Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Bifreiðaverð 65—70% hærra í Bergen en í Reykjavík „Vekur athygli þegar litið er til annarra vörutegunda,“ segir verðlagssljóri VERÐ á nýjum bifreiðum er að jafnaði 65—70% hærra í Bergen en í Reykjavík, samkvæmt könn- un sem gerð var á vegum Verðlagsstofnunar í vorá verði rúmlega 30 algengra bifreiða- tegunda. Mesti verðmunurinn var á rússneskri bifreið sem kost- aði 220 þúsund krónur hér á landi en 477 þúsund kr. í Bergen og munar þar 117%. Minnsti verðmunurinn var á sænskri bif- reið sem kostaði 775 þúsund í Reykjavík en 1.117 þúsund kr. í Bergen og munaði þar 44%. Inn- kaupsverð bifreiða og farmgjöld er hærra hér á landi en álagn- ing, aðflutningsgjöld og sölu- skattur mun lægri hér. Samkvæmt könnuninni er algeng álagning á bifreiðir hér 20—30% ofan á kostnaðarverð en 30—40% í Noregi. í krónum reiknað er mun- urinn hlutfallslega meiri því meðalálagning hér er um 100 þús- und kr. á bfl en 210 þúsund kr. í Bergen. í frétt Verðlagsstofnunar um könnunina er það nefnt sem hugsanleg skýring að milliliðir eru færri í bifreiðasölu hér, það er einn í stað tveggja í Noregi. Aðflutningsgjöld og söluskattur reyndist tæplega 140 þúsund kr. á hveija bifreið á íslandi en rúmlega 360 þúsund kr. í Noregi. Farmgjöld til Islands voru 4—14% af innkaups- verði evrópskra bifreiða en farm- gjöld til Noregs 1—5%. Innkaupsverð fólksbifreiða var að meðaltali um 10% hærra til ís- lands en Noregs. í einu tilviki var innkaupsverð til íslands 40% hærra en til Noregs en í öðru tilviki var ákveðin bifreið frá Austur-Evrópu 7% dýrari í innkaupum til Noregs en til íslands. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í gær, þegar leitað var álits hans á niðurstöðum könnunarinnar: „Samkvæmt könnuninni standa þeir sem annast verslun með bif- reiðir hér á landi mjög vel í saman- burði við norska starfsbræður sína. Það hlýtur að vekja nokkra at- hygli, ekki síst þegar borið er saman við kannanir sem gerðar hafa verið á öðrum vörutegundum og komið 'hafa miður vel út fýrir verslunina hér. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera betur og vil ég sérstaklega nefna innkaups- verðið í því sambandi." Samfelld snjókoma og skaf- renningur fyrir norðan Spáð svipuðu veðri í dag SAMFELLD snjókoma og skaf- renningur var á norðanverðu landinu í gær allt frá Vestfjörð- nm til Norð-Austurlands. Norðanátt var um allt land og 7 til 9 vindstig. Varð að aflýsa skólahaldi á nokkrum stöðum á Norðurlandi vegna veðurs. Á sunnanverðu landinu var heldur hægari vindur og þurrt veður. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri í dag. Kaldast verður á Vest- fjörðum, eða um 3 stiga frost, en hlýjast 4 stiga hiti á Suð- Vesturlandi. Færð var góð á Suður- og Vest- urlandi. Á Hellisheiði var hálka og hvassviðri en góð færð um Þrengsli. Hálka var á Fróðárheiði og Kerlingaskarði og fært vestur á Barðaströnd, en ófært á Klett- hálsi til Patreksfjarðar. Snjór var hreinsaður af veginum norður Strandir til Hólmavíkur en vegur- inn um Steingrímsfjarðarheiði var alveg ófær. Þungfært á vegum á norðanverðum Vestfjörðum og §allvegir voru þar ófærir, en fært var frá ísafírði til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Vegurinn til Sigluflarðar var mokaður um miéjan dag í gær en þrátt fyrir slæmt veður festi ekki mikinn snjó á vegi á leiðinni norður til Akureyrar. Hægt var að komast til Dalvíkur og á Svalbarðsströnd en ófært var til Ólafsfjarðar. 111- fært var um Víkurskarð til Húsavíkur og Kísilvegurinn var ófær. Annars voru vegir í Þingeyj- arsýslum færir og fært var með ströndinni frá Húsavík austur til VopnaQarðar. Mikið sandrok var á Mýrdals- sandi og vegurinn illfær af þeim sökum. Hins vegar var sæmileg færð með Suðurströndinni og aust- ur á Firði. Illa gekk að fljúga innanlands. Flugleiðir gátu flogið tvær ferðir til Egilsstaða og eina til Hafnar í Hornafírði. Amarflug flaug á Stykkishólm og Rif en ófært var á aðra staði. _ _ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Þakið lak á tveim stöðum Keflavtk. VATNSLEKI varð að minnsta- kosti á tveim stöðum á þaki flugstöðvar Leif s Eiríkssonar um daginn. Lekinn myndaðist i sunn- an stormi og vatnsveðri og síðan aftur þegar snjó tók upp á þaki byggingarinnar. Flytja varð leð- ursófasett í slqól og fötur voru notaðar til að setja fyrir lekann. Ágúst Einarsson skrifstofustjóri flugvallarstjóra sagði að lekinn hefði orðið á þeim hluta byggingar- innar sem er úr gleri og hefði hann verið verulegur. Ágúst sem á sæti í byggingamefnd flugstöðvarinnar sagði að framleiðendur glugganna væm bandarískir. Þeir hefðu tekið fulla ábyrgð á verkinu í 10 ár og væra því skaðabótaskyldir. Minhiháttar vatnslekar urðu einnig í svokölluðum fingri þar sem landgangamir era tengdir við bygg- inguna. - BB Hagnýting botnfiskaflans 1986: Súðvíkingar fluttu 58% aflans óuirnin úr landi ÚTFLUTNIN GUR á ferskum fiski er mjög mismunandi eftir landshlutum og útgerðarstöðum. Samkvæmt útreikningum Fiski- félags íslands fyrir síðasta ár hafa yfir 30% af botnfiskafla fjögurra staða verið verið flutt utan óunnin og er hlutfallið á Súðavík langhæst, 58,6%. Á tveimur stöðum hefur um fjórð- ungur verið fluttur utan óunnin og á 8 stöðum um fimmtungur. Frá Súðavík var langmest flutt utan óunnið, rúmur helmingur af- lans. 36,2% afla Eyjamanna fóra óunnin utan, 30,8% frá Reykjavík og 30,6% frá ísafírði. í fyrra öfluðu Súðvíkingar samtals 4.600 tonna af botnfíski. 1.900 vora unnin á staðn- um, 2.700 vora flutt óunnin utan. Eyjabátar öfluðu á sama tíma 52.600 tonna. 33.600 vora unnin á staðnum, 18.700 fóra óunnin utan. ísfírðingar öfluðu samtals 20.500 tonna af botn- físki. 14.100 vora unnin á staðnum, 5.800 fóra utan. Reykvíkingar öfluðu 62.600 tonna. 37.400 vora unnin á staðnum en 16.900 fóra óunnin utan. Tölur fyrir þetta ár liggja ekki fyrir, en ljóst er að enn hefur út- flutningur á ferskum físki aukizt. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi Kjördaemisráð Sjálfstaeðisflokksins í Reykjaneskjördaemi og fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins boða til fundar með fulltrú- aráðsmönnum og öðrum trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á eftirtöldum stöðum: Sjálfstaeðishúsinu í Hafnarfirði, mánudag- inn 12. október kl. 20.30. Sjálfstæðishúsinu í Keflavík, miðvikudaginn 14. október kl. 20.30. Sjómannastofunni Vör, Grindavík, laugar- daginn 17. ok'eóber kl. 14.00. Félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, mánudaginn 19. október kl. 20.30. [ Gullbringusýslu, þriðjudaginn 20._október kl. 20.30. í Lyngási, Garðabæ, miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Sjálfstæðishúsinu i Kópavogi, fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. I Njarövík, mánudaginn 26. október kl. 20.30. Sjálfstæðishúsinu á Seltjarnarnesi 28. október kl. 20.30. Alþingismennirnir Salóme Þorkelsdóttir, Ólafur G. Einarsson og Ell- ert Eiríksson koma á fundina ásamt varaformanni kjördæmisráðs, Braga Michaelssyni. Nánar auglýst siðar á hverjum stað fyrir uig. IIFIMDA1.I.UK f • u • s Fundur með mennta- málaráðherra Mánudaginn 12. október kl. 20.30 mun Heimdallur halda spjallfund með Birgi ísleifi Gunnarssyni, menntamálaráðherra í neðri deild Valhallar, Háaleitisbraut 1. Spjallaö verður vitt og breytt um mennta- og menn- ingamál og menn geta bæði leitaö álits ráðherrans og viðrað eigin skoðanir. Allir velkomnir. Stjórnin. Landsmálafélagið Vörður Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. október nk. kl. 23.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, mun ræða um stjórnmálaviöhorf í þingbyrjun. Stjórnin. Akranes Aðalfundur sjálfstæðiskvennafélagsins Báru verður haldinn mánu- daginn 12. október nk. i sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Kaffiveitingar. Konur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega og eru nýir félag- ar velkomnir í hópinn. Stjórnin. Stjórn kjördæmisráðs Reykjaneskjödæmis. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldin í sjálfstæöis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 11. október kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn. Mætum öll. Sjálfstæóisfélögin Akranesi. Aðalfundarboð Sjálf- stæðisfélags Kjalnesinga Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga verður haldinn i Fólkvangi mánudaginn 12. október og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.30. Gestir fundarins verða alþingismenn Sjálfstæöisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. 2. Önnur mál. Allir félagar Sjálfstæðisfólags Kjalnesinga eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. Stjórnm. Sjálfstæðismenn Hafnarfirði Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi og fulltrúaráð Sjálf- stæöisfélaganna i Hafnarfirði boða til fundar með fulltrúa- ráðsmönnum og öðrum trúnaöar- mönnum Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfiröi i Sjálfstæðishúsinu, mánudaginn 12. okt. kl. 20.30. Gestir fundarins verða Ólafur G. Einarsson, alþingismaöur og Bragi Michaelsson, varaformaður kjördæmisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.