Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 49 Bjargey Pétursdóttir frá Hælavík — Minnhig Fædd 5. júní 1902 og venslafólki votta ég mína dýpstu Dáin 30. september 1987 samúð. Haraldur Stígsson Þeim fækkar nú óðum sem settu svip á byggðina bak við björgin forð- um. Bjargey Pétursdóttir frá Hælavík er látin, horfin úr þessum heimi og minningin um mikilhæfa konu ein eftir í hugum okkar, sem vorum svo heppin að fá að kynnast henni. Mér er ljúft að minnast hennar, því þann- ig reyndist hún mér og mínum meðan leiðir lágu saman. Bjargey ólst upp á Homströndum, eða nánar til tekið í Hælavík, og átti heima þar í sveitinni öll bestu ár ævinnar. Ung að árum giftist hún æskuvini sínum, Sigmundi Guðnasyni, og með honum eignaðist hún átta böm. Sjö þeirra em enn á lífi og öll vom þau og em hið mann- vænlegasta fólk. Sigmundur var prýðilega hagorður og bömin kunna því flest einnig skil á þeirri íþrótt, þótt ekki hafi þau haft hátt um það. Sigmundur lést fyrir allmörgum ámm. Hjónaband þeirra Bjargeyjar og hans var farsælt alla tíð, enda áttu þau svipuð áhugamál um dag- ana, hann orti, en hún sagði frá svo vel að unun var á að hlýða. Oft bar mig þar að garði á mínum yngri ámm, bæði meðan þau áttu heima á Strönd- um og eins eftir að þau fluttu í Skutulsflörðinn. Þau tóku manni jafn- an tveim höndum og sjaldan skorti umræðuefnið, bæði svo ræðin og vel máli farin. Bjargey fylgdist vel með öllu því sem var efst á baugi í þjóð- félaginu á þessum ámm og tók fljót- lega ákveðna afstöðu til þeirra mála sem mestum deilum ollu hveiju sinni. Hálfvelgju og hentistefnu þoldi hún ekki og átti þá til að segja sína mein- ingu umbúðalaust, hvort sem öðmm líkaði vel eða illa. En hjartað var á sínum stað og ekkert mátti hún aumt sjá, smælingjamir og þeir sem vom minni máttar áttu samúð hennar óskipta alla tíð. Eftir að hún fluttist í SkutulsQörðinn tók hún þó nokkum þátt í félagsstörfum, einkum þó þar sem konur vom að verki og reyndi með öllum ráðum að láta gott af sér leiða. Einstaka sinnum áræddi ég að sýna þeim hjónum hugarsmíðar mínar og að fá þau til að láta álit sitt í ljós á frammistöðunni. Umsagpiir þeirra urðu mér ekki alltaf í vil, sem betur fór, og út frá þeim spunnust stundum langar orðræður um leirburð minn, lífið og tilvemna. Þau höfðu bæði óblandna ánægju af því að velta fyrir sér margslungnum viðhorfum fólks, og svo gagnorð vom þau stundum og sannfærandi, að maður fór allt í einu að sjá sitt eigið hugarfóstur í nýju og gerólíku ljósi. Það sem maður hélt sig vera að segja fékk smám saman allt aðra merkingu, varð jafn- vel að öðm hugarfóstri. En alltaf vom þó umsagnir þeirra til bóta og forðuðu mér líka stundum frá því að láta nokkum annan en þau fara hönd- um um framleiðsluna. Svo vel undi ég mér í návist þeirra að ég eyddi þar ófáum frístundum við að hlýða á það sem þau höfðu að segja frá liðn- um dögum. Hjá þeim áttu sveim- hugamir jafnan ömggt athvarf. Uppvaxtarár Bjargeyjar vom henni hugljúft umræðuefni og þó að þau væm ekki alltaf dans á rósum reynd- ust ánægjustundimar hinum minnis- stæðari. Litla víkin hennar bak við bjargið, þar sem brimið flæddi stund- um upp á bakkann og inn i bæjar- göngin og stormamir næddu um menn og málleysingja dögum og vik- um saman, og þar sem ofankoman og skafrenningurinn færðu híbýli og öll kennileiti í kaf; hún átti einnig, eins og hinar víkumar, sitt vor, sína „náttlausu voraldarveröld". Og við þær stundir dvaldi Bjargey lengst af er hún minntist æskustöðvanna á þessum hjara veraldar, þar sem auðn- in ríkir nú ein og enginn hlustar lengur á brimhljóð eða bjargfuglaklið. Bjargey var ágætur upplesari, flutti mál sitt með sérstökum hreim sem knúði fólk til að leggja við hlustir. Hún var hávaxin og fyrirmannleg í framgöngu og festa og rósemi fylgdu henni hvar sem hún fór. Nú síðustu árin hefur hún átt við mikla vanheilsu að stríða og dvalið að mestu á sjúkra- húsi ísafjarðar af þeim sökum, og þar andaðist hún 30. september síðastlið- inn, 85 ára að aldri. Blessuð sé minning hennar. Eftirlifandi bömum hennar, vinum Látin er vestur á Ísafírði Bjargey Halldóra Pétursdóttir. Hún var fædd 5. júní 1902. Hún var tengd fjölskyldu minni sterkum böndum, fóstursystir föður míns og gift móðurbróður mínum, Sigmundi Guðnasyni, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Þar að auki bjuggu þau hjónin í tvíbýli með foreldmm mínum í mörg ár í Hælavík á Homströndum. Þegar ég hugsa til baka til æsku- stöðvanna og æskuáranna hrannast minningamar upp. Ég man er móðir mín var að heiman og lítil stúlka gat ekki sofnað, að Bjargey kom og sett- ist við rúmið hennar og upphóf sína björtu og fögru söngrödd, sem hljóm- aði svo vel í eyrum litlu stúlkunnar og fyllti lágreista baðstofuna þeim friði og unaði, sem lokaði þreyttum brám. Heimsóknir til þeirra hjóna i Hombjargsvitann, en þar var Sig- mundur vitavörður, gleymast heldur aldrei. Þeir yndislegu vordagar og björtu nætur er við frænkur, tvær yngstu dætur þeirra hjóna og ég, nutum samverunnar þar, og hún dekr- aði við okkur á allan þann máta, sem hægt var að hugsa sér. Því höfðings- lund hennar og gestrisni átti sér engin takmörk og ástúðin sem hún sýndi okkur, unglingsstúlkunum, var ómæld, og hvað hún gat tekið mikinn þátt í skrafi okkar og hlegið dátt með okkur af því sem okkur datt í hug, sem hefur nú kannski ekki alltaf ver- ið sem gáfulegast. En þessir dagar em löngu liðnir og allar heimaslóðir komnar í eyði, utan Hombjargsvitans, og allt það fólk, sem ól þar aldur sinn um lengri eða skemmri tíma, dreift um landið, eða horfið yfir móðuna miklu. En elskusemi og mannkostir þeirrar konu, sem hér er minnst, gleymast aldrei þeim er þeirra nutu. Ég ætla ekki að rekja ættir hennar eða æviferil, það gera trúlega aðrir, því þetta á aðeins að vera vinar- kveðja og þakkir fyrir allar samvera- stundimar, sem ég átti með henni og fjölskyldu hennar frá fyrstu tíð, ekki bara sem bam norður á Homströnd- um, heldur einnig á fsafirði, þar sem hún ásamt fjölskyldu sinni átti heim- ili frá 1947. Og því sendi ég og fjölskylda mín öllum afkomendum Bjargeyjar og Sigmundar samúðar- kveðjur með þökk fyrir liðna tíð. En þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarför hennar fylgi ég henni í hug- anum síðasta spölinn og raula sálm- inn, sem var henni og foreldram mínum svo kær. Nú legg ég augun aftur ó guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka mér yfír láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Guðrún R. Sigurðardóttir HAUSTSALA A ÚRVALSFERDUM m m BORGA í CVRÓPU! Helgar-, fímm daga- og vikuferðir. LONDON Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. Verð frá kr. 17.227 Gila:r frá 15. sept. CLASCOW Nú bjóðum við aftur hinar vinsœlu helgarferðir til Glasgow, á tíma- bilinu 24. okt. til 15 des. Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 15.362,- HÝJUHG! Bjóðum einnig Glasgowferðir frá þriðjudegi til laugardags. Innifalið afsláttarkort sem veitir verulegan afslátt í helsta vöruhúsi Glasgow, House ofFraser. Fimm dagar - fjórar nætur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 16.370,- Gildir frá 15. sept. LUXEMBORC Tvœr til þrjár nætur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 14.643.- Sérstakt tilboð í október og nóvember. PARlS 23.-30. okt. Innifalið flug, ferðir til og frá flug- velli erlendis, gisting m/morgun verði og íslensk fararstjórn Sigmar B. Hauksson. v ð k 34.330. AMSTERDAM Þrír dagar - tvær nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 17.130.- Gildir frá 1. okt. KAUPMANNA- HÖFN Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverði. 21.100.- Gildir frá 15. sept. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtræti 13 - Sími 26900 i'ií ilKyg**ar*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.