Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
Morgunblaðið/Björg
Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Sergei Halipov túlkur og Guðni Franzson á útisviði í Gorkí-skemmtigarðin-
um í Moskvu.
Islenzkt tónlistarfólk
á hringferð í Sovétríkjunum
Viðtal við
Guðna Franzson
klarinettuleikara
{ sumar gerði hópur íslenzks tón-
listarfólks heljarmikla ferð um
Sovétríkin, jgisti þau frá 26. júlí til
16. ágúst. I hópnum var tíu manna
karlakór úr Mosfellssveit, Elín Sigur-
vinsdóttir söngkona, Þorsteinn Gauti
Sigurðsson píanóleikari og Guðni
Franzson klarinettuleikari. Ferðin
var farin á vegum MÍR og úti tóku
vináttufélög á móti liðinu. Tilefnið
var íslenzkir dagar í Úkraínu, þar
sem var sett upp íslenzk ljósmynda-
og myndlistarsýning, auk tónleika.
En leiðin lá mun víðar. Fyrst var
flogið til Leníngrad og þaðan var
haldið að Eystrarsalti, til Tallín og
Vilníus. Síðan var farið til Úkraínu,
til Kiev, Odessa og Jalta við Svarta-
haf og eftir að hafa meðal annars
kannað þar rússnekst strandlíf, var
flogið til Moskvu, sem var jafnframt
síðasti viðkomustaður.
Mest var flutt af íslenzkri tónlist.
Karlakórinn og Elín fluttu hefð-
bundin íslenzk sönglög, en þeir
Þorsteinn Gauti og Guðni tóku helst
fyrir íslenzka nútímatónlist. Það
hlýtur að vera tónlistarmönnum
djúptæk reynsla að fá tækifæri að
spreyta sig við framandi aðstæður
og í framandi andrúmslofti. Hvað
segir einn þátttakendanna, Guðni
Franzson um þá hlið og ferðalagið
yfírleitt?
„Við komum fram við hinar Qöl-
breyttustu aðstæður, spiluðum á
vináttuskemmtunum, þar sem rússn-
eskir tónlistarmenn fluttu líka sína
tónlist og líka á hefðbundnum tón-
leikum í tónleikasölum.
Við Gauti lögðum áherzlu á
nútímatónlist. Af henni heyrist lítið
þama og fólk var áberandi hissa að
heyra okkur flytja þessa tónlist. Við-
brögðin voru líka eftir því, mjög sterk
og einlæg og það var ekkert reynt
að dylja þau, ekki verið með neitt
kurteisisklapp. Fólk gat átt það til
að koma labbandi utan úr sal með
blóm eftir fyrsta lag, en það lét líka
í sér heyra, ef það var ekki hrifið.
Tónleikagestir töluðu saman meðan
við spiluðum, var þá að pískra saman
um það, sem við vorum að gera. Það
var bara gott og alls ekki truflandi,
því það sýndi að það fylgdist vel með
því sem við vorum að gera.
Annars fóru viðbrögð áheyrenda
nokkuð eftir því hvað við spiluðum.
í Jalta komum við fram á útidans-
leik. Þar vildi fólk bara dansa, svo
við kynntum tónlist okkar sem dans-
músík, spiluðum nefnilega líka
Sporðdrekadans eftir Kjartan Ólafs-
son, en það var ekkert feimið við að
sýna hvað það vildi, og púaði okkur
niður. Við reyndum að laga okkur
að aðstæðum. Á samyrkjubúi þar
sem við spiluðum, kom líka fram kór
kerlinga af búinu. Þær voru víst
flestar um eða yfir áttrætt og sungu
af feikilegri innlifun eins og þær
ættu lífíð að leysa. Þá reyndum við
Ifka að spila svolítið ljúfa músík,
fluttum jafíivel Svörtu augun við
rífandi fögnuð. Þeir kunna vel að
meta að heyra eigin tónlist."
— Það hlýtur að vera hið gagnleg-
asta að spreyta sig við hinar ýmsustu
aðstæður, eða hvað?
„Vissulega herðist maður mjög við
svona ferðalag, því það getur svo
margt komið upp á og það þýðir
ekki annað en að vera við öllu bú-
inn. Á einum staðnum var hljóðfærið,
píanóið, gjörónýtt, svo þá sendi ég
Gauta bara \ óperuna og spilaði sjálf-
ur einleik. Á öðrum stað var píanóið
svo gott, að Gauti lét Rachmaninoff
verk flakka og ég spilaði þá minna.
Svona nokkuð er hollt og við tveir
hristumst vel saman.“
— Lágu leiðir ykkar og innfæddra
tónlistarmanna eitthvað saman, hvað
sáuð þið af mannlífínu þama?
„Við hittum alls konar tónlistar-
fólk. í Odessa hittum við atvinnu-
söngvara, sem sungu rússnesk lög,
fyrsta flokks söngvarar. Svo hittum
Horgunblaðið/Björg
Ungur teiknari í Gorkí-skemmtigarðinum sem er vinsælt útivistar-
svæði Moskvubúa.
u
tónlistarlífinu
Sigrún Davíðsdóttir
við færa þjóðlagaspilara, danshljóm-
sveit og kerlingakórinn fyrmefnda,
svo við sáum skemmtilegan þver-
skurð af rússnesku tónlistarlífl.
Annars hittum við margt fólk. Það
virtist ekki aðeins vera stefnt til
okkar fólki, sem var innundir í kerf-
inu, því það var opið og ófeimið að
segja kost og löst á kerfinu. Við
Gauti þvældumst töluvert um utan
ferðamannaslóðanna og það gekk
ágætlega. í Moskvu langaði okkur
til dæmis að sjá tónlistarskólann
þeirra, sem er víðfrægur. Við röm-
buðum á stúlku sem talaði nokkur
orð í spænsku og gátum komið henni
í skilning um hvað við vildum. Hún
sagði okkur til vegar undi rmyrkur
fundum loksins skólann var búið að
loka en við sáum þó alla vega stytt-
una af Tjækovskí, sem trónir utan
við skólann."
Góður nemandi ætti
að vera eins osr
þjófur að nóttu ...
Mánudaginn 14. september hefst
hér tónlistarhátíð ungra norrænna
tónlistarmanna, Ungnordisk musik,
og stendur fram á laugardaginn 19.
september. Lýkur þann dag á tónleik-
um í Skálholti. Hátíðin er haldin
árlega, til skiptis á Norðurlöndunum
og er hýst hér í þriðja skiptið.
Aðaláherzlan er á tónsmíðar ungra
norrænna tónskálda, en þau eru mörg
hver flutt af ungum flytjendum, þó
annars komi við sögu ungt fólk á
öllum aldri. Þetta er því sérlega góð-
ur vettvangur til að fá yfírlit yfír
strauma og stefnur í norrænni tón-
list. En þess er líka gætt að útúrboru-
skapurinn verði ekki ofan á, því
hingað koma gestir að utan, svo sem
Robert Aitken flautuleikari og tón-
skáld með meiru, ungverska tón-
skáldið László Dubrovay og landi
hans György Geiger trompetleikari,
sem verður með opnar kennslustund-
ir, auk þess sem hann leikur m.a.
einleik í verki landa síns. Dubrovay
heldur fyrirlestra um tónsmíðar, með-
al annars um eigin verk sem verða
flutt á hátíðinni og um ungverska
tónlist. Auk þess verður hann með
einkatíma fyrir tónskáld á hátíðinni.
Þessir þrír eru sérstakir gestir hátí-
ðarinnar og sá fjórði er frá Finnlandi,
hljómsveitarstjórinn Osmo Vánská.
Hann stjórnar sinfóníuhljómsveitinni
í flutningi hljómsveitarverka á hátí-
ðinni. Hann sást hér í sjónvarpinu
um daginn, þegar hann stjórnaði
meðal annars Sigrúnu Eðvaldsdóttur
ásamt hljómsveit á norræna tónlist-
artvíæringnum, sem var síðast í
Helsinki.
Aitken er einn fremsti flautuleik-
ari Kanada, hefur ferðast vítt og
breitt um heiminn til að spila, er
núna töluvert viðloðandi í Þýzkalandi
og á Spáni. En hann hefur líka sa-
mið og kennt og þessu tvennu miðlar
hann á hátíðinni sbr. viðtal við hann
hér og annars staðar á síðunni.
Dubrovay er fæddur 1943, nam
við tónlistarskóla heima fyrir og í
A-Þýzkalandi, hjá Karlheinz Stock-
hausen meðal annarra. Hann hefur
líka samið raftónlist, unnið hana í
V-Þýzkalandi, Svíþjóð og heima fyr-
ir, en líka samið fyrir hefðbundin
hljóðfæri.
Geiger trompetleikari, sem fæddist
1944, þykir fíma fjölhæfur með hljóð-
færi sitt, spilar í ungversku útvarps-
hljómsveitinni og í ungversku
málmblásarasveitinni, sem hefur vak-
ið mikla athygli, ekki sízt í Banda-
ríkjunum. Það segir sitt, því slíkar
sveitir em rótgrónar þar, svo þarlend-
ir kippa sér ekki upp við hvað sem
er, þegar þær em annars vegar. í
grein í Brass Bulletin er farið um
hann öllum beztu orðum, svo það er
víst óhætt að sperra eyrun, þegar
hann er annars vegar.
Hljómsveitarstjórinn Vánská
fæddist 1953, lagði stund á stjómun
við Síbelíusarakademíuna og víðar,
auk þess sem hann lærði á klarinett
og hefur komið fram sem klarinettu-
leikari.
Hann hefur stjómað hinum og
þessum hljómsveitum á Norðurlönd-
um og víðar, stjómaði Töfraflautunni
á ópemhátíðinni í Savonlinna, Finnl-
andi og mun stjóma sömu ópem í
Stokkhólmi í vetur.
Tónlistarlífíð í næstu viku verður
sumsé líflegt. Á mánudags- ogþriðju-
dagskvöld verða tónleikar í Lang-
holtskirkju kl. 20.30. Á miðvikudeg-
inum verða tónleikar í Tónlistarskól-
anum kl. 16.30 og kl. 20.30 á Hótel
Borg. Á fimmtudeginum aftur í Tón-
Tannháuser 15. september
Styrktarfélag íslenzku ópemnnar
stendur fyrir stórmerkum uppákom-
um nú í vetur með dyggri aðstoð
þýzka sendiráðsins, Goethe Institut
og þýzka bókasafnsins. Fram að
áramótum verða sex ópemkvöld á
vegum félagsins, þar sem verða
sýndar upptökur af ópemm.
Stjóm Styrktarfélagsins hyggst
ekki aðeins styðja við ópemflutning
hér á sviði, heldur líka gefa ópem-
unnendum kost á að sjá ópemsýn-
ingar erlendis frá, og þá á tjaldi en
ekki sviði. Þýzki sendiherrann hér,
Hermann Haferkamp, og Lothar
Zube, starfsmaður þýzka sendiráðs-
ins, útveguðu sex fyrmefndar
myndir, sem verða sýndar í þýzka
bókasafninu.
Fyrir þá sem vilja skrifa sýningar-
dagana bak við eyrað eða á aðra
varanlegri staði, þá fer dagskráin
hér á eftir. Sýningardagamir em
eftirfarandi þriðjudagar:
15.09. Tannháuser — Wagner
6.10. Hollendingurinn fljúgandi —
Wagner
27.10. Fídelíó — Beethoven
17.11. Wozzeck — Alban Berg
8.12. Der Freischiitz — Weber
29.12. Orfeus í undirheimum —
Offenbach.
Ópemmar em ýmist teknar upp
á sýningum eða em kvikmyndir eft-
ir óperunum. Þama gefst kostur á
að sjá ýmsar merkar uppfærslur með
góðum tónlistarmönnum og ekki sízt
verk, sem aldrei hafa verið flutt hér
og verða sum hver varla í bráð. Það
er til dæmis ekki líklegt að Wozzeck
sjáist hér á sviði á næstunni. Þetta
er því ótrúlega vel til fundið að nýta
sér tæknina á þennan hátt til að
auka hér enn á blómlegt tónlistarlíf,
bæta við nýjum þætti í það.
Tannháuser, sem er boðið upp á
næsta þriðjudag, er hvorki meira né
minna en sýning frá Wagner-hátí-
ðinni í Bayreuth 1978.
Fyrst er sýnt frá staðnum, áhorf-
endur og svo leiðir Wolfgang
Wagner gesti sfna í húsið. Það er
kór og hljómsveit hátíðarinnar, sem
syngur þama og spilar, eins og í
öiðmm ópemm á hátíðinni. Götz Fri-
edrich, núverandi ópemstjóri í
Deutsche Oper í Berlín, stjómar.
Hlutverk Hermanns greifa er
sungið af Hans Sotin. Hann er einn
af þekktustu bassasöngvumm
Þýzkalands þessi árin, fæddist 1939
í Dortmund og lærði efnafræði áður
en hann tók til við sönginn. Hlut-
verk greifans í Tannháuser er eitt
af hans þekktustu hlutverkum, en
hann hefur einnig getið sér gott orð
fyrir Ochs barón í Rósariddaranum
og nýlega fyrir hlutverk Sarastrós í
Töfraflautunni. í sumar söng hann
hlutverk Gumemanz í Parsifal á
Bayreyth-hátíðinni.
Sá sem syngur titilhlutverkið heit-
ir Spas Wenkoff, þýzkur hetjutenór.
Þeir em annars ekki margir, sem
geta sungið þetta hlutverk. Bemd
Weikl er Vínarbúi og geysi þekkt
nafn í þýzka ópemheiminum, einn
helzti ópembarítóninn þar. í sumar
söng hann í Meistarsöngvumnum á
Bayreyth-hátíðinni og hér syngur
hann hlutverk Wolframs. Það er
Gwyneth Jones, sem syngur hlut-
verk Venusar og Elísabetar. Hún er
líka mjög þekkt nafn, fædd í Wales
eins og nafnið bendir til. Hún þykir
einkar áhrifamikil á sviði.
Sagan sjálf gerist á miðöldum og
þar koma við sögu tvö þekktustu
skáld þess tíma, þeir Wolfram von
Eschenbach og Walter von der Vog-
elweide. En aðalpersónan er
Tannháuser, í byijun staddur á Ven-
usarfjalli í góðu yfírlæti gyðjunnar
sjálfrar. Þrátt fyrir það vekur
klukknahljómur upp þrá hans til
jarðarinnar og hann reynir að fá
gyðjuna til að veita sér heimfarar-
leyfí. En hvorki lofsöngur, ástarhót
né formælingar hagga henni. Það
er ekki fyrr en hann nefnir Maríu
mey að fjallið hverfur og hann rank-
ar við sér á vordegi rétt hjá
Wartburg. Ungur hirðingi syngur,
pflagrimar fara um á leið sinni til
Rómar og blásið er í hom til að
boða komu Hermanns greifa, Wol-
frams riddara og annarra vina
Tannháusers. Þeir fagna heimkomu
hans og Tannháuser ákveður að fara
með þeim til hirðar greifans, þegar
hann heyrir að Elísabet dóttir hans
hafí verið harla stúrin síðan hann
hvarf á braut fyrir ári.
Annar þáttur gerist í sal söngsins
í Wartborgarkastala. Elísabet syng-
ur um ást sína til Tannháusers, sem
ekki vill segja hvar hann hafí haldið
sig. Trúbadúramir, skáldin, ætla að
taka þátt í söngkeppni fyrir greifann
og gesti hans. Efni söngvanna á að
vera ástin og eðli hennar. Tann-
háuser grípur fram í söng hinna,
getur ekki haldið aftur af sér og
syngur Venusi eldheitan ástaróð.
Þar með kemur hann upp um vist
sína hjá henni og hans bíður útskúf-
un. Hann hrekst á brott með
Rómarförunum, til að leita aflausnar
hjá páfa.
í þriðja þætti er komið haust.
Elísabet biður Maríu um fyrirgefn-
ingu til handa Tannháuser. Wolfram
biður kvöldstjömuna að vemda hana
og leiða, einn þekktasti söngur sam-
anlagðra söngbókmenntanna.
Pílagrímamir koma aftur, en enginn
Tannháuser. Elísabet er við dauðann
af harmi og hverfur á brott. Tann-
háuser birtist, niðurbrotinn maður,
því hjá páfa hlaut hann bölvun og
enga blessun. Fyrirgefning hlotnist
honum aðeins, ef páfastafurinn
blómgist. Hann vill aftur til Venus-
ar, en rankar við sér við nafn
Elísabetar. Líkfylgd hennar birtist.
Tannháuser hnígur niður við líkbör-
umar og deyr með ósk á vörunum
til heilagrar Elísabetar að hún biðji
fyrir honum. Pílagrímar koma inn
með páfastafinn útsprunginn. Tann-
háuser hefur hlotnast náð og
miskunn fyrir ást Elísabetar.
Þetta er í stuttu máli sagan um
Tannháuser eins og hún birtist í
ópem Wagners, sem verður sýnd í
þýzka bókasafninu á þriðjudaginn
kl. 20. Aðgangur er ókeypis fyrir
meðlimi styrktarfélagsins og félaga
í Germaníu, aðrir komast inn fyrir
vægt gjald.