Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
25
takmarkalaus. Hann skattlagði
alla, kristna sem heiðna, rændi
hof heiðinna manna og varð sér
hvarvetna út um fé. Af þessu
varð hann auðvitað óvinsæll, lýð-
urinn reis upp og rak hann úr
embætti, en hermenn Konstatin-
usar komu honum til hjálpar og
settu hann aftur í stöðu erkibis-
kups. Svo fór þó að lokum, að nýr
keisari tók við völdum. Æstir íbú-
ar Alexandríu hugðu nú á hefndir.
Tóku Georg og tvo nánustu og
gráðugustu samstarfsmenn hans
höndum og stungu þeim í dý-
flissu. Liðu svo 24 dagar án þess
nokkuð væri gert. Brast þá lýðinn
þolinmæðin, dýflissan var brotin
upp og þeir þremenningar teknir,
myrtir og síðan var farið með þá
í sigurgöngu um borgina, áður
en þeim var fleygt í sjóinn.
Aríarnir litu upp frá þessu á
heilagan Georg sem píslarvott, er
hann hafði fallið fyrir hendi heið-
ingjanna, og var hann kanóniser-
aður skömmu síðar. Aríamir
sameinuðust seinna öðrum kristn-
um söfnuðum og fluttu vemdar-
dýrling sinn með sér. Þeir hinir
voru í fyrstu á báðum áttum
hvemig ætti að meðhöndla heilag-
an Georg, en með tímanum féll
allt í Ijúfa löð og um 600 árum
eftir Krist var heilagur Georg orð-
inn fyrsta klassa dýrlingur.
Krossferðinar urðu tli að auka
frægð hans því hann átti að hafa
barist með Guðfrey af Bouillon í
orrustunni um Antiokkíu og sagt
var að hann hefði birst Ríkharði
ljónshjarta fyrir orrustuna við
Acre, sem boðberi sigurs. Varð
heilagur Georg upp frá því vemd-
ari riddara og vopnaburðar.
Ekki er að efa það, að til em
margar miðaldafrásagnir af hei-
lögum Georg, og gætu verið
skemmtilegar aflestrar, en hér er
aðeins minnst á þessar tvær. Það
er reyndar aðeins til að vekja at-
hygli á myndinni fögru, sem
Pistucci hefír gert og sjá má á
myntinni.
I myntsafni Seðlabankans og
Þjóðminjasafnsins við Einholt 4 í
Reykjavík eru til margir peningar
með mynd Pistuccis, bæði frá
Bretlandi, eynni Mön og ríkjum,
sem eru eða hafa verið í konungs-
sambandi við Bretland. Safnið er
opið á sunnudögum milli klukkan
2 og 4.
Starfsemi Myntsafnarafélags-
ins er nú hafín að nýju, eftir
sumarfríið. Kvöldfundir eru á
fímmtudögum milli klukkan 20
og 22 í félagsheimilinu á Amt-
mannsstíg 2.
Vetrarstarf Myntsafnarafélags
íslands er hafið með kvöldfund-
um, sem eru alla fimmtudaga kl.
20—22, á Amtmannsstíg 2. Á
morgun er svo fyrsti uppboðs- og
skiptafundurinn, og hefst klukkan
14.30 í Templarahöllinni. Þeir,
sem vilja kynnast starfi félagsins
eru velkomnir bæði á kvöld- og
skiptafundina.
Metsölublað á hverjum degi!
Tvibokur
tvíbakaðar - nýbakaðar
nákvæmlega
eíns og tvíbökur
eiga að vera.
FRÁBÆRT VERÐTILBOÐ
Á LJÚFFENGUM HELGARMAT!
Rauðvínslegin lambalæri.
Kryddlegin lambalæri
og sérlega meyrt og Ijúffengt
lambakjöt sem þið getið
kryddað eftir eigin smekk.
-Náttúruafurð
sem bráðnar uppi í manni.
HAGKAUP
SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI
AKUREYRI NJARÐVÍK