Morgunblaðið - 12.09.1987, Page 10

Morgunblaðið - 12.09.1987, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 26277 HIBYLI & SKIP 26277 Opið í dag kl. 10.00-15.00 íbúðir — óskast HÖflim kaupanda að 2ja herb. íb. í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. íbúðin greiðist út á árinu. Höfum kaupanda að 3ja-4ra herb. íb. Mjög góð- ar greiðslur fyrir rétta eign. Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Höfum fjársterkan kaupanda að raðhúsi eða einbhúsi í Reykjavík, Kópavogi eða Garðabæ. 2ja herb. Stelkshólar Falleg 2ja herb. íb. með bílsk. 3ja og 4ra herb. Vesturborgin Stór nýleg 3ja herb. íb. 1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Tvennar svalir. Ljósheimar 4ra herb. íb. á 6. hæð. Fallegt útsýni. Gísli Ólafsson, simi 689778, Gylfí Þ. Gíslason, Einbýlishús/raðhús Arbæjarhverfi Einbhús 142 fm auk bílsk. í skiptum fyrir stærri eign. Kleppsholt Fallegt nýtt einbhús. 2 stofur og sjónvarpsstofa, húsbónda- herb., 4-5 svefnherb. 2 bað- herb. Þvottah., geymslur. Stór bílsk. Vesturborgin Parhús, selst fokhelt, fullklárað aö utan m. gleri og útihurðum eða lengra komið. HÍBÝLI&SKIP HAFNARSTRÆT117-2. HÆÐ Jón Ólafsson hrl., Skúll Pálsson hrl. 26277 ALLIR ÞURFA HIBYLI 26277 SIMAR 21150-21370 til sýnis og sölu auk annarra eigna: S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Glæsileg eign á góðu verði Nýlegt einbhús á útsýnisstað f Garðabæ. Rúmir 300 fm nettó. Vand- að og velbyggt. Arinn í stofu. Saunabað. Stór sólverönd. Tvöf. bílsk. með vinnuaðstöðu. Stór lóö með skrúðgarðl. Margskonar eignaskipti möguleg.Tilboð óskast. 4ra herb. íbúðir við: Mávahlíð. Rishæð. Sórhfti. Nytt þak o.fl. Góðar geymslur. Ágæt sam- eign. Trjágarður. Verð aðeins kr. 2,6-2,8 millj. Hverfisgötu. 3. hæð um 70 fm nettó. Vel skipulögð í reisulegu stein- húsi. Nýtt sturtubað. Skuldlaus. Laus 1. des. Kleppsveg. Rétt við Dalbraut á 3. hæð i suöurenda. 95,7 fm nettó. Nýtt bað. Nýtt Danfosskerfi. Sólsvalir. Góð sameign. Mikið útsýni. Ákv. sala. Á stórri eignarlóð í gamla bænum Timburhús, kj., hæð og ris. 57,6x3 fm. Með 4ra-5 herb. íb. á hæð og í risi. Góður kj. til margskonar nota. Endurnýjun að mestu lokiö. Laust strax. Tiiboð óskast. í Vesturborginni eða á Nesinu óskast til kaups góð 4ra -5 herb. íb. Rétt eign verður borguð út. Afh. samkomulag. íbúð - einbhús — hagkvæm skipti Góð 3ja-4ra herb. íbúö óskast helst meö sérinng. eöa í lyftuhúsi. Eigna- skipti möguleg á einbhúsi með bílsk. um 55 fm. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. Vogar — Heimar — nágr. Tll kaups óskast4ra-5 herb. hæö helst meö bílsk. fb. i blokk kemur til greina. Miklar greiðslur. Traustur kaupandi. Höfum óvenju marga mjög fjársterka kaupendur að flestum teg. fasteigna. Margskonar eignask. möguleg. Látið okkur annast skiptin. Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00. ALMENNA FASTEIGNASALAN LÁÚGÁvÉGnrSÍMARZmÖ^nTÖ fílcááur á morgun Guöspjall dagsins: Lúk. 10.: Miskunnsami Samverjinn ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Org- anleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd veröur Jóna Halldóra Dun- ham frá Ameríku nú á Sogavegi 150. Einleikur á fiðlu Jónas Dag- bjartsson. Organleikari Jónas Þórir. Kvenfélagsfundur mánu- dagskvöld. Æskulýðsfundur þriöjud.kvöld. Sr. Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Leikið verður á orgel kirkjunnar í Ötotíbl ináfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 404. þáttur í prentun síðasta þáttar var nokkrum sinnum skipt skakkt á milli lína. Lesendur eru beðn- ir afsökunar á þessu. ★ Á einhverri útvarpsstöð heyrði ég um daginn að menn rugluðust illa á sögnunum að velta. Þær eru tvær í máli okk- ar, önnur sterk: velta, valt, ultuni, oltinn, hin veik: velta, velti, velt. Sú fyrrgreinda er áhrifslaus hreyfingarsögn, stýrir ekki falli, hin síðari er áhrifssögn, stýrir þágufalli, dæmi: Maðurinn velti bílnum. Afturámóti valt bíllinn. Auðvitað eru þessar sagnir náskyldar. Á þær má líta sem móður og dóttur. Er þá sterka sögnin móðirin. í henni gætir hljóðskipta, og var þeirra getið í næstsíðasta þætti. Hljóðskipt- in, sem einkum blasa við í kennimyndum sterkra sagna, eru eitt hið fegursta einkenni íslensku (og skyldra mála) fjarri einhæfni og flatneskju. Velta fer reglulega eftir 3. hljóð- skiptaröð, svo sem bresta, hverfa og sverfa. Þess er að gæta að v hefur horfið í síðari kennimyndunum á undan vara- mynduðu sérhljóðunum u og o, en slíkt brottfall var regla að fomu, þegar v-hljóðið var meira varamyndað (kringt) en nú tíðkast. Veika sögnin að velta er orsakarsögn (verbum causa- tivum). I merkingu slíkra sagna felst að þær láta það gerast sem móðursögnin táknar. Þær eru löngum myndaðar með i-hljóð- varpi af annarri kennimynd móðursagnarinnar. Af valt kemur þannig dóttursögnin velta = láta velta (hreyfast þannig). Þegar maðurinn velti tunnunni, lét hann hana velta, það er „snúa sig áfram, rúlla“. Af fór kemur sögnin að færa - láta fara, af rauk kem- ur reykja = láta ijúka, af flaug kemur fleygja = láta fljúga, af brann kemur brenna = láta brenna o.s.frv. Maðurinn brenndi heyið, en afturámóti brann (= fuðraði upp) heyið. Hins vegar er vitleysa að segja: *Hann brann heyið. Eg sagði áðan í sviga að hljóðskipti væri einnig hið feg- ursta einkenni mála sem skyld em íslensku. Þegar sá mikli kennari og þýskumaður, dr. Jón Ofeigsson, hafði kennt í ára- tugi, var hann spurður hvort honum tæki ekki að leiðast þessi iðja. Jón svaraði með fallegri armsveiflu: „Werfen, wirft, warf, geworfen, immer gleich schön.“ Þetta er samskonar hljóðskiptaröð og velta, bresta o.s.frv. Og þetta er alltaf jafn fallegt. ★ Sögnin að velta á sér afar marga frændur í málinu. Rót hennar er val og má víða sjá þess merki. Vala er smábein í líkama dýra. Valan hefur þess konar lögun, að hún kann að velta, getur oltið. Hún er með öðrum orðum völt. Það er valt á því völubeinið, sagði gamla fólkið um það sem óstöðugt var. Mér er sagt að valan hafí verið notuð til spásagnar, líkt og þegar teningi er kastað. Menn höfðu þá og hafa enn eitthvert val. Menn geta valið. Menn eiga völ. Sá á kvölina sem á völina, sögðu þeir sem spakir vildu vera. En menn gátu átt annars konar völ. Til var karl- kynsorðið völur = stafur. Völurinn var nefnilega ávalur eða sívalur, þess vegna hét hann völur. Og hann kunni að velta, vegna þess að hann var valur í laginu. Spákonur eða seiðkonur báru völ. Fyrir því er slík kona stundum kölluð völva. Einna frægast dæmi af því tagi er heiti hins foma kvæðis Völuspá. Var ég ekki búinn að segja að v hefði fallið brott á undan kringdum sér- hljóðum að fomu? Menn gátu fallið í valinn. Þá höfðu þeir hnigið látnir eða óvígir á omstuvellinum. Valur var þannig safnheiti (nomen collectivum) um menn sem svo var ástatt um. Nauðsynlegt var að kanna valinn til þess að ganga úr skugga um hveijir væm lífvænir, hveijir dauðir eða örbjarga. En allir þeir, sem í valinn höfðu fallið, höfðu til þess verið valdir, eða hvað? Ætli valkyijan hafi ekki komið þar við sögu? Kyija er sú sem kýs, því að í fomeskju gat sögn- in að kjósa verið kurum í þriðju kennimynd. Það skipti ekki litlu að eiga hylli og vemd valkyij- unnar, enda ófá kvennanöfnin sem valkyiju tákna. Ætli fugl- inn valur sé ekki einhverskonar úrvalsfugl? Mörgum þykir hann fallegur, og eftirsóttur hefur hann verið. Táknar ekki Val- í nöfnum eins og Valtýr og Val- gerður eitthvað útvalið eða úrvalsgott? ★ Islenska á sér fjölmörg skyld- mál. Ekki hafa þau farið varhluta af þeirri orðrót sem nú hefur um sinn verið margtal- að um. Kannski munar ein- hveiju sem minnir á hljóðskipti. Latínumenn höfðu sögnina volvo (volci, volutum, volvere). Hún þýddi að snúa eða velta og var áhrifssögn. Verba vol- vere þýddi að tala í belg og biðu, „velta“ út úr sér orðum. Það má heita snjallt hjá Svíum að kalla bílategund volvo. Ekki snúast bílhjólin lítið. En fleira snýst í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þegar einhveiju var endursnúið hastarlega eða um- bylt, kölluðu menn það á latínu revolutio. Þetta orð, lítt breytt, er nú alþekkt í ensku og frönsku, haft um byltingar. Ætli einhver snúningur eigi sér ekki stað í því skotverkfæri sem enskumælandi menn kalla re- volver? Það skyldi svo ekki vera að einhveijir gamlir þræð- ir lægju milli íslensku sagnar- innar að vilja (lat. volo) og þeirra val-orða sem til hafa verið tínd í þessum þætti. Ætli viljinn stjómi ekki valinu stundum, ætli við veljum ekki það sem við teljum okkur í vil? Hins vegar erum við vöruð við því í Hávamálum að trúa vil- mæli völunnar. Völur hafa sjálfsagt oft reynt að koma sér í mjúkinn hjá mönnum með því að spá þeim í vil, og þær spár rættust ekki alltaf svo glatt. 20 mín. áður en messan hefst. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Haust- fermingarbörn beðin að koma. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN f REYJAVÍK: Guös- þjónusta og altarisganga kl. 14. Ræðuefni: „Krafan sem kemur allt- af á óvart." Fluttur verður sálmur- inn: „Þú Guð ert mikiil" eftir sr. Sigurjón Guðjónsson prófast. Fríkirkjukórinn syngur. Organisti og söngstjóri Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðiöfyrirsjúkum. LANDSPÍTALI: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Ann Toril Lindstad. Sr. Arngrímur Jónsson. BORGARSPÍTALI: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorþergur Kristjánssön. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Stórsöngvararnir Kostas Pa- skalis, Helene Karusso og Ólöf Harðardóttir koma fram í mes- sunni ásamt kór Langholtskirkju. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRJA: Laugard. 12. sept.: Guðsþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sunnud.: Messa kl. 11. Aitarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðm. Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta í Öld- uselsskóia kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarfrí verður kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN FOad- elffa. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Sam Daniel Glad. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugard., þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannastfg: Samkoma kl. 20.30. Líf hans var lausnargjald. Benedikt Arnkelsson talar. Samtalsþáttur: Af kristnu lífi erlendis. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20.30. Kafteinarnir Rannveig og Dag Albert Bornes stjórna og tala. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14.00. Ath. breyttan messutíma. Organisti Helgi Braga- son. Sr. Gunnþóra Ingason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Organ- isti Siguióli Geirsson. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 14. Magnús Erlingsson aðstoðaræskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar pródikar. Sr. Hanna María Pétursdóttir annast altaris- þjónustu. Hilmar örn Agnarsson æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. AKRANES: Messa kl. 10.30. Org- anisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11 og guðsþjónusta á dvalarheimili aldr- aðra kl. 14. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.