Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 í ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Opnast gáttir verðbólgnnnar? Meira í húfi en nokkru sinni fyrr Ritstjómargrein: VERDBOIGAN MA EKKI TAKAVOLMN l»að fer ckki á milli mála að þró- jn efnahagsmála á (slandi hefur nú tckið mjög hættulega stcfnu. Það kcmur fram ( mikilli cftirspurn cft- ir fólki í vinnu, eins og könnun FÍI sýnir. og cinnig i vaxandi skiptahalla vegna þcss^A^ , cyðir nú langt um^í— lcgast cr þó, an\ Alvarlcgasta afleidirmj ekki tekst að sponj>- mælalaust s' <>•> T "vi* -rtafa fært ..i um þann mun ^íSa*' _»*>•* v* *eka fyrirtæki cða hcim- -Sg halli á ríkis- iO óðaverðbólgu. eins og áður "var. eða við tiltölulega litla vcrð- bolgu. hn það þarf að huga að fleiru. Eitt af þv( scm gerði mikla verð- irguðu brúsann. Það yrði varla lurtekið. Fjármagnsmarkaður kllt annar í.dag cn fyrir nokkr- árum. Fað yrði því langtum ora" að fjármagna óðavcrð- ' nú cn áður var og alvcg Ijóst Idi fyrirtækja mundi ekki 'ið slíkt. Einnig vcgna þcss þau skulda meira nú cn áður. óþarfi cr að lciða mörgum orðum að þv( hvcrnig það mundi lcika húsbyggjendur. Þetta vcrða allir þeir. sem um þcssi mál fjalla, að hafa í huga. Aflciðingar mikillar vaxandi vcrðbólgu yrðu miklu vcrri nú cn áður og gætu orðið mjög afdrifa- ríkar fyrir Kfskjör ( landinu á Ritstjómargrein fréttabréfs FÍI, „Á döfinni", ágústhefti 1987. Viða má sjá verðbólgnteikn á lofti, bæði í ríkisbúskapnum og þjóðarbúskapnum í heild. Þensla er sjáanleg svo að segja hvert sem litið er, launaskrið og verðris. Þenslan á víða ræt- ur, meðal annars í miklum rekstrarhalla ríkisins. Engu er iíkara en þjóðin hafi gleymt 130% verðbólgu fyrir tæpum fimm árum, orsökum hennar og afleiðingum. Vítin, sem verða áttu til varnaðar í verð- bólgumáium, bíða átekta á ný í túnfæti þjóðarbúskaparins. I Það eru tæp fimm ár síðan 130% verðbólga skekkti allar stoð- ir íslenzks atvinnu- og efna- hagslífs. Það er ekki lengra síðan að kaupgildi launa og krónu brann glatt á verðbólgubálinu. Á verð- bólguáratugnum, svokallaða, hækkaði kaup í krónum talið um 1.000%, hvorki meira né minna, en kaupmátturinn lítið sem ekk- ert, eða aðeins um einn hundrað- asta hluta krónutöluhækkunar- innar. Það er ekki úr vegi, þegar verð- bólguteikn blasa við, að tíunda stuttlega helztu annmarka verð- bólgunnar 1971-1983: 1) Innlend hækkun tilkostnaðar útflutningsgreina, langt umfram söluverð á erlendum mörkuðum, skekkti samkeppnisstöðu íslenzkrar framleiðslu, heima og heiman. 2) Undirstöðugreinar í þjóðar- búskapnum sættu rekstrarhalla, árum saman, gengu á eignir og söfnuðu skuldum. Svo var komið vorið 1983 að við blasti fjölda- stöðvun fyrirtækja og víðtækt atvinnuleysi, ef ekki hefðu komið til mjög róttækar mótaðgerðir. 3) Engin leið var að gera raun- hæfar fjárhagsáætlanir, hvorki um rekstur né uppbyggingu tæknivæðingar — framleiðn- iaukningar vegna óvissu um verðþróun. Atvinnugreinar gátu ekki byggt sig upp til að styrkja samkeppnisstöðu né mæta æski- legri kaupmáttarþróun í landinu. Staðan þýddi stöðnun, í sumum tilfellum afturför. 4) Launahækkanir, sem um var samið, brunnu jafnharðan á verð- bólgubálinu. Krónan smækkaði jafnt og þétt í stanzlausu gengis- sigi, stundum gengishruni. Loks vóru hundrað gamalkrónur steyptar í eina nýkrónu. Hún hélt síðan áfram að skreppa saman rétt eins og forveri hennar. 5) Verðbólgan ýtti undir eyðslu, innlendur spamaður hrundi, er- lendar skuldir hlóðust upp. Afleiðingamar þekkja allir. Niðurstaða verðbólgunnar var allra tap, engra gróði, utan þeirra, sem höfðu fjármagn og kunnáttu til að fjárfesta í verðbólgunni. Hinn almenni þegn, ekki sízt lág- launafólk, sat uppi með skaðan einan. II Samkvæmt blaðafréttum fyrir um það bil viku hækkaði kaup- máttur dagvinnulauna verkafólks að meðtöldum bónus um 25% milli 1. ársfjórðungs 1986 og sama tíma 1987. Kaupmáttar- aukning mun ekki hafa orðið meiri á einu ári fyrr. Sömu blöð skýrðu jafnframt frá því að vænta megi hárra launakrafna í komandi kjarasamningum. Oánægja, sem fyrir hendi er í kjaramálum, stafar fyrst og fremst af misræmi í launaþróun í landinu, bæði milli og innan starfsstétta. Hér verður ekki farið ofan í sauma á orsökum þessa misræmis, sem þó er mikiísvert athugunarefni. Einn orsakaþátt- urinn felst líklega í því að heildar- samtök launþega — og raunar aðilar vinnumarkaðarins — hafa allar götur skotið sér undan því að móta samræmda launastefnu , sem meðal annars spannar línur um „eðlilegt“ launabil milli starfa, miðað við menntun, ábyrgð og starfsreynslu fólks — eða verð- gildi starfsins, sem unnið er, fyrir viðkomandi fyrirtæki og þjóðar- búið. Annar orsakaþáttur er hugsanlega sá, hve stór hluti tekna telst sleppa um möskva skattakerfisins, sem skerpir mis- ræmið, kjarabilið. Þróunin virðist hafa verið í þá átt, hvort sem vöntun á sam- ræmdri launastefnu veldur miklu eða litlu um, að kjarabilið hefur breikkað. Þeir, sem aftur úr hafa dregizt í launaskriði, una illa sínum hlut. Einstakar starfsgrein- ar tapa hæfum starfskröftum til annarra sem betur bjóða. Og vandinn vefur upp á sig. III Aðilar vinnumarkaðar — ríkið meðtalið — eiga áreiðanlega erfítt verk fyrir höndum í kjarasamn- ingum. Mestu máli skiptir þó að niðurstaðan verði ekki vegagerð að verðbólgu, eins og hér var fyr- ir fáum árum — og skekkti illa þjóðarbúskapinn, rekstrarstöðu fyrirtækja og afkomuöryggi al- mennings. Þá hefðum við lítið lært af dýrkeyptri reynslu. Ef við leggjum rauðan dregil innanlandsátaka fyrir fætur verð- bólgudraugsins, sem vekja má upp með fáeinum víxlsporum, verður staða okkar verri en nokkru sinni. Ólafur Davíðsson, hagfræðingur, segir í ritstjómar- grein fréttabréfs Félags íslenzkra iðnrekenda, Á döfínni: „Eitt af því sem gerði mikla verðbólgu fyrri ára „þolanlega" fyrir mörg fyrirtæki og einstakl- inga var, að það tókst oft að fjármagna hana á lágum eða jafn- vel neikvæðum raunvöxtum. Sparifjáreigendur borguðu brú- sann. Það yrði varla endurtekið." Hann heldur áfram: „Það yrði því langtum „dýrara“ að fjármagna óðaverðbólgu nú en áður var og alveg ljóst að fjöldi fyrirtækja myndi ekki ráða við slíkt. . . Óþarfí er að leiða mörg- um orðum að því hvemig það myndi leika húsbyggendur . . . Afleiðingar mikillar vaxandi verðbólgu yrðu miklu verri nú en áður og gætu orðið mjög afdri- faríkar fyrir lífskjör í landinu á næstu árum. Það er því meira í húfí en nokkm sinni fyrr að koma í veg fyrir að verðbólgan taki hér völdin á ný.“ Vonandi sannast ekki á okkur, enn og aftur, að sjálfskaparvítin em verst. i Höfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.