Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 41 Mál og menning: Þrjár kiljur MÁL OG menning hefur gefið út þrjár kiljur með verkum rússneskra höfunda. Þær eru Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskí í tveimur bindum og Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogol. í frétt frá útgefanda segir: Glæp- ur og refsing kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1984 í íslenskri þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur. Sagan gerist í Péturs- borg á árunum upp úr 1860; ört vaxandi stórborg, iðandi af litríku mannlífi. í miðdepli er einfarinn Raskolníkof, tötrum búinn stúdent sem svífst einskis til þess að gera stórmennskudrauma sína að veru- leika. Sögunni er skipt í tvö bindi, 241 og 232 bls. að stærð. Skáldsagan Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogol er háðsk lýsing á því ástandi sem ríkti í Rússlandi á 4. áratug síðustu aldar. Aðalpersónan, Tsjitsjikof, er óprúttinn braskari sem gerir sér dauðar sálir að fé- þúfu en hverfur svo með alla peningana. Frásögnin er gædd þeirri kímni og orðsnilli sem höfund- urinn varð svo þekktur fyrir. Magnús Magnússon þýddi söguna sem kom fýrst út hér á landi árið 1950 en hefur um árabil verið ófá- anleg. Bókin er 331 bls. að stærð. Kiljurnar eru prentaðar hjá Nor- haven bogtrykkeri a/s í Danmörku en Teikn sá um hönnun á kápum. Bergljót Leifsdóttir: Flórensbréf Ungfrú Italía missir titílinn Sigurvegarinn að þessu sinni var Michela Rocco di Torrepadúla, 16 ára þýsk-ítölsk dóttir prins frá Napólí. í fyrri keppninni var hún kosin ungfrú glæsileiki og var hún talin hafa margt til að bera fram yfir hina keppendurna og töldu margir hana vera hinn siðferðilega sigurvegara frá byijun. Auk menntaskólanáms er hún i tónlistarnámi, en draumur hennar er að verða leikkona. Þann 6. september sl. var hald- in keppni um titilinn ungfrú Ítalía 1987. Hlutskörpust varð Mirka Viola, 19 ára ljósmyndafyrirsæta frá Forli. Auk titilsins ungfrú ít- alía hlaut hún þrjá aðra titla og er það í fyrsta sinn sem ungfrú Ítalía tekur til sín svo marga titla. Við krýninguna runnu tárin niður kinnar Mirka, en daginn eftir urðu tárin ekki lengur gleði- tár, heldur sorgartár, því þá höfðu blaðamenn komist að því, að hin nýkjöma fegurðardrottning gift- ist 26. desember 1985 fertugum kvikmyndaframleiðanda, Enzo Galla, og á með honum 20 mán- aða gamlan son. Þegar Mirka er spurð, hvers vegna hún hafi sagt að hún væri ógift, þegar hún skráði sig í keppnina, svarar hún: „Já, þegar ég skráði mig í keppn- ina vissi ég að ég væri að bijóta reglurnar, en allt umstangið og sú auglýsing, sem ég hlyti við að taka þátt í keppninni, hafði mikla þýðingu fyrir mig og þá sérstak- lega fyrir starfsframa minn sem fýrirsæta. Ég vildi einnig sýna fram á það, að gift kona og móð- ir geti verið fegursta kona Ítalíu, og mér tókst það. Slagorð um titilinn ungfrú ít- alía hefur um árabil verið: „Keppnin um titilinn ungfrú Ítalía er einungis leikur," og tókst mér að sýna fram á það. En hinir kepp- endumir em á öðm máli og urðu mikil sárindi þegar raunvemleik- inn kom í ljós og sögðu hinar, sem komust í úrslit: „Mirka, hvernig gastu gert okkur þetta, takandi fjóra titla frá fjómm vinkonum þínum? Við munum aldrei fyrir- gefa þér þ'etta." Mirka segist ekki finna til neinnar sektarkenndar, en þegar forráðamenn keppninnar sviptu hana titlinum grét hún og sagði: „Þið getið ekki svipt mig titlinum. Hann er mér allt.“ í byijun október var keppnin endurtekin í heild og er það í fyrsta skipti sem það kemur fýrir í sögu keppninnar um titilinn „Ungfrú Ítalía". Var það ekki vandræðalaust að koma öllum keppendunum saman á nýjan leik. Ritað í Flórens í október. Almannavarnir: Viðbragðs- staða vegna Kröflu ALMANNAVARNIR ríkisins hafa sent frá sér viðvörun vegna aukinnar skjálftavirkni á Kröflu- svæðinu. Hratt landris kom fram á mælum við Kröflu og Leirhnúk um miðnætti í fyrrinótt og stóð þar til í gærmorgun. Síðdegis í gær hófst landris að nýju. Eiju Almannavarnir nú í viðbragðs- stöðu. í tilkynningu Almannavama kemur fram að Norræna eldfjalla- stöðin og vörður skjálftamæla í Mývatnssveit myndu auka eftirlit með mælum á meðan þetta ástand væri. Almannavamir ríkisins og Almannavamanefnd fylgdust einn- ig grannt með og gættu að við- búnaði sínum vegna Kröfluelda. Tekið er fram að aðeins sé um óvissuástand að ræða og engar visbendingar hafi komið fram um að eldgos sé í aðsigi. OTDK HUÓMAR BETUR ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag 10. október kl. 11 árdegis. Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta í safnaöar- heimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Guösþjónusta Selja-- sóknar í Árbæjarkirkju kl. 14. Ferming og altarisganga. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta í Breiðholts- skóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Sókn- arprestur. BUSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antons- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jónas Þórir. Sr. Ól- afur Skúlason. Kvenfélags- og bræðrafélagsfundur rnánudags- kvöld. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmið- dag. (Ath. í Bústöðum.) DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardag 10. október. Barnasam- koma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag 10. október: Barnasamkoma í kirkj- unni kl. 10.30. Egill Hallgrims- son. Kl. 13.30: Setning Alþingis. Prestur sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Sunnudag kl. 11: Prests- WaWlf vígsla. Sigurður Guðmundsson biskup vígir cand. theol Jón ísleifsson til Suðlaugsdals- prestakalls í Barðastrandarpróf- astsdæmi. Sr. Þórir Stephensen lýsir vígslu og þjónar fyrir altari. Vígsluvottar auk hans eru sr. Flosi Magnússon, Bíldudal, sr. Hannes Guðmundsson, Fells- múla, og sr. Jónas Gíslason, dósent. Messa kl. 14. Organleik- ari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni prédikar. Organisti Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Fundur í æskulýðsfélag- inu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN íReykjavík: Laugar- dag 10. október: Fermingarbörn komi í kirkjuna kl. 14. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Fermdur verður Kjartan Biering Þórsson, Stífluseli 5. Fríkirkjukórinn syng- ur. Frú Ágústa Ágústsdóttir syngur stólvers. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kvenfélagsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 10. október: Samvera fermingar- barna kl. 10. Sunnudag: Messa kl. 11. Barnasamkoma á sama tima í safnaöarheimilinu. Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir- Guðspjall dagsins: Lúk. 14.: Jesús læknar á hvíldardegi.__________ bænaguösþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag: Opiðhúsfyriraldraða kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 13. Sr. Arngrímur Jóns- son. HJALLAPRESTAKALL í Kópa- vogi: Barnasamkoma kl. 11 ( Digranesskóla (aðaldyr). Foreldr- ar eru beðnir að hvetja börnin til að vera með og gjarnan að fylgja þeim. Sr. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Þórhallur Heimisson og Sverrir Guðjónsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 10. október: Guðsþjónusta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11. Sunnudag: Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 11. Börnin fá sérstaka fræðslu. Eftir guðs- þjónustuna verður boðið upp á létta máltíö á vægu verði. Strax eftir messuna verður stuttur fundur með foreldrum fermingar- barnanna. Mónudag 12. október: Æskulýðsfundur kl. 18. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Laugardag 10. október: Félagsstarf aldraðra. Ferð upp að Álafossi. Farið verð- urfrá kirkjunni kl. 15. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Muniö kirkjubílinn. Messa kl. 14. Fermd- ur veröur Aðalsteinn Hjálmars- son, Kaplaskjólsvegi, 51. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfélagsfund- ur kl. 20. Þriðjudag og fimmtu- dag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Laugardag 10. október: Kirkjumiðstöð Selja- sóknar verður tekin í notkun. Opið hús er í kirkjumiðstöðinni frá kl. 14—17. Húsið allt verður sýnt. Kaffiveitingar. Fjölbreytt tónlist. Sunnudag: Barnaguðs- þjónusta er í kirkjumiðstöðinni kl. 11. Fermingarguðsþjónusta er í Árbæjarkirkju kl. 14. Guðs- þjónusta í Ölduselsskóla fellur niður vegna fermingar. Sr. Val- geir Ástráðsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný og Solveig Lára tala við börnin og stjórna söng. í dag fá börnin kirkjubókina mína. Guðsþjónusta kl. 14. Organistl Sighvatur Jónas- son. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Nýir félagar boðnir velkomnir. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknarprestur. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðsþjón- usta fellur niður vegna héraðs- fundar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Einar Ey- jólfsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lóg- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. í októbermánuði er lesin Rósarkransbæn eftir lág- messuna kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Sunnudagaskóli kl. 14. Almenn samkoma kl. .20.30. Flokksfor- ingjar stjórna og tala. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Hámessa kl. 14. KFUM & KFUK, Amtmansstíg: Haustátak 1987. Samkoma kl. 20.30. Fórn Drottins. (Jes. 53, 1.—12.) Upphafsorð Sigurður Pálsson. RæðumaðurGeirGund- ersen. Söngur: Freedom Quart- ett syngur. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Frið- riksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefsspftala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Sóknarprestur. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimillnu kl. 11. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karls- sonar. Munið skólabílinn. HVALSNESKIRKJA: Héraðs- fundur Kjalarnesprófastsdæmis í samkomuhúsinu í Sandgerði í boði sóknarnefndar Hvalsnes- kirkju hefst kl. 9 og stendur fram eftir degi. Messa verður kl. 14 í kirkjunni. Sr. Örn Bárður Jóns- son, sóknarprestur í Grindavík, prédikar. Organisti Frank Herlufsen. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. *■ - EYRARB AKKAKIRKJ A: Barna- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Hveragerðiskirkja: Barnamessa kl. 11. Heilsuhæli NLFÍ, Hvera- gerði: Messa kl. 11. Þorláks- kirkja: Messa kl. 13. Fermingar- börn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðuð. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Bogarneskirkju kl. 10 og messa kl. 11. Guðs- þjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknarprestur. 3^ s % m 1.< .S' A m m m s li i ii ti M ititAMi ma j M.M sMMMhmm mM'BMMM:.* mmm wmm9-m-wíMMammmK-.mmMMmMmmm mm m m w w. 11 '■■■■■ aia uaaa—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.