Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 47 SigurðurB. Laxdal Grímsson-Minning Fæddur 9. febrúar 1912 Dáinn 28. september 1987 í dag verður gerð frá Reynistað- arkirkju útför Sigurðar Laxdals vinnumanns í Holtsmúla í Skaga- firði, sem lést á Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga 28. september sl. Fullu nafni hét hann Sigurður Bern- harð Laxdal. Hann fæddist á Sauðárkróki 9. febrúar 1912. For- eldrar hans voru hjónin María Jónsdóttir og Grímur Laxdal. Grímur var þingeyskur að kyni, en María skagfirskra ætta. Stutt varð sambúð þeirra hjóna, skildu sam- vistir. Grímur fluttist suður á Suðurnes og dvaldist við Faxafló- ann til dauðadags. María ól hins vegar aldur sinn að mestu innan Skagafjarðar og hafði soninn með sér í vistum. Eftir fermingu hófst vinnu- mennskuferill Laxdals — en undir því nafninu gekk hann í daglegum samskiptum heimilisfólks og vina — og stóð hann óslitinn í sex áratugi. Árið 1934 réðst hann vinnumaður að Holtsmúla til hjónanna Ellerts Jóhannssonar og Ingibjargar Sveinsdóttur og þar „stóð hann á teignum" slétta hálfa öld og hafði þá þjónað þrem kynslóðum, þegar heilsubilun batt enda á starfsgetu hans og hann þurfti að gangast undir skurðaðgerðir og dveljast um hríð á sjúkrahúsum. Hremmingun- um tók Laxdal með frábæru æðruleysi og jafnframt þá hann alla umönnun og fyrirgreiðslu með einlægu þakklæti. Hugurinn var löngum bundinn við gamla heimilið, og innsta ósk hans var að mega eyða síðustu stundum ævikvöldsins heima að Holtsmúla, og þá ósk fékk hann uppfyllta. — Þegar Ellert og Ingibjörg hættu búskap, tóku við jörðinni. Sigurður sonur þeirra og kona hans, Gunnur Pálsdóttir. Þeim vann Laxdal uns Sigurður féll frá. Þá hófu búskap Ingibjörg dóttir Sigurðar og maður hennar, Ragnar Ámason. Fyrstu búskaparár þeirra sinnti Laxdal enn ýmsum þeim störfum, sem hann hafði leyst af hendi í tíð fyrri húsbænda, og síðustu örorkuárin dvaldist hann í skjóli ungu hjónanna, sem létu sér mjög annt um gamla manninn og léttu honum gönguna sem best þau gátu. Frá því að Sigurður Laxdal kom fyrst að Holtsmúla, hefur hann ver- ið sem einn af fjölskyldunni. Þolað með henni sætt og súrt, unnið henni af einstakri trúmennsku, aldrei gert neinar kröfur nema til sjálfs sín að skilja hveiju því, sem honum var falið, sómasamlega af hendi. Enda var hann alla tíð sannkölluð heilla- stoð Holtsmúlaheimilisins. Ekki naut Sigurður Laxdal skóla- göngu fram yfir nám til fullnaðar- prófs úr bamaskóla. Aðstæður hafa sjálfsagt ekki leyft meira. En bók- hneigður var hann á alþýðuvísu og las mikið alla tíð, og síðustu árin var bókin aðalfélagi hans. Laxdal las raunar allt, sem að honum barst, en þjóðleg fræði, hygg ég, að hann hafi haft mestar mætur á ásamt ævisögum og íslendinga sög- unum, sem hann las í bemsku og á unglingsárum og stóðu honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum fram til hins síðasta. Minni hans og næmi var afar trútt, enda kunni hann ókjörin öll af vísum og sögnum og miðlaði því á glöðum stundum meðal vina. Fleiri hæfileika hlaut vinur minn Laxdal í vöggugjöf í ríkum mæli. Hann var svo músíkalskur, hafði svo næmt tón- eyra, að til var tekið af þeim, sem kynntust þessum þætti hans og dómbærir vom. Það var og enda ein fárra lystisemda Laxdals að syngja, hvort sem var í karlakór, blönduðum kór eða við tilfallandi tækifæri. Hann söng um árabil með karlakómum Heimi og enn lengur söng hann við guðsþjónustur og aðrar athafnir í sóknarkirkju sinni að Reynistað. Bassaröddin hans Laxdals mun vissulega hljóma mörgum í minningunni um góðan dreng og félaga. Sigurður Laxdal helgaði land- búnaði krafta sína og kom þar ekki síst til búfjárhirðing. Hann var nat- inn hirðir og dýravinur, en þar munu hrossin hafa skipað æðstan sess en einnig átti smalahundurinn sitt rúm í huga hans. Það varð að búa vel að honum. Laxdal skildi manna best, hvert dýrmæti góður fjárhundur var við fjárgeymslu og í smalamennsku svo og mat hann trygglyndi seppa að verðleikum. Göngur og réttir voru meðal hátíðis- daga í lífi hans. Sigurður Laxdal var hestamaður á gamla og góða íslenska vísu, lað- aði fram það besta hjá hrossunum með ljúfum tökum og þolinmæði, lagði mest upp úr töltinu, en hirti minna um skeiðgripin. Enda var klárhesturinn með tölti, B-flokks hestur nútímans — eftirsóttasti reiðhestur ó uppvaxtarárum hans. Áreiðanlega lifði hann oft það, að „knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur“. Og ekki var örgrannt um, að Bakkus væri með í för á stund- um, enda voru þeir góðvinir og fylgdust að við ýmis tækifæri. Aldr- ei vissi ég „óminnis hegrann" granda Laxdal, þótt aðrir hnigju fyrir honum. Ófá voru þau skiptin, sem Laxdal var bjargvættur félag- anna, sem höfðu umgengist Bakkus kóng af óvarkámi. Þar, sem annars staðar, lét drengskapur hans til sín taka. Enn má nefna fagran þátt í fari Laxdals, þann hve bamgóður hann var. Öll böm og unglingar, sem honum vom samtíða á heimili, löð- uðust að honum og áttu hann að trúnaðarmanni. Ekkert var sjálf- sagðara en leysa vandamálin, ef það stóð í hans valdi. Kynslóðabil var hér óþekkt. Enginn verður héraðsbrestur, þótt slitinn og þreyttur vinnumaður hverfi af sjónarsviðinu, jafnvel þótt sá hinn sami hafi, þegar á allt er litið, oft verið einn burðarása bú- sýslunnar. Ýkjulaust má heimfæra það á Sigurð Laxdal. Enginn var hann veifiskati, hélt fast á skoðun- um sínum og var trölltryggur vinur í raun. Með vinum hans mun geym- ast - minningin um drengskapar- manninn, fölskvalaus. Að leiðarlokum flyt ég Sigurði Laxdal hugheilar þakkir okkar hjóna og barna okkar fyrir vinátt- una og öll samskiptin, meðan leiðir lágu saman. Og nú þegar kross- messan er uppmnnin og vistaskipt- in um garð gengin, biðjum við vini okkar velfamaðar í nýju vistinni. Friðrik Margeirsson ■ - i —\\ NYJUNG MITSUBISHI SAPPORO ViðhafnarbíU í sérfíokki — Tölvustýrö innsprautun (ECI) — Tölvustýrt fjöörunarkerfi (ECS) — Læsivörn á hemlum (ABS) MITSUBISHI COLT isooglx — Hagkvæmur í rekstri — Auöveldur í akstri MITSUBISHI LANCER 1500 GLX Kostaríkur bíll sem kostar lítið ÞRJAR STJORNUR FRA MITSU BISHl □ Allir meö framhjóladrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rafstýröa útispegla. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju sæti. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tvískipt, fellanlegt aftursæti. Það borgar sig að bíða eftir bíl frá Mitsubishi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.