Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 15

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 15 Robert Aitken listarskólanum á sama tíma og í Menntaskólanum við Hamrahlíð um kvöldið. Á föstudagskvöld aftur í Langholtskirkju og lokatónleikar í Skálholti kl. 17 á laugardeginum. Líflegt og væntanlega nýstárlegt líka. Þeir, sem halda að nútímatónlist sé ekkert fyrir þá, vegna þess að þeir hafa einu sinni heyrt eitthvað sem þeim féll illa, fá þama tækifæri til að freista nýrra könnunarleiðangra inn á óravíddir tónlistarlandslagsins. Mozart, Beethoven, Bach og félagar eiga þar grösugar lendur, en það eru ekki sízt andstæður, sem setja heill- andi svip á allt landslag, ekki satt...? Einn af þeim, sem tekur þátt í norrænu tónlistarhátíðinni hér, er flautuleikarinn Robert Aitken frá Kanada, sem nú er reyndar hvorki bamungur að ámm, né norrænn. En skipuleggjendur hátíðarinnar hafa vit á að líta vítt og breitt of heiminn í leit að áhugaverðum gestum, sér og öðmm til innblásturs, eins og sjá má af þátttökulistanum. Aitken er vel þekktur hér á landi, kom héma oft á ámm áður, en hefur ekki verið hér í nokkur ár. Hann leggur gjörva hönd á margt, leikur á flautu, semur tón- list, kennir svolítið og skipuleggur tónleikaröð með nútímatónlist í Tor- onto. Og hér ætlar hann ekki aðeins að spila, bæði á hátíðinni og við opn- un bókmenntahátíðar Norræna hússins, heldur l(ka að stjóma um- ræðum eftir hveija tónleika á hátf- ðinni, halda fyrirlestur og opnar kennslustundir. Af þessu má sjá að Aitken kemur að tónlistinni á marga vegu. Það er því margt sem liggur beint við að spyija hann um, en ætli hér verði ekki fyrst vikið til hans spumingum um tónlistarkennlu. Hvemig verður bezt að henni staðið? „Það hefur verið sagt, að galdurinn við að vera snjall nemandi sé að haga sér eins og þjófur á nóttu. Laumast að kennaranum, grípa frá honum það, sem hann kann bezt og vera svo horfinn á samri stundu. Beztu kenn- aramir era þeir, sem kenna nemand- anum að kenna sér sjálfum. Láta nemendur heyra ýmislegt, gefa þeim samanburð, svo þeir læri að heyra mun, læri að draga ályktanir. Þess vegna er líka gott að kenna saman nemendum, sem era með ólík hljóð- færi. Góður kennari segir nemanda ekki hvað hann eigi að gera, heldur sýnir honum leið, sem hann verður svo að fara sjálfur. Ef nemandi lendir hjá þokkalegum kennara í byijun, getur hann verið hjá honum í flögur, sex, jafnvel átta ár og lagt góðan grann. Síðan er hægt að flakka milli kenn- ara og hnupla frá þeim einstökum atriðum, sem þeir hafa vel á valdi sínu, til dæmis öndun hjá einum og einhverri annarri tækni hjá öðram. En það er slæmt að byija á að flakka á milli, því þá er alltaf verið að byija á sömu hlutunum hjá mismunandi kennuram, án þess að ná nokkum tíma tökum á þeim. Þá vantar trausta undirstöðu. Góður nemandi ætti aldrei að trúa kennara sínum, fyrr en hann hefur sannreynt sjálfur, hvort það stenzt. Sumir kennarar segja bara það, sem nemendur vilja heyra. Hrós er nauð- synlegt í byijun til að byggja upp sjálfstraust, en þegar líður á, ættu nemendur ekki að fara til kennara, sem gerir ekkert nema að hrósa. Mér hefur sýnst að það fari betur á að nemendur hitti kennara sína stutt en oft, því þá er hægt að ein- beita sér markvisst að fáum hlutum í einu. Ég vildi gjaman kenna tólf til sextán nemendum í opnum kennslustundum í tvær vikur, hitta þá síðan aftur eftir um tvo mánuði, heyra þá hvemig þeir hafa unnið úr fýrra tímabilinu og veita þeim að- hald. Nemendur þurfa nefnílega að læra að vera einir. Það er hættulegt að vera of vemdaður of lengi, því þá verður erfitt að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig.“ — Þú semur sjálfur og spilar bæði klassíska tónlist og nútíma tónlist. Hvemig fer þetta saman, hvaða áhrif hafa þessir þættir á flautuleikinn? „Þeir sem þekkja mig á annað borð, vita oftast af mér vegna þess að ég spila fremur en fyrir tónsmíð- ar, þó ég hafi lagt mikla stund á þær. Ég tel það einkar gott fyrir spilara að hafa samið tónlist, því sú iðja eykur skilning á tónlist yfirleitt og sá skilningur skilar sér í flutningn- um. Það á að spila tónlist eins og það sé verið að sýna áheyrendum verkið. Til þess að svo megi vera, þarf sá sem spilar að vita og skilja hvemig verk er byggt upp. Þetta sjónarhom skerpist, ef spilarinn hefur fengist við tónsmíðar. Slæmur byggingar- meistari getur gert versta hrófatildur úr frábærri teikningu. Samhengi tón- listarflutnings og tónverks getur verið hliðstætt því. Spilarinn getur gert út um gott verk. Hvað varðar klassísk verk og nútímaverk, þá spilaði ég meira af nútímaverkum þegar ég var yngri. Þá var auðveldara að koma sér á framfæri með nútímaefnisskrá, því það vora færri sem sinntu slíkum verkum. Nútímaverkin vöktu kannski athygli á leik mínum og ég var þá beðinn um eitthvað klassískt af því menn vildu heyra hvemig mér tækist upp með hana. Nú vil ég gjaman hafa hlutföllin milli þessa þannig að það sé 40% af öðra og 60% af hinu. Annað árið heldur meiri klassík, hitt árið heldur minna. Mér sýnist þetta nokkuð heppileg skipti. Éf ég fæst aðeins við nútímatónlist, þá finnst mér hæfileikinn til að túlka sljóvg- ast. Auðvitað krefst nútímatónlist heilmikillar túlkunar, það liggur í augum uppi. En verkin era oft samin inn í ákveðinn ramma, sem leggur línumar varðandi túlkunina, eða þá að tónskáldið sjálft segir spilaranum hreinlega sjálft til. Þetta skýrir hvers vegna þeir, sem flytja mikið af nútímaverkum, spila gjaman æ minna af eldra efni, ef nútímaverkin verða of fyrirferðarmikil í vinnu þeirra. Samhliða fá þeir þá a'sig stimpil um að þeir sinni henni helzt. Á endanum verður þetta stimpill um að þeir geti ekki annað og þeir era ekki beðnir um annað. Tæknilegar kröfur klassiskra- og nútímaverka era líka ólíkar. Nútíma- verk gera oft mun meiri tæknikröfur. Þau skerpa eyrað að hlusta eftir og greina fleiri blæbrigði en klassisk verk. Svo má ekki gleyma að klassísk verkefnaskrá flautu er ekki stærri en svo að flautuleikari um þrítugt þekkir hana alla. Flautan er svo vin- sælt hljóðfæri í nútímaverkum, að þau era spennandi og vel þegin við- bót við þau klassísku. Þessi svið styðja þvi hvort annað, veita þekk- - ingu og reynslu, sem nýtast í leik beggja og auðga hann.“ — Er einhver skýring á því hvers vegna svo fáir mjög þekktir tónlistar- menn sinna nútímatónlist? „Tónlistarmenn era oft mjög íhaldssamir í eðli sínu. Þeir flokkast saman í hópa, spila klassíska tónlist og það sama aftur og aftur. Ég spil- aði sjálfur í ellefu ár í hljómsveit. Það er gaman, stórkostlegt að sitja innan í hljómnum. Þessi vinna agar mann. Ýmsir einleiksflautuleikarar hefðu gott af slíkri ögun. En þetta er líka hættulegt, því hún slævir, deyfir frelsisþrána. Góðir stjómendur hvetja einmitt hljómsveitarmeðlimi til að vera frjálsa. Þetta er gott hvað með öðra, ég vildi gjaman geta spilað í sumarhljómsveitum, nokkrar vikur á ári. En það er kannski fleira, sem veld- ur tregðu að spila nútímaverk. Strax í æsku þarf spilari að leggja mikla vinnu í að ná tökum á hljóðfærinu, þannig að hann spili á það, en ekki það á hann, rétt eins og góður hand- verksmaður þarf að æfa sig og þjálfa í sínu handverki. Þeir sem ná þessu, geta þar með farið að lifa af list sinni, jafnvel þó þeir séu ekki tiltak- anlega músíkalskir og láta þar við sitja. En þá eram við aftur komin að kennslunni, sem á helzt að miða að því að fólk þroski sig sjálft og láti ekki sitja við neitt . . .“ PSION ORGANISERII STÓRVIRKA fff SMA TOL VAN PSION ORGANISERII erhnitmiðuð, og gagnleg smátölva sem nýtist eiganda sínum til margra ára ínámi, starfi og leik. Hún er forrítanleg á auðveldan hátt, með innbyggða gagnaskrá, reiknitölvu, dagbók, dagatal, sérstaka minnis- kubba og margt fleira. Hana má einnig tengja við tölvur og prentara af flestum gerðum. PSION ORGANiSER II ereinföld ínotkun, vexmeð eiganda sínum og verðurhonum ómetanleg... * PSIONORGANISERII-EINFÖLDÍNOTKUN-MARGFALTNOTAGILDI % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 Verðfrákr. 8.700.- ...ÍSKÓLA: ...ÍSTARFI: ...í LEIK: T.d. reiknitölva, stundaskrá vekjaraklukka og minnisbók fyrir heimalærdóm; skrá yfir firði á vesturlandi og ártöl í frönsku byltingunni; ensk orðabók, forrit til að finna prímtölur, reiknagröfog fleira... T.d. dagbók og minniskerfi, gagnagrunnur (jafnvel fyrir gulu síðurnar), við- skiptamannaskrá, pantanamóttaka, reikningagerð, birgðabókhald, töfiureiknir (spreadsheet), lagertalningar og fleira... T.d. forrit fyrir getraunir, leiki og tii að finna lottótölur; skrá yfir gullfiska, frímerki, símanúmer, vídeóspólur og heimilisföng; geymsla á uppskriftum, Ijóðum og fleira... ingawOnustan sia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.