Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 29 Kjarnorkuver í Sovétríkjunum: Þjálfun starfs- manna ábótavant Moskvu, Reuter. NÚ ÞEGAR meira en ár er liðið frá kjarnorkuslysinu í Chemobyl, hafa starfsmenn í sovéskum kjamorkuverum enn ekki fengið þá þjálfun sem skyldi til að stjórna Dular- full al- næmis- sýking Krabbameinsfélag Banda- rikjanna (NCI) skýrði frá því á dögunum að starfsmaður á rannsóknarstofu hefði sýkst af alnæmi við vinnu sína og sýnir það að læknar, sérfræð- ingar og aðrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar þurfa að sýna sérstaka aðgæzlu til að smitast ekki af sjúkdómn- um. NCI lét nýlega mótefnamæla 265 starfsmenn rannsóknarstofa þar sem unnið er að rannsóknum á alnæmi. Einn þeirra reyndist smitaður af alnæmi og hafði hann þó hvorki lifað gáleysilegu kynlífi eða notað fíkniefni. Er því vitað um fjóra starfs- menn í bandarísku heilbrigðis- þjónustunni sem smitast hafa af alnæmi án þess að vera i svoköll- uðum áhættuhópi. Allir reyndust hafa verið með rifu í hörundi og gæti veiran komist inn um þær. I einu tilvikinu þrýsti berhent hjúkrunarkona á grisju á sári alnæmissjúklings. A aðra slettist blóð úr alnæmissjúklingi þegar tappi fór úr tilraunaglasi og var getum að því leitt að vírusinn hafi komist í gegnum slímhúð í munni. í nýjasta tilvikinu þykir það hins vegar hin mesta ráðgáta hvemig sýking átti sér stað. Við- komandi vann í sérstaklega loftræstu herbergi og notaði við- eigandi hlífðarfatnað og gúmmí- hanska en var ekki með andlitsgrímu. Starfsmaður NCI segir að viðkomandi hafi verið að vinna við aðstæður þar sem óvenju mikil samsöfnun veimnn- ar hafi átt sér stað. „Það er ekkert sem bendir til nýrrar sýk- ingarleiðar," sagði Dr. Stanley Weiss, sem stjómaði athugun NCI. Robert C. Gallo, sem er einn af fmmkvöðull á sviði al- næmisrannsókna, sagði þetta tilvik algjöra undantekningu og ástæðulaust að menn fylltust ranghugmyndum um smitleiðir alnæmis. (úr Newsweek) Júgóslavía: svo hættulegum tækjum, að sögn Sotsialisticheskaya Industria, op- inbers dagblaðs austur þar. Blaðið sagði í gær að sovéska kjamorkumálaráðuneytið hefði ekki staðið við að sjá stjómendum kjam- orkuvera fyrir nægri þjálfun eða endurhæfingamámskeiðum. Það sakaði embættismenn, sem bera ábyrgð á starfsþjálfun, um að hafa gleymt að taka tillit til nýs hóps sér- fræðinga, sem stjómaði kjamorku- veninum. „Þetta vandamál verður að leysa þegar í stað,“ segir blaðið. „Heilsa almennings, umhverfisvemd og ástand atvinnuveganna er háð hæfni — eða vanhæfni — starfsmanna kj amorkustöðvanna. Eftir slysið í Chemobyl, þegar sprenging varð í kjamakljúfi og eld- ur kom upp með þeim afleiðingum að 31 lést og 135.000 manns urðu að flýja heimili sín, tilkynntu sovésk yfirvöld að þau myndu ganga í að bæta þjálfun starfsmannanna. Reuter Nýr bíll frá Chrysler Portofino nefnist þessi nýi tilraunabíll frá Chrysler og er búist við að hann komi til með að vekja athygli sýningargesta á alþjóðlegri bifreiðasýningu sem hófst í gær, föstudag, í Frankfurt f Vestur-Þýskalandi. William Verity, væntanlegur viðskiptaráðherra Bandaríkjanna: Ætlar að gera Bandaríkja- menn samkeppnishæfari Washingtan. Frá J&ni Ásgeiri Sigurðssyni. WILLIAM Verity er sjötugur að aldri, tæplega meðalmaður á hæð, gráhærður og rauðbirkinn á hörund. Við yfirheyrslur fyrir viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gærmorgun, virtist hann nokkuð taugaóstyrk- ur. Svör hans við spurningum þingmanna voru stutt en gagn- orð. Verity hefur alla sína starfsævi unnið hjá sama fyrir- tæki, ARMCO stórfyrirtækinu. ARMCO var upphaflega stál- verksmiðja, en fyrirtækið hefur fært út kvíarnar undir stjórn Verity. Óhætt er að segja, að hann er þekktur og virtur í heimi bandarískra viðskipta- og kaup- sýslumanna. Einhver þingmanna lét þau orð falla í gærmorgun, að Verity muni sennilega aðeins vera í embætti Símamynd AP. „Krakkarnir fengu fyrirmæli um að mæta á fundinn," sagði William Verity, verðandi viðskiptaráðherra glaðhlakkarlegur í gærmorgun. Lengst til vinstri er Margaret kona hans, en barnaböm þeirra hjóna heita William, Judd, Victoria og Jonathan.(Ljósmynd:Jón Ásgeir Sig- urðsson Verkföll og óánægja með efnahagsástandið Bclvrad, Itcuter. ^ J Belgrsd, 8000 VERKAMENN í IMT, einni stærstu vélaverksmiðju í Júgó- slavíu, og FOM-málmsteypunni lögðu niður vinnu á fimmtudag til að krefjast 60% kauphækkun- ar. Órói á vinnumarkaðnum vegna verðbólgu og lágra launa fer nú vaxandi í landinu, og sam- kvæmt fréttum hálfopinberra dagblaða em sex önnur verkföll í undirbúningi. Ríkisfréttastofan Tanjug sagði að verkfallið í IMT, sem er hið stærsta sem efnt hefur verið til í landinu, hefði hafist fyrir nokkrum dögum með þátttöku nokkurra hundruða verkamanna, en nú væri nánast allt starfslið verksmiðjunnar í verkfalli. mörg þeirra hafa verið veigalítil og fáir tekið þátt í þeim. Flest voru verkföllin í apríl og maí vegna launatakmarkana stjómvalda. Verkamenn hafa kvartað yfir því að í 116% verðbólgu, sem nú geisar í landinu, geti þeir ekki lifað af laun- um sínum. Branko Mikulic, forsæt- isráðherra, hefur hins vegar reynt að nota höft á launahækkanir í næstu 16 mánuði, eða þar til forset- atíð Reagans lýkur. „Þú verður rétt kominn inn í starfið, þegar þú hætt- ir,“ sagði þingmaðurinn. Af orðum væntanlegs viðskiptaráðherra mátti ráða, að þetta sé líklegt. Hann sagði, að hann hefði naumast gert sér grein fyrir því, hversu um- fangsmikið verkeftiið væri, en hann tekur við ráðuneyti, með 36 þúsund starfsmönnum. Þar af vinnur um helmingurinn í þeirri deild sem fja.ll- ar um auðlindir og vistkerfi lofts og lagar(NOAA). Þeirri deild hefur fram að þessu stýrt dr. Anthony Calio, sem hafði embættisheitið sjávarútvegsráðherra og hefur lagt sig í framkróka við að fá íslendinga til að hætta hvalveiðum. Verity sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrirfram, hversu viðamikil sú deild er. Viðskiptaráðherrann sagðist hafa kynnt sér málin undir hand- leiðslu dr. Calio og starfsmanna hans undanfarna daga. Hann sagði, að sér sýndist miða vel að endur- bæta veðurþjónustuna með nýjustu tækni, en á hinn bóginn er vitað, að Verity hefur hug á að selja einka- aðilum hluta bandarísku veðurstof- unnar, enda er hann eindreginn talsmaður einkavæðingar. Hann sagðist harma að dr. Calio segði af sér.„Mér skilst að hann hafi unnið mjög vel og víða notið virð- ingar, ekki sízt í þinginu," sagði hann. Verity stefnir að því að Banda- ríkjamenn treysti sess sinn í al- þjóðaviðskiptum og hann miðar að því að uppræta viðskiptahallann m.a. með því að auka gæði banda- rískrar framleiðslu og gera hana samkeppnishæfari í hvívetha. Varðandi viðskipti við Sovétríkin er vert að riija upp, að árið 1974 voru gerðar breytingar á viðskipta- lögunum og þau tengd þróun mannréttinda í Sovétríkjunum, einkum hvað snerti að leyfa Gyðing- um að flytjast þaðan. Lagabálkur þessi nefnist Jackson-Vanik lögin og varð þingmönnum tíðrætt um þau í gærmorgun. Allir vildu þrýsta á Sovétmenn að veita fleiri Gyðing- um ferðafrelsi og William Verity tók undir það, en hann lagði jafnframt áherzlu á að greiða þurfi fyrir við- sagðist álíta, að gerðu Sovétmenn meira átak í að leyfa Gyðingum að flytjast úr landi, ætti að vera hægt að fella niður hömlur í viðskiptum við Sovétríkin. Vegna fisksölu til Banda- ríkjanna, svo og hins margumrædda hvalamáls - en þeir málaflokkar heyra undir NOAA-deild ráðuneytis Verity, væri forvitnilegt að vita, hver afstaða hans yrði til starfssemi í þessum deildur. Hann var inntur eftir því, hver yrðu helztu verkefni deildarinnar næstu 18 mánuðina, undir hans stjóm. En Verity vék sér undan að svara og sagðist enn vera að setja sig inn í þessi flóknu og umfangsmiklu mál. Hvers vegna viltu verða við- skiptaráðherra var Verity spurður. Svarið var stutt og laggott:„Ég met forsetann og stefnu hans mjög mik- ils. Ég vonast til að geta aðstoðað hann við að framkvæma markmið sín.“ Nærri 900 verkföll hafa verið t’lHyWtí Júgóslavíu.á þessu ári en . ,þ%i#tunni við Yej^Wtfmjuiar. . skiptum við Sov4trflpn,„.ltew.í ..- •: 11St■jíiimwiHill« * i Ítalía: Fegurðar- keppni endurtekin Rómaborg, Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka úrslitakeppni sam- keppninnar um titilinn ungfrú ítalia þar sem í ljós hefur komið að stúlkan, sem vann titilinn sl. sunnudag, er gift og eins barns móðir. Stúlkan, sem hreppti sæmd- arheitið í úrslitum fegurðarsam- keppninnar á sunnudag, er 19 ára og heitir Mirka Viola. Eftir keppnina skýrði hún frá því að hún hefði verið gift í tæp tvö ár og ætti tæplega árs gamlan son. Reglur keppninnar kveða svo á um að stúlkumar verði að vera einhleypar. Þegar sannleik- urinn um Violu kom í ljós var hún svipt titlinum og ákveðið að halda úrslitakeppnina upp á nýtt, í næsta mánuði. U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.