Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 1
64 SroUR OG LESBOK 4 11 STOFNAÐ 1913 229. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Alnæmi: Alþekkt sýklalyf gegn alnæmi Lundúnum, Reuter. BRESKIR og danskir læknar eru að gera tílraunir með ódýrt og algengt sýklalyf tíl að lækna alnæmi, með ágætum árangri. Angus Dalgliesh veirufræðingur og Viggo Faber læknir á Ríkis- sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn segja að eftir að alnæmissjúklingi hafði verið gefið lyfið Fusidin þrisvar á dag í nokkra mánuði hefðu sést á honum augljós bata- merki. Ljóst var að veiran hafði ekki breiðst út á þeim tíma sem sjúklingurinn tók lyfíð. Fusidin er velþekkt sýklalyf notað gegn kvefí og erfíðari sýkingum. Ekki er vitað hvort Fusidin gengur að veirunni dauðri eða hvort hún leggst í dvala. Nú þegar er byijað að gefa 10 sjúklingum til viðbótar lyfíð í Danmörku en breskir sérfræðingar hafa ekki ákveðið hversu viðtækar athuganir þeirra verða. Reuter Með Möggubol Margaret Thatcher, forsætísráðherra Bretlands, mundar stutt- ermabol með áletruninni „Ég elska Möggu“. Bolurinn er einn margra muna á sýningu, sem stendur nú yfir í Blackpool í Eng- landi í tilefni flokksþings íhaldsflokksins. Sjá frásögn af flokks- þinginu, „Aukin áherzla á einkavæðingu“, á bls. 28. UNESCO: Kosningu frest- að til þríðjudags París, Reuter. ÞRIÐJU umferð kosninga til embættís framkvæmdastjóra UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var í gær- kvöldi frestað til þriðjudags. Er talið að sú ákvörðun Sahabzada Yaqub Khan, utanríkisráðherra Pakistans, að draga sig til baka muni auka möguleika hins um- deilda Senegala, Amadou Mahtar M’Bow, að verða endurkjörinn framkvæmdastjóri. Khan dró sig til baka rétt áður en 50 manna stjóm UNESCO skyldi koma saman til að þriðju umferðar kosninga til embættis fram- kvæmdastjóra. Kulltrúi Pakistan í stjóminni, Attiya Inayatullah, sagði siðan að Pakistanar myndu styðja M’Bow til þess að spilla ekki sam- stöðu Asíu- og Afríkuríkja. Khan hlaut 12 atkvæði í annarri lotu og er talið að mörg þeirra muni faila M’Bow í skaut í þriðju lotu. Hann fékk 18 atkvæði í fyrstu tveímur lotum og þarf 26 í þriðju umferð til að ná kjöri. Möguleikar Spánveijans Fed- erico Mayor þóttu minnka til muna eftir að Frakkar ákváðu í gær- kvöldi að styðja M’Bow í þriðju umferð, en þeir höfðu stutt Khan. Var ákvörðun Frakka tilkynnt á Weinberger hótar að svara árásum Irana Washington, Teheran, Reuter. CASPAR Weinberger, varnar- málaráðherra, sagði að Banda- ríkjamenn myndu svara sérhverri árás írana á banda- ríska flotann á Persaflóa með gagnárás. Ættu þeir ekki ann- arra kosta völ. í fyrrakvöld sökktu bandarískar þyrlur einum varðbát írana og löskuðu tvo á flóanum. Andstæðingar Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, á þingi deildu hart á hann og sögðu stríð skollið á milli Banda- ríkjanna og íran. Irakar voru harðir í garð Banda- rílqamanna í kjölfar átakanna og sögðu að þeir væru að breyta Pers- aflóastríðinu í annað Víetnamstríð. Sögðu þeir kolgrá ófriðarský hrann- ast upp yfír flóanum. Sendifulltrúar í ríkjum við flóann og vestrænir hemaðarsérfræðingar töldu hverf- andi líkur á bardögum. Þeir spáðu hins vegar afmörkuðm átökum og að íranir mjmdu reyna að hefna sín með skæruverkum gegn banda- rískum skotmörkum, bæði á flóan- um og annars staðar. Bandarískar þyrlur af gerðinni MH-6 sökktu einum írönskum varð- báti og löskuðu tvo eftir að skotið hafði verið á þær. Korvetta tók Reuter Bandarisk herþyrla af gerðinni MH-6 en þyrlur af þessari gerð sökktu irönskum varðbáti á Persaflóa og löskuðu tvo. einnig þátt í árásinni á þyrlumar en komst undan. Báturinn, sem sökkt var, var smíðaður í Svíþjóð og af gerðinni Boghammer. Hinir bátamir vom smærri og af gerðinni Boston Whalers. Hald var lagt á þá. Sex írönum var bjargað um borð í bandarísk herskip en tveir létust síðar af sárum sínum. Engan Bandaríkjamann sakaði í aðgerðun- um. Bandaríkjamenn sögðu ekkert hæft í fullyrðingum írana um að bandarískri þyrlu hefði verið grand- að í átökunum. Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, varði aðgerð Banda- ríkjamanna og sagði Frakka myndu hafa bmgðist nákvæmlega eins við. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, hvatti til vopnahlés og að öll útlend herskip yrðu kvödd frá Persaflóasvæðinu. Moammar Gadd- afí, Líbýuleiðtogi, sagði linkind Sovétmanna á flóanum helztu ástæðuna fyrir því sem hann kall- aði árásir Bandaríkjamanna gegn írönum. íranir héldu því fram að íraskar ormstuþotur hefðu varpað efna- vopnum á landamæraborgina Sumar á fímmtudag í „gífurlega þungri" loftárás á borgina og næsta nágrenni hennar. Hefðu írakar varpað taugagasssprengjum og öðmm efnavopnum. Að minnsta kosti eitthundrað manns hefðu beð- ið bana og um 500 særst. Mayor M’Bow fundi EB-ríkja, sem áður höfðu ákveðið að styðja öll Mayor. Honum var stillt upp sem málamiðlun til að koma til móts við þá stjómar- menn, sem sættu sig hvorki við M’Bow né Khan. Hlaut Mayor 9 atkvæði í annarri umferð. „Þetta er upphafíð að endalokum . UNESCO," sagði gamalreyndur fulltrúi í stjóm UNESCO í gær- kvöldi og spáði að mörg ríki myndu draga sig út úr stofnuninni ef M’Bow næði kjöri. Metfé fyrir frímerki Ncw York, Reuter. BANDARÍSKT tveggja senta frímerki, sem gefið var út árið 1852, var selt i gær fyrir 1,1 milljón dollara, eða jafnvirði 43 miþjóna íslenzkra króna. Er það hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir frímerki. Frímerkið, sem gengur undir nafninu Lady McGill, var selt jap- önskum banka, en Coach-uppboðs- fyrirtækið, vildi ekki skýra frá því um hvaða banka væri að ræða. Coach keypti merkið af frímerlqasala í Melboume í Flórída og þegar fulltrúar japanska bank- ans fréttu að til stæði að selja það á uppboði gerðu þeir Coach tilboð, sem var tekið. Hæsta verð, sem borgað hafði verið fyrir frímerki, var 935.000 dollarar. 27 biðu bana í miðborg Kabúl Monkvu, Reuter. ÖFLUG bílsprengja sprakk við fjölfama verzlunargötu i mið- borg Kabúl í fyrrakvöld og biðu 27 manns bana, að sögn Tasa- f réttastofunnar. Tass fullyrti að skæruliðar mú- hameðstrúarmanna bæru ábyrgð á sprengingunni, en auk þeirra sem biðu bana, særðust 35, sumir alvar- lega. Að sögn Tass sprakk sprengjan í „þéttbyggðu íbúðahverfí", Shahr- i-Nau, og því hafí svo mikið manntjón orðið. Atburðurinn átti sér stað skammt frá Shirpur- bænahúsinu í miðborg Kabúl. Flestir þeirra sem biðu bana voru ýmist á leið til bænagjörðar í mosk- unni eða í verzlunarferð. Gífurlegt tjón varð á byggingum við spreng- justaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.