Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
50
Minning:
Friðrik Sigvrðs-
son, Sauðárkróki
Fæddur 22. maí 1917
Dáinn 5. september 1987
í hinu merka ritverki, Sögu Sauð-
árkróks, sem út kom 1971, má lesa
um þróun byggðarinnar frá því
fyrsti íbúinn settist þar að og þar
til kaupstaðarréttindi voru fengin
1947. Þá var farið að kalla Krókinn
bæ og íbúana bæjarbúa. Þetta er
hin fróðlegasta og skemmtilegasta
lesning. Frásögnin er ljóslifandi og
myndrík og nærri fer að maður
skyrji aldaranda og andrúmsloft
sem ríkjandi var á hveijum tíma.
Og þá ekki síður afkomu íbúanna,
kjör þeirra og hina daglegu lífsbar-
áttu. Að skapa heilt bæjarfélag,
leiða það til þroska, álits og trausts
er ekki verk fárra manna. Það er
verk íbúanna allra, þar sem hver
heflr sitt hlutverk. Sumir veljast til
forystu, aðrir vinna sín störf á hljóð-
an og hógværan hátt. Þátttakendur
í þessu starfl á Sauðárkróki hafa
verið sl. 50 ár hjónin Friðrik Sig-
urðsson og Brynhildur Jónasdóttir
á Hólavegi 3. A sinn hátt hafa þau
markað sín spor og eiga sinn þátt
í þróun mannlífsins undir Nöfunum.
Friðrik Sigurðsson fæddist að
Steiná í Svartárdal, sonur hjónanna
Ingibjargar Sigurðardóttur og Sig-
urðar Jakobssonar. Alsystkini
Friðriks eru Stefán og Jakob, bænd-
ur að Steiná, Lilja, búsett á
Akureyri og Pálmi og Sigríður bú-
sett í Reykjavík. Hálfbróðir var
Pétur Pétursson á Höllustöðum.
Sjáifsagt hefur verið um að kenna
landlægri fátækt að Steinárhjónin
létu bamið frá sér fárra mánaða
og var hann tekinn í fóstur að
Valadal á Skörðum. Hjá hjónunum
þar, þeim Guðríði Pétursdóttur og
Friðriki Stefánssyni, ólst hann upp.
Fóstursystkini hans voru þau Stef-
án í Glæsibæ, Helga á Krithóli og
Sigþrúður á Gili í Svartárdal. Var
gott samband og kært með þeim
systrum og Friðriki. Framan af
voru störf Friðriks við akstur við
vega- og hafnargerð, vinna á jarð-
ýtum og um árabil var hann með
bíla á vegum Kaupfélags Skagflrð-
inga í akstri til Reykjavíkur og
Akureyrar. Árið 1948 hóf hann
störf á bifreiða- og vélaverkstæði
KS og þar vann hann allt þar til
yflr lauk.
Þau Brynhildur og Friðrik hófu
sambúð 1936 og á árinu 1937 sett-
ust þau að á Sauðárkróki. Þeim
fæddust tvö böm, Hólmfríður, f.
3. júlí 1937. Hún er gift þeim er
þetta ritar og eiga þau þijú böm
og þijú bamaböm. Drengur er hlaut
naftiið Stefán Jónas fæddist í jan-
úar 1941 en lést í desember sama
ár. Frá árinu 1948 ólst upp hjá
þeim Hildur Bjamadóttir, f. 8. febr-
úar 1948. Hún er gift Bjama Thors;
búa þau í Reykjavík og eiga þau
þijú böm.
Friðrik lét sig málefni samfélags-
ins miklu varða. Hann var félags-
málamaður, kom víða við og sinnti
öllum málum sem honum vom falin
ábyrgð á af kostgæfni og trú-
mennsku og jafnan á þann veg að
hann ávann sér meira traust sam-
borgaranna sem þeir á einn og
annan hátt fólu honum meiri störf.
Hann var mikill og einlægur mál-
svari jafnaðarstefnunnar og í
fylkingarbijósti verkamanna á
Sauðárkróki var hann í áratugi, eða
þar til hann lét af formennsku í
Verkamannafélaginu Fram árið
1966, en það hafði hann þá verið í
6 ár. Þar áður hafði hann verið í
ýmsum trúnaðarstörfum félagsins
frá því á 5. áratugnum. Á þessu
tímabili sat hann mörg ASI-þing
og ýmsa aðra þá fundi sem til-
heyrðu. Hann hafði orð á sér sem
harðsnúinn og snjall samningamað-
ur, en á þeim árum samdi hvert
félag á heimavelli. Með síðustu
verkum hans á vettvangi félagsins
var að sækja um aðild að Alþýðu-
sambandi Norðurlands og að félögin
á Sauðárkróki sameinuðust um
kaup á orlofshúsi að Illugastöðum.
Friðrik sat löngum í stjóm Bygg-
ingarfélags verkamanna, meðan
það starfaði og var formaður þess
um skeið. Sat síðar í stjóm verka-
mannabústaða. Formaður Alþýðu-
flokksfélagsins var hann um skeið
og mun hafa setið allmörg flokks-
þing fyrr á ámm. Fulltrúi starfs-
manna í stjóm Kaupfélags
Skagfírðinga var hann um skeið.
Þá var hann einn af stofnfélögum
Lionsklúbbs Sauðárkróks og for-
maður hans í eitt ár. Hann kom
nálægt bæjarmálum um tíma og svo
mætti lengur telja. Hann bjó yfir
mikilli þekkingu og reynslu og það
getur sá er þetta ritar borið um að
gott var að fara í smiðju til hans,
ræða málin og þiggja góð ráð ef
vanda bar að höndum. Af þessum
störfum — og raunar lífshlaupi sínu
öllu hlaut hann traust og tiltrú.
Hann var því markinu brenndur að
telja ekki stundimar sem í þessi
störf fóm eða heimta daglaun að
kveldi. Segja má að ævistarf hans
hafi verið aðhlynning og viðgerðir
á búvélum skagfírskra bænda og
við hin daglegu störf ávann hann
sér ekki síður traust en við félags-
málin. Af honum fór það orðspor
um landið að hann læknaði kvilla
í dráttarvélum og öðmm land-
búnaðarverkfæmm öðmm mönnum
betur. Fyrir þetta fékk hann sér-
staka viðurkenningu — en það var
nánast tilviljun að hans nánustu
fengu um þetta að vita.
Friðrik var í lægra meðallagi á
vöxt og þéttvaxinn. Bjartur yfírlit-
um, vel farinn í andliti, með einbeitt
og ákveðið svipmót. Hann var snjall
fundamaður, vel máli farinn, rök-
fastur og gat verið mikill mála-
fylgjumaður til sóknar og vamar
hveijum þeim málstað sem honum
þótti réttastur vera. Hin síðari árin
fækkaði ferðum hans í ræðustól á
mannafundum, en þeim mun meirar
var eftir því hlustað hvað hann
hafði til málanna að leggja. Hann
hafði ríka réttlætiskennd og fljótur
til vamar fyndist honum ómaklega
að einhveijum vegið.
Minning:
Fædd 4. desember 1891
Dáin 31. ágúst 1987
Tengdamóðir mín, Ingveldur Sig-
urðardóttir, lést í sjúkrahusinu í
Keflavík 31. ágúst sl. á 96. aldurs-
ári. Þessi öðlingskona hefur lokið
lífsgöngu sinni. Hún verður borin
til moldar í átthögunum undir Jökli
í dag.
Mig langar til að minnast Ing-
veldar með nokkrum orðum. Hún
fæddist á Öndverðamesi á Snæ-
fellsnesi 4. desember 1891. Foreldr-
ar hennar voru þau Guðrún
Cýrusdóttir og Sigurður Gilsson.
Ingveldur giftist Pétri Magnússyni
sjómanni og bjuggu þau alla sína
búskapartíð á Hellissandi, fyrst á
Bakka, þá á Sæbóli en síðast á
Staðarhóli. Pétur lést 23. febrúar
1937 aðeins 45 ára að aldri. Hann
féll frá stómm bamahópi en þau
áttu 8 böm.
Böm Ingveldar og Péturs vom
Sigurður, kvæntur Vigdísi Jóns-
dóttur, búsettur í Keflavík; Hulda,
gift Guðbrandi Magnússyni, en þau
em bæði látin. Síðast áttu þau
heima í Njarðvíkum. Næst í röðinni
var Unnur, en hún er einnig látin;
eftirlifandi maður hennar er Páll
Sigurðsson í Njarðvíkum. Þá kemur
Guðmundur, kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, búsettur í Garði; Guð-
flnna, gift Ólafi Guðmundssyni,
búsett erlendis; Vigfús, kvæntur
undirritaðri, búsettur á Hellissandi;
Cýms, sem lést nokkurra mánaða
gamall; og yngstur var Herbert en
hann dó úr bamaveiki aðeins 8 ára.
Skammt var stórra högga á milli
þegar Ingveldur missti yngsta son
sinn og eiginmann með aðeins
tveggja ára millibili. En hún var
dugleg og kjarkmikil kona sem efld-
ist við hveija raun. Þó að erfitt
væri að framfleyta stórri fjölskyldu
réðst hún nokkm seinna í að byggja
sér lítið hús með aðstoð sonanna
og nefndi það Hrönn. Hún batt
mikla tryggð við það.
Við Vigfús, sonur Ingveldar,
stofnuðum heimili okkar á Gimli, í
næsta húsi við hana, árið 1956.
Honum var alltaf umhugað um
móður sína, enda eina barn hennar
s'em átti heima á Sandi. Við byggð-
Fráfall Friðriks bar skyndilega
að og óvænt. Hann var búinn að
fá rækilega aðvömn. En eigi að
síður var það snöggt og sárt. Og
hans er saknað — og sorgin er sár.
En minningamar sem við eigum em
góðar. Þær hugga og verma okkur
sem emm á bakkanum héma meg-
in.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi.
Haf þú þökk fyrir ailt og allt.
Jón Karlsson
um við Hrönn og fluttumst svo til
Ingveldar tveim ámm seinna. Við
héldum heimili með henni í 18 ár.
Tengdamóðir mín reyndist mér
afskaplega vel og var mikill styrkur
að henni við uppeldið á bömum
okkar, Þeim þótti mjög vænt um
hana og vildu allt fyrir hana gera.
Hún var þeim ekki bara amma held-
ur einnig góður félagi.
Ingveldur var hlédræg en ákaf-
lega tryggur vinur. Hún var sein-
tekin en ef henni líkaði vel við fólk
tók hún því vel og vildi allt fyrir
það gera. Þó hún væri hlédræg var
hún félagslynd og tók mikinn þátt
í starfsemi Leikfélags Hellissands
hér fyrr á ámm og lék oftar en
einu sinni aðalhlutverkið í leikritum
þess, — jafnvel þó hún þyrfti að
syngja.
Ingveldur starfaði hjá Hrað-
frystihúsi Hellissands í áratugi og
var nálægt áttræðu þegar hún lét
af störfum. Þar vann hún við hand-
flökun og stóð karlmönnunum ekki
að baki. Hún var einkar samvisku-
söm og ósérhlífín.
Árið 1978 fluttist Ingveldur til
Unnar, dóttur sinnar og tengdason-
ar í Njarðvíkum. Þar dvaldist hún
um skeið á meðan dóttir hennar
lifði. Það var henni mikið áfall þeg-
ar hún féll frá. Hún bjó áfram um
tíma hjá Páli tengdasyni sínum.
1985 fór hún á sjúkrahúsið í
Keflavík og var þar til hinstu stund-
ar.
Þegar góður vinur fellur frá er
margs að minnast og þakka. Ing-
veldur hafði margt að gefa öðmm
og var traustur lífsfömnautur. Hún
fékk hægt andlát að kvöldi síðasta
dags ágústmánaðar og fylgdi sól-
inni til viðar. Hennar bíður nú hvíla
í nýjum heimi.
Megi góður Guð blessa minningu
tengdamóður minnar.
Guðrún Guðlaugsdóttir
Útför tengdamóður minnar, Ing-
veldar Sigurðardóttur, fer fram í
dag frá Ingjaldshólskirkju. Lokið
er langri og starfsamri ævi dugnað-
arkonu.
Hún fæddist að Öndverðamesi á
Friðrik Sigurðsson er allur. Að
morgni sl. laugardags barst sú
fregn um litla bæinn við Skaga-
Qörð, að hann hefði orðið bráð-
kvaddur í Reykjavík, þar sem hann
var staddur á ferðalagi.
Friðrik var fæddur þ. 22. maí
1917 og var því réttra 70 ára er
dauðinn kvaddi dyra. Ætt hans og
uppvexti munu aðrir lýsa er betur
kunna frá að segja, en hér á Sauðár-
króki stóð heimili hans og Bryn-
hildar Jónasdóttur, konu hans og
hér varði hann starfsdegi sínum.
Lengst af var hann starfsmaður
Kaupfélags Skagflrðinga, eða í rúm
fjömtíu ár. Nú þann 1. september
sl. var liðið 41 ár frá því hann hóf
þar störf, og vann hann því fyrir-
tæki jafnan af fágætri trúmennsku.
Hafði hann óskorað traust jafnt
yfirmanna sem samstarfsfólks, og
er það ef til vill skýrasti votturinn
um álit annarra starfsmanna fé-
lagsins á honum, að þegar þeir
fengu í fyrsta skipti rétt til að kjósa
fulltrúa til setu í stjóm kaupfélags-
ins, hlaut hann yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða. Var hann síðan
endurkjörinn til þess hlutverks eins
lengi og reglur starfsmannafélags-
ins leyfðu.
Friðrik tók þess utan virkan þátt
í félagsstarfi kaupfélagsins, var um
skeið deildarstjóri stærstu félags-
deildarinnar, Sauðárkróksdeildar,
og fulltrúi hennar á aðalfundum
félagsins í fjölda ára. í félagsstarfí
var Friðrik ákaflega tillögugóður
og réttsýnn. Honum lá ekki hátt
rómur, og margorður var hann ekki,
en þegar hann talaði hlustuðu menn
Snæfellsnesi 4. desember 1891 og
því hátt á 96. aldursári er hún lést
í sjúkrahúsi Keflavíkur 31. ágúst
sl. Hún var elst 6 bama Sigurðar
Gilssonar og Guðrúnar Cýrusdóttur,
sem bjuggu á Sandi og í Ólafsvík,
þar sem Guðrún var ljósmóðir og
kaupkona fádæma dugleg eins og
hún átti kyn til, en frá foreldmm
Cýrusar kom stór ættbálkur dug-
mikils fólks undir Jökli.
Af systkinum Ingveldar em tvö
á lífi, Helgi Bergmann, málari, og
Anna, gift Áka Jenssyni, Reykjavík.
Hún fluttist ung að Hellissandi
og reisti þar bú með manni sínum,
Pétri Magnússyni, 1912, og bjó þar
allan sinn búskap til 1978, er hún
fluttist til dóttur sinnar og tengda-
sonar í Ytri Njarðvík. Þau eignuðust
8 böm, misstu tvo drengi á bams-
aldri en sex komust til fullorðinsára,
Sigurður, pípulagningamaður í
Keflavík, kvæntur Vigdísi Jóns-
dóttur, Guðmundur, pípulagninga-
maður í Garði, kvæntur Gunnhildi
Jónsdóttur, Guðfínna, gift Ólafi
Guðmundssyni í Grimsby, Eng-
landi, og Vigfús, sjómaður á Sandi,
kvæntur Guðrúnu Guðlaugsdóttur.
Látnar em tvær dætur, Hulda er
var gift Guðbrandi Magnússyni, og
Unnur er var gift Páli Sigurðssyni,
báðar í Ytri-Njarðvík. Afkomendur
Ingveldar og Péturs munu nú um
80 og telja fjóra ættliði.
Það var venjulegt hlutskipti
þeirra sem byggðu íslensk sjávar-
þorp á fyrstu áratugum þessarar
aldar að eiga atvinnu sína og af-
komu alla undir sjávarafla, en
lífsbaráttan var hörð og starfsdagur
langur hjá konum og körlum. Ing-
veldur og Pétur vom engin undan-
tekning hvað þetta snerti, en auk
starfa við sjávarútveg var Pétur sá
hagleiksmaður að hann var sístarf-
andi við að aðstoða nágranna sína,
og var einhver fyrstur manna til
að rafvæða heimili með vindraf-
stöðvum.
Ingveldur var einhver röskasti
starfskraftur sem tók hendi til fisk-
verkunar og flakaði á við hvern
annan í frystihúsi staðarins fram
að áttræðisaldri.
Það kom mér, ókunnugum, á
óvart að heyra hve stóran þátt þau
hjónin höfðu átt í menningarlífí sem
þróast gat í fámennu samfélagi með
uppfærslu og leik þeirra beggja í
flölda sjónleikja og einnig var lestr-
aráhugi þeirra óstöðvadi.
Pétur féll fyrir hvíta dauðanum,
langt um aldur fram 1937. Eftir
það bjó Ingveldur með bömum
sínum, en síðast ein á Sandi, þar
til hún fluttist til Njarðvíkur, þar
U ÍSLEIFUR JÓNSSON
Bolholt 4 • Símar: 36920 — 36921
Ingveldur Sigurðar-
dóttirfrá Hellissandi
-I
i
■