Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 50
50
mÖrGUNBLAÐH)7 ÞIU£JUDAGUR8?SEPraMBER 1987
Háskólinn á Akureyri
settur 1 fyrsta sinn
HÁSKÓLINN á Akureyri var
settur í fyrsta sinn við hátíðlega
athöfn í Akureyrarkirkju á laug-
ardaginn. Kennsla hófst síðan í
gærmorgun á tveimur brautum,
iðnrekstrarfræðum og hjúkr-
unarfræðum. Fyrsta skólaárið
verða nemendur alls 47 talsins,
13 í hjúkrunarfræðum og 34 i
iðnrekstrarfræðum.
Fjölmennt var í kirkjunni við
setningarathöfnina og fluttu þar
ávörp Haraldur Bessason forstöðu-
maður háskólakennslunnar á
Akureyri, Birgir ísleifur Gunnars-
son menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannson og Ingvar Gíslason
• fyrrverandi menntamálaráðherrar,
Halldór Blöndal formaður háskóla-
nefndar menntamálaráðuneytisins,
Gunnar Ragnar forseti bæjarstjóm-
ar, Stefán G. Jónsson námsbrautar-
stjóri í iðnrekstrarfræðum og
Margrét Tómasdóttir námsbrautar-
stjóri { hjúkrunarfræðum.
Þá söng Kristján Jóhannsson við
undirleik Bjöms Steinars Sólbergs-
sonar, Normans H. Dennis og Atla
Guðlaugssonar.
Gunnar Ragnars forseti bæjar-
, stjómar afhenti skólanum fyrir
hönd bæjarins 500.000 krónur til
bókakaupa og Jóhannes Sigvalda-
son stjómarformaður KEA afhenti
skólanum sömu leiðis fyrir hönd
KEA 100.000 krónur til bókakaupa
og gaf skólanum málverk. Áður
unar út á landsbyggðina, sem sýndi
að slíkt er áhrifarík byggðastefna.
Hann fagnaði því sérstaklega að
Haraldur Bessason skyldi hafa tek-
ið við stöðu forstöðumanns háskóla-
kennslu á Akureyri með meira en
30 ára starfsreynslu við Man-
itoba—háskóla sem væri einn hinna
þekktari háskóla.
Sverrir lagði áherslu á mikilvægi
menntunar á tækni— og tölvunar-
sviði og taldi brýnt að háskóli á
Akureyri sinnti sem best þörfum
atvinnulífsins.
Eins og áður sagði verða fyrsta
árið einungis kenndar hjúkrunar-
og iðnrekstarfræði við háskólann
en nefndir vinna að því að kanna
grundvöll fyrir kennslu í í matvæla-
fræði og viðskiptafræði og uppi em
hugmyndir um kennslu í sjávarút-
vegsfræðum.
Námsskrá námsbrautar í hjúkr-
unarfræði við Háskóla íslands hefur
verið höfð til grundvallar við skipu-
lagningu námsins í hjúkrunarfræð-
um en þó hafa verið gerðar nokkrar
breytingar þar á.
Námið í iðnrekstrarfræðu m er í
samræmi við námsskrá Tækniskóla
íslands og er reiknað með að nám-
ið taki þijár annir og að þeim
loknum útskrifist menn sem iðn-
rekstrarfræðingar. Rætt hefur verið
um að tengja í framtíðinni kennslu
í viðskiptafræðum við háskólann
þannig iðnrekstrarfræðunum að
nemendur geti haldið áfram námi
í rekstrarhagfræði annnaðhvort
beint eftir próf eða þá síðar eftir
nokkurra ára þátttöku í atvinnulíf-
inu.
Skólinn verður í vetur til húsa á
tveimur stöðum, skrifstofur og
kennslustofa í húsnæði tæknisviðs
Verkmenntaskólans á Akureyri og
tvær kennslustofur í íþróttahöllinni
handan götunnar.
Frá setningu háskólans á laugardaginn
höfðu Menningarsjóður og Mennta-
málaráð ákveðið að gefa skólanum
allar bækur sem þeir höfðu gefið
út og enn voru fáanlegar.
Sverrir Hermannsson fyrrver-
andi menntamálaráðherra taldi að
stofnun háskóla á Akureyri myndi
marka dýpri spor í menningarsögu
íslands en menn gætu nú séð fyrir.
Hann riíjaði upp yfirlýsingu sem
hann gaf á sínum tíma um stuðning
við háskólakennslu á Akureyri þeg-
Morgunblaðið/Gylfi
ar hann var iðnaðarráðherra. Þegar
hann varð menntamálaráðherra
gafst honum síðan kostur á að vinna
að framgangi málsins.
Sverrir lýsti reynslu annarra
þjóða af flutningi framhaldsmennt-
Halldór Blöndal formaður háskóla-
nefndar menntamálaráðuneytisins:
Orðið hef-
ur sigrað
Margrét Tómasdóttir námsbrautar-
stjóri í hjúkrunarfræðum:
Mikill heiður fyrir
hjúkrunarfræðina
Nú er mikil stund. Háskólinn á
Akureyri er stórt orð fyrir okkur
sem byggjum þennan bæ og þenn-
an fjörð. Akureyri og Eyjafjörð
og raunar Norðurland.
Ég hef fyrir satt, að Þórarinn
Bjömsson skólameistari og Davíð
Stefánsson skáld frá Fagraskógi
' hafi fyrstir tekið sér orðið í munn
á opinberum vettvangi. Síðan hef-
ur það borist víða og æ fleiri hafa
tekið undir: Háskólinn á Akureyri
skal rísa.
Og nú er það að verða að veru-
leika. Hér í dag er Sverrir
Hermannsson, sem gaf þá yfirlýs-
ingu fyrsta í sæti menntamálaráð-
herra, að svo skyldi verða, og ég
þakka honum, forvera hans Ingv-
ari Gíslasyni og öllum þeim öðrum
sem vel hafa unnið að þessu máli.
Hafi þeir heila þökk fyrir.
Önnur deild hins nýja háskóla
er á hjúkrunarsviði. Að það skyldi
vera mögulegt með þeim myndar-
brag, sem ég trúi að þar verði á,
ber vott því merkilega innra starfi
sem unnið er við sjúkrahúsið á
Akureyri.
Hjúkrunardeildin mun breikka
grunn sjúkrahússins og sjúkra-
húsið gæða deildina lífi og af því
samstarfi munu spretta nýjar
hugmyndir, nýjar hugsjónir.
Hin deild háskólans er á sviði
iðnrekstrarfræði. Fer hógværlega
af stað en mjór er mikils vísir.
Þetta nám er hugsað fyrir þá sem
standa fyrir fyrirtækjum, eru í
eigin rekstri, og aðsóknin sýnir
að þörfin er brýn.
Það mun einnig gefa réttindi
til frekara háskólanáms og er
verið að vinna að slíkri útfærslu.
Við vitum að mikill húsnæðis-
kostnaður háir mörgum í háskóla-
námi og slíkur hörgull er á
húsnæði hér á Akureyri að utan-
bæjamemendur við framhalds-
skólana eða háskólann eru margir
hveijir í stökustu vandræðum.
Þetta og þó auðvitað sú staðreynd
umfram allt að við Akureyringar
viljum sem einn maður standa á
bak við háskólann hefur valdið
því að við höfum nú bundist sam-
tökum um að styðja uppbyggingu
háskólastarfs á Akureyri.
Fyrsta verkefnið verður bygg-
ing hjónagarðs fyrir nemendur
háskólans á Akureyri. Hafínn er
undirbúningur að formlegri fé-
Halldór Blöndal
lagsstofnun, sem verður auglýst
og öllum opin. Undir þessa yfirlýs-
ingu hafa skrifað 33 einstaklingar
úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins
til að staðfesta viljann fyrir verk-
inu.
Ég vil sem formaður háskóla-
nefndar þakka samstarfsmönnum
mínum og öllum sem við höfum
leitað til, háskólanefndinni á Ak-
ureyri og og ótal einstaklingum
um leið og ég færi starfsmönnum
háskólans ámaðaróskir að þeim
megi vel famast í hinu nýja og
ábyrgðarmikla starfi.
Ég óska nemendum skólans til
hamingju og ég vil fyrir hönd
okkar þingmanna þessa kjördæm-
is ítreka þessar ámaðaróskir allar.
Orðið hefur sigrað. Háskólinn
á Akureyri er orðinn að veruleika.
Um skáldið á Sigurhæðum
sagði Einar Benediktsson:
Frá heiminum til hólmans bjóstu brú
og hámennt orðsins reiddir þú í bú.
Það eru ámaðaróskir mínar til
Háskólans að hið sama verði um
hann sagt.
Það er mikill heiður fyrir fræði-
grein sem hefur verið kölluð elsta
listgreinin og yngsta vísindagreinin
að vera valin sem ein þeirra greina
sem opna þennan nýja háskóla okkar
íslendinga. Hjúkrunarfræði sem
vísindagrein lítur á manninn í heild
sinni, stuðlar að heilbrigði einstakl-
ingsins, fjölskyldu og þjóðfélagsins.
Nú á haustönn hefja 13 nemendur
nám hér í hjúkrunarfræði, 12 í fullu
námi og 1 í hlutanámi. Kennsla hefst
í eftirtöldum greinum:
Hjúkrun og hjúkrunarsögu kenni
ég. Efnafræði þar sem kennarar eru
Sigurður Bjarklind, Ingimar Frið-
riksson, Pétur Reimarsson, Ingólfur
Kristjánsson, Ólafur Þorsteinsson,
Ásbjöm Dagbjartsson og Stefán G.
Jónsson. Líffærafræði þar sem
kennarar eru Gauti Amþórsson, Þor-
kell Guðbrandsson, Halldór Baldurs-
son, Ólöf Regina Torfadóttir, Jónas
Franklin og Aðalgeir Arason. Al-
menn félagsfræði þar sem kennari
er Hermann Óskarsson og Heim-
spekileg forspjallsvísindi þar sem
kennari er Þröstur Ásmundsson. Það
er til mikið af hæfileikafólki hér norð-
an heiða.
Námsskrá námsbrautar í hjúkrun-
arfræði við Háskóla íslands er lögð
til grundvallar þegar nám hér er
skipulagt en unnið hefur verið að
breytingum á námsskrá í samráði
við aðila innan námsbrautar í hjúkr-
unarfræði og aðrar deildir Háskóla
Islands. Felast þær einkum í því að
gera kennslu í efna- og eðlisfræði
markvissari undanfara náms í grein-
um svo sem lífeðlisfræði, lífefnafræði
og lífærafræði. Einnig verður náms-
efni í líffærafræði endurskipulagt þar
sem í byijun er lögð áhersla á frum-
ulíffræði og lífeðlisfræði.
Vil ég þakka Jóhanni Axelssyni
prófessor við Háskóla fslands sér-
staklega fyrir mikinn áhuga og
aðstoð við endurskipulagningu þessa.
Við þetta tækifæri fínnst mér
skylda mín að greina frá þeim mikla
velvilja sem Fjórðungssjúkrahús Ak-
ureyrar hefur sýnt hjúkrunamámi
hér. Má þar nefna aðgang að bóka-
safni og lesaðstöðu fyrir nemendur.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga í
þjóðfélaginu hefur breyst mikið
síðustu áratugi. Umhverfí okkar og
allar aðstæður hafa breyst. í bók
Steingríms Matthíassonar héraðs-
læknis hér á Akureyri, Hjúkrun
sjúkra: hjúkrunarfræði og lækninga-
bók, sem gefin var út 1923 segir svo
þegar fjallað er um móttöku sjúkl-
inga á sjúkrahús: „Böðun og þvottur
sjúklinga við aðkomu. Oft eru sjúkl-
ingar mjög óþrifalegir, svo að ekki
er viðlit með einni laugun, að fá þá
nægilega hreina.
Við laugunina notar hjúkrunar-
konan naglabursta á hendur og fætur
sjúklingsins, sker neglumar, nuggar
með burstanum öil óhreinindi og
notar grænsápu. Að öðru leyti notar
hún grisjuklúta til að þvo líkamann
úr sápuvatni og sömuleiðis hárið.
Yfir legubekk við laugarkerið er
breidd rekkjuvoð; þar er sjúklingur-
inn lagður á, þegar hann er tekinn
upp úr lauginni, og þurrkað í skyndi
og síðan vafinn í ullarbrekán." Til-
vitnun lýkur.