Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 31 Mikhail Gorbachev vill fund með Kohl kanslara Bonn, Reuter. MIKHAIL Gorbachev Sovétleið- togi hefur látið þau boð ganga til stjórnvalda í Vestur-Þýska- landi að hann sé reiðubúinn til að eiga viðræður fljótlega við Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands. Samkomulag ríkjanna hefur farið batnandi að undanförnu en fyrir tæpu ári móðgaði Kohl Sovétmenn með því að líkja Gorbachev við Jósef Göbbels, áróðursmeistara Adolfs Hitler. Friedhelm Ost, talsmaður vest- ur-þýsku ríkisstjómarinnar, sagði Anatoly Dobrynin, einn helsta ráð- gjafa Gorbachevs á sviði utanríkis- mála, hafa afhent Kohl bréf frá Gorbachev þar sem stungið var upp á fundinum og hvatt til þess að unnið væri að bættri sambúð ríkjanna. Dobrynin er nú staddur í Bonn og mun hann næstu daga eiga viðræður við vestur-þýska ráðamenn. Talsmaðurinn sagði Kohl hafa tekið vel í hugmynd Gorbachevs. Ákveðið hefði verið að utanríkisráð- herrar ríkjanna tveggja, þeir Hans-Dietrich Genscher og Eduard Shevardnadze, myndu vinna að undirbúningi fundar leiðtoganna en sovéski utanríkisráðherrann er væntanlegur til Vestur-Þýskalands síðar á þessu ári. Samskipti ríkjanna versnuðu snarlega á síðasta ári er Kohl lagði áróðurstækni Gorbachevs að jöfnu við hæfileika Jósefs Göbbels á þessu sviði. Kanslarinn sagði ummæli sín hafa verið slitin úr samhengi og baðst ekki formlega afsökunar. Samkvæmt skoðanakönnun sem vestur-þýsk sjónvarpsstöð fram- kvæmdi og birt var í gær fer stuðningur Vestur-Þjóðveija við Gorbachev vaxandi. Af þeim rúm- lega 1.000 mönnum sem þátt tóku í könnuninni sögðust 76 prósent treysta Sovétleiðtoganum en í sam- bærilegri könnun sem framkvæmd var í maí á síðasta ári kváðust 52 prósent bera þann hug til hans. Þriðjungur aðspurðra sögðust álíta að herafli Sovétmanna væri ógnun við öryggi Vestur-Þýskalands en í könuninni í fyrra var helmingur aðspurðra þessarar skoðunar. Ekkert vatn er í veggrörinu, þegar skrúfað er fyrir VÁRGÁRDA utanhússkranann. Tvœr gerðir, önnur fyrir lykil og skrúfhjól (allt að 400 mm veggi), hin með lykli (allt að 600 mm veggi). ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK Tyrkland: Almenningur hefur snúið baki við vinstri mönnum Ankara, Reuter. KLOFNINGUR í röðum vinstri manna í Tyrklandi kann að leiða til fylgishruns þeirra i þingkosningum, sem fram fara í næsta mánuði. Vinstri flokkar nutu traustrar stöðu á þingi áður en herforingjar frömdu valdarán árið 1980 en sökum innbyrðis deilna hefur vinstri mönnum ekki tekist að hefta sókn hægri afla í landinu. Stjómmálaskýrendur segja vinstri menn hafa tapað miklu fylgi sökum sundurlyndis þeirra auk þess sem almenningur hafi gert þá ábyrga fyrir óeirðum og uppþotum á síðasta áratug sem kostuðu rúmlega 5.000 manns lífíð. Vinstri menn hafí notið al- menns fylgis í tilteknum borgum landsins en á undanfömum ámm hafi þau vígi fallið eitt af öðm vegna vinsælda Turguts Ozal for- sætisráðherra og stefnu hans í viðskipta- og efnahagsmálum. í septembermánuði samþykktu landsmenn í þjóðaratkvæða- greiðslu að stjómarandstæðingar, sem settir höfðu verið í tíu ára bann í kjölfar valdaránsins, mættu á ný hefja afskipti af stjómmálum. Bulent Ecevit, fyrr- um forsætisráðherra, tók þá við sem leiðtogi Lýræðislega vinstri- flokksins af eiginkonu sinni. Lagði hann til að flokkurinn myndaði bandalag með tyrkneska Alþýðu- flokknum fyrir þingkosningamar í nóvember. Þegar Ecevit, sem í eina tíð naut mikillar hylli vinstri manna, kom til fundar við Erdal Inonu, leiðtoga Alþýðuflokksins, fékk hann fremur kaldar kveðjur og létu flokksmenn ófeimnir í ljós álit sitt á honum. Fundur þeirra varð árangurslaus. Allt frá því Lýðræðislegi vinstriflokkurinn var stofnaður árið 1985 hefur verið rætt um sameiningu flokkanna en af henni hefur ekki orðið eink- um vegna deilna um hver skuli leiða hinn nýja flokk. í skoðanakönnun sem birt var nýlega kváðust 13 prósent að- spurðra ætla að kjósa vinstri flokkana tvo en 48 prósent sögð- ust styéja Turgut Ozal og flokk hans, Föðurlandsflokkinn., sem hefur mikinn meirihluta á þingi. Um tíu prósent kváðust ætla að greiða flokki Suleymans Demriel, fyrram forsætisráðherra landsins, atkvæði sitt. Heimildarmenn Re- uíers-fréttastofunnar segja að erfíðleika stjómarandstöðuflok- kanna megi einnig rekja til þess að kynslóðaskipti hafí átt sér stað á þeim tíma sem leiðtogum þeirra var meinuð þáttttaka í stjóm- málum. Sri Lanka: Friðargæslu- sveitir Ind- verja í bar- dögum við skæruliða Colombo, Sri Lanka, Reuter. Friðargæslusveitir Indverja á Sri Lanka áttu ígær í bardögum við skæruliða tamíla. Á fimmtu- dag handtóku þeir að minnsta kosti 98 skæruliða tamíla. Að- gerðir sveitanna miða að því að koma aftur á vopnahléi eftir að skæruliðar myrtu um 180 manns. Anura Gunasekera, talsmaður stjómar Sri Lanka, sagði að sveitir Indveija hefðu eflt gæslu á norður- og austurhluta eyjarinnar til þess að kveða niður hryðjuverkaöldu öflugustu skæraliðasveita tamíla, Tígranna. Embættismenn segja að 178 menn hafí beðið bana síðan átök hófust á þriðjudag, þar á meðal tveir háttsettir embættismenn. Haft var eftir indverskum heimildar- mönnum að friðargæslusveitir hefðu handtekið fjölda skæraliða. Útvarpið á Sri Lanka sagði að leið- togi Tígranna, Velupillai Prab- hakaran, yfírheyrður. Ekki var sagt hvort hann hefði verið handtekinn. Fer inn á lang flest heimili landsins! HVAÐA BÍL FÆRÐU FYRIR 290.000? Verd 530 nýrra bíla á 15 síöum. Fjölbreytt bílaefni. Nýkomid á blaösölustaöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.