Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Haraldur Bessason forstöðumaður háskólakennslu á Akureyri: Menntahefð á Akureyri bæði löng og traust Á þessari stundu efnum við til hátíðar sem vissulega má ætla að minnst verði lengi í sögu íslenskra menntamála, sögu gjörvallrar íslensku þjóðarinnar. Háskóla- kennsla er um það bil að heflast á þessari slóð. Dyggilega hefur verið unnið að undirbúningi og árangur kominn í ljós. Sögu háskólamála á Akureyri er ekki unnt að gera skil í stuttu há- tíðarávarpi. Skiptir þó vitaskuld höfuðmáli að æðstu fulltrúar mennta- og menningarmála á landinu öllu sem og hér á Akureyri eru á einu máli um að veita há- skóla á Akureyri verðugt brautar- gengi. Vilji Alþingis og Menntamálaráðuneytisins annars vegar og stefna bæjarstjómar Ak- ureyrar hins vegar eiga sér sama markmið og falla í einn farveg. Er þar með lagður homsteinn að þeirri stofnun sem nú í dag heilsar framtíð sinni. Akureyri er höfuðstaður Norð- lendingafjórðungs. Allt frá því að Möðruvallaskóli var fluttur utan úr Hörgárdal og fenginn staður ofan- vert við Sigurhæðir, hefur bærinn smám saman aðlagast þessum skóla og skólinn jafnframt orðið hluti af bænum. Milli hvors tveggja ríkir samræmi. Skólinn hefur varðveitt ytri mjmd sína og ekki horfíð í skugga þéttbýlis. Skólabyggingin gamla gnæfír hátt. Næsta nágrenni er henni helgað, og hefur staðarval í einu og öllu valdið nokkru um viðgang skólans og þroska. Menntahefð á Akureyri er bæði löng og traust og engum efa undir orpið að bærinn verðskuldar að háskóli rísi af grunni innan landa- merkja hans. Þeirri stofnun hefur þegar verið valinn staður í fögru umhverfí með góðri útsýn til bæði Súlna og Vaðlaheiðar. Hagkvæmd og fagurfræðileg sjónarmið réðu því vali sem og stórhugur ráða- manna. Þótt nú skipti höfuðmáli að háskólakennsla sú sem nú er að hefjast við Þórunnarstræti takist giftusamlega og að fyrstu sporin á þeim vettvangi verði stigin með aðgát og festu, og að í þau megi lengi feta, má engu að síður láta hugann reika ögn. Augljóst er að háskólastofnun þarfnast landrýmis sem skipuleggja þarf af kunnáttu og framsýni. Há- skólastofnun rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Samt sem áður ber stjómendum slíkrar stofnunar að freista þess í upphafí og á hvetjum tíma að sjá inn í framtíðina, gera sér nokkra grein fyrir þeim framkvæmdum og verk- efnum sem hennar bíða. Landslag í hvetjum stað mótar að einhvetju leyti fólkið sem þar byggir. Tign eyfirskra fjalla hefur ugglaust ráðið einhvetju um lífsviðhorf fólksins sem býr við rætur þeirra, og þá þess að vænta að í fyllingu tímans verði háskólahverfí á Akureyri í samræmi við þau landfræðilegu kennileiti sem um það lykja og þá órofa tjáning gagnsemdar og hljóð- látrar fegurðar. Er þá næst að víkja um stund að raunheimi líðandi stundar. Brautarstjórar hafa þegar gert grein fyrir því námi sem nú er að hefjast. Unnið er að undirbúningi fleiri námsbrauta sem frá verður skýrt þegar þau mál eru lengra á veg komin. í heild sinni verður Háskólinn á Akureyri fullkomlega sjálfstæð stofnun ínnan þeirra marka sem menntamálaráðuneytið kveður á um. Eykur slíkt ekki ein- ungis ábyrgð allra sem við stofnun- ina starfa en mun jafnframt leiða til heilbrigðs metnaðar þeirra og annarra aðstandenda hennar. Ekki er þó um samkeppni að ræða við aðrar stofnanir, heldur er fullljóst að Háskólinn á Akureyri hlýtur að freista þess í hvívetna að eiga góða samvinnu við Háskóla íslands, nýta sér reynslu hans og verða honum að liði. Á slíkt hið sama við um aðrar menntastofnanir. í upphafí verður að gæta þess vandlega að hinn akademíski grunnur háskólans verði ekki það umfangsmikill að áætlanagerð um framkvæmdir og störf verði óraun- hæf. Einnig þarf að huga náið að samræmingu mismunandi náms- brauta, skilgreina þær og fella nú þegar saman tiltölulega þröngan en engu að síður traustan ramma fyrir nám og rannsóknir. Skammtímanám getur vissulega verið árangursríkt, en svo er ráð fyrir gert að hér hljóti nemendur tiltekna þjálfun og skilríki án langr- ar setu. Þó mega hinar skemmri brautir ekki verða „á enda brennd- ar“, eins og segir í ljóði heldur skiptir höfuðmáli að skammtíma- nám verði þáttur í víðfeðmara kerfi þannig að götur til framhalds- menntunar verði greiðar. Er ljóst að um skeið verður þá að líta til annarra stofnana um framhald, annaðhvort hér heima eða erlendis og gera við slíkar stofnanir við- hlítandi samninga um þau mál. Fullvíst er að háskóli á Akureyri á fyrir sér að þroskast og dafna og þá mikils um vert að þar verði á tiltölulega þröngu sviði stefnt að hinum æðri háskólagráðum áður en langt um líður. Er þá skylt að hugleiða nokkuð í hvetju slíkt nám yrði fólgið og þá einnig rannsóknir sem því hlytu að tengjast. Um hjúkrunarbraut háskólans sem þeg- ar er skipulögð má segja að framhaldsstefna sé augljós. Á öðr- um sviðum liggja svör að sjálfsögðu ekki á lausu um viðamikil mál sem ennþá hafa vart verið tekin til um- ræðu. Það er þó þegar yfirlýstur vilji þeirra sem lagt hafa lið há- skólamálum hér nyrðra að þau verði í heild sinni í sem nánustum tengsl- um við íslenskt þjóðlíf — atvinnu- og lifnaðarhætti. Ákjósanlegast er að þræða nýjar leiðir — reyna að nema ný lönd. Af nógu er að taka. Náttúruvísindi ættu að skipa hér veglegan sess og fullvíst að sam- kvæmt óyfirlýstri en engu að síður ákveðinni stefnu hlýtur Háskólinn á Akureyri að sníða framtíðamám og rannsóknir að talsverðu leyti til samræmis við höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn. Hef ég sjálfur vikið að þessu atriði í álits- gerð. Skylt er og að geta þess að í merkum nefndarálitum um hinn nýja háskóla er áhersla einmitt lögð á sjávarútvegsfræði eða haffræði í víðtækasta skilningi. Sú skoðun gerist nú æ áleitnari að því aðeins sé unnt að fínna ein- hvetja lausn á vandkvæðum heimsbyggðarinnar um mataröflun að til komi stóraukin nýting þeirra auðæfa sem i sjónum er að fínna. Þótt íslendinga skorti ugglaust ekki hæfan mannafla til starfa á þeesu sviði, yrði þó enn nauðsynlegt eins og ávallt þegar um er að ræða há- skólamenntun að leita samvinnu við aðrar þjóðir sem þegar hafa öðlast Haraldur Bessason þar mikla reynslu. Haffræði — eða sjávarútvegs- stofnun hér á Akureyri yrði eitt mesta þjóðþrifamál sem stefnt hef- ur verið að í sögu íslenska lýðveldis- ins og jafnframt eitt glæsilegasta átak Akureyringa og íslensku þjóð- arinnar til eflingar efnahag, menningu og vísindum. Er nú rétt að hyggja að tengslum Háskólans á Akureyri við umhverfi sitt. Til glöggvunar má skipta því umhverfí í þrennt. í fyrsta lagi næsta nágrenni háskólans, það er að segja Akureyrarbæ og Norðiend- ingafjórðung. Er þess að vænta að stúdentar í þeim fjórðungi og jafn- vel í aðliggjandi sveitum og svæðum (hér er ekki unnt að draga glöggar markalínur) sjái sér hag í því að sækja háskólamenntun sína um sem skemmstan_ veg. í öðru lagi má ræða um ísland allt, en eins og þegar er getið ber Háskólanum á Akureyri að freista þess að nema ný lönd og fjölga með þeim hætti valkostum íslenskra stúdenta hvar sem rætur þeirra liggja. í þriðja lagi má líta á umheiminn í sem víðtækastri merkingu. Gagnsemd vísindalegra rannsókna á sér engin landfræðileg mörk. Er það vita- skuld æðsta markmið allra æðri mennta- og vlsindastofnana að gagnast ekki einungis þeirri þjóð sem ber ábyrgð á þeim heldur heim- inum öllum. Fyrstnefndu þættirnir tveir lúta að tengslum háskólans við íslensku þjóðina. Eiga stjómendur hans þar mikilvægt verk að vinna. Yrðu þeir þegar í stað að leita eftir samvinnu við fulltrúa höfuðatvinnuvega þjóð- arinnar og allra félagsheilda, póli- tískra og ópólitískra, sem einhver veigur er í. Með þeim hætti væri til að mynda unnt að stofna ýmis samtök til eflingar Háskólanum á Akureyri. Höfuðmáli skiptir að byggt sé smám saman upp kerfi sem nái til þjóðarinnar í heild, þann- ig að hún finni til ábyrgðar á velferð hinnar nýju stofnunar. Samskipta- kerfí af þessu tagi gerði ekki háskólanum einungis hægara um vik að fylgjast með þjóðinni og þjóð- inni að fylgjast með störfum háskólans, heldur skapaðist hér einnig skynsamleg leið til fjármögn- unar brýnna kennslu- og rannsókn- arefna. Ekki er þó um það að ræða að bera ákvarðanir um stefnu og störf skólans undir þjóðaratkvæði heldur um lifandi samband æðri menningarstofnunar við það fólk sem að henni stendur. Kerfí af þessu tagi yrði vissulega nokkur nýjung í íslenskum háskólamálum. Áður er þess getið að stjórnend- um háskólans ber að leita þegar samvinnu við erlendar mennta- stofnanir sem öðlast hafa reynslu við kennslu og rannsóknir á þeim vettvangi sem um er að ræða. Sam- vinna af þessu tagi hlyti að byggjast á gagnkvæmri viðurkenningu á kennslu og rannsóknum milli Há- skólans á Akureyri og þeirra innlendu og erlendu vísindastofn- ana sem til greina koma. Síðan yrðu gerðar ráðstafanir um gagn- kvæm skipti kennara (rannsak- enda) og stúdenta. Þótt samningar af þeirri gerð sem nú var að vikið yrðu einskorð- aðir við tilteknar stofnanir, ber háskólanum að fylgjast vandlega með framvindu þeirra mála sem varða hann sérstaklega hvar sem er í heiminum og eiga í fylling tímans beina aðild að brýnum verk- efnum sem miða að alþjóðaheill. Væri og vissulega æskilegt að há- skólinn ætti annað veifíð frumkvæði um rannsóknir og leitaði síðan stuðnings og samvinnu annarra stofnana um framkvæmdir. Samvinna af þessari tegund er líkleg til mikils árangurs og auð- veldar einnig að miklum mun fjármögnun þeirra verkefna sem í er ráðist. Framtíð Háskólans á Akureyri ræðst að verulegu leyti eftir traust- leika þeirra tengsla sem nú voru skilgreind í aðalatriðum. Of snemmt er að ræða um fram- tíðarembætti við háskólann. Þau verða á sínum tíma skilgreind í reglugerð, og má þá jafnframt líta á öll lög og reglugerðaratriði um stofnunina sem hið akademíska vamarkerfí hennar. Starfslið há- skólans og stúdentar er að sjálf- sögðu veigamesti þátturinn í sóknarkerfí hans ef svo má að orði komast. Miklir vísindamenn verða sérstofnanir við þá háskóla sem njóta starfskrafta þeirra. Slíkt fólk á það til að endurskapa eða jafnvel fínna upp heilar vísindagreinar. Með því berast nýir straumar. Það markar smám saman nýjar stefnur. Það er aðalhomsteinn hvers þess háskóla sem getur sér nokkurn orðstír. Um gagna- og bókasöfn við Há- skólann á Akureyri er það eitt að segja að þar bíður af skiljanlegum ástæðum mikið og erfítt verkefni. En þar má vænta öruggs stuðnings úr fleiri en einni átt. Er skylt að geta þess að Menningarsjóður og Menntamálaráð hafa ánafnað há- skólanum allar útgáfur sínar frá upphafí. Leyfí ég mér að nota þetta tækifæri til að þakka þá höfðing- legu gjöf. Einnig þakka ég fyrir hönd háskólans stórgjafír frá Bæj- arstjóm Akureyrar og Tölvubank- anum í Reykjavík, sem veitt hefur háskólanum notarétt af bókhalds- forritum. Þá ber og að þakka Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri samvinnu og stuðning. Síðast en ekki síst þakkar háskólinn þá miklu stuðningsyfírlýsingu fjölmargra Akureyringa sem Halldór Blöndal alþingismaður gat um í ávarpi sínu fyrr í þessari dagskrá. í framhaldi af þessu vil ég og þakka hlýjar kveðjur sem borist hafa á þessa hátíð frá Steingrími Sigfússyni al- þingismanni, Rafni Hjaltalín bæjargjaldkera og allmörgum há- skólamönnum í Kanada, Bjama Kristjánssyni, rektor Tækniskóla íslands, og Tryggva Gíslasyni skólameistara. Um störf á vegum háskólans sem falla utan kennslusviðs má rétt nefna að mjög á næstunni hefst þar flutningur opinberra fyrirlestra og starfsfólk hefur á því fullan hug að eiga bæði frumkvæði og aðild að útgáfum um menntir og vísindi. Að lokum er við hæfi að láta þá ósk í ljós að öll störf og öll umræða við Háskólann á Akureyri megi efla heill þeirrar stofnunar og stuðla að framgangi hennar, þannig að hún geti til fullnustu rækt háleitar skyldur sínar við nemendur, við þennan bæ, land okkar og þjóð og sjálft lífíð. Megi sá dagur aldrei upp renna að fánýtar eijur megni hið akademíska andrúmsloft okkar nýju stofnunar. Áður er að því vikið að Akureyri eigi sér langa sögu sem bær menn- ingar og mennta. Við það má bæta að rætur þeirrar sögu liggja aftur- til landnáms hér á þessum slóðum. Helgi hinn magri landnámsmaður reisti sér bæ að Kristnesi, og tiltek- in tákn í frásögn Landnámabókar af landnámi hans má rekja til fornra hugmynda um fijósemi og benda ein sér ótvírætt til þess að honum hafí búnast vel og að gæfa og gengi hafí verið með í för. Helgi hinn magri var maður blendinn í trúnni og trúði bæði á Krist og Þór. Hann var þannig maður tveggja siða eða öllu heldur fulltrúi tveggja andstæðra menn- ingarstrauma. Sjálfum tókst honum að samræma þá af skynsemd og íhygli. Víðsýni hans í andlegum efnum gerði honum þannig kleift að he§a erlenda menningu og fom- norræna hefð til skapandi jafn- vægis. Er þetta þeim mun áhugaverðara sem úti í hinum stóra heimi runnu þá straumar þeir sem hér um ræðir svo gjörsamlega önd- vert að víðast hvar urðu stórar fólkorustur og miklar blóðsúthell- ingar. Þannig má fullyrða að úr nánasta umhverfi Háskólans á Ak- ureyri sé okkur komin skýrasta frásögnin sem varðveist hefur um samfléttan þeirra tveggja höfuð- þátta sem urðu uppistaða íslenskrar menningar í öndverðu — sá grunnur sem Islendingar hafa æ síðan byggt á. Þótt Helgi magri teljist ekki í beinum skilningi höfundur þess háskóla sem nú rís í landnámi hans, á ég mér á þessari stundu ekki betri ósk en að Háskólinn á Akur- eyri megi aldrei haggast á þeim grunni sem landnámsmaðurinn bjó honum í öndverðu bæði í beinum og óbeinum skilningp — að um stofnunina leiki æ straumar úr ýmsum áttum sem henni takist að fella í rétt samræmi og hefja til fullkomins jafnvægis. Fyrir hönd verðandi háskóla á Akureyri þakka ég öllum þeim sem hafa um langa stund unnið að því að þessi hátíð mætti verða að veru- ieika. Einnig þakka ég öllum sem tekið hafa þátt í hátíðardagskránni hér í dag. Að svo mæltu leyfi ég mér, hæstvirtur menntamálaráðherra, að lýsa því yfír ( heyranda hljóði að háskólakennsla á Ákureyri er hafín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.