Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Ásta Jónsdóttir \ Reyðarfirði-Minning Fædd 5. september 1923 Dáin 29. september 1987 Að heiman berst mér harmljóð með haustblænum. Burtu er kölluð kær vinkona og félagi um fjölda ára. Svo alltof snöggt og óvægilega er á lífsþráðinn klippt og eftir stöndum við hnípin og hrærð and- spænis grimmum örlögum, í orðvana spum. Hún Asta, sem ljómaði af lífskrafti og gekk glöð til starfs og anna, er í snöggri andrá horfín okkur. Umferðin hefur enn tekið sinn toll — dýrari og óbætanlegri öllum tollum — lífíð sjálft. í hljóðri þökk með huga döprum er minnzt allra þeirra ágætu stunda er við áttum með Ástu í Garði, þar sem hjálpfús hönd og heið hugarsýn voru ætíð æðst. Og glögglega geri ég mér þess grein, að byggðarlagið mitt verður ekki samt og áður, þegar Ásta vin- kona okkar er ekki lengur á vettvangi með leiftrandi gleðina og ljúfan hressileikann á hraðbergi. Hennar er minningin mæt og margt á ég henni að þakka. Fáein kveðjuorð við hinzta beð segja svo undurfátt um þessa hug- prúðu hæfíleikakonu, um önn hennar og allt starf heima og heim- an, um fágætlega vel rækt félags- málastörf, um einlægni hennar og hjartagæzlu. Ég hlýt þó að rekja æviferil og ýmis þau leiðarmerki á lífsgöngunni, sem ljósast merla. Ásta var sannarlega mikil og farsæl félagshyggjukona; hvenær sem liðsinnis var leitað, var hún til taks, ágæt greind og glöggskyggni gerðu henni allt auðveldara, er hún tók sér fyrir hendur á félagsmála- sviði, og byggðarlagið okkar litla naut í margri grein góðra, skap- andi hæfíleika hennar. Síkvik og áhugasöm hafði hún ævinlega gott til mála að leggja og fylgdi þeim málum fram af festu, heitu skapi en léttri lund. Hún lagði hveiju þörfu máli lið og örfá brotabrot megna vonandi að sýna hversu víða og farsællega var að verki komið. Kvenfélag Reyðarfjarðar naut ötullega starfskrafta hennar um flölda ára, hún var löngum meðal burðarása þess ágæta félags, enda að vonum, þar sem fómfysi og kærleikslund eru allra dyggða æðstar. Hún söng um árabil í kirkjukómum, hafði reglulega fal- lega söngrödd, var tónelsk og tónvís, og enn er mér í minni er hún söng einsöng með kómum á samkomum af öryggi og ærinni fágun. Áhugasvið Ástu var vítt, en ævinlega vom mennta- og menn- ingarmál henni ofarlega í huga. Hún sat lengi í skólanefnd, ýmist sem aðal- eða varamaður, og hafði þar sín áhrif í því, sem mestu máli skiptir, enda hafði hún einlægan metnað fyrir hönd hinna ungu, að þau mættu sem allra bezt mennt- ast og mannast. Ásta var sanníir Reyðfírðingur, hún var stolt yfír búsældarlegri byggð, en vildi stuðla að því að gera gott betra. Hún vildi sjá fram- tíðina fegurri og bjartari, fólkið glaðara og ríkara að raungæðum. Þessi viðhorf mótuðu starf hennar að sveitarstjómarmálum, en ná- lægt þeim kom hún talsvert og er þá komið að grundvallarskoðun hennar, fastmótaðri og farsællega gmndaðri þar sem jafnrétti ogjöfn- uður vom efst í öndvegi. Otulli málsvara og ákveðnari með heita sannfæring og góða málafylgju var ekki unnt að eiga. Ásta sat oftsinnis fundi í sveitar- stjóm Reyðarfjarðarhrepps sem varamaður 1962—1966 og aftur og enn frekar á ámnum 1974—1978, þegar undirritaður sat á Alþingi og meginþungi alls starfs í_ sveitarstjóm lenti sjálfkrafa á Ástu, sem þá annars fulltrúa Al- þýðubandalagsins. Hvort tveggja var, að aðalfulltrúinn var mikill afbragðsmaður og eins hitt að Ásta var öllum hnútum gjörkunnug, enda var ég með öllu áhyggjulaus og mátti sannarlega vera með slíka öndvegisfulltrúa heima. Vissulega mætti segja mikla og góða sögu af stjómmálaafskiptum Ástu, áróðurshæfni hennar og ein- lægum sannfæringarkrafti, en það eitt fullyrt hér, að ráðhollari félaga var ekki unnt að eiga, hreinskilnin og trúmennskan héldust svo í hend- ur, að hennar leiðsögn var hollt að fylgja. Fyrir óeigingjamt starf í þágu hreyfingar okkar era nú fluttar alúðarþakkir. Mættum við eignast sem allra flesta líka Ástu í Garði að allri gerð og athöfn. Og af því á athöfn var minnzt þá var Ásta auðvitað mikil og góð húsmóðir, hörkudugleg til allra verka, enda kom það sér vel, heimili stórt en húsnæði lítið, gestagangur mjög mikill, enda óvíða betra inn að líta, en hjartarúmið nægt og öilum af alúð tekið. Um langt árabil annaðist Ásta afgreiðslustörf í heilsugæzluselinu og til hennar var leitað jafnt á nótt sem degi, ef á lyfjum eða ann- arri slíkri aðstoð þurfti að halda. í þessu starfí sýndi Ásta einstaka óeigingimi og heilladrjúga hjálp- semi. Og allt var það gert af lipurð og með ljúfu geði. Reyðfírðingar mega og eiga vissulega að þakka þessa afbragðsþjónustu og ég veit að þökkin býr í þeli margra í dag, þökk fyrir mikið starf og erilsamt, innt af hendi af þeirri skyldurækni og þeim náungakærleik sem Ástu voru svo eiginleg. Ég gæti haldið áfram lengi enn að lýsa eðliskostum og athöfn minnar látnu vinkonu, en þann eðliskost vissi ég þó einna sterkast- an að láta ekki mikið yfír sér eða sínum gjörðum og henni því lítt að skapi að mæra hana svo sem vert væri. Ásta Ambjörg var fædd á Reyð- arfírði hinn 5. september 1923 og var því aðeins sextíu og fjögurra ára er hún lézt svo sviplega. For- eldrar hennar vom hjónin Ragn- heiður Sölvadóttir og Jón Ámason skipstjóri. Faðir hennar dmkknaði, er Ásta var á fyrsta ári og hún ólst upp hjá þeim sæmdarhjónum Ásgeiri Ámasyni, föðurbróður sínum, og konu hans, Lám Jónas- dóttur, en þau bjuggu einnig á Reyðarfirði. Þær Lára og Ragn- heiður em báðar á lífi. Ásta þráði eins og margir á þeim tíma að fara í skóla, það kvað hún hafa verið sinn óskadraum, er aldr- ei rættist, því kröpp kjör þá og ýmsar aðstæður öftmðu þeirri för hjá alltof mörgum, erjgóðar náms- gáfur höfðu eins og Asta. Þann 1. apríl 1945 giftist Ásta Metúsalem Sigmarssyni bifreiðar- stjóra og síðar verkstæðisformanni en búskap hófu þau 1941 og á Reyðarfírði hefur aðsetur þeirra verið alla tíð. Hjónaband þeirra var Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin Blomberg kynna fyrstir heimilistækja- framleiðenda glæsilegu mjúku línuna Blomberg býður stærra og glæsilegra úrval í innbygging- artækjum en nokkur annar. Verið velkomin, við höfum tímafyrirþig. Mercedes Benz og BMW riðu á vaðið, svo komu húsgagna- framleiðendurnir. Nú kynna Blomberg fyrstir heimilistækjaframleiðenda þessa gullfallegu línu. UE614 gufugleypir. BA2334 glerhelluborð Kraftmikill en lágvær. með rofuhn. Auðvelt i vTíX*0’' V ■ þrifum. J KE2520 kæliskápur til innbyggingar með eða án frystihólfs. ÍZ9*'0’ \ BO2230 Ofn ' með blæstri, grilli og yfir- og undirhita. í ái'-800- Blomberq Þetta er örlítið sýnishorn af tækjum. ///• Líttu við. Opið á laugardögum kl. 10-12. Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900. hið farsælasta.Metúsalem var hinn prúði og duli þegn með sína nota- legu kímni, verklaginn hið bezta og ljómandi heimilisfaðir. Hans er nú missir mestur en fleiri eiga um sárt að binda. Þau hjón höfðu mikið bamalán og eignuðust fimm efnisböm: Ás- geir, fulltrúa, Reyðarfírði, hans kona er Inga Ingvarsdóttir og eiga þau fímm böm; Hildi, húsmóður á Eskifírði, hennar maður er Svavar Kristinsson og eiga þau þijú böm, Lám Ragnheiði, húsmóður á Eski- fírði, hennar maður er Guðni Elísson og eiga þau þijú böm, Guðlaugu, húsmóður í Grindavík, hennar maður er Sigurður Krist- jánsson og eiga þau tvö böm og ynstur er Sigmar háskólanemi. Æviferill Ástu verður ekki frek- ar rakinn, en framúrskarandi góða starfssögu átti hún á heimili sem utan þess, dugur og velvirkni sáu til þess. Garðurinn hennar ber gleggst vitni nærfæmi og natni, góðri smekkvísi og mikili alúð, en þar undu þau hjón löngum við að hlynna og hlúa að viðkvæmum og vandmeðfömum gróðri. Slík handaverk segja mikið um mann- eskjuna, sem á þau verk. Harmljóðið í haustblænum hefur einnig að geyma leiftrandi ljósbrot mætra minninga um kæra vinkonu okkar hjóna, sem ævinlega lagði okkur örláta liðsemd og lífgaði upp á gráma daganna, með geislandi lífsorku sinni og glöðu viðmóti. Það em tærir tónar harms og hugljúfra minninga, sem ymja okkur nú, sem áttum hana Ástu að vin. Við send- um eiginmanni hennar, bömum og aðstandendum öðmm okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Farsæl æviganga er á enda svo alltof skjótt. Eftir situr minningin ein, sem góð kona gaf okkur af vörmu og veitulu hjarta. í einlægri þökk fyrir allt kveð ég kæran fé- laga og mæta manneskju — sanna og heilsteypta, en umfram allt gef- andi umhverfí sínu öllu. Hennar er gott að minnast í harmi þessara haustdaga. Blessuð sé minningin mæt. Helgi Seljan Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar Ástu vinkonu minnar. Hún var fædd 5. septem- ber 1923 og var því nýlega orðin 64 ára er hún lést, þann 29. sept- ember 1987, eftir hörmulegt bílslys. Á blindhæð kom bfll á móti, lenti beint framan á bíl þeim sem hún var í ásamt eiginmanni sínum, Metúsalem Sigmarssyni, er nú ligg- ur slasaður á Norðfjarðarspítala eftir þetta slys og syrgir konu síná. Metúsalem, er ávallt er kallaður Dúlli, var samstarfsmaður undirrit- aðs hjá sama fyrirtæki í 30 ár og ér hann mikill vinur minn. Þau hjón eignuðust 5 böm sem öll em mann- vænleg og góðir þjóðfélagsþegnar. Hjónaband þeirra Dúlla og Ástu var elskulegt og þar bar aldrei skugga á. Bæði með eindæmum gestrisin og frá þeim fór enginn án þess að þiggja góðgerðir. Ásta var mikil og góð húsmóðir, hún gekk nú ekki menntaveginn eins og kallað er, en þegar héraðslækn- ir Reyðarfjarðar stofnaði þar lyQaverzlun fékk hann Ástu til þess að afgreiða lyfin, sem hún gerði með miklum sóma til dauða- dags, með heiðarleika og trú- mennsku, eins og allt sem hún tók að sér. Ásta var trúuð kona og nú hefur hún lagt í sína hinstu för og komin til Guðs og nú veit ég að henni líður vel, því svo er með þá sem á hann trúa og til hans koma. Ég sendi eiginmanni og aldraðri móður hennar, sem er góðvinkona mín og nágranni, innilegar samúð- arkveðjur, svo og bömum þeirra hjóna, systkinum Ástu og öðram ættingjum og bið Guð að styrkja þau öll í þeirra miklu sorg. Kveð ég nú góða konu með þess- um orðum, „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Minningin um Ástu lifír. Jóhann Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.