Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Minning: Hallgrímur Jóns- son — Stokkskeyri í dag verður gerð frá Stokks- eyrarkirkju útför Hallgríms Jóns- sonar vélstjóra, Vestra-íragerði, Stokkseyri, en hann andaðist 1. október sl. Vil ég undirritaður leyfa mér að minnast hans hér í blaðinu á útfarardegi hans. Hallgrímur fæddist í Vestra- íragerði 6. október 1915, voru foreldrar hans Jón Jónsson bóndi og sjómaður þar og kona hans Guðný Benediktsdóttir. Höfðu ætt- menn Hallgríms í móðurætt búið í Vestra-íragerði allt frá 1857. Hallgrímur ólst upp á heimili for- eldra sinna en hann var yngstur sex systkina sem komust til aldurs. Landbúnaður og sjósókn voru stunduð jöfnum höndum á æsku- heimili hans. Hann vandist þvi frá bamæsku störfum bæði til lands og sjávar, og var þar lögð undirstað- an að því er síðar varð lífsstarf hans. Vestra-íragerði á Stokkseyri er ein af 20 bújörðum sem eru hinn upphaflegi stofn að því þéttbýli sem nú er kauptúnið Stokkseyri, hefir þar verið búið um margra alda skeið, raunar lengur en sögur kunna að greina. A æskuárum Hallgríms var þró- un byggðar í landinu Stokkseyri á margan hátt andstæð, Qöldi fólks fluttist þaðan til annarra þéttbýlis- staða og framtíð byggðarlagsins var óviss. En þótt jafnaldramir leit- uðu margir burtu var Hallgrímur bundinn æskustöðvum sínum órofa böndum staðráðinn í því að vinna þar ævistarf 'sitt. Tók hann við búi á föðurleifð sinni 1942, byggði hann þar myndarlega öll hús, bæði íbúð- arhús og útihús, og bera þau snyrtimennsku hans og hagleik gott vitni. Hann bjó þar góðu búi og gagnsömu en jörðin bauð ekki uppá stórbúskap og því varð aðalat- vinna hans önnur. Nú er búskapur að mestu lagður niður á hinum fomu bújörðum í Stokkseyrarkauptúni, svo fór einnig í Vestra-íragerði fyrir rúmum tveimur áratugum og er því Hall- grímur síðastur í röð hinna mörgu bænda, þekktra og óþekktra, sem í Vestra-íragerði hafa búið. Aðalat- vinna og lífsstarf Hallgríms var sjósókn. Fór hann fyrst til sjávar 15 ára gamall á vetrarvertíð og síðan óslitið allar vetrarvertíðir á meðan hann lifði eða í 57 ár og er slíkt fágætlega langur tími við jafn erfiða vinnu. Síðustu áratugina stundaði hann sjó einnig að sumar- iagi. Fyrstu árin á sjó var hann há-. seti en nokkm eftir tvítugt sótti hann námskeið í vélfræði sem hald- ið var á Stokkseyri, öðlaðist hann þar réttindi sem vélstjóri á bátum og var það starf hans síðan eða í nær 50 ár. Svo til allan tímann var Hallgrímur á bátum frá Stokkseyri en þar er eins og kunnugir vita ein helsta brimveiðistöð landsins. Strax sem unglingur varð Hall- grímur kunnur meðal sjómanna fyrir sérstaka árvekni og dugnað í starfí. Þeir eiginleikar fylgdu hon- um ætíð síðan og gerðu hann eftirsóttan í skiprúm. Aldrei komu þó karlmennska hans og þrek betur fram en síðustu tvö árin sem hann lifði. Þá sótti hann sjó bæði sumar og vetur, kom- inn á áttræðisaldur og haldinn^ þungum sjúkdómi er að lokum dró hann til dauða. Mun þetta eiga sér fáar hliðstæður. Þökk sé öllum þeim sem þá studdu hann, bæði skyldum og vandalausum, og ber þar að nefna sérstaklega skipsfélaga hans á mb. Hólmsteini er stóðu þétt við hlið hans og gáfu honum þá lífsfyllingu að geta stundað til æviloka það starf er var hans líf og yndi. Þegar hlé gafst frá sjómennsku, einkum á haustin, starfaði Hallg- rímur að byggingarvinnu, stóð svo í áratugi og allt fram á síðustu ár. Voru það einkum tvær iðngreinar byggingavinnu sem hann vann að, fyrr á árum pípulagningar, en síðar og í meira mæli múrverk. Vegna langvarandi þjálfunar og fæmi í því starfi öðlaðist hann á efri árum réttindi sem múrari með því að fara á stutt námskeið. Þau eru mörg húsin vítt um byggðir Suðurlands sem hann lagði hönd að og margir húseigendur sem minnast góðra verka hans með þakklæti. En Hallgrímur stóð ekki einn í lífinu, árið 1942 kvæntist hann eft- iriifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Alexandersdóttur frá Ásakoti í Sandvíkurhreppi, hefir heimili þeirra staðið í Vestra-íragerði alla tíð síðan. Hjónabandið var þeim Hallgrími og Guðrúnu hið mesta gæfuráð því þau voru samhent í lífinu. Heimili þeirra varð mann- margt, en þau eignuðust 7 böm sem lifðu. Öll eru böm þeirra nú upp- komin og bera foreldrum sínum gott vitni. Þau em: Jón, stýrimað- ur, Stokkseyri, kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur; Ragnheiður, húsmóðir, Stokkseyri, gift Birki Péturssyni; Guðný, húsmóðir, Þorlákshöfn; Alexander, skipstjóri, Stokkseyri, kvæntur Guðbjörgu Birgisdóttur; Helga, húsmóðir, Eyrarbakka, gift Jóhanni Þórarinssyni; Benedikt, skipstjóri, Hveragerði, sambýlis- kona Hulda Hjaltadóttir, Sigríður, skrifstofustúlka, við störf í Reykjavík, á heimili í Vestra-íra- gerði. Bamabömin eru nú 24 svo ættboginn er þegar orðinn stór sem frá þeim hjónum Hallgrími og Guð- rúnu er kominn. Það sem öðru fremur einkenndi Hallgrím var hve hann var traustur maður bæði í störfum sínum og öllum samskiptum við aðra menn og samfélagið. Honum var það lán léð að hann hafði mikla starfsgleði en það er hamingja sem ekki fellur öllum í skaut. í stopulum tómstundum undi hann við lestur bóka _og mat mikils þjóðlegan fróðleik. Á yngri árum var hann mikill söngmaður svo sem verið hafði faðir hans og fleiri ætt- menn. Söng hann þá í kirkjukór Stokkseyrarkirkju. Okkur öllum sem Hallgrím þekktu er sjónarsviptir að honum en eftir lifa minningamar margar og góðar. Einnig lifír hann áfram meðal okkar í afkomendum sínum, bömum og bamabömum sem bera sterkt svipmót föður síns og afa. Hér skulu Hallgrími fluttar þakk- ir fyrir allt það sem hann var og vann samtíð sinni og samferða- mönnum, en fjölskyldu hans vottuð einlæg samúð. Það á við að þess sé beðið á kveðjustund að heima- byggð Hallgríms eignist á komandi tímum marga liðsmenn slíka sem hann var, þá mun vel séð fyrir framtíðinni. Helgi ívarsson Hallgrímur Jónsson í Vestra- íragerði á Stokkseyri hafði um nokkurt skeið kennt sjúkleika þess er varð banamein hans. Samt kom manni dánarfréttin á óvart. En eng- inn má sköpum renna. Horfínn er af sjónarsviðinu um aldur fram góður drengur og frændi. Við Hallgrímur vorum systkina- synir og þekktumst vel í æsku. Fundum okkar bar ekki oft saman eftir að leiðir skildi, en hann var alltaf samur og jafn; glettinn, ein- lægur og frændrækinn. Mig langar að kveðja hann með fáeinum orðum og þakka honum kynni og sam- skipti. Hallgrímur Jónsson fæddist og ólst upp á Stokkseyri og kaus sér þar starfsvettvang. Hann varð sjó- maður eins og margir langfeðgar hans. Það val kom eins og af sjálfu sér. Sjómennskan átti mætavel við skapgerð Hallgríms og lífsskoðun og kallaði á fjör hans og árvekni. Allir luku upp einum rómi um verk- lag hans og störf. Hallgrímur var harðduglegur og rækti hveija skyldu af trúmennsku og kappi. Honum leið vel á sjó. Þegar erfíð veikindi bundu hann við sjúkrarúm á Vífílsstöðum leitaði hugurinn gjaman í átthagana og út á sjó. Hann komst aftur á fætur og taldi útiveruna og sjávarloftið hressa sig. Og hann sinnti störfum og skyldum uns yfir lauk. Æskuminningar mínar frá Stokkseyri eru margar tengdar Minning: t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞÓRSTEINSSON frá Öndverðarnesi, fyrrverandl húsvörður Fiskifólags íslands, lést miðvikudaginn 7. október í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Valborg Kristjánsdóttir, Björn Stefánsson, Halla Kristjánsdóttir, Runólfur Jónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Hilmar Friðsteinsson, Guðrún Örk Guðmundsdóttir, Hallgrfmur Jónasson, Ólaffa Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, UNA THORARENSEN, Stigahlfð 4, sem lóst föstudaginn 2. okt. sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 12. okt. kl. 13.30. Þorsteinn Thorarensen, Ástrfður Thorarensen, Davfð Oddsson, Skúli Thorarensen, Sigrfður Þórarinsdóttlr. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi. Jóhanna Guðmundsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Hreinn Gunnarsson. JenseyM. Kjartans- dóttirfrá Hesteyri fjarðarsýslu. Hún giftist afa mínum, Borgari G. Guðmundssyni, 12. nóv- ember 1933. Þau hófu búskap á Hesteyri sama ár til ársins 1947, er þau fluttu suður í Hafnir á Reykjanesi. Þau eignuðust fjóra syni. Afi dó 26. nóvember 1985 eftir langvarandi veikindi. Þegar ég settist niður og leit yfir farinn veg kom ýmislegt fram í hugann. Eg var svo lánsamur að alast upp í nágrenni við ömmu og afa í Höfn- unum. Þangað gat ég leitað þegar mér lá eitthvað á hjarta. Fyrir litla forvitna sál átti amma sæg af bók- um til að fletta og skoða. Eins var hún óþreytandi að segja mér sögur að vestan, úr hrífandi en hrikalegu umhverfi af heimaslóðum, af mönn- um og skepnum, vinnuhörku og veðurfari. Margan vettlinginn og sokkinn pijónaði hún á mig, oft fagurlega skreytta munstri. Þegar ég óx úr grasi og fór í heimavistarskóla rétti hún að mér böggul og sagði si sona: „Héma vinur, þú verður að eiga eitthvað utan um sængina þína.“ Þegar ég opnaði böggulinn kom heimasaumað sængurver, koddaver og lak í Ijós. Það sama gerði hún einnig þegar ég stofnaði mitt eigið heimili. Amma kom úr umhverfí þar sem Fædd 18. ágúst 1907 Dáin 5. október 1987 Elskuleg amma mín, Jensey Magða- lena Kjartansdóttir, hefur loks fengið langþráða hvíld, áttræð að aldri. Hún var fædd 18. ágúst 1907 á Sléttu í Sléttuhreppi í Norður-ísa- Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð I Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Hallgrími og fjölskyldu hans. Elín amma okkar átti heima í Vestra- íragerði, og hjónin þar, Guðný og Jón, fögnuðu tveim höndum sér- hverjum gesti og eins þótt í hlut ætti labbakútur á borð við mig. Hallgrími kynntist ég best af systk- inunum, enda við á svipuðu reki. Oft gladdi hann mig og hvatti í gamla daga, og alltaf var gott að spjalla við hann, fræðast af honum og eiga hann að. Hallgrímur virtist dálítið hijúfur viðkomu í fljótu bragði, eins og fleiri af kyni Þuríð- ar formanns, en undir skelinni duldist kvika. Hann var glettinn og hláturmildur þegar vel lá á honum. Hann unni og söng og hljóðfæras- lætti og átti ekki langt að sækja slíkar hneigðir. Jón í Iragerði var orðlagður söngmaður, og börn hans erfðu þá gáfu í ríkum mæli. Mest þótti mér þó til um dreng- lund Hallgríms og einlægni. Aldrei vissi ég hann tala um hug sinn þveran eða hika við að liðsinna þeim sem höllum fæti stóðu. En hann hló að oflátum sem þóttust meiri en þeir voru og gerðu sig að fíflum. Hins vegar var hann dulur á einkamál sín og flíkaði naumast tilfinningum. Sagt var um Hallgrím ungan að hann væri „mömmudrengur". Mig undrar það ekki. Hann líktist mjög Guðnýju móður sinni og hændist fast að henni bam. Það var honum lán. Vænni konu en Guðnýju gat ekki, þó að hvorki teldist hún há í lofti né mikil á velli. Það munaði um hana. Hún var þvílíkur höfðingi að ég hélt hana stórefnaða allan minn bamsaldur. Og ekki latti Jón hana góðgerðanna. Leiðir okkar Hallgríms Jónssonar skildi á bemskudögum okkar. Ég hvarf til Vestmannaeyja og síðar Reykjavíkur, en hann sat um kyrrt heima á Stokkseyri. Gott var að spyija að honum famaðist vel og indælt að hitta hann að máli og fínna að hann var eins og forðum. Tryggð 0g ræktarsemi Hallgríms var einstök. Frændgarðurinn kring- um hann bar honum líka fagurt vitni þegar stundir Hðu. Sumarið í ár hefur verið bjart og hlýtt austanfjalls og yrkjur far- sælar á sjó og landi, moldin fijó og hafíð gjöfult. Svo haustar snögg- lega að, og þá er Hallgrímur allur. Ég samhryggist ástvinum hans og skylduliði og áma honum framliðn- um góðs. Helgi Sæmundsson fólk þurfti að leggja mikið á sig til að hafa ofan í sig og á. Hún var af þeirri kynslóð manna sem hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf og búið okkur undir lífsbaráttuna. Umfram allt vertu heiðarlegur og sjálfum þér sam- kvæmur og bugastu ekki þótt á móti blási em eiginleikar sem ég meðal annars lærði að meta í upp- vextinum hjá ömmu og afa. Síðustu tvö árin dvaldi amma á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði, þar sem vel var búið að henni. Ég kann starfsfólki á Garðvangi bestu þakkir fyrir góða umönnun og hlý- legt viðmót. Ég þakka ömmu samfylgdina. Keddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.