Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.09.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 63 VELVAKANDI SVARAR ( SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iur i/WHi UJrW'Ull Hvalveiðar og al- þjóðleg samskipti Til Velvakanda. Það var ekki mikil framsýni eða stórhugur í ákvörðun ríkisstjómar- innar að halda áfram hvalveiðum. Alþjóðlegt samstarf og samvinna er fáum þjóðum eins mikilvægt og íslensku þjóðinni á tímum vaxandi alþjóðlegra vandamála svo sem of- nýtingar náttúruauðæfa, loftmeng- unar, mengunar í sjó, kjamorkuúr- gangs og vígbúnaðar, allt mála sem krefjast samvinnu og samningsvilja margra þjóða svo hægt sé að leysa þau. Við íslendingar höfum notið góðs af því í mörgum tilfellum að náðst hefiir samkomulag á alþjóðlegum vettvangi. Á Alþingi íslendinga var sam- þykkt að hætta hvalveiðum um óákveðinn tíma. Þessi samþykkt var gerð fyrir fáum ámm og það eru ekki allir sem hafa gleymt henni. í stað þess að leita að smugum í smáa letri samninga hvalveiðiráðs- ins eigum við að sýna stórmennsku og hætta hvalveiðum og vinna okk- ur aftur upp í áliti því sem við hingað til höfum haft, sem þjóð sem stendur við samninga og sýnir sann- gpmi. Hvalveiðar eru okkur svo lítilvægar fjárhagslega að það er engin skynsemi í því að fóma virð- ingu landsins og mun meiri smunum fyrir þetta mál. ilg skora á ríkisstjómina að breyta ákvörðun sinni og hætta hvalveiðum strax. Það er enginn minkunn í slíkri afstöðubreytingu, þvert á móti, þeir yrðu menn af meiri. Hörður Kristinsson Þessir hringdu Fyrirspurn til Ríkissjónvarpsins Kona í Fossvoginum hringdi: „Hvenær ætla forráðamenn Ríkissjónvarpsins að breyta tímasetningu barnaefnis? Það er alveg forkastanlegt að stilla bamatímum markvist inn á matartímann frá kl. 18.30 og framundir kl. 20. Það er ekki möguleiki að koma matartímum þannig fyrir að útivinnandi fólk og böm þess geti snætt saman. Margir hafa látið vanþóknun sína í ljós á þessari undarlegu tilhögun. En allt virðist óbreytt þótt jafnframt sé mikið rætt um nauðsyn þess opinberlega að fjölskyldan eigi stundir saman og matartíminn er ein af þeim fáu sem gætu gefíð bömum tækifæri á að blanda geði við foreldrana." Gallajakki Gallajakki með grænu fóðri gleymdist í biðskýli við Stíflusel fyrir nokkm. Jakkinn var í hvítum plastpoka og er merktur HÞ í fatamerkinu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Erlu í síma 76499. Vasahnífur Rauður vasahnífur með lykli tapaðist fyrir skömmu. Fianandi vinsamlegast hringi í síma 75051. ATTU GÓÐAN STAÐ FYRIR ÓDÝRAN KLÆÐASKÁP? IMú getum við haft hlutina í röð og reglu — skápar með plastfilmum Sjálfsagður hlutur eða misþynmng? Til Velvakanda. í gær varð ég vitni að því að lítil böm vom til neydd að anda að sér lofti sem ég vissi að var blandað ammoníaki, formaldehýði, benspýr- en, akróleini, blásým, brennisteins- vetni, köfnunarefnisoxíði, fenóli, kolsýrlingi, kresóli, pýridíni, bens- en, acetaldehýði og fjölda annarra eiturefna. Kona sem þessu olli virt- ist gera það eins og ekkert væri sjálfsagðara og ekki var annað að sjá en bömin tækju við óþverranum eins og hveiju öðm daglegu brauði. Flytjum ekki inn fél- agsleg vandamál Ég gat ekki gripið í taumana og þótt ég hefði getað það og gert það þá hefði það eflaust mælst illa fyr- ir og verið talið dónalegur sletti- rekuskapur. Þannig var mál með vexti að fólkið sem um ræðir var til hliðar við mig í umferðinni í bíl með alla glugga lokaða og eiturloftið átti upptök sín í sígarettu sem konan svældi yfír bömunum. Og hvað á að vera að hugsa út í efnafræði þó að menn brenni sér tóbak rétt við nefíð á næsta manni, bami eða ekki bami? Og hvað kem- ur það yfírleitt öðmm við? Það er nefnilega bara verið að „fá sér smók“ ... Faðir Til Velvakanda P.S. skrifar: Nú heyrast þær raddir meðal iðn- rekenda að það þurfi að flytja inn erlent vinnuafl og hafa þeir talað um að fá Norðurlandamenn í skamman tíma. Er lítið við því að segja því þeir em þjóðfélagslega og menningarlega líkir okkur og ættu því að aðlaga sig vel að hátt- um hér. En nú er búið að stofna fyrirtæki sem á að veita erlendu fólki atvinnu hér á landi — ekki aðeins Norðurlandabúum, heldur fólki úr fjarlægum löndum, gerólíkt okkur á öllum sviðum, þjóðfélags- lega sem menningarlega. Em þessir menn, sem að þessu fyrirtæki standa, blindir á þá hættu sem slíkt getur valdið. Við sjáum hvemig félagsleg vandamál hrannast upp á hinum Norðurlöndunum og í Þýska- landi við innflutning gerólíkra menningarstrauma. Menning ís- lendinga verður í hættu, öfgahópar spretta upp, sundmng mun verða meðal þjóðarinnar. Megi kraftar Guðs og manna forða okkur frá þeirri heimsku að flytja inn gerólíkt afl en fyrir er í landinu. • i i’í I i n s Fura — eik — hvítt H 200 B. 95 D. 54 cm. Fura — eik — hvítt H. 200 B. 142 D. 54 cm. U.860,- Fura — eik — hvítt H. 200 B. 96 D. 58 cm. RennihurAir Fura — eik H. 200 B. 144 D. 58 cm. RennihurAir 19.760 • Og margar aðrar gerðir. Útborgun er 30% og að sjálf- sögðu máttu greiða hana með Visa og Euro. Sendum í póstkröfu um allt land. húsgagiKNiöllin 0 17. r1=i f3TTl I REYKJAVlK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.