Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 mmmn © 1985 Universal Press Syndicate 9-4 ./Ép er bara o&> skjotast út! búð efbö öígarefct um.‘ maður og þú ert að heimta, léti ég þig lönd og leið ... Með morgimkaffiriu Þú mátt ekki þvo blettinn burtu, því þá veit ég ekki hvað er fram og hvað aft- ur... HÖGNI HREKKVÍSI B<3 3/4KA SAGPI HENMl AE> HON SÆTl 'A EOLUWNI HANS HÖQKIA." Þessir hringdu . . . Góðar greinar Kjalnesingur sem oft á leið um Mosfellssveit hringdi og vildi þakka Erlingi Kristjánssyni húsa- smið fyrir skemmtilega og vel skrifaða grein í Morgunblaðinu 7. október sl. Kvaðst hann hafa þá stefnu að skipta aldrei við fyrir- tæki sem bera erlend nöfn. Þá vill hann þakka Þorbjörgu Bjöms- dóttur fyrir ummæli hennar um bjórinn og fjölmiðlana í dálkum Velvakanda á fimmtudag og sagði að það sannarlega hafa verið orð í tíma töluð. Miklar hækkanir Kona hringdi: „Síminn hefur löngum verið reiðubúinn að vekja mig fyrir sanngjamt gjald. Nú hefur gjaldið hækkað úr 18.75 krónum í júní í 43.75 krónur í júlí, og virðist mér það mikil hækkun. Hver er skýr- ingin á þessu? Þá langar mig til að spyrja hvort það sé rétt hjá mér að ein hringing í 03 teljist þijú skref." Fatasöfnunin er á vegum Góðtemplara- reglunnar Ingþór Sigurbjörnsson hringdi og óskaði að það kæmi fram að söfnun er hann annast á notuðum fatnaði sé á vegum Góðtemplara- reglunnar. Taska Brúnleit hliðartaska með stöf- um og einlitu leðri á hliðum tapaðist fyrir utan Casa blanca laugardaginn 27. september. í töskunni voru lyklakippa og snyrtivörur. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 686814 fyrir kl. 17. Yíkverji skrifar Flestir sérfræðingar em sam- mála um að framundan sé mikið breytingaskeið í íslenskum sjávarútvegi. Starfshópur á vegum Rannsóknarráðs ríkisins hefur lagt til að varið verði um 150 til 200 milljónum króna á næstu þremur ámm til að auka sjálfvirkni í fisk- vinnslunni og til sérhæfingar fiskvinnslustöðva. Starfshópurinn dregur fram hin nýju viðhorf í fiskvinnslunni — að mikil samkeppni ríki þar um hrá- efni en launin séu lág og mannekla mikil á sama tíma og markaðir séu nægir. Með víðtækum tæknibreyt- ingum, sérstaklega innan hins hefðbundna frystiiðnaðar telur starfshópurinn að spara megi millj- arða króna í vinnslukostnaði. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lagt áherslu á aukna sérhæfíngu í vinnslu og er t.d. Grandi hf. í Reykjavík ágætt dæmi um slíkt. Hjá Ishúsfélaginu á ísafírði hefur verið reynt að bregðast við lág- launaástandinu í frystingunni með því að taka upp hópbónuskerfí sem tryggir starfsfólkinu liðlega 50 þús- und krónur á mánuði. Hjá nágrann- anum í bænum, Norðurtanganum, þykir þetta ekki vænleg leið, því að með þessu launakerfi sé verið að lyfta upp skussunum á kostnað hinna dugmeiri. Allar em þessar hræringar þó til vitnis um nýja strauma í fiskvinnsl- unni og sýnir að menn em að reyna að taka á þeim vanda sem við grein- inni blasir. Þetta vekur þó einnig upp þær spumingar hvort þær að- ferðir sem hingað til hefur verið beitt við ákvörðun launa í þessum mikilvæga atvinnuvegi, fiskvinnsl- unni séu ekki úreltar orðnar. Er ekki einfaldlega mnnin upp tími vinnuðstaðasamninga í þessari grein? Best reknu frystihúsin munu þá greiða hæstu launin og draga til sín vinnuaflið en þau slakari sitja eftir og hugsanlega hverfa af mark- aðinum. Fróðir menn hafa lýst efasemdum um að íslenskur fískiðn- aður beri öll þessu 100 frystihús sem em í landinu. Með fækkun þeirra fá öflugari húsin í greininni meira hráefni út að spila. Þau munu auka sérhæfinguna, framleiðni þeirra og arðsemi verður meiri og gera þau betur í stakk búin að kosta þá rannsókna- og þróunarvinnu sem verður að vera undanfari tækni- breytinga og aukinnar sjálfvirkni í greininni, sem gerir hana að enn vænlegri atvinnuvegi en hún er í dag. Nú er vel á annað ár liðið frá því að einkafyrirtæki í út- varpsrekstri sáu dagsins ljós. Áratuga einokun ríkisútvarpsins var rofin og skyndilega stóð þessi rótgróna stofnun frammi fyrir al- gjörlega nýjum aðstæðum — að þurfa að keppa við ljósvakamiðla í einkaeign um hylli hlustenda og áhorfenda. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ríkisútvarpinu allt síðan. Sennilega hefur Rás I staðið best að vígi, ein- faldlega vegna þess að nýju út- varpsstöðvamar sóttu fyrst og fremst inn á dægurtónlistarmark- aðinn og Rás I hefur því fengið að halda sérstöðu sinni í friði, þótt það kunni að vera að breytast með nýrri rás íslenska útvarpsfélagsins. Sjón- varpið hefur greinilega verið illa undir samkeppnina búið og flestir sem hafa aðstöðu til að fylgjast með báðum sjónvarpsrásunum hér á landi munu líklega viðurkenna að það fari nú halloka í samkeppn- inni við Stöð tvö. En líklega hafa sviptingamar verið mestar í kring- um Rás II. Útvarpsstöðin varð illa úti fyrst eftir að Bylgjan kom til sögunnar en þar greinilegur vilji til að takast á við samkeppnina og verið að brydda upp á ýmsum ný- mælum um þessar mundir. Víkveiji heyrði þar reyndar á dögunum í fyrsta sinn eftirmiðdags- þátt Stefáns Jóns Hafstein, for- stöðumanns hinnar nýju dægurmáladagskrár Rásar II, og Einars Kárasonar, rithöfundar, og þótti nokkuð til um. Þama var á ferð ákveðinn ferskleiki og grimmar en um leið kankvíslegar spurt en venjan hefur verið í þáttum af þessu tagi, svo að haldi þeir félagamir þessum dampi ætti þessi þáttur vissulega að geta orðið Rásinni góður liðsauki í samkeppninni við Bylgjuna og Stjömuna. XXX Hrafn Gunnlaugsson, dagskrár- stjóri innlends sjónvarpsefnis- efnis, var reyndar fómarlamb þeirra Stefáns og Einars í þætti þeim sem Víkveiji heyrði. Það var út af fyrir sig nýstárlegt að heyra einn af yfir- mönnum Ríkisútvarpsins tekinn jafn hressilega á beinið í einum af fjölmiðlum þessarar sömu stofnun- ar og gert var í þetta sinn. En það var ekki síður athygli- svert að heyra að Hrafn Gunnlaugs- son hefur efasemdir um hvort ríkissjónvarpið eigi jrfirleitt að vera að taka þátt í samkeppni við Stöð tvö um framboð á skemmtiefni og „dægurmálaþáttum", eins og hann orðaði það. Hann virtist þeirrar skoðunar að sjónvarpið ætti að ein- beita sér að vönduðum fræðslu- og listadagskrám og láta samkeppnina um fjöldahylli áhorfenda — og þar með kapphlaupið um auglýsendur - lönd og leið. Þetta er svo sem ekki verra sjón- armið en hvert annað. Hins vegar er hætt við að það renni tvær grímur á yfirmenn fjármála hjá þessari sömu stofnun. Ríkissjón- varpið hefur haft þá sérstöðu, amk. í samanburði við slíkar stofnanir í mörgum nágrannalöndunum, að fá að keppa um auglýsingamarkaðinn við sjálfstæðar sjónvarpsstöðvar. Víðast hvar annarsstaðar fá ríkis- reknar sjónvarpsstöðvar ekki að afla tekna með auglýsingum. Aug- lýsingatekjurnar hafa skipt ríkis- sjónvarpið verulegu máli en verði sjónarmið Hrafns Gunnlaugssonar ofan á má búast við að verulega dragi úr vægi þessa tekjuliðs í rekstrinum og þar með að fjár- hagsleg geta stofnunarinnar til að standa undir dragskrárgerð af því tagi sem Hrafn sér fyrir sér, verði heldur bágborin. Það er því ekki laust við að manni þyki hálfgerður uppgjafartónn í þessum sjónarmið- um Hrafns. XXX En úr því ríkissjónvarpið er á dagskrá, er ekki nema sann- gjamt að Stöð tvö fái sinn skammt. Nýi þátturinn á þeirri stöð, 19:19, er metnaðarfullt framtak en hefur þó varla staðið undir þeim vænting- um sem til hans vom gerðar í byijun. Og þátturinn á áreiðanlega litla framtíð fyrir sér verði það ríkjandi vinnubrögð er sáust í þætt- inum sl. miðvikudag. 19:19 heim- sótti Osta- og smjörsöluna undir yfírskyni neytendamála og greindi þar frá nýjun pökkunaraðferðum á osti og tækjabúnaði í því sam- bandi. í auglýsingatíma sem kom strax í kjölfarið birtust síðan tvær auglýsingar í röð frá Osta- og smjörsölunni. Tilviljun? Vonandi ætlar Stöð tvö ekki að fara tíðka sömu tækni í auglýsingasöfnun og viðgengist hefur á tímaritamarkað- inum hér um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.