Morgunblaðið - 12.09.1987, Page 28

Morgunblaðið - 12.09.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 ý\lhU M.A ty^ör-nuS«e,s“ Skyndibitastaðir Kjúklingamolarnir eru afbragð. Fjölskyldan Kjúklinga nrnimoj Gómsæta kjúklingamola sem fást á öll- um helstu skyndibitastöðum. Kjúklingamolarnir eru framleiddir úr besta fáanlega hráefni, 1. flokks úrbeinuðum kjúklingabringum og velt upp úr krydduðu raspi. Djúpsteiktir kjúkhngamolar eru stökkir og bragð- góðir. Þú getur valið um fjórar girnilegar tegundir af sósu til að hafa með. Pantaðu kjúklingamola næst þegar þú ferð út að borða með fjölskylduna, (eða einn). Þeir eru hollir, góðir og ódýrir. Hans Holmer. Svíþjóð: Hans Holmer sendur til SÞ Fæst við fíkniefnamál Stokkhólmi, Reuter. HANS Holmer, iögregluforing- inn sænski sem líklegast er þekktastur fyrir það að hafa ekki leyst morðgátuna um Olov Palme, mun bráðlega hefjast handa við að stýra rannsóknar- nefnd Sameinuðu þjóðanna á eiturlyfjaverslun i heiminum. Þessi rannsókn mun taka eitt ár og er nefndinni ætlað að gera tiliögur um hvernig stemma megi stigu við eiturlyfjabölinu af háifu löggæsluaðilja. Holmer, sem er 57 ára gamall, stýrði á sínum tíma rannsókninni á morðinu á Olov Palme, en var leystur frá störfum eftir að hafa haft það til rannsóknar í 341 dag, en án nokkurs árangurs. „Hæfni og þekking Hans Hol- mer á sviði eiturlyfja er velþekkt bæði í Svíþjóð sem utan hennar,“ sagði Gertrud Sigurdsen, félags- málaráðherra. Holmer, sem var yfirmaður sænsku fíkniefnalög- reglunnar frá 1982-1984 mun í fyrstu hafa aðsetur í félagsmála- ráðuneytinu, en síðar mun hann fara til SÞ í New York-borg. í fyrra var Holmer kjörinn „Svíi ársins" af ríkissjónvarpi Svía og varð í öðru sæti þegar gerð var skoðanakönnun á því hver væri mest kynæsandi karla í Svíaríki. Með líf 37 sjúklinga á samviskunni Cincinnati, Bandaríkjunum, Reuter. ÞRJÁTÍU og fimm ára gam- all hjúkrunarmaður sem í síðasta mánuði viðurkenndi að hafa frá árinu 1983, myrt 24 menn í Cincinnati í Banda- ríkjunum , játaði á miðviku- dag á sig morð 13 annarra á sjúkrahúsi í Kentucky fyrir 17 árum. Að sögn saksóknara viður- kenndi Donald Harvey að hafa myrt 13 sjúklinga í suðurhluta Kentucky þegar hann var 18 ára gamall aðstoðarmaður á sjúkrahúsi. Refsing fyrir þau morð bætist við þrefaldan lífstíðarfangelsisdóm sem Harvey mun afplána vegna morðanna í Cincinnati. Sak- sóknarinn segir að til að knýja Harvey til að játa á sig morðin í Kentucky hafi hann heitið honum því að fara ekki fram á dauðarefsingu. Harvey segist hafa viljað stytta líf sjúklinganna til að aflétta þjáningum þeirra en saksóknari segir hann ótýndan morðingja sem hafí valið sér sjúklinga sem fómarlömb vegna þess að þeir veittu enga mótspymu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.