Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 58

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 félk í fréttum Giscard horfir áhugasamur á hnefaleikakappana. Hnefaleikaunnandinn Giscard Maðurinn hér á mjmdinni, þessi fullklæddi, er enginn annar en fyrrver- andi forseti Frakklands, Valery Giscard D’Estaing. Hann hefur nú að mestu dregið sig út úr stjórnmálabaráttunni - þó að hann sé annars á besta aldri, aðeins 61 árs gamall - en hann hefur gaman af hnefa- leikabaráttu, eins og sjá má. Myndin er tekin nú í síðustu viku í frönsku Ölpunum þar sem forsetinn fyrrverandi dvelst í sumarfríi. Rússarnir koma Sovésk tíska hefur hingað til ekki verið ýkja áberandi í tískuheiminum, en bráðum kann þar að verða breyting á. A þessarri mynd sést sovéski tískuhönnuðurinn Vyacheslav Zaitsev ásamt einni sýningarstúlku sinni, J)Tklæddri nýjustu vetrartískunni frá Moskvu. Einhveijum kann að finnast þetta glænepjulegur klæðnaður fyrir rússneska veturinn, en Zaitsev er ekki fyrst og fremst að stfla á innanlandsmarkað. Hann ætlar að halda mikla tískusýningu í New York þann 27. október nk. og þá kemur væntan- lega í ljós hvemig Vesturlandabúum hugnast hin rússneska tískuinnrás. Vyacheslav Zaitsev og nýjasta línan frá Sovét. Reuter Gölturinn J.R. er sigursæll í kapphlaupum. u r Gölturinn vann Hlaupagarpurinn hér lengst til vinstri á myndinni, þessi lágvaxni með skögultennumar, heitir J.R., og er samkvæmt heimildum okkar hraðskreiðasti villigöltur í öllu norðanverðu Þýskalandi, og eflaust þó að víðar væri leitað. J.R. lætur sér þó ekki nægja að etja kappi við aðra gelti, heldur leyfir hann tvifætlingum líka að spreyta sig gegn honum. Myndin var tekin á árlegu svínakapphlaupi í Hamborg á dögunum, þar sem áhorfendur kepptu við J.R. Gölturinn vann þó auðveldan sigur þar sem að helsti keppinautur hans hrasaði og datt. Clint Eastwood ásamt Nancy Reagan. Vinsæll bæjarstjóri Bæjarstjórinn í þorpinu Carmel í Kalifomíu, hann Clint East- wood, hefur verið nefndur af sumum sem hugsanlegur forseti Banda- ríkjanna í framtíðinni, og benda þessir menn á yfirburðasigur Clints í síðustu bæjarstjórakosningum í Carmel, og á það að Clint hefur leik- ið í miklu betri myndum en núverandi forseti. Clint hefur hins vegar stað- fastlega neitað því að hann stefni hærra í bandarískum stjómmálum en það að stjóma hinum friðsæla 5.000 manna bæ sem hann býr í. Þrátt fyrir það virðast margir frammámenn í Repúblíkanaflokkn- um hafa tröllatrú á pólitísku segul- magni leikarans vinsæla, og munu bæði þeir George Bush og Bob Dole, líklegustu forsetaframbjóðendaefni Repúblíkana, hafa gert sér ferð til Clints og beðið hann um að lýsa formlega yfír stuðningi við sig. Clint hefur brugðist vel og diplómatískt við þessum ágangi, og segir að báð- ir séu þeir Bush og Dole afbragðs- menn, og að hann treysti sér ekki til að segja um hvor þeirra sé hæfari í forsetaembættið. Síðasta vígið fallið? urkha-hersveitimar bresku hafa löngum verið frægar fyrir hreysti sína og hugrekki. Hana skipa 800 úrvalshermenn, sem aðallega koma frá Nepal. Það þótti tíðindum sæta íægar að kona, Anne Whittaker, gekk til liðs við Gurkhana á dögun- um; en hún hefur verið sett aðstoð- arforingi með agamál og stjómsýslu á sinni könnu. Það má með sanni segja að með þessu hafi eitt síðasta vígi karlrembunnar failið. Hvað er eiginlega eftir? FVímúrarareglan? Reuter Það verður ekki annað sagt en að hún Anne Whittaker taki sig vel út í hópi Gurkha-hermanna. COSPER © PIB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.