Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 43 Minnisblað Verslunarráðs íslands um þjóðhagsáætlanir 1980—87: Tilhneiging til þess að vanmeta mikilvægar þjóðhagsstærðir VERZLUNARRÁÐ íslands hefur gert yfirlit yfir þjóð- hagsáætlanir árin 1980-87 og skoðað þær í ljósi reynsl- unnar. Hér er birt í heild þetta yfirlit Verzlunarráðsins. 1. Á þessu minnisblaði er yfirlit þess að ná jafnvægi í viðskiptum yfir þjóðhagsáætlanir og hvemig þær hafa komið út í raun, en þær áætlanir hafa verið gerðar allt frá árinu 1980. í þjóðhagsáætlun er jafnan sett fram hin almenna efna- hagsstefna ríkisstjómarinnar á hveijum tíma og áætlun um fram- vindu helstu þjóðhagsstærða á næsta ári. Ný þjóðhagsáætlun er væntanleg í næstu viku og það er eðlilegt að hún sé skoðuð í ljósi við önnur lönd. Þá hefur ríkisstjómum jafnan mistekist að standa við áform sín um samneyslu. „Meðaláætlun" ger- ir ráð fyrir 0,6% aukningu sam- neyslu en í raun hefur samneyslan aukist um 4,3% að meðaltali á ári á tímabilinu. 4. í töflu 1 eru sýndar meginnið- urstöður fyrir tímabilið 1980 til 1987. 5. Þjóðhagsáætlamir standast mismunandi fyrir einstakar þjóð- hagsstærðir. A töflu 2 sést hversu oft áætlanir hafa falið í sér vanmat eða ofmat á viðkomandi stærð. Sérstaklega er athyglisvert að sam- neysla hefur alltaf orðið meiri en áætlun hefur gefið til kynna en það er þó sá þáttur sem ríkisstjómir eiga helst að hafa á valdi sínu. Ennfremur hefur aukning þjóðar- framleiðslu alltaf verið vanmetin. Tafla2. Frávik frá áætlun til útkomu. Ofmat Vanmat 0 8 2 6 1 7 0 8 3 5 3 5 4 4 Þjóðarframleiðsla Þjóðartekjur Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Innfl. vöm & þj. Útfl. vöm & þj Heimildir: Þjóðhagsáætlanir, ÞHS. 6. Í töflu 3 er yfírlit yfir verð- bólgumarkmið í þjóðhagsáætlunum og verðbólguna eins og hún varð í raun. Miðað er við hækkun fram- færsluvísitölu frá upphafí til loka hvers árs. Þessi verðbólgumarkmið hafa iðulega verið sett fram á loð- inn hátt, þrátt fyrir að nákvæmir útreikningar hafi legið að baki. Héi er reynt að „þýða“ í hreinar tölui það orðalag sem notað hefur verif á hvetjum tíma. Það kemur væntan- lega engum á óvart að verðbólgan hefur oftar en ekki verið meiri en að var stefnt. Tafla 3. Verðbólgumarkmið og verðbólga Hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka árs. Markmið þháætl. Raun 1980 40 60 1981 40 41 1982 27 64 1983 40-45 71 1984 12-14 23 1985 9 34 1986 12-14 13 1987 4-5 21 (spá) Heimildir: Þjóðhagsáætlanir, ÞHS^- Hagstofa íslands. Tafla 1. Samanburður á þjóðhagsáætlunum og útkomu 1980—1987 — magnbreytingar í % milli ára. Þjóðarframleiðsla Þjóðartekjur Einkaneysla Samneysla Fj ármunamyndun Innflutningur vöru og þjónustu Útflutningur vöru og þjónustu Heimildir: Þjóðhagsáætlanir, ÞHS. (Ath. — 1. Utkoman fyrir árið 1987 er byggð á horfum í júlí skv. Þjóð- hagsstofnun. Tölumar eiga eflaust eftir að breytast lítilsháttar þegar nýjustu tölur koma, þó á þann hátt að frávik verða fremur meiri en minni. 2. Þar sem frávik em reiknuð sem geometrísk meðaltöl og vegna auka- stafa em þau ekki beinn mismunur útkomu og áætlunar.) Meðal- Meðal- Meðal- áætlun útkoma frávik 0,0 2,9 2,9 0,2 2,5 2,4 0,0 3,6 3,6 0,6 4,3 3,9 -f- 2,6 + 0,9 1.4 0,2 4,5 4,4 3,6 3,3 + 0,3 þess hvemig fyrri áætlanir hafa reynst. 2. Meginniðurstaðan er sú að í þessum áætlunum er tilhneiging til að vanmeta ýmsar mikilvægar þjóð- hagsstærðir, sérstaklega innflutn- ing, einkaneyslu, samneyslu og hagvöxt. Þannig hafa þjóðhags- áætlanir, þegar þær em skoðaðar saman yfir allt tímabilið frá 1980 til 1987, gert ráð fyrri „núll“ vexti þjóðarframleiðslu en að meðaltali hefur þjóðarframleiðslan aukist um tæp 3% á ári. Hin „dæmigerða" þjóðhagsáætl- un hefur sýnt um 3—4% magnaukn- ingu útflutnings vöm og þjónustu og „dæmigert" markmið ríkis- stjóma hefur verið að halda inn- flutningi í skefjum og takmarka einkaneyslu og samneyslu og ná þannig jafiivægi í viðskiptum við útlönd. Sé slíkri stefnu framfylgt má búast við slökum hagvexti það árið sem jafnvæginu er náð en þjóð- arframleiðslan getur síðan vaxið ár frá ári, væntanlega meira en ella. Þetta „dæmigerða" markmið er meginástæðan fyrir því að „meðal- áætlun" felur í sér „núll“ hagvöxt 3. Ástæðumar fyrir því að áætl- animar hafa ekki staðist betur en raun ber vitni em margar. Ytri skilyrði hafa t.d. iðulega breyst svo sem árið 1983 þegar afli dróst sam- an og á ámnum 1986 og 1987 þegar saman fóm lágt olíuverð, hátt út- flutningsverð og góðæri til lands og sjávar. Aðalástæðan er hins vegar sú að ríkisstjómir hafa almennt ekki fylgt þeirri stefnu sem boðuð er í þjóðhagsáætlunum. Hið „dæmi- gerða" markmið um að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur ekki verið jafn staðföst stefna þegar á hefur reynt. Fýrst og fremst hefíir mistekist að standa við áform um innstreymi erlends lánsfjár þótt það hafi verið aðallega á ábyrgð rfkisins að taka lánin og margs konar viðjar hafi verið á lántökum einkaaðila. Höft á fjánnagnsviðskipti einkaaðila við önnur lönd hafa því ekki skilað árangri heldur jafnvel gert illt verra. Reyndar má sjá að fjármagns- markaðurinn hafi almennt liðið fyrir ofsfjóm sfjómvalda þegar vöxtum var haldið niðri og lánsfé skammt- að. Þær aðferðir til þess að ná tökum á peningamálum þjóðarinnar sýndu sig að duga ekki, hvorki til þess að ráða við verðbólgu né til Áætlaðar • og raunverulegar magnbreytingar helstu hagstærða 1980 1981 1982 1983 1984 1980-1987. 1985 1986 1987 Meðaltal 1980-1987 Þjóðar- Áætlun 0,0 0,6 0,5 + 3,3 + 2,4 1,8 1,3 3,1 0,2 tekjur Raun 1,6 1,9 + M + 4,2 2,9 3,6 8,6 7,6 2,5 Frávik 1.6 1,3 + 1,6 + 0,9 5,3 1,8 7,3 4,5 2,4 Þjóðar- Áætlun + 1,0 1,1 1,0 + 4,7 + 2,4 2,2 1,6 2,1 0,0 framl. Raun 2,8 3,9 1,9 + 2,7 2,9 3,1 6,3 5,2 2,9 Frávik 3,8 2,8 0,9 2,0 5,3 0,9 4,7 3,1 2,9 Einka- Áætlun + 2,0 1,0 2,0 + 0,6 + 4,0 1,0 1,5 1,5 0,0 neysla Raun 0,0 7,7 5,6 + 6,4 2,7 5,0 6,5 8,5 3,6 Frávik 2,0 6,7 3,6 + 5,8 6,7 4,0 5,0 7,0 3,6 Sam- Áætlun 1.0 1,0 1,0 0,0 + 2,0 1,0 1,0 1,7 0,6 neysla Raun 2,0 5,0 5,5 5,5 0,2 6,2 6,5 4,0 4,3 Frávik 1,0 4,0 4,5 5,5 2,2 5,2 5,5 2,3 3,9 Fjármuna- Áætlun 5,0 + 5,6 + 6,9 -*■ 8,0 + 5,5 1,2 + 2,5 2,2 + 2,6 myndun Raun 8,7 2,1 + 0,5 + 12,3 + 8,9 1,0 + 2,2 6,6 + 0,9 Frávik 3,7 7,6 6,4 + 4,3 + 3,4 + 0,2 0,3 4,4 1,4 Innfl. Áætlun 1,1 + 0,4 1,1 + 5,0 + 0,3 0,9 1,3 3,5 0,2 vöru & þj. Raun 3,7 8,6 + 1,1 + 5,7 10,1 9,7 0,3 12,1 4,5 Frávik 2,6 9,0 + 2,2 + 0,7 10,4 8,8 + 1,0 8,6 4,4 Útfl. Áætlun 2,4 3,5 3,5 6,1 3,5 2,3 3,6 4,0 3,6 vöru&þj. Raun 2,7 1,9 + 9,7 10,3 3,0 11,0 6,2 2,2 3,3 Frávik 0,3 + 1,6 + 13,2 4,2 + 0,5 8,7 2,6 + 1,8 + 0,3 Afmæliskveðja: Erlendur Ólafsson Ég man ekki hvort það var í lok stríðsins eða skömmu eftir, að ég var eitt sinn sem oftar, að vinna við höfnina, en ég man það greini- lega að við vorum að taka af bíl frystan físk f kössum, sem skipað var út í breskt skip. Þá vom hvorki lyftarar né bretti og við unnum tveir saman við að taka af bílnum. Þetta var keikur strákur sem með mér var og við hömuðumst við verkið. Ekki var það nú af trú- mennsku eða ofurást á Eimskip sem þessi fyrirgangur var á okkur, við vomm ungir og kröftugir og það var galsi í okkur og við þráðum einhveija tilbreytingu á löngum vinnudegi hafnarinnar. Nú, það var alltaf að koma til okkar maður, virðulegur, snyrtilega klæddur, prúður í fasi og hélt á tréspjaldi með áfestri pappablokk sem hann skráði á kassafjöldann. Hann lagði ríka áherslu á að ekk- ert færi ótaiið um borð. Vð vomm nú svona mátulega samviskusamir við það, töldum okk- ur rétt færa um það sjálfa, enda þurfti hann að telja af fleiri bílum. Einhveiju sinni fór heisi um borð án þess að þessum prúða manni gæfist kostur á að telja. Við vomm hinir breiðustu með okkur, þóttumst hafa gert nógu vel sjálfir og kannski vomm við svona hálfpartinn að vonast til að geðró þessa stillta manns spilltist svo við mættum hafa nokkra skemmtan af. Maðurinn hafði af okkur grínið. „Þetta máttuð þið ekki gera, dreng- ir mínir,“ sagði hann hógværlega, vatt sér um borð og lét telja þar aftur og viti menn: Það var einum kassa of mikið á heisinu. Við bjuggumst við reiðum manni, en þar brást okkur bogalistin. Han rétti okkur höndina, kjmnti sig með fullu nafni. „Finnst ykkur kaupið lágt, piltar mínir?" sagði hann. „Já, ég skal segja ykkur, þið hækkið það ekki með þVí að gefa Bretanum nokkra kassa af fyrsta flokks freð- fiski." Það kom svo á okkur við þessi viðbrögð að við gættum þess vand- lega eftir að hlýða honum og gæta vel talningarinnar og vomm við þó ekki gefnir fyrir að halda frið við menn. Þessi maður var Erlendur Ólafs- son, sem er níræður í dag, og mér finnst þessi æskuminnig mín frá höfninni ákaflega táknræn fyrir manninn, hógværð hans og fast- lyndi. Erlendur er fæddur lO.október 1987 á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og ólst þar upp með foreldmm og stómm hópi systkina. Þegar Erlendur var um tvítugt féll faðir hans frá og Erlendur bjó áfram með móður sinni og systkin- um. Tæplega þritugur kvæntist hann glæsilegri ungri stúlku úr sömu sveit, Onnu Jónsdóttur frá Kaldárbakka. Eins og þessi trausti maður hefur verð farsæll í öllum sínum störfum hefir hann ekki síður verið farsæll í einkalífínu. Beinvaxna, bjartleita heimasætan frá Kaldárbakka hefur verið lífsfömnautur hans síðan alla tíð og eiga þau fjögur uppkomin böm. Hraust og myndarlegt fólk, stolt og gleði foreldra sinna. Það er ávallt sérstök ánægja okkar í Dagsbrún, ekki síst á hátíð- arstundum, þegar þau hjón, Anna og Erlendur, gleðja okkur með nærveru sinni og prýða hópinn. Árið 1935 flytja þau hjón til Reykjavíkur. Þá var kreppa og at- vinnuleysi og gekk Erlendur í alla vinnu sem var að hafa. Þá var mulið hér gijót og kallað atvinnu- bótavinna. Undir stríð fer hann að vinna hjá Eimskip við höfnina, þar var hann síðan sína starfáævi. Húsnæði var leiguhúsnæði, hvar sem fékkst, í húsnæðisleysi kreppu og seinni stríðsára, en heimili þeirra var ávallt hreint og snyrtilegt og hlýtt heim að sækja, hvar sem þau bjuggu. Árin 1944 til 1952 var Erlendur í vara- og aðalstjóm Dagsbrúnar auk flölmargra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Glöggskyggni hans og festa og einstök regusemi olli því að hann var eftirsóttur til félagsstarfa. Fljótlega eftir að hann byijaði að vinna við höfnina fór hann að vinna við skrifarastörf hjá Eimskip. í þau störf var hann tilvalinn vegna framangreindra kosta. Síðan færðust störf hans inn á skrifstofu. Þessi skrifstofa var ekki í „Hvíta húsinu", heldur uppi á lofti í gamla pakkhúsinu. Þar vom þeir lengst af tveir, hann og Siguijón Jónsson. Þetta vom einstakir menn og verk þeirra að ýmsu leyti undraverð. Verkamenn hja Eimskip vom marg- ir, í þá daga mjög misjafnlega margir. Það gat verið á bilinu frá þijú hundmð til yfir fímm hundmð manns. Allt var handskrifað og handfært og með hveiju launaum- slagi fylgdi listi þar sem hver vinnudagur var útfærður. Það er eiginlega útilokað í dag að skýra út hversu frábær vinna þaraa var unnin. Allt rétt og ná- kvæmt, hvort sem í vinnu vom um þijú hundmð manns eða talan færði sig vel á sjötta hundraðið. Þegar mest vora umsvif og annir mestar fengu þeir höfuðsniilinginn Vil- hjálm Þorsteinsson til að vinna með sér. Ó, hvað ég treysti þessum mönn- um miklu betur en tölvunum í dag. Það vora engar villur í forritinu hjá'" þeim. Á föstudögum komu allir að sækja kaupið sitt, þrömmuðu upp brattan, þröngan stigann upp á loft- ið. Þeir Erlendur, Sigurjón og Vilhjálmur þekktu alla og engu skeikaði. Það vom dýrlegar stundir að koma þama í heimsókn. Erlendur var svo skemmtinn og ræðinn og það komu upp svo margar sögur og ævintýr. Þeir gátu hitað sér kaffi á smáplötu sem var þama og gáfu manni í bolla, en ekki mátti maður doka lengi við. Það var svo mikið að gera. Þrátt fyrir langa vinnuævi f Reykjavík hefur hann Erlendur alla'* tíð verið mikill bóndi í sér. Hér áður fyrr á áram fór stjóm Dagsbrúnar í smáferðalög, flest sumur, dagsferð. Það er siður sem ég sakna. Hannes Stephensen sagði mér að í þessum ferðum hefði Er- lendur vandlega gætt að slægjum og væntanlegum heyfeng og hvem- ig sauðfé hefðist við í högum og hvort dilkar væra vænir. Hún er römm, taugin til sveitarinnar. Alla tíð hefur Erlendur Ólafsson verið traustur Dagsbrúnarmaður og einlægur verkalýðssinni og oft hef- ur Dagsbrún fengið að njóta hæfíleika hans. Þegar Erlendur varð sjötugur honum sagt upp störfum hjá Eim- skip vegna aldurs. Ég held ég muni rétt að hann hafi hætt störfum í tvo eðá þijá daga, þá fór eitthvað úrskeiðis og han var beðinn að koma aftur og bjarga málunum í svona viku til tíu daga. Þessir tíu dagar urðu að tíu ámm. Svo lengi naut Eimskip starfskrafta þessa ágæta manns. Nú á Erlendur níutíu ára afmæli í dag. Hann hefur verið hress og brattur fram til þessa. Einhver lasleiki þurfti þó endi- lega að hrella hann, núna rétt fyrir - afinælið. Ég vona hann hressist fljótt og vel svo við megum enn njóta þess að hitta þau hjón, hvort heldúr sem er á glæsilegu heimili þeirra í Stigahlíð 12 eða á mann- fundum hjá Dagsbrún. Dagsbrún sendir hugheilar kveðj- ur og góðar óskir. Guðmundur J. Guðmundsson '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.