Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 49

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 49 /c. Stærsta hótelkeðja heims kemur nú til íslands. Hún færir Reykjavík þá frábæru aðstöðu og pjónustu sem Holiday Inn hótelin eru þekkt fyrirum allan heim. Okkar einstaka tölvuvædda bókunarkerfi, Holidex, gerir yður kleift að bóka gistingu í sérhverju hinna 1700 Holiday inn hótela um allan heim. í Holiday inn hótelinu, sem er staðsett nálægt miðbæ Reykjavíkur og liggur vel við vaxandi viðskiptahverfi borgarinnar, erfrábærveitingastaður, kaffistofa og vínveitingastaður er á efstu hæð, með útsýni yflr borgina, sjóinn og sveitina í kring. umhverflð er sérlega vel fallið til veisluhalds, móttaka og ráðstefna. Petta er gististaðurinn í viðskiptaferðum eða skemmtiferðum. Og lykill yðar að heiminum. Holiday inn ReyKjavfk, sigtún 38,105 Reykjavlk, simi 91 - 689000. UoöM 'V$VN* Minning: SteindórJ. Briem Vinningstölurnar 5. september 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.875.788,- 1. vinningur var kr. 2.446.748,- og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 611.687,- á mann. 2. vinningur var kr. 730.000,- og skiptist hann á milli 500 vinningshafa, kr. 1.460,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.699.040,- og skiptist á milli 10.619 vinn- ingshafa, sem fá 160 krónur hver. Upplýsinga- simi: 685111. omo, frá Melstað Að koma heim af erlendri grund, þykir mér ævinlega fagnaðarefni. Landið heilsar með sínu tæra fjalla- lofti, sem maður kann eflaust betur að meta eftir að hafa verið fjarver- andi, þó um stundarsakir sé. En ekki eru það ævinlega góðar fréttir sem mæta manni við heimkomuna og svo fór að þessu sinni, en einn samferðamaður var horfínn úr þessu jarðlífí. Þeim fækkar ört sam- starfsmönnum mínum frá fyrri árum. Hér er kvaddur Steindór J. Briem, hann var fæddur 3. septem- ber 1913 sonur þeirra mætu hjóna frú Ingibjargar og séra Jóhanns Briem prófasts að Melstað í Mið- fírði. Að Melstað liðu hans yngri ár í samneyti við foreldra og systkini, þaðan átti hann bjartar minningar sem hann sagði mér frá á góðum stundum. Steindór gerðist starfsmaður Löggildingastofunnar 1953 og starfaði hér um nær 30 ára skeið, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Á hveijum vinnustað er ómetan- legt að hafa slíkan starfsmann. Hann var að öllu leyti mjög vandað- ur maður, hógvær og orðvar, snyrtimenni svo af bar, en alla tfð var hann sérstaklega hlédrægur, þó gat hann verið þéttur fyrir ef því var að skipta. Þessir eðlisþættir hans höfðu góð áhrif á samstarfs- mennina, enda var hann ávallt vel metinn af þeim. Á árum áður ferðuðumst við Steindór saman víða um lands- byggðina starfsins vegna í slíkum ferðum kynnast menn náið, við ræddum margt saman, hann sagði mér ýmsar sagnir af mönnum og mannlífí nyrðra frá uppvaxtarárum sínum, var það bæði fræðandi og skemmtilegt á að hlýða. Einnig voru það aðrir þættir sem ég kynnt- ist þá, sem eru góðir í slíkum ferðum, það var svo gott að þegja með honum, þögnin sem hann skap- aði er ólýsanleg, á þannig stundum færðist svo mikil ró jrfír hugann að maður varð sem óþreyttur. Kynni mín af þessum sómamanni voru ætíð eins og best varð á kos- ið. Ég vissi að hann var ekki allra, því var ég stoltur af að teljast til vina hans. Aldrei held ég að það hafí skyggt á okkar samband að ég varð hans yfirmaður, hann var alltaf hinn sami trausti vinur og samstarfs- maður, sem lét ekki sitt eftir liggja ef hann mögulega gat. Eftir að Steindór lét af störfum, kom hann oft til okkar hér á Lög- gildingastofuna, hljóðlátur gekk hann inn og var fagnað þar. Eftir að hann veiktist fækkaði komum hans til okkar, höfðum við þá síma- samband og var stutt síðan ég átti tal við hann í síma og hvatti hann til að koma í heimsókn, sem hann sagðist myndi gera fljótlega. Steindór var tvíkvæntur, fyrri konu sína missti hann eftir fárra ára hjónaband, þau eignuðust dótturina Ingibjörgu sem búsett er í Dan- mörku. Seinni kona hans var Sigríður Sigtryggsdóttir sem látin er fyrir nokkrum árum, eftir erfíð veikindi. Þau eignuðust tvö börn, Val- gerði, sem var alla tíð föður sínum mikil stoð, og Jóhann, sem fórst í flugslysi 1981, mikill efnispiltur sem var sárt saknað af foreldrum og öllum sem honum kynntust. Segja má að Steindór hafi ekki far- ið varhluta af sorg heimsins, en velkomin til Holiday inn Reykjavík. Lykli yðar að 1700 Holiday Inn hótelum um allan heim. með trú og viljastyrk tókst honum að komast yfír raunir þessar, þó eflaust væri þar margt dulið, því aldrei var hann orðmargur um sitt einkalíf. Nú er hann horfinn á braut, vin- ir fagna honum efíaust á ströndu þess ókomna. Ég votta dætrum hans og systk- inum mína samúð. Við samstarfsmenn hans þökkum honum liðin samveruár. Sigurður Axelsson X-Jöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.