Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBllAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Alþingi sett í dag: Ráðherrastólamir komnir á sinn stað Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, setur Alþingi í dag, að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir predikar. Stefán Valgerirsson, aldursforseti þingsins, stýrir þessum fyrsta fundi, samakvæmt þingsköpum. Alþingisforseti verður lgörinn nk. mánudag. Fjárlagafrumvarp verður væntanlega lagt fram á þriðjudag eða miðvikudag Þettar er 110. löggafarþing ís- lendinga frá því Alþingi var endurreist 1874. 1057 ár eru hins- vegar síðan fyrst var efnt til Alþinigs á Þingvelli við Öxará. Al- þingi hafði óskorað löggjafar- og dómsvald 930-1262. Löggjafar- Morgunblaðið/Ól.K.Mag. valdið var síðan í höndum Alþingis og konungs sameiginlega fram til 1662. 1662-1800 var Alþingi aðal- lega dómstóll, þó löggjafarvaldi þess lyki ekki endanlega fyrr en um 1700. Eftir það vóru dómstörf aðalviðfangsefnið. Alþingi er síðan ráðgafarþing 1845-1874, en þá fær það löggafarvald í íslenzkum sér- málum með nýrri stjómarskrá. Þigsetning hefst í dag að venju með guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 13,30. Sr. Auður Eir Vilhálms- dóttir predikar. Þá ganga þingmenn til þinghúss þar sem forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, setur þingið formlega. Störf Alþingis hefjast síðast nk. mánudag m.a. með kjöri forseta Sameins þings og þingdeilda. Talsvert miklar breytingar hafa verið gerðar á þingsalnum. Síðasta hönd var lögð á þessar breytingar í gær og þá voru hinir nýju ráð- herrastólar settir á sinn stað, næst ræðustólnum. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurslola islands {Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 10.10.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Lægð fyrir sunnan land á leiö austur en máttlrtil hæð yfir Grænlandi. SPÁ: í dag verður minnkandi noröan- og norðvestanátt og léttskýj- að um landiö sunnanvert en smáél á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um eða rótt undir frostmarki Norðanlands en 1—5°C syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Austan- og norðaustanátt með slydduéljum á annesjum Norðanlands, skúrir við suður- og austur- ströndina. Hiti nálægt frostmarki Vestanlands og þurrt á Vestfjörð- um en annars frostlaust og 4—7°C hiti syðst á landinu. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r * / * f * r * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir El Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V 5 5 5 oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gœr að ísl. tíma hltl vaður Akureyri +1 injókoma Raykjavík +1 úrk.Igr. Bergen 7 haglólás.klst. Helslnkl 9 rignlngogsúld Jan Mayen 1 snjókoma Kaupmannah. 12 téttskýjaö Narasarssuaq + 1 fakom Nuuk + 1 fskom Osló 12 skýjaö Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 6 elydduél Algarve 19 alskýjaö Amsterdam 13 skýjaö Aþena Barcelona 18 vantar skúráa. klst. Beriín 13 láttskýjað Chicago 9 láttskýjað Feneyjar Frankfurt 13 vantar hálfskýjað Glasgow 8 úrkomafgr. Hamborg 12 skýjað LasPalmas 26 láttskýjað London 14 skúrás.klst. Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madrid 20 skýjað Malaga 22 skýjsð Mallorca 26 leiftur Montreal 0 láttskýjað NewYork 7 heiðskfrt París 16 akýjað Róm 26 skýjað Vln 18 skýjað Washlngton 6 helðakfrt Winnipeg + 4 alskýjað Löndun úr Sæljóninu undirbúin Morgunblaðifl/Ingólfur Friðgeireson Síldarsöltun hafin á Austfjörðum Verð á síld hækk- ar um 17%frá síðustu vertíð SÍLDARSÖLTUN er nú hafin á Austurlandi. Byrjað var að salta á Eskifirði klukkan eitt í gærdag og síðdegis barst fyrsta síldin til Fáskrúðsfjarðar. Þá voru tveir bátar á leið til Horaafjarðar i gær. Síldin veiddist á Norðfjarð- arflóa, Seyðisfirði og Mjóafirði. Samkomulag um 17% verðhækk- un á síld upp úr sjó frá síðustu vertíð náðist í Verðlagsráði sjá- varútvegsins í gær. Stærri síld kostar nú 7 krónur lúlóið og smærri síld 3,50. í fyrra var verði 6 krónur og 3 krónur. Sæljónið frá Eskifírði landaði um 50 tonnum hjá söltunarstöðinni Friðþjófi fyrir hádegið í gær. Söltun hófst klukkan eitt og var reiknað með að búið yrði að salta dag- skammtinn, 300 tunnur, um kvöld- mat. Að sögn sfldarverkenda er sfldin nokkuð góð nú. í fyrrinótt voru undirritaðir samningar um laun verkafólks í sfldarsöltun. Launahækkun milli ára er frá 17%, að mestu í sam- ræmi við opinberar launahækkanir í landinu á sama tíma. Guðmundur Kristinn SU kom til Fáskrúðsfjarðar síðdegis með um 100 tonn af sfld, sem söltuð verður hjá Pólarsfld þar. Þá hafði Skógey SF fengið um 70 tonn og Skinney SF 40 til 50 og fóru til Homafjarð- ar með aflann. Síldin úr Skinney verður söltuð í samnefndri söltunar- stöð, sem áður hét Stemma. Ásgrímur Halldórsson, eigandi Skinneyjar, keypti Stemmu fyrir nokkru. Ingvi Rafti er skipstjóri ,á Guð- mundi Kristni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að nokkuð vel hefði gengið að ná sfldinni, þrátt fyrir erfítt veður í upphafí. 100 tonnin hefðu náðst í tveimur köstum og hefðu þeir gefíð Skógey SF hluta af aflanum úr seinna kastinu. „Sfldarútvegsnefnd hefur sett fár- ánlegar reglur um að ekki megi salta nema í 300 tunnur í hverri söltunarstöð á dag. Þess vegna eru veiðamar takmarkaðar verulega og ekki má henda sfldinni. Það varðar leyfíssviptingu. Því er mjög erfítt að eiga við veiðamar, vegna þess að ómögulegt er að skammta sér ákveðið magn af sfld í hveiju kasti," sagði Ingvi Rafn. Ingvi Rafn sagði, að þetta væri þokkaleg sfld, 18% feit, en ekki eins góð og hún hefði verið í Seyðis- fírðinum í fyrra. Slæðingur af sfld væri á þessum slóðum, en hún væri ekki í mjög stómm torfum. Þá gat hann þess að Dalarafn hefði leitað sfldar við Portlandið og Hrollaugseyjar en ekkert fundið. Úr umferðinni í Reykjavík fimmtudaginn 8. október 1987 Árekstrar bifreiða: 15. Kl. 21.30 var bifreið ekið utan í mannlausa bifreið á stæði við Hraun- bæ og ekið brott af vettvangi. Sjónarvottar tilkynntu lögreglu. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð á Hverfísgötu. Ókumaður, sem er sviptur ökuleyfí fyrir ölvunarakstur fyrr á árinu, var áberandi ölvaður nú er hann náðist. Samtals 56 kærur fyrir brot á umferðarlögum á fímmtudag. Leigubílstjóri mældist aka bifreið sinni austur Ártúnsbrekku með 113 km/klst hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Skýrslur lögreglumanna sýna að aðrir ökumenn sem kærðir voru óku um Ártúnsbrekku með 91-94 og 95 km/klst hraða. Sætún með 80-85 km/klst hraða. Kleppsveg með 80-90 km/klst hraða og Miklu- braut með 92 km/klst hraiða. Ökumaður var kærður fyrir að aka mót einstefnu og 5 staðnir að því að aka mót rauðu ljósi á götuvita. Klippt var af 7 bifreiðum fyrir vanrækslu á aðalskoðun og lögreglu- menn létu flarlægja 19 bifreiðir með krana vegna ólöglegrar stöðu. Frétt frá lögreglunni i Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.