Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 fotím FOLX —> Morgunblaðiö/Skapti Hallgrímsson 'Farðu af stað! Sigfrid Held, landsliðsþjálfari í knattspymu, heldur uppi miklum aga í landsliðshópnum og leikmenn fara að sjálfsögðu í einu og öllu eftir því sem hann segir. En boltinn, sem hann er virðist þama vera að tala við, hlýddi honum ekki! Það er engu líkara en Held sé þama að skipa boltanum af stað - hann horfir niður á hann og bendir í átt að marki, þar sem Birkir Kristinsson, varamarkvörður ólympíulandsliðsins stóð. Myndin er tekin á æfingu í Careavelos í Portúgal á mánudaginn var þar sem liðið undirbjó sig fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudaginn. Þegar Held sá að boltinn myndi ekki hlýða sér tók hann sigtil og sparkaði honum í mark. ■ HVORKI fleiri né færri en fimm kínverskir blakþjálfarar verða starfandi hér á landi í vetur. Fjórir eru þegar komnir en von er á þeim fimmta um helgina. Aðeins einn þeirra, Jia Chang Wen er var hjá Víkingum í fyrra, en þjálfar Þrótt í vetur, hefur verið hér á landi áð- ur. Hinir þjálfa í vetur lið Þróttar frá Neskaupsstað, HK, Víkings og ÍS í 1. deild karla og Víkingsþjálfar- vinn stjómar einnig liði Breiðabliks í kvennaflokki. ■ TVEIR leikmenn ólympíu- landsliðsins í knattspyrnu, sem komu frá Portúgal aðfaramótt föstudagsins, fara aftur utan á morgun, sunnudag. Það eru þeir Ólafur Þórðarson af Akranesi og KR-ingurinn Þorsteinn Guðjóns- son. Þeir fara þá með U-21 árs landsliðinu til Tékkóslóvakíu, þar sem leikið verður við heimamenn á miðvikudaginn í Evrópukeppninni. Það sama má segja um Guðna Kjartansson, aðstoðarmann Sigi Held með ólympíuliðið, en hann þjálfar U-21 árs liðið. ■ Guðjón Skúlason, bakvörður- -inn snjalli í körfuknattleiksliði Keflvíkinga, meiddist í vikunni. Vöðvafesting í hné rifnaði og er ljóst að hann verður frá keppni í einhvem tíma. íslandsmótið hefst í næstu viku. Þess má geta að Gylfi Þorkelsson, sem einnig leikur með ÍBK, hefur verið meiddur en byijar væntanlega að æfa í næstu viku. ■ INGÓLFUR Freysson tók á dögunum við formennsku í knatt- spymuráði Völsungs á Húsavík. Ingólfur var framkvæmdastjóri ráðsins í sumar, en tók við for- mennsku af Ama Grétari ’ Gunnarssyni. ■ EINAR Ásbjörn Ólafsson, knattspymumaður, leikur að öllum líkindum ekki með Fram næsta sumar. Hann gekk í raðir Framara á miðju sumri, en náði ekki að festa sig þar í sessi. Ekki er vitað hvar Einar hyggst leika næsta sumar. ■ ENSKA landsliðið í knatt- spymu mætir því tyrkneska á Wembley næsta miðvikudag í Evr- ópukeppninni. Þrír leikmenn sem valdir höfðu verið í hópinn tilkynntu í gær að þeir gætu ekki verið með vegna meiðsla. Það eru þeir Chris Wa^Idle og Clive Allen frá Totten- ham og Manchester-United leik- maðurinn Viv Anderson. Allen er meiddur í hné en Waddle og And- erson á ökkla. ■ ÞAÐ er mikið að gerast í þjálf- aramálum þessa dagana, og með stuttu millibili hefur Morgunblaðið greint frá því að tvö Reykjavíkurfé- laganna hefðu ráðið sér nýja menn í starf þjálfara meistaraflokks karla. Fyrst samdi Ian Ross við KR og í fyrrakvöld Hörður Helga- son _við Val. Það er nánast ömggt að Asgeir Elíasson verður áfram við stjómvölinn hjá Fram, Jóhann- es Atlason var endurráðinn til Þórs og nýliðum deildarinnar verður stjómað af sömu mönnum og í sum- ar, Youri Sedov þjálfar Víkinga og Óskar Ingimundarson Leiftur. Frank Upton verður áfram hjá ÍBK, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara Völsungs, KA og ÍA. Forráðamenn KA og Völsungs segja enn ekkert að frétta en allar líkur em taldar á að Guðjón Þórð- arson verði áfram með lið ÍA. ■ ÓLAFUR Jóhannesson, sem í sumar lék með Val, hefur bæði verið orðaður við þjálfun FH og ÍR. Ólafur lék með FH í hittifyrra. ■ GÚSTAF Baldvinsson, sem síðast var þjálfari hjá KA, er nú búsettur í Hull. Hann hefur nýlokið námi þar og starfar nú í borginni. Morgunblaðið veit að tvö knatt- spymulið höfðu samband við Gústaf og buðu honum þjálfara- starf næsta sumar, eitt úr fyrstu deild og eitt úr annari, en hann er ekki á heimleið strax. ■ TVEIR íslenskir júdómenn taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Essen í Vestur- Þýskalandi dagana 19.-22. nóvem- ber. Það em þeir Bjarni Friðriks- Reuter Á ferð og flugi Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson Ólafur Þórðarson, sem á efri myndinni er með knöttinn í leiknum gegn Portúgal á miðvikudaginn, og Þorsteinn Guðjónsson, sem á þeirri neðri er á æfingu fyrir leikinn (annar frá hægri) fara aftur út á morgun, þá til Tékkóslóvakíu með U-21 árs landsliðinu. Nóg að gera hjá þeim! son, sem keppir í mínus 95 kg. flokki og Halldór Hafsteinsson, sem keppir í mínus 86 kg. flokki. ■ VALSMÖNNUM var spáð mikilli velgengni í 1. deild karla í handknattleik í vetur. í fyrsta hei- maleik sínum að Hlíðarenda, gegn Þór, unnu þeir sigur, en þóttu þrátt fyrir það ekki mjög sannfærandi. Hörðustu Valsmenn em með skýr- ingar á því, hvers vegna svo var, á reiðum höndum. Rauti liturinn á keppnistreyjum liðsins er ekki sá sami og venjulega, er daufari, þann- ig að þeir segja litinn einfaldlega ekki nógu kröftugan! Einar efsturá listanum EINAR Ásgeirsson sigraði í a- flokki karla á fyrsta UMSK- mótinu ítennis, sem jafnframt var sfðasta mót sumarsins, og skaust upp i efsta sœti hœfnis- lista tennisáhugafólks. Mótið fór fram á útivöllum við Kópavogsskóla og Vallar- gerði og einnig var spilað inni í Digranesi, en þar fóm allir úrslita- leikimir fram. Spilað var í einliða- leik karla, kvenna og pilta og í tvíliðaleik karla. Þeir leikmenn í fullorðinsflokkum, sem töpuðu sínum fyrsta einliðaleik máttu keppa í b-flokki. Fjölnir Pálsson, Karólína Guð- mundsdóttir og Karl Sigurðsson fengu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu á mótinu og fyrir framfarir frá fyrsta móti sumars- ins, sem einnig var haldið í Kópavogi. Úrslit urðu annars þessi: A-flokkur karla: Einar Ásgeirsson Kjartan Oskarsson Reynir Óskarsson Kristján Baldvinsson B-flokkur karla: Alexander Þórisson Karl Sigurðsson TvUiðaleikur karla: Kjartan Óskarsson/Einar Ásgeirs- son Alexander Þórisson/Kristján Halld- órsson A-flokkur kvenna: Dröfn Guðmundsdóttir Guðný Eiríksdóttir Ingveldur Bragadóttir B-flokkur kvenna: Hildur Ríkarðsdóttir Oddný Ólafsdóttir Piltar: Stefán Pálsson Eiríkur Onundarson Jóhann Þórarinsson Helgi Kristinsson STANGAVEIÐI Vetrar- námskeið byrjaá morgun Kennslustarf Kastklúbbs Reykjavíkur og stangaveiðifé- laganna í Reykjavík og Hafnarfirði hefst á morgun klukkan 10:20 í Laugardalshöllinni. Kennd verða fluguköst og fleira, sem tilheyrir fluguveiði. Öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir, en væntan- legum þátttakendum er bent á að koma strax á haustnámskeiðin, þar sem búast má við röskun eftir ára- mót vegna móta. Gjaldið fyrir fímm skipti er 1.500 krónur, en 14 ára og yngri greiða hálft gjald til áramóta. Leiga á flugustöngum er innifalin í gjaldinu. Fréttatilkynning. KORFUBOLTI Reykjavíkur- mótinu lýkur Reykjavíkurmótinu í körfu- knattleik lýkur á morgun. Þá mætast ÍS og KR í kvennaflokki kl. 18.30, ÍR og ÍS í meistaraflokki karla kl. 20.00 og strax á eftir, kl. 21.30 byija KR og Valur að leika. Það er úrslitaleikur mótsins í karla- flokki. Valur hefur 10 stig, KR 8 — og þurfa KR-ingar að sigra með 7 stiga mun til að hreppa Reykjavíkurmeistaratitilinn. Leik- imir verða í Laugardalshöll. TENNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.