Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 46
46 V90 r WfííRWfr4T<Tr4« <?r JTTinAÚff ADTTA T fffáA T8MTT0.ÍTOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 DIO Vaknað við vondan draum „Dream Evilff ☆ ☆ ☆ Þungarokkarinn Ronnie James Dio á sér langan og litrík- an feril að baki. Frægur varð hann í Rainbow undir stjórn Ritchie Blackmore, gekk þá til liðs við Black Sabbath og stofn- aði loks eigin hljómsveit, DIO. „Dream Evil“ er fjórða plata sveitarinnar og er prýðisskífa. Þó saknar gagnrýnandi ákaft gítarleikarans Vivians Campell, sem genginn er til liðs við Whitesnake. Sá nýi fyllir ekki í skarö þrátt fyrir hæfileika. Ekki verður sagt að DIO leiti í nýjan farveg á plötunni, en hún er þó mun markvissari en sú síðasta, „Sacred Heart. Bestu lög plötunnar eru „Night People", „Dream Evil“, All The Fools Sailed Away“, „Overlove" og „When A Wo- man Cries". A.M. Hljómplata platfnubarkans Michael Jackson, „Bad“ (eða Bað eins og stendur á plötuumslagi) er nú komin út og hefur þegar selst í meiri mæli en menn gátu átt von á. Síðasta plata Michaels, „Thriller", sem út kom 1982, hefur nú seldst í um 28 milljónum eintaka og herma heimildir að plötusalan ein hafi fært Michael nær þrjá milljarða ísl. króna í tekjur. Því til viðbótar er það hald margra að plötusalan hafi gert hann hálf ruglaðan. Biðin eftir Thriller hefur var orðin löng, en platan nýja, „Bad“, var fjögur ár í smíðum. Hefur enda ekki linnt vangaveltum um plötuna og það sem á henni væri að finna. Fyrsta lífsmark var lítil plata með laginu „Just Can’t Stop Loving You“ og þótti sem það lífmark vissi ekki á gott. Menn höfðu reiknað með því að eftir svo langa bið þyrfti Michael að byrja með stælum. Hvað um þaö þá var fyrirframsala á plötunni slík að menn muna vart annað eins og þegar hafa selst af henni 21/2 milljón eintaka í Bandaríkjunum og víst er að þær milljón- ir verða eitthvað fleiri. Hér á landi hefur platan einnig selst vel þó varla sé hægt að reikna með því að hún seljist í fimm þúsund eintökum líkt og „Thriller". Michael Jackson hefur komið langan veg frá því hóf að syngja með bræðrum sínum í The Jackson Five 1967. Plötur með söng hans hafa selst i 200 milljónum eintaka, en hann hefur sungið inn á þrettán stórar plötur með bræðrunum og sjálfur gert sjö plötur. Því til viðbótar hefur hann fengið færustu sér- fræðinga til að breyta svo útliti sínu í þá veru að ekki er hægt að segja að hann líkist bræðrum sínum í útliti nema hvað húðlit snertir og sem sjá má af nýjum Ijósmyndum fer gamli spaðaliturinn æ dvínandi. Til þess hefur hann ekki skort fé og fer ýmsum sögum af kynlegu háttarlagi sem ekki verða raktar hér. Árnl Matthfasson rjptkksíðan Sígauna- rokk ★ ★ ★ ★ Mason Ruffner er einn af mörgum bandarískum rokkur- um sem sækja innblástur að hluta til f blúsinn. Hann sendi nýlega frá sér plötuna Gypsy Blood, þar sem keyrt er á rokk/blús blöndu ekki ósvipaðri og er að finna á fyrstu plötum The Fabulous Thunderbirds sem veit á gott. Mason semur öll lög og texta sjálfur og ferst það vel úr hendi. Lögin byggjast öll á góðum söng hans og textarnir á eins- konar flökkurómantík. Ruffner er liðtækur gítarleikari en fær ekki nóg tækifæri til að sýna það, enda er upptökustjóri sá hinn sami og drekkti síðustu plötu The Fabulous Thunder- birds i útsetningum sínum. Það tekst honum þó ekki á þessari plötu, en hún missir eina stjörnu fyrir strengina og hljóð- gerfilinnr Dæmigert hratt Suðurríkja- rokk. Árni Matthíasson Def Leppard: MÓÐURSÝKI „Hysteria11 TÍr tít tít HUÓMSVEITIN Def Leppard kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum og var þá eftir því tekið hversu ungir hljómsveitar- meðlimir voru. Piltarnir voru breskir, en elns og stundum vill henda urðu þeir ekki spámenn í eigin föðurlandi. Hins vegar seld- ist plata þeirra „Pyromania" grimmt f Bandarfkjunum og gerir reyndar enn. Vitaskuld er erfitt fyrir hvaða hljómsveit sem er að gefa út plötu eftir fjögur og hálft ár, en fyrir Def Leppard er þáð jafnvel enn erfið- ara því hljómsveitin hefur nær ekkert komið fram og þar að auki lenti trumbuleikarinn Rick Allen í bílslysi, og missti vinstri handlegg. Maður skyldi ætla að þá væri fer- ill hans á enda, en svo var ekki. Með alls konar tæknibrellum og stanslausum æfingum hefur piltin- um nefnilega tekist að yfirvinna fötlun sína og ef satt skal frá segja finnst mér hann vera betri fyrir vikið; agaðri og um leið frumlegri. „Hysteria“ ber þess merki að vera unnin á löngum tíma. Útsetn- ing hennar er vönduð og mikið lagt í hana. Hvað lagasmíðarnar varðar eru þær eins og gengur — sumar mjög góðar, aðrar slakari — en fyrst og fremst er þetta rokk, sem ætla má að öðlist nokkrar vin- sældir. Má enda sjá af vinsældalis- taklifri að þetta hefur gengið upp. Bestu lög plötunnar telur gagn- rýnandi vera „Women", „Rocket", „Pour Some Sugar On Me“, Love and Affection" og „Hysteria". A.M. Michael Jackson: Hörkuskífa, en ekki heilsteypt ☆ ☆ ☆ ☆ LOKSINS er platan komin út. Eftir fyrri sigurgöngur Mich- aels Jacksons biðu menn þessarar þriðju sólóplötu hans með eftirvæntingu og vita- skuld spyrja allir sömu spurn- ingar: „Getur foringinn fylgt skífum eins og „Off The Wall“ og „Thriller" eftir?" Eins og sjá má fær platan aðeins fjórar stjörnur hór af fimm mögulegum. Ástæðan er sú að ég tel Jackson hafa sýnt það að hann getur betur, en um réttmæti þess má vitaskuld deila. Jackson semur flest lögin sjálfur og ferst það vel úr hendi, eins og vænta mátti. Sumir kunna e.t.v. ekki að meta diskó- tónlist þá sem Jackson fæst við, en um hitt er varla deilt að hann kann sitt fag. Fyrsta lag plötunnar er titillag hennar, „Bad“. Þar er kjörsmell- ur á ferð og Jackson sýnir að hann hefur engu gleymt þegar grípandi danslög eru annars vegar. Áður en lagið er hálfnað er maður byrjaður að humma með og svipast um eftir dans- félaga. Seinna kemur þó fram hvað þessa plötu skortir, en það eru hreinræktaðri danslög á borð við „Don’t Stop Till You Get Enough" og „Billie Jean". Þetta má þó að miklu leyti skrifa á reikning Quincy Jones, sem sá um allar útsetningar. í „Just Good Friends" syngur Jackson dúett með Stevie Wonder og þar njóta kapparnir sín til fulls. Lagið sjálft (sem ekki er eftir Jackson) er hins vegar full „veikt" til þess að bera þessar tvær stórstjörnur. Landsmenn ættu að vera farnir að þekkja „I Just Can’t Stop Loving You“ og fer þar dæmigerð ballaða eftir Jackson — falleg og angurvær — án þess að hún koðni niður eins og stundum vill henda. Gagnrýnandi veit nú ekki um hvaða Díönu Jackson syngur í „Dirty Diana". (Kannski vinkonu sína Ross?) Til þess að undir- strika rokkið leikur Jackson sama leikinn og í „Beat lt“. Þá fékk hann þungarokksgítarleik- arann Eddie Van Halen til þess að taka magnþrungið gítarsóló. Nú fékk hann Steve Stevens, gítarleikara Billy Idol, til þess að sjá um rífandi gítarsóló. Stevens veit enda greinilega í hvaða fótspor hann fetar og í heyra má ótal vísanir í sóló Van Halen og er þar allt í senn: narr, spé og dár. Hér er um fína plötu að ræða, sem ég myndi ekki hika við að kaupa, en hana vantar eitthvað til þess að teljast meistara- stykki. — Prince er betri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.