Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
51
nsEan
igiaisái
tansar ke
.jwtajtiu:
ifisrai
miMii
Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra:
Þjóðfélag okkar kallar á
aukna menntun og þekkingu
Góðir Akureyringar, aðrir gestir.
„Ofurlítið ævintýri gerist hér í
salnum í dag.“ Þannig byrjaði Sig-
urður Guðmundsson, skólameistari
á Akureyri, ræðu sína árið 1928,
þegar hann brautskráði fyrstu stúd-
entana frá Menntaskólanum á
Akureyri. í ræðu sinni vék hann
síðar að þeirri andstöðu sem hug-
myndin um Menntaskóla á Akueyri
hafði mætt. Andstæðingum skólans
svaraði skólameistari með heilræði,
sem fólst í gömlu spakmæli: „Ef
þú hefír heilan hug, mun sjálft lofa
sig, ef vel er, enda mun sjálft lasta
sig, ef illa er.“ Menntaskólinn á
Akureyri hefur sjálfur lofað sig og
nú hvarflar það ekki að nokkrum
manni að efast um tilverurétt
menntaskólans.
Hér í Akureyrarkirkju í dag er
enn að gerast ofurlítið ævintýri.
Upphaf kennslu á háskólastigi á
Akureyri er óneitanlega nokkur við-
burður í skólasögu okkar íslend-
inga. Hér er farið af stað með tvær
námsbrautir, hjúkrunarfræði og
iðnrekstrarfræði, en nefndir vinna
að því að kanna grundvöll fyrir
kennslu í matvælafræði og við-
skiptafræði. Þá eru uppi hugmyndir
um kennslu í sjávarútvegsfræðum.
Mjór er mikils vísir. Það er ekki
langt síðan mönnum þótti sjálf hug-
myndin um háskólakennslu á
Akureyri eða hvar sem er utan
Reykjavíkur fráleit. Ég er sann-
færður um að innan skamms mun
Háskóli á Akureyri festast í sessi
með sama hætti og menntaskólinn
hér.
Við skulum þó gera okkur fulla
grein fyrir því að fámenni þjóðar-
innar og fjárhagsleg geta setur
miklum hugsjónum á vettvangi
skólastarfs, háskólastigs sem ann-
ars, verulegar skorður. Við getum
ekki vænst þess að búa við jafn
öflugt og gróskumikið háskólalíf
og nágrannaþjóðirnar, þar sem
margir sjálfstæðir kennslu- og
rannsóknarháskólar starfa. Við
hljótum að sníða okkur stakk eftir
vexti. Skipulag háskólakennslunnar
á Akureyri tekur mið af þessu.
Kennslan hér verður einkum við það
miðuð að veita nemendum haldgóða
menntun á þeim vettvangi sem
beinlínis varðar íslenskt þjóðlíf og
íslenska atvinnuhætti, menntun
sem á að standa jafnfætis sambæri-
legri menntun í öðrum háskólum
eða skólum á háskólastigi. Að því
er rannsóknaþáttinn snertir er þörf
á mikilli aðgát. Sá þáttur er kostn-
aðarmestur í starfí hvers háskóla
og því ríður á að rannsóknarstarf-
semin í landinu sé skipulögð á þann
hátt að ekki sé um tvítekningu að
ræða og kröftunum sé ekki dreift
um of. Það kallar á samvinnu og
gott skipulag.
Þjóðfélag okkar í dag kallar á
aukna menntun og aukna þekkingu
á öllum sviðum. Eg sé því fyrir mér
að háskólakennsla á eftir að vaxa
mjög í landinu á næstu árum og
hún á eftir að færast í vaxandi
mæli út fýrir veggi Háskóla íslands
og til ýmissa annarra skóla. Reynd-
ar er þetta þegar staðreynd því að
nám á háskólastigi, nám sem gerir
kröfur til þess að nemendur hafi
lokið stúdentsprófí eða sambæri-
legrí menntun, fer vaxandi og æ
fleiri skólar taka upp slíka mennt-
un. Ég nefni Kennaraháskólann,
Tækniskólann, Bændaskólann á
Hvanneyri og Samvinnuskólann,
auk þess sem listaskólar eins og
Tónlistarskólinn í Reykjavík, og
Myndlista- og handíðaskólinn eru
með kennslu sem telst vera á há-
skólastigi og nú er ákveðin kennsla
í tölvufræðum á háskólastigi í
Verzlunarskóla íslands. Þessi þróun
hefur orðið á allra síðustu árum,
en þó eru engin lög í gildi um há-
skólastigið, aðeins um einstaka
skóla. I stefnuyfírlýsingu og
starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er
kveðið á um undirbúning löggjafar
Birgir ísl. Gunnarsson
um háskólastigið og að því verður
unnið í menntamálaráðuneytinu á
næstunni. Þá er nú og unnið að
undirbúningi lagafrumvarps um
háskólakennslu á Akureyri og setja
þarf síðan reglugerð í kjölfar þeirr-
ar lagasetningar.
A það hefur verið bent að nauð-
synlegt sé að tryggja samstarf skóla
þar sem fram fer kennsla á háskóla-
stigi. T.d. þarf að tryggja ákveðnar
lágmarkskröfur til náms, sem býður
upp á ákveðna lærdómstitla. Ég hef
því fyrir nokkrum dögum ritað skól-
um þar sem fram fer kennsla á
háskólastigi eða áform eru uppi um
slíka kennslu og óskað eftir því að
þessir skólar tilnefni fulltrúa í sam-
starfsnefnd háskólastigsins. Sú
nefnd á að vera vettvangur fyrir
umræður um mál sem snerta skól-
ana í sameiningu eða háskólastigið
almennt, hún á að beita sér fyrir
samvinnu um úrlausn sameigin-
legra viðfangsefna og vera stjóm-
völdum til ráðuneytis um mál á
verksviði sínu.
Hugsjónin um háskóla á Akur-
eyri hefur nú ræst. Nú tekur við
barátta fyrir því „að gera úr honum
þjóðnýtan skóla og dugandi, sem
vinni þjóð og landi margvíslegustu
hamingju, gagnsemi og heilsubót,"
svo að enn sé vitnað í fyrstu skóla-
slitaræðu Sigurðar Guðmundsson-
ar. Ég efast ekki um að Norðlend-
ingar og Akureyringar hafa mikinn
metnað fyrir hönd þeirrar háskóla-
kennslu sem hér er að hefjast. Það
er eðlilegt og heilbrigt viðhorf og
ég fullvissa ykkur um að í mennta-
málaráðuneytinu emm við sama
sinnis. Við viljum að háskólakennsl-
an á Akureyri vaxi og dafni í
framtíðinni, verði menningar- og
menntalífí þjóðarinnar og ekki síst
Norðlendinga lyftistöng.
Ég þakka þeim sem fyrir hönd
menntamálaráðuneytisins hafa
unnið að undirbúningi háskóla-
kennslunnar á Akureyri. Ég óska
starfsliði skólans og nemendum til
hamingju og ég óska Akureyringum
og Norðlendingum til hamingju með
þann áfanga sem nú hefur náðst í
menningar- og menntalífí hér um
slóðir.
Margrét Tómasdóttir
í dag er hjúkrunarfræðingum
kennt að safna upplýsingum um
ástand sjúklings við komu, greina
hjúkrunarþörf, setja fram áætlun og
framkvæma hjúkrunarmeðferð og
síðast en ekki síst að meta árangur
af hjúkrunarmeðferð.
Eðli hjúkrunar gefur til kynna að
hjúkrunarfræðingar verða að þekkja
störf og oft á tíðum að sameina
krafta þeirra Qölmörgu faghópa sem
við störfum með í heilbrigðiskerfínu,
svo einstaklingamir fái þá allra bestu
þjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjóðfélagið á kröfu á því að mennta-
stofnanir útskrifí vel menntað, hæft
starfsfólk fyrir heilbrigðiskerfið í dag
og fyrir óvæntar þarfír þjóðfélagsins
í framtíðinni.
Kæru nemendur og kennarar. Það
þarf kjark og áræði til að mæta til
leiks í nýstofnaðan háskóla, fyrsta
námsárið; nýjan skóla sem hefur
hvorki skapað sér nafn né hefðir.
Það er von mín og trú að við getum
í sameiningu unnið hér gott starf
fyrir okkar þjóðfélag.
Höfum í huga að nútfðin er fortíð
framtíðarinnar.