Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 65

Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 65 fundi Verkamannasambandsins: Ytir undir kröfur um stofnun sambands f iskvinnsluf ólks - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvak- urs á Eskif irði „ÞVÍ MIÐUR óttast ég það að varaformanni Verkamannasambands- ins hafi, á síðustu dö^um sínum þar, tekist að ganga af Verkamanna- sambandinu dauðu. Ég óttast að þetta séu lok Verkamannasambands- ins í núverandi mynd,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði, en hann ásamt fulltrúum 10 annarra verkalýðsfélaga gekk af formannafundi Verkamanna- sambandsins á sunnudag í mótmælaskyni við það að félagafjöldi aðildarfélaga sambandsins skyldi ráða við atkvæðagreiðslu um kröf- ur sambandsins I komandi samningum. Hrafnkell sagði að það væru einkum tvær ástæður fyrir út- göngunni. í fyrra lagi væru fulltrú- ar þeirra verkalýðsfélaga, sem gengu út, trúlega í nánara sam- bandi við fólkið í sínum félögum og gerðu sér ljósa grein fyrir þeim kröfum sem þetta fólk gerði. Það væri rótgróin og almenn óánægja á meðal fiskvinnslufólks og þegar þeir gerðu kröfur um laun sem væru nálægt því sem hægt væri að framfleyta sér af, þá væru þeir að koma á framfæri þeim kröfum sem fólkið hefði sent þá með. Það hefði viðgengist í kjarasamningum undangenginna ára að miðað væri við fiskvinnslufólk og iðnverkafólk sem botn í verkalýðshreyfíngunni. Vinnutími verkamanna í fiskiðnaði hefði lengst um 14% fyrstu þijá mánuði þessa árs og væri 61,8 stundir á viku og vinnutími kvenna, sem ynnu í fískiðnaði utan höfuð- borgarsvæðisins, hefði lengst um 10%. Ástæðan væri að það vantaði fólk í fískiðnað vegna þess hve kjör- in væru léleg og fólki byðist betri kjör í öðrum atvinnugreinum. Þetta ylli fólksflótta og stöðnun í þeim byggðarlögum sem byggðu á fisk- iðnaði. „Hin ástæðan fyrir því að við gengum af fundi er einfaldlega sú valdníðsla, sem við teljum að vara- formaður Verkamannasambandsins hafí gert sig sekan um. Það er al- gjört einsdæmi innan Verkamanna- sambandsins að þetta ákvæði um allsherjaratkvæðagreiðslu sé notað og það þýðir einfaldlega það að stóru félögin við Faxaflóann, sem þama ásamt Einingu á Akureyri stóðu að ákvörðun varaformanns- ins, deila og drottna ef sú aðferð er notuð,“ sagði Hrafnkell ennfrem- ur. Fulltrúar þessara verkalýðsfé- laga gengu út af fundi Verka- mannasambandsins: Bámnnar, Eyrarbakka, verkalýðsfélags Akra- ness, Bjarma, Stokkseyri, Stjöm- unnar, Gmndarfirði, Árvakurs, Eskifírði, Verkalýðs- og sjómanna- félags Stöðvarfjarðar, Jökuls, Ólafsvík, Aftureldingar, Hellis- sandi, Snótar, Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum, og Jökuls, Homafirði. „Ég þori ekkert að segja um það hvort þetta verður til þess að sam- tök fiskvinnslufólks verði stofnuð, en hitt er mér alveg ljóst að þessir atburðir eiga eftir að ýta mjög und- ir kröfur um að það verði gert. Ég er enn þeirrar skoðunar að það sé takmarkaður ávinningur í því fólg- inn að sundra verkalýðshreyfing- unni umfram það sem orðið er, en það er ljóst að hreyfing eins og Verkamannasambandið verður ekki byggt upp ef einstakir aðilar innan þess em tilbúnir til þess að ganga framhjá því að félögin em mis- öflug. Ég sé ekki annað en að þeir sem nú veita sambandinu forstöðu hafí markað þá stefnu að aflið eigi að gilda og þá reikna ég með því að smáfuglamir reyni að hópast saman. Þing Verkamannasam- bandsins er framundan og við munum væntanlega sækja það þing. Hvort þar verður tekist á um líf og dauða sambandsins er stóra spumingin," sagði Hrafnkell að lok- um. V erðtilboð Krossanesverksmiðjunnar: „Verður vonandi til að menn samþykki fnálst loðnuverð - segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ „VIÐ erum ánægðir með frumkvæði Krossanesmanna og teljum þetta verðtilboð vel þess virði að skoða það nánar,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra út- vegsmanna, er hann var spurður um viðbrögð útvegsmanna við verðtilboði Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri í loðnu, og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á sunnudag. Þar er gert ráð fyrir að verksmiðjan greiði 3.000 krónur á hvert tonn fyrir fyrsta farm, 2.500 krónur fyrir annan farm og síðan 1.800 til 2.000 krónur fyrir hvert tonn eftir ferskleika hráefnisins og sagði Sveinn Hjörtur, að hér væri um að ræða mun betra verð, en það sem Þjóðhagsstofnun hefði reiknað út að meðalverk- smiðja gæti borgað. Sveinn Hjörtur taldi að með þessu verðtilboði Krossanesverk- smiðjunnar væri komin ákveðin viðmiðun, sem hugsanlega gæti haft áhrif á ákvörðun yfirnefndar varðandi loðnuverð. „Ef til vill og vonandi verður þetta til að ýta undir að menn samþykki fijálst loðnuverð, sem við höfum að- hyllst, enda sýnir þetta glögglega að greiðslugeta verksmiðjanna er mjög misjöfn," sagði Sveinn Hjörtur. Ákveðið hefur verið að fjalla um mál þetta á stjómarfundi Síldarverksmiðja ríkisins í þessari viku en talsmenn verksmiðjanna vildu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum þeim fundi. Bene- dikt Valsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og oddamaður í yfímefnd, kvaðst heldur ekki geta sagt um hvort þetta tílboð Krossa- nesverksmiðjunnar kæmi til með að hafa áhrif á loðnuverðsákvörð- un, en næsti fundur í yfímefnd hefur verið boðaður á morgun, miðvikudag. Haustnámskeiöin hefjast 14. sept. Gestakennari Kramhússins og jafnframt aöal danskennari vetrarins er Bandaríkjamaöurinn Cle’ H. Douglas. Hér er á ferðinni víöfrægur og fjölmenntaöur danshöfundur og listdansari. Viö bendum sérstaklega á eldfjörugt námskeiö hans í Afrocarabian jassdönsum, sem er mjög aðgengilegt fyrir alla sem vilja ná mýkt í líkamann — meö ómótstæðilegri danstónlist. Leikfímí fyrir alla: • Gamla, góða leikfimin fyrir byrjendur og framhaldshópa. Léttir tímar og púltimar. • Dansleikfimi fyrir þá sem vilja mikia hreyfingu — með sveiflu. Ljósi punkturinn í skammdeginu. • Rólegir teygjutímar. Áhersla lögö á mýkt, slökun og öndunaræfingar. Sérstaklega ætlaö þeim sem þjást af streitu. Timar viö allra hæfi frá morgni til kvölds. Hádegistimar: — Sértímar fyrir konur, sértímar fyrir karla. Einnig getum viö skipulagt tíma fyrir sérhópa. Önnur námskeið Kramhússins: • Leikiist fyrir börn og unglinga. Námskeiö sem þroskar og styrkir sjálfsímyndina. • Leikir, dans og riðþmi fyrir börn frá 4 ára aldri. Ath! Þessir timar eru á laugardögum. Á sama tíma bjóöum viö upp á foreldraleikfimi. Heilsubætandi stund fyrir alla fjölskylduna. • Rock’n’ Roll. Læröu aö tjútta hjá meistara tjúttsins: Diddu Rokk. • Dansspuni. Vinsælt námskeiö fyrir þá sem vilja öðruvísi útrás. . . . og síðast en ekki síst: • Nútímadans, ballet, stepp, jassdans og Afrocarabian jass hjá Cle’ H. Douglas. Gæöa námskeiö fyrir byrjendur og framhaldshópa. Ath! Sértímar á nútimadansi fyrir þá sem eru lengra komnir á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. Allt þrautreyndir þjálfarar. kSRAm HÚ5I& Innritun hafin! Símar: 15103 og 17860. Pantid strax! -f-o+^x >*f-5 S _ - s s s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.