Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Reuter Takeshita, Abe og Miyazawa takast í hendur á blaðamannafundinum þar sem þeir gerðu grein fyrir þeirri ætlan sinni að ákveða sin á milli hver tæki við af Nakasone forsætisráðherra. Japan: Samið um hver verði eftirmaður Nakasone Tókýó, Reuter. ÞRÍR hugsanlegir eftirmenn Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra Japans hefja viðræður í dag um það hver þeirra muni verða eftirmaður Nakasone. Þeir ákváðu að semja um það sin á milli hver yrði eftirmaður hans í stað þess að bera það undir atkvæði flokksfundar fijáls- Iynda lýðræðisflokksins sem verður haldinn siðar í þessum mánuði. Fyrrum utanríkisráðherra Jap- ans, Shintaro Abe, sagði á blaða- mannafundi í gær að vissulega væri erfitt að ákveða það þeirra á milli hver yrði næsti forsætisráð- herra. Sagði hann að þeir gerðu þetta til að halda samstöðu innan fijálslynda lýðræðisflokksins. Að- spurður sagði hann að hann myndi ekki hvetja Nakasone til að halda embættinu. „Nakasone á rétt á að hvfla sig eftir að hafa gert góða hluti í síðustu kosningum og við þrír höfum allir beðið lengi,“ sagði Shintaro Abe. Hinir tveir sem til greina koma sem eftirmenn Nakasone eru Kiichi Miyazawa núverandi fjármálaráð- herra og Noboru Takeshita fyrrum fjármálaráðherrra. Þeir eru báðir mjög ákveðnir i að ljúka valinu áður en til flokksfundarins kemur. Takeshita er talinn sigurstrangleg- astur í þessum viðræðum um hver hreppi forsætisráðherraembættið. Flótti sænska stórnjósnarans Stigs Bergling: Forkosningar í Bandaríkjunum: Sj ónvarpsklerk- urinn gat barn fyrir giftingu Laug til um brúðkaupsdag Washington, Reuter. BANDARÍSKI sjónvarpsklerkur- inn Pat Robertson, sem hyggst leita eftir útnefningu Repúblik- anaflokksins til forsetakosninga á næsta ári, játaði á fimmtudag að elsti sonur hans hefði verið getinn fyrir hjónaband. Kvaðst hann hafa leynt þessu til að vernda fjölskyldu sína. „Ég var aðeins að reyna að halda hlífiskildi yfir fjölskyldu rninni," sagði Robertson í viðtali við banda- ríska dagblaðið The Washington Post þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði logið til um brúð- kaupsdag sinn. Robertson kvaðst hafa kvænst 22. mars árið 1954, en í raun gekk hann í hjónaband 27. ágúst það ár, aðeins tíu vikum áður en sonur hans fæddist. Robertson sagði í viðtalinu að hann og kona hans hefðu haldið upp á 22. mars vegna þess „að sonur okkar var getinn þann dag“. Robertson gifti sig tveimur árum áður en hann snerist og ákvað að helga líf sitt trúnni. Hann hefur sagt að með framboði sínu vilji hann boða afturhvarf til strangara siðferðis. Helsta baráttumál Rob- ertsons er „aðhald í siðferðismálum og skírlífi fyrir hjónaband" svo not- uð séu hans orð. Robertson hefur fúslega viður- kennt að á sínum yngri árum hafí konur og vín átt stærri sess í huga hans en bænir. Hann hefur þurft að draga ýmis- legt til baka varðandi feril sinn, en segir það léttvægt. Hann hefur fall- ið frá staðhæfingum um að hafa barist í Kóreustríðinu, stundað framhaldsnám í Lundúnaháskóla og setið í stjórn Virginíubanka. Kennir hann subbulegum vinnu- brögðum starfsmanna sinna um þessar „ýkjur“. Stjómmálasérfræðingar telja að Robertson muni ekki hljóta sömu örlög og demókratarnir Gary Hart og Joseph Biden, sem hættu við framboð. Segja þeir að þessar af- hjúpanir muni ekki verða Robertson að falli vegna þess að kjósendur hans séu honum trúir og muni styðja hann í blíðu og stríðu. „Stuðningsmenn Robertsons trúa á fyrirgefningu synda, sem „það að endurfæðast" snýst um,“ sagði sérfræðingurinn William Schneider. Forkosningar í Bandaríkjunum snúast í ár um „persónuleika". Gary Hart, sem talinn var líklegastur til að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins, dró sig í hlé vegna frétta um að hann hefði verið í tygjum við 29 ára gamla sýningarstúlku, Donnu Rice. Joseph Biden, öldunga- deildarþingmaður frá Delaware, hætti við framboð er hann neyddist til að viðurkenna að hann hefði gert annarra orð að sínum, hefði verið refsað í skóla fyrir ritstuld og logið til um námsferil sinn. Bandaríkin: • • Oldunga- deildin leggst gegn útnefn- ingu Borks Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- Hefur ráðherra dóms- mála dvalist á tunglinu? - spyr Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins Stokkhólmi, Reuter. Reuter Lögreglumyndir af njósnaranum Stig Bergling sem nú ber nafnið Stíg Svante Eugen Sandberg. STEN Wickbom, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, hefur verið hvattur til að segja af sér eftir sérkennilegan flótta sænska njósnarans Stigs Bergling, sem var dæmdur árið 1979 fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Bergling er nú eftírlýstur í 70 ríkjum. Sænskir lögreglumenn segjast hafa ekki hafa hugmynd um hvort Bergling og kona hans eru enn I Svíþjóð eða hvort þau hafa komist úr landi. Vera kunni að hjónin séu þegar komin til Sovétríkjanna en ólíklegt er talið að Bergling lumi á vitneskju sem sovéskum leyniþjónustumönnum væri fengur í. Enn er öldungis á huldu hvemig Bergling fékk að taka sér nýtt nafn, Stig Svante Eugen Sandberg, og hvers vegna honum var fengið vegabréf á því nafni. Á mánudag fékk hann bæjarleyfi til að heim- sækja konu sína. Lögreglumenn fylgdu honum upp að dyrum og kvöddu hann þar. Sólarhring síðar skyldi hann sóttur en fuglinn var floginn og þykir óskiljanlegt að stómjósnara skyldi ekki vera gætt í 24 klukkustundir. Enn furðulegra þykir að tíu klukkustundir liðu frá því hans var saknað þar til leit var hafin. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokks- ins, Móderata, skoraði í gær á Sten Wickbom að segja af sér. „Menn verða að standa ábyrgir gerða sinna. Sten Wickbom ætti ekki að láta sem hann hafi dvalist á tungl- inu þann tíma sem hann hefur gegnt stöðu dómsmálaráðherra," sagði Bildt. Ingvar Carlsson forsæt- isráðherra hefur lýst yfir fullum stuðningi við Wickbom. Esbjöm Esbjömsson, yfirmaður sænsku öiyggislögreglunnar (SAPO), sagði að haft hefði verið samband við lögregluyfirvöld í 70 ríkjum. „Hann kann enn að vera í Svíþjóð en hann gæti einnig verið kominn úr landi. Við útilokum ekki neitt,“ sagði hann. Ónafngreindir sérfræðingar kváðust telja að Sov- étmenn teldu sér tæpast hag í því að skjóta skjólshúsi yfir Bergling- hjónin. Hann byggi tæpast yfir það markverðri vitneskju að ástæða væri til að stofna sambandi Svía og Sovétmanna í hættu. Sten Wickbom dómsmálaráð- herra sagði að lögreglu- og fangels- isyfirvöld kynnu að þurfa að svara til saka. „Einhvers staðar hafa ver- ið gerð mistök. Ég þvertek ekki fyrir að mannabreytingar sigli í kjölfarið," sagði Wickbom. Öryggis- lögreglumenn og fangelsisyfirvöld greinir á um hver eða hveijir beri ábyrgð á furðulegum flótta Bergl- ings. Bergling var yfirmaður í sænsku öryggislögreglunni og seldi Sovét- mönnum upplýsingar á ámnum 1973 til 1977. Hann var handtekinn árið 1979 þegar hann starfaði á vegum Friðargæslusveita Samein- uðu þjóðanna í ísrael. Sama ár var hann framseldur til Sviþjóðar og dæmdur í lífstíðarfangelsi. forseti ætlar að láta Robert Bork ákveða hvort hann gefi kost á sér í embætti hæstaréttardóm- ara. Ljóst þykir að öldungadeild Bandaríkjaþings hyggst hafna Bork og eru 53 öldungadeildar- þingmenn andvígir því að hann hljóti embættið. 100 þingmenn sitja í öldungadeildinni. „Ég get ekki gefist upp fyrir þingmönnum í vígamóð," sagði Reagan á fímmtudag þegar útséð þótti að Bork fengi ekki embættið. Aftur á móti virtist Reagan hafa játað sig sigraðan þegar hann sagði við blaðamenn: „Hann [Bork] þarf að taka ákvörðun. Ég hef ákveðið mig og ég styð hann alla leið.“ Aðeins 38 öldungadeildarþing- menn hafa heitið Bork stuðningi. Andstæðingar Borks segja að hann sé öfgamaður og skoðanir hans á fóstureyðingum, mannréttindum og fríðhelgi einkalffsins muni ónýta þær framfarir, sem orðið hafa í félagsmálum. Þeir halda því ffam að útnefning Borks sé tilraun Reag- ans til að láta áhrifa sinna gæta eftir að hann lætur af forsetaemb- ætti. Bork ræddi á fimmtudag við Edwin Meese ríkissaksóknara. Eftir fundinn sagði Meese að Bork hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort hann drægi sig til baka. „Ég beitti hann ekki þrýstingi," sagði Meese. ■ ■■ ERLENT,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.