast. En Jónína er slík skapstillingar- manneskja og hetja, að hún tekur öllu með rósemi og felur Drottni allt sitt ráð. Hugurinn er enn sem fyrr skýr og lifandi frammi fyrir gangi lífsins og minningunum frá liðnum dögum. Kæra Jónína! Fyrirgefðu siðbúna kveðju, sem á sér sínar afsakanir. Guð blessi þér ævikvöldið og gefí að það verði sem „kyrrlát kveðja, er kvöldroðans purpura á Djúpið slær." Gróa og Baldvin Þ. Kristjánsson Nyjung BESTAURANT LÆKJARGOTU 2, II HÆÐ Skeldýrahlaðborð í hádeginu virka daga, aðeins 680,- kr. Verið velkomin „Þú skalt eiga mig á fæti!" fiiTEC

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.