Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 58
ást er...
.... að búa sig undir rifrildi.
TM Rag. U.S. Pat Oft.-all rlghta rewrved
01986 tos Angeles Tlmes Syndlcate
Þau cru orðin æði hávaða-
söm á borði 67. Farðu og
sýndu þeim reikninginn.
Með
morgxmkaffrnu
Ja, þú segir það. — Já, það
er langt siðan maður hefur
séð mann með kúluhatt____
HÖGNI HREKKVISI
t/ HÖGNI, PBlM Ef?
AUVAKA.'''
Erum við þá öll nazistar?
Til Velvakanda.
Svissneskur læknir, Siegfried
Emst að nafni, hefur birt athyglis-
verða grein í tímaritinu Medizin
und Ideologie (febr. 1986), og er
heimild mín að þessu bandaríska
tímaritið Inauguration (marz
1987). Höfundurinn veltir því fyrir
sér, hversvegna stjómmálamenn og
ríkisstjómir em svo hikandi við að
gera ráðstafanir tii að tryggja frið
og hagsæld í löndum sínum og
kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að nærri því öll markmið og stefnu-
mál, stjómmálalegs, efnahagslegs
og félagslegs eðlis á Vesturlöndum,
nú sem stendur, séu byggð á þvi
að „vera á móti“ Hitler og nazist-
um. Hvert sem málefnið er, og
hvemig sem það er, þá telja stjóm-
málamenn þessir sér skylt að
beijast fyrir hinu gagnstæða, ef
aðeins Hitler hafði talið það gott
mál. Eins og til dæmis:
Vegna þess að Hitler girti fyrir
stéttabaráttu og fordæmdi hana,
em verkföll og verkbönn talin eiga
mikinn rétt á sér.
Vegna þess að Hitler lýsti yfir
því, að „almenningsheill skipti
meira máli en velferð einstaklings-
ins“, telja menn nú, að áhugamál
einstaklingsins skipti meira máli en
almenningsheill.
Vegna þess að Hitler sagði: „Þið
emð ekki neitt, þjóð ykkar er alit,“
er viðkvæði nútímans: „Sjálf emm
við allt, þjóð okkar ekki neitt."
Vegna þess að Hitler byggði upp
heraflann, er sú stefna að leggja
niður vopn nú mjög í tízku, þrátt
fyrir ógnandi herafla Sovéts.
Vegna þess að Hitler var á móti
fóstureyðingum, þykir nú sjálfsagt
að láta eyða fóstri, ásamt þeim við-
auka að lífláta þroskuð fóstur
(ófædd böm, allt að 22 vikna, eða
enn eldri; innskot þýðanda).
Vegna þess að Hitler taldi, að
hjónaband og fjölskylda væm und-
irstaða framtíðarinnar, er nú álitið,
að hvorttveggja beri að eyðileggja.
Vegna þess að Hitler tók sér al-
ræðisvald og agavald, taka menn
nú eins og öll stjómsemi og agi sé
glæpsamleg, snúast við þvi eins og
það væri kúgun, og menn heimta
„algjört jafnrétti“ og stjómleysi á
öllum sviðum.
Vegna þess að Hitler taldi, að
„sérstaklega valdir menn“ væm
ómissandi, til þess að góð regla
megi haldast, er „samstaða fjöld-
ans“ nú í hávegum höfð, og enginn
hefur rétt til að vera öðmvísi en
aðrir.
Vegna þess-að Hitler gaf ungum
konum kjörorðið „trúfesti og feg-
urð“, skella konur nútímans skol-
leymnum við slíkum orðum og
traðka á þeim hvenær sem færi
gefst.
Vegna þess að Hitler heiðraði
konur fyrir að eiga böm, vilja
nútímakonumar helzt engin böm
eiga.
Vegna þess að Hitler lét merkja
á beltishringjur hermanna sinna
kjörorð um „heiður og tryggð" er
ekkert rúm fyrir heiður né tryggð
af neinu tagi.
Vegna þess að Hitler barðist á
móti kynvillu, er nú allt gert til
þess að auka hana.
Það er þokkaleg upptalning þetta
eða hitt þó heldur. Emm við þá öll
nazistar, þegar upp er staðið? Eink-
anlega þó, ef við leyfum okkur að
hafa skoðun á hinu síðasttalda.
Spyxji hver sjálfan sig.
En hvað sem öllum samþykktum
líður og túlkunum, heldur eyðnin
áfram verki sínu, án þess að snerta
við okkur, sem heilbrigð emm og
viljum vera.
Þorsteinn Guðjónsson
Víkverji skrifar
Gamall kunningi Víkverja var
óvenju daufur í dálkinn þegar
fundum bar saman fyrir nokkm.
„Hvar endar þetta?“ spurði hann
mæðulega. Endar hvað? Sala Út-
vegsbankans? Hvalveiðideilan?
„Nei, þeir geta ráðskast með þau
mál eins og þeir vilja fyrir mér.
Nei, það er maturinn. Nú er farið
að henda mat og það ekki neitt
smáræði, unghænunum svo þús-
undum skiptir, kindaskrokkum í
tugtonnatali, kartöflum — já, og
mjólkinni er meira að segja hellt
niður. Er nema von að maður spyiji:
Hvar endar þetta?"
Og hinn gamli þulur hélt áfram:
„Mér er sem ég sjái framan í fólkið
í mínu ungdæmi hefði því verið
sagt að þvílíkt og annað eins ætti
eftir að eiga sér stað, fólkið sem
fyrst og fremst barðist fyrir því að
eiga í sig og á, og gekk misjafn-
lega.“
xxx
Víkveiji minnti á að tímamir
væru breyttir. „Breyttir, já,
það eru víst orð að sönnu. Veistu
hvað þetta hefði verið kallað: Glæp-
ur, karl minn, já, glæpur."
Svo hélt hann áfram: „Það er
eins og þjóðin viti ekki Iengur úr
hvaða jarðvegi hún er sprottin, hvað
það kostaði hér áður fyrr að halda
í henni lífi. Ég er ekkert að fjarg-
viðrast yfir þótt lífið sé henni léttara
nú, en um aldaraðir hefur það verið
henni eitt hið helgasta að fara vel
með mat. Þá var þess þörf, ekki
neita ég því, maturinn var af skom-
um skammti, en fyrr má nú rota
en dauðrota. Þótt ekki þurfi lengur
að horfa í hvem matarbita nálgast
það guðlast í mínum augum, þegar
mat er spillt, hvað þá þegar honum
er hreinlega hent í stómm stíl, og
það að yfirlögðu ráði.“
XXX
• •
Oldungurinn hafði margt fleira
um þetta að segja og kom með
dæmi um, hve oft var hart barist
til þess að draga björg í bú. Hann
hafði búið í sveit en fluttist á full-
orðinsaldri á mölina, „sem aldrei
skyldi verið hafa“, eins og hann
orðaði það. „En það er nú önnur
saga,“ bætti hann við.
Víkveiji tekur undir það með
þessum kunninga sínum, að hörmu-
legt er þegar mat er fleygt, ekki
síst þegar litið er á það í sögulegu
samhengi. Einhveijir kunna að
spyija, hvort ekki sé ástæðulaust
að harma það, það sýni aðeins
hversu vel þjóðinni hafi vegnað, hún
þurfi ekki lengur að glíma við hung-
urvofuna. Þetta sé gamaldags
hugsunarháttur sem óþarft sé að
halda við, þegar forsendur hans séu
brostnar.
Vissulega má spyija þannig, en
erum við ekki með því að ijúfa
tengslin við uppruna okkar? „Það
er eins og þjóðin viti ekki lengur
úr hvaða jarðvegi hún er sprottin,“
sagði sá gamli. Sagt er að tungan
geri þjóð að þjóð, en það gerir einn-
ig sagan. Við stærum okkur af því
að þekkja sögu okkar allt frá upp-
hafi, en það er ekki nóg ef við
drögum ekki lærdóm af henni.
XXX
Margt hefur breyst hér á landi
og matarvenjur ekki minnst.
Okkur er ljóst að forfeður okkar
voru breyskir engu síður en við, og
sumt af siðum þeirra og venjum er
ekki til fyrirmyndar. En að fleygja
mat getur tæpast fallið undir það.
Kunningi Víkveija taldi það svívirðu
við minningu liðinna kynslóða, eng-
inn sem þekkti sögu þjóðarinnar
gæti látið sér slíkt til hugar koma.
— Og hvemig hann sagði „ ... og
mjólkinni er meira að segja hellt
niður", hljómar enn í eyrum
Víkveija.