Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 51 Leiðir 13 og 14 um Miklu- braut í öllum ferðum LEIÐUM 13 og 14 hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur hefur verið breytt þannig að vagnar á þessum leiðum munu aka um Miklubraut í öllum ferðum, en þeir hafa um nokkurt skeið ekið um Bústaðaveg og Lista- braut kvöld og helgar. Í fréttatilkynningu frá Strætis- vögnum Reykjavíkur er Breið- holtsbúum bent sérstaklega á að kynna sér þjónustu þessara hrað- leiða miili Breiðholts og miðbæjar Reykjavíkur. Eftir breytinguna aka vagnar á leiðum 13 og 14 með viðkomu á Miklubraut við Kringlu og við Lönguhlíð, Landspítala og Há- skóla. Katrín Ágústsdóttir Sýningu Katrínar að ljúka SÝNINGU Katrínar H. Ágústs- dóttur i vestur forsal Kjarvals- staða iýkur nú á sunnudaginn. Katrín sýnir þar vatnslitamyndir og er þetta fímmta einkasýning hennar. Myndimar eru landslags- myndir og er myndefnið aðallega frá Ströndum. Katrín stundaði nám við Mynd- Iista- og handíðaskólann,_ í handa- vinnudeild Kennaraskóla íslands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Auk þess hefur hún farið í náms- ferðir til Danmerkur og Finnlands. Ásgeir Lárusson ásamt verkum sfnum. Ásgeir sýnir í Gallerí Gijót ÁSGEIR Lárusson opnaði mynd- listarsýningu í Gallerí Gijót við Skólavörðustíg föstudaginn 9. október. Sýning Ásgeirs sam- anstendur af vatnslitamyndum, verkum unnum með olfulitum og lakki og nokkrum skúlptúrum. Þetta er sjötta einkasýning Ás- geirs, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. þremur FÍM sýningum og UM ’83 áð Kjarvalsstöðum. Sýningin í Gallerí Gijót er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 25. október. Hluti fundarmanna. Um fjörutfu manns sátu fundinn. Vestmannaeyjar: Á fjórðu milljón kr. í hlutafé fiskmarkaðar Vestmannaeyjum. HLUTHAFAR f nýjum fiskmark- aði f Vestmannaeyjum eru um fjörutfu talsins og skráð hlutafé á fjórðu milljón. Um fjörutíu manns sátu f fyrrakvöld fund um stofnun þessa nýja fyrirtækis undir nafninu „Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf“. Ekki liggur INNLENT ljóst fyrir hvort um fjarskipta- markað eða svokallaðan gólf- markað verður að ræða. Menn voru þó helst á því að blandaður markaður væri hentugasta lausnin. Stefnt er að því að hlutafé verði flórar milljónir, en gert ráð fyrir að það verði hækkað í níu milljón- ir. Áætlað er að taka hús á leigu undir markaðinn, en gert er ráð fyrir að nokkum tíma muni taka að koma honum í gang. í stjóm hins nýja markaðar vom kosnir: Amar Sigurmundsson, Guð- mundur Sveinbjömsson, Hilmar Rósmundsson, Jóhannes Kristins- son og Sigurður Einarsson. - bjarni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sigurður Einarsson stjómar- formaður hampar fyrstu greiðslu til stofnunar fiskmark- aðar f Vestmannaeyjum. Bjöllu stolið BIFREIÐ var stolið f Hafnarfirði á timabilinu 1.-6. október. Þetta er skærblá Volkswagen-bifreið, svokölluð bjalla. Hún var núm- erslaus, en ökufær. Bifreiðin, sem er af árgerð 1973 eða 1974, stóð við hús Hagvirkis við Skútahraun 2. Eigandi hennar hafði lagt henni þar á meðan beðið var eftir tíma á verkstæði. Aldrei var þó gert við bifreiðina, því þegar eigendur ætluðu að vitja hennar var hún horfín. Þeir, sem gætu gefíð upplýsingar um afdrif hennar, em beðnir um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfírði. Benedikt formaður SAL BENEDIKT Davfðsson, formað- ur Sambands byggingarmanna, var kjörinn formaður Sambands almennra lffeyrissjóða á aðal- fundi sambandsins, sem haldinn var á fimmtudaginn. Fráfarandi formaður er Gunnar J. Friðriks- son, formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, en hann tók sæti f framkvæmdastjórn SAL, sem einnig var kjörin á aðalfund- inum. Aðalfundur SAL var haldinn á Holiday Inn hótelinu og að lokinni skýrslu stjómar og framkvæmda- stjómar vom lagðir fram ársreikn- ingar fyrir árin 1985 og 1986. Sigurður B. Stefánsson hagfræð- ingur flutti erindi um „Lífeyrissjóði og verðbréfamarkaðinn" og að því loknu vora fijálsar umræður og fyrirspumir. Að lokinni kosningu sambands- stjómar SAL og lqöri endurskoð- enda kaus sambandsstjómin framkvæmdastjóm. Hana skipa þrír fulltrúar ASÍ og þrlr fulltrúar VSl. Nýkjörin framkvæmdastjóm Sambands almennra lífeyrissjóða. Sitj- andi eru Gunnar J. Friðriksson fráfarandi formaður og Benedikt Davíðsson nýkjörinn formaður. Fyrir aftan þá eru Árni Brynjólfs- son, Halldór Bjarnason, Þórunn Sveinbjömsdóttir og Þórarinn V. Þórarinsson. Fulltrúar ASÍ vom kjömir Benedikt trúar VSÍ Gunnar J. Friðriksson, Davíðsson, Halldór Bjamason og Þórarinn V. Þórarinsson og Ámi Þómnn Sveinbjömsdóttir og full- Brynjólfsson. Kaffisala og kökubasar Soroptimistaklúbbur Kópa- vogs gengst fyrir kaffisölu með meðlæti og kökubasar i Félagsheimili Kópavogs við Fannborg sunnudaginn 11. október. Kaffisalan og kökubasarinn hefst kl. 15.00 og rennur allur ágóði til líknarmála. Leiðrétting: Steinvari og Málning í FRÁSÖGN Morgunblaðsins frá námstefnu Iðnlánasjóðs fyrir aðila i útflutningi var meinleg villa. Óskar Mariusson, tæknilegur framkvæmdastjóri Málningar hf. flutti þar erindi um reynslu fyrirtækisins af útflutningi á Steinvara 2000, en í frásögn blaðsins var farið rangt með nafn vörunnar. Samkvæmt upplýsingum Óskars er Steinvari 2000 upp- fínning Málningar hf. og eina íslenska málningartegundin sem sótt hefur verið um einkaieyfi fyrir, en Málning hf. hefur þegar tryggt sér einkaleyfí fyrir Stein- vara 2000 í 14 löndum, þar á meðal á öllum Norðurlöndunum, í flestum löndum V-Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Stein- vari 2000 hefur verið á markaðin- um frá árinu 1985 og er sérstaklega ætluður til vamar alk- alískemmdum og öðmm skemmd- um í steinsteypu af völdum raka, eins og kunnugt er. Beðist er velvirðingar á mistök- um blaðsins. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.