Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Kraftur í íþrótta-
Irfi á Egilsstöðum
Unglingasíðan líturvið hjá Hetti á Egilsstöðum
BLAÐAMAÐUR unglingasíð-
unnar heimsótti Egilsstaði í
„ >. síðustu viku og kynnti sér
starfsemi íþróttafélagsins
Hattar. Félagið var stofnað árið
1974 en áður störf uðu þar
Ungmennafélagið Höttur og
Knattspyrnufélagið Spyrnan.
Þessi liðvoru sameinuð og
heita nú íþróttafélagið Höttur.
AEgilsstöðum búa nú um
1.300 manns og er nokkuð
öflugt starf í íþróttunum. Nú eru
stundaðar 7 íþróttagreinar á vegum
félagsins: knatt-
Andrés spyma, handknatt-
°étursson leikur, frjálsar
skrifsr íþróttir, flmleikar,
badminton, körfu-
bolti og skíði. Verið er að byggja
skíðalyftu í Fjarðarheiðinni og ætti
það að hleypa lífi í skíðaíþróttina.
Körfuboltinn hefur verið í lægð og
badminton og fímleikar eru stund-
aðar af litlum en áhugasömum hópi
Héraðsbúa. Mestur kraftur er í
knattspymunni, handknattleiknum
og fijálsu íþróttunum. Flestir
stunda knattspymu og sendir Hött-
~> ur lið til keppni í öllum flokkum
karla og meistaraflokki kvenna.
Handboltinn hefur tekið mikinn
fjörkipp eftir að íþróttahúsið var
byggt og sendir félagið 3. og 4.
flokk karla og kvenna til keppni á
íslandsmóti.
Heimsmet miðað við höfðatölu
Það er hinsvegar í fijálsum íþrótt-
um sem bestur árangur hefur náðst.
Helga Alfreðsdóttir hefur verið að-
aldrif^öðurin í fijálsíþróttaþjálfun
félagsins síðustu árin og hefur starf
hennar skilað mörgum Unglinga-
meistaratitlum til félagsins. Þess
má geta að Vilhjálmur Einarsson
er frá Héraði og synir hans, Unnar
V og Einar keppa undir merkjum
ULA. Miðað við höfðatölu þá eiga
Egilsstaðir líklegast heimsmet í
metsöfriun í fijálsum íþróttum.
Það sem liggur fyrir hjá Hetti er
að koma upp einhverskonar félags-
aðstöðu því félagið á ekkert
húsnæði sjálft. Einnig er það
draumur félagsmanna að koma upp
grasvelli til knattspymu og fijálsí-
þróttakeppni.
Helga AHraðsdóttir, þjálfari, Adda Hjálmarsdóttir, Sigríður Valdís Sæ-
bjömsdóttir, Anita Lísa Unnarsdóttir og Helena Birkis Víðisdóttir.
Ungir garpar
„Vona að grasvöllur
komi sem fyrst"
Félagamir Kristján Jónsson, Andri
Snær Siguijónsson og Brynjar Sig-
uijónsson eru miklir íþróttamenn.
Andri er íslandsmeistari í flokki
unglinga í hástökki og hefur stokk-
ið 1,55 en hann er 12 ára. Biynjar
leikur handbolta en Kristján er í
fótboltanum. Þetta eru þeirra uppá-
haldsíþróttagreinar en þeir hafa
allir verið í flestum þeim íþrótta-
greinum sem boðið er upp á. Þeir
sögðu að aðalástæðan fyrir því að
þeir væru í íþróttum væri félags-
skapurinn. Einnig væri gaman að
keppa og þá sérstaklega að vinna.
Ljúfast sögðu þeir að væn að legg]a
Norðfirðinga að velli. Undir lokin
vildu þeir koma því að að mikilvægt
væri að fá grasvöll fyrir knatt-
spymu og ftjálsíþróttamennina.
„Sumarhátfð UÍA
toppurinn á sumrinu"
Stöllumar Adda Hjálmarsdóttir,
Sigríður Valdís Sæbjömsdóttir,
Anita Lísa Unnarsdóttir og Helena
Birkis Víðisdóttir. Þær eru 13 og
14 ára gamlar og stunda flestar
þær íþróttir sem Höttur bíður upp
á. Fimleika, fótbolta, handbolta og
ftjálsar. Ekki gátu þær svarað hvað
það væri við íþróttimar sem gerði
þær svona spennandi. „Líklegast
spennan og félagsskapurinn" sögðu
þær, en toppurinn á sumrinu væri
sumarhátíð UÍA á Eiðum. Þær vildu
koma á framfæri þakklæti til Helgu
Alfreðsdóttur, Unnars Vilhjálms-
sonar og Hólmfríðar Jóhannsdóttur
og allra þeirra hjá Hetti sem legðu
mikla vinnu á sig fyrir íþróttastarf
á Egilsstöðum.
Kristján Jónsson, Andri Siguijónsson og Brynjar Siguijónsson.
Annar flokkur Hattar í knattspymu.
Hresslr plltar úr 4. og 5. flokki ásamt Emil Bjöms-
syni, formanni knattspymudeildar og Bimi Kristleifssyni,
formanni Hettis.
Höttur hsfur löngum átt á mjög góðu fijálsíþróttaliði að skipa. Hér sést stór hluti þeirra sem æfa fijálsar á Egilsstöðum.
um 700 krakkar æfa
fimleika hjá Gerplu
Líða tekur að hausti og nú fara
inniíþróttimar að vakna til
lífsins aftur. Unglingasíðan leit inn
á æfíngu hjá öflugasta flmleikafé-
lagi landsins: Gerplu. Þar æfa 700
krakkar á aldrinum 6—20 ára sam-
viskusamlega og af miklum krafti.
Unglingasíðan leit inn á æfíngu hjá
þeim og ræddi við þijár stúlkur sem
æfa með félaginu og einnig við
þjálfarana Ástu ísberg og Kristínu
Gísladóttur.
„Búin að sprengja húsnæðió
utanafokkur"
Kristín sagði að mikili kraftur
væri í starfsemi félagsins og væru
þau með Pólveija, hvers nafn blaða-
maðurinn treysti sér ekki til að
stafsetja, sem þjálfara. Hann hefur
verið hér síðan í janúar og verður
a.m.k. fram að jólum hjá félaginu.
„Aðalvandamálið er að við erum
búin að sprengja utan af okkur
húsnæðið og emm með æfingar á
þremur stöðum í bænum: í Gerplu-
húsinu, Snælandi ogDigranesinu."
Ásta sagði að þessi hópur sem
blaðamaðurinn fylgdist með væri
einungis einn af mörgum sem byij-
aður er að æfa fyrir veturinn.
Venjulega er byijað að byggja upp
snemma í ágúst en síðan byija
tækniæfingar í september.
„Mjög góður hópur
hjð Gerplu"
íris Ösp Ingjaldsdóttir, Guðrún
Sveinbjömsdóttir og Lilja Valdi-
marsdóttir gáfu sér smá tíma til
að ræða við blaðamann um æfingar
og keppni. Þær hafa allar æft hjá
Gerplu í 4 ár og segjast æfa 6 sinn-
um í viku. Iris er 12 ára, Guðrún
er 15 ára og Lilja er 11 ára. Ekki
stunda þær neinar aðrar íþróttir
enda eru fimleikar mjög tímafrek
íþrótt. Þær sögðust ekki gera mikið
fyrir utan að æfa og fara í skólann
á vetuma.
í sumar vinnur Guðrún í bæjar-
vinnunni, íris er í bamapössun en
Lilja hefur ekki unnið í sumar. Þær
sögðu að flestar þeirra vinkonur
væru í Gerplu og hópurinn væri
mjög góður hjá félaginu. Andinn
væri hress og þær sögðust tvímæla-
laust geta mælt með fimleikum fyrir
aðra krakka.
Stúlknahópurlnn hjá Gerplu ásamt Kristínu Gísladóttur, Ástu fsberg og
Pólveijanum, hvers nafn við kunnum ekki að stafsetja.
ris Ösp Ingjaldsdóttir, Guðrún Sveinbjömsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir.