Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Úr tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir Svipmynd úr sinfóníunni: Szymon Kuran ann- ar konsert- meistari Jazz, klassísk tónlist, samtímatónlist... og innangengt á milli Rekur einhver upp stór augu ef hljóðfæra- leikari úr sinfóníunni er fenginn til að setjast niður og segja fá klassískri tónlist og jaz- zi? Ætti svo sem ekki að þurfa að koma á óvart, en í kjölfar nútíma dilkadráttarár- áttu gleymist stundum að það getur verið inn- angengt milli grein- anna. Og einn af þeim, sem ferðast lipurlega þarna á milli er annar konsertmeistari hljóm- sveitarinnar og fyrsti konsertmeistari Isl. óperunnar, Pólverjinn Szymon Kuran. Það er reyndar forvitnilegt að gægjast yfir öxlina á honum og horfa þaðan á klassíska tónlist, samtímatónlist og auð- vitað jazzinn. Hér flétt- ast allt saman og styður hvað annað. Szymon bjó í föðurlandinu fram á fullorðinsárin, lærði þar og vann, en brá sér þá til London til að víkka sjóndeildarhringinn. Dvölin átti að vera ár og það passaði þá ágætlega að freista inngöngu í National for Orchestral Studies. Þetta er hljóm- sveit, þar sem ungt fólk er tekið inn eftir prufuspil og því gefíð kostur á reynslu og þjálfun í hljómsveitar- leik. Framkvæmdastjóri er Basil Tschaikov, eldhugi á sjötugsaldri en einkar ungur f anda. Auk þess var Szymon í fíðlutímum þjá Rodn- ey Friend, konsertmeistara BBC- hljómsveitarinnar og Michél Schwalbe, konsertmeistara Karaj- ans í 30 ár í Berlínar-fílharmóní- unni, reyndar Pólveiji, og í tónsmíðum var Kuran hjá Edward Gregson. En eftir veturinn lá þó leiðin ekki aftur heim, heldur bara lengra í burtu, því Szymon sá aug- lýsingu héðan um stöðu annars konsertmeistara, prufuspilaði og var ráðinn. Síðan eru þijú ár. Og nú er Szymon ekki aðeins í sinfóníunni, heldur kominn á kaf í jazzlífíð, leikur með tveimur hópum. Annar er Jazzkvintett sinfóníunnar, ásamt Martial Nardeau, Áma Áskelssyni, Reyni Sigurðssyni og Þórði Högnasyni. Hinn gengur und- ir því rammíslenzka og grámyglu- lega nafni Súld, þar eru, auk Szymors, Tryggvi Hiibner, Stein- grímur Guðmundsson, Stefán Ingólfsson og Lárus H. Grímsson. Súld lagði land undir fót í sumar, skundaði á jazzhátíðina í Montreal, heljarskinns mikla hátíð, þar sem er ekki sízt lögð áherzla á skapandi jazz, ekki bara uppsuða á gömlu ■ efni, þó gott sé. í úttekt á hátíðinni í kanadísku blaði eru nefnd sex eftirminnileg nöfn og Szymon þar á meðal. Og að úr tónlistinni og tónlistarmönnunum þurfí að koma þetta sérstaka og óvænta og enn er Szymon nefndur til. Ekki ónýt ummæli eftir hátíð sem bauð upp á jafnmikið úrvalslið og þama var og þar sem áheyrendur skipta hundmðum þúsunda. En hvers vegna fylgir Szymon ekki nútíma sérhæfingu og heldur sig við klassíkina eingöngu, hvað lokkar hann að jazzinum? „Ég hef alltaf hrifist af tónlist með sveiflu og hún er nú einu sinni meginatriði í jazzi. Fljótlega eftir að ég fór að spila, fann ég svo að ég átti auðvelt með að impróvísera, spinna. Og þetta tvennt er mjög mikilvægt I jazzi, sveiflan og spuninn. í jazzi gefst mikið frelsi, en samt krefst hann skipulags, þess að sjá leikinn fyrir fram í tímann. Það er ekki óalgengt að klassískir hljóð- færaleikarar afneiti jazzi og öfugt, sem er synd og skömm. Líkt og jazz á vel leikin klassík að hljóma eins og hún sé að verða til, áreynslu- laust, en því miður heyrist slíkt of sjaldan. Spunalistin er oft ranglega álitin eitthvert léttmeti, tengd jazzi og poppi, álitin eiga að vera eitthvað sniðugt. Það er eins og það vilji gleymast að spuni hefur alltaf til- heyrt klassískri tónlist. Bach fór létt með að spinna fúgur og Moz- art gat setið og spunnið tfmunum saman. En það era þó til skólar, sem kenna undirstöðureglur í spuna einstakra stíltegunda. í Póllandi er jafnvel til orgelhátíð, sem byggir eingöngu á spuna. Þá era lagðar fyrir línur og spunnið út frá þeim. En spuni heyrist því miður sjald- an í klassískri tónlist. Á tónleikum er sótzt eftir þekktum verkum, áheyrendur þekkja þau af plötum og búast við þeim alltaf eins. Hluti af sérhæfíngu 20. aldar felst í þessu. í Póllandi gerði ég heilmikið af spuna og lék þá með ýmsum hér og þar, komumst gjaman að í kirkj- um. Þá var efnisskráin engin, heldur eingöngu spunnið, ekki jazz heldur í hefðbundnum stíl. Það er ótrúlega spennandi að vinna saman á þennan hátt, fylgjast hver með öðram og elta uppi. Næstum dulúð- ug reynsla, eins og af öðram heimi. Meðan ég var í skóla, var ég einu sinni að spila eitthvað á fíðluna þar sem fleiri vora og fékk þá svar frá píanói. Við lékumst á stutta stund, ég og píanóleikarinn, áður en við heilsuðumst. Hann heitir Waldemar Malicki, spilar orðið víða og kemur vonandi einhvem tímann hingað. Við fóram meðal annars í skóla og héldum tónleika án efnisskrár, lét- um krakkana leggja fyrir okkur línur, sem við spunnum svo í ýmsum stíltegundum, allt frá barokki til samtímans. Með þessu sýndum við þeim, að það er hægt að gera margt í tónlistinni." En hvað er að segja um jazz og klassíska tónlist, saman og sitt í hvora lagi? í svokallaðri klassískri tónlist, sem getur verið býsna fjölbreytileg, þarf flytjandinn fyrst og fremst að virða tónskáldið, þarf að hugsa um stfl þess og tíðaranda, en ekki um sjálfan sig. Tónskáldið og verk hans kemur fyrst, síðan flytjandinn sem gæðir það lífi. Annars er yfírleitt of mikið gert úr andstæðum þess- ara tveggja greina, klassískrar tónlistar og jazz. í spuna, ssem ætti að tilheyra báðum greinunum, er svo hægt að koma sínu að. í samtímatónlist vill oft verða • svolítið annað uppi á teningnum. Mikið af henni er með mikilli for- skrift, þar sem tónskáldið gefur flytjendunum eins miklar upplýs- ingar og mögulegt er. Þá verður flytjandinn bara að hlýða, eigi flutn- ingurinn að verða í samræmi við verkið og fyrirætlanir tónskáldsins. Vandamál þessarar tónlistar er ein- mitt að hluta til að margt í henni er of nákvæmt, hún lítur stundum út eins og tölvuforskrift. Slík tón- list hentar mér illa. Því hefur verið varpað fram að nú um stundir sé oftlega skrifuð tónlist, sem sé hægt að hnika til á ýmsan hátt, sleppa úr henni, án þess að eftir því sé tekið. Það er þá slæm tónlist, ef samhengið skaddast ekki, þó fellt sé úr henni. En þó alltaf sé gott innan um, era of margir sem skrifa á þennan hátt. Það er nauðsynlegt fyrir tónskáld að gera sér grein fyrir hvað hljóm- sveit er og þekkja einstök hljóðfæri. Þannig er hægt að hafa ekki aðeins tök á fallegum hljómum, heldur ekki síður þeim ljótu. Ekki minnsta málið, því harka og ljótleiki er áber- andi í samtímatónlist, eins og annarri 20. aldar list, en það er annað mál. Það er ergilegt fyrir hljómsveitina að fá verk, sem ganga ekki upp.“ Talandi um samtímatónlist, þá læturðu ekki nægja að spila, jafn- vel þó þú hafír bæði jazzinn og klassíkina undir, heldur semurðu líka. Hvað dregur þig að tónsmíð- um? „Leiðimar í tónsmíðunum era jaftimargar og tónskáldin sjálf. í raun era spuni og tónsijiíðar nokk- um veginn það sama fyrir mér, þó framkvæmdin sé önnur, tónsmíð- amar nokkurs konar spuni, þvl ég set á blað það sem ég heyri, en áður en ég get skrifað, verð ég að heyra klárlega hvað ég ætla að skrifa. Svo er hægt að leggja verk- ið til hliðar og athuga það síðar, en í spunanum gildir staður og stund og tónlistin er slðan horfin nema hún hafí verið tekin upp, sem er allt annað. En hugmyndimar koma bara og ég losna ekki við þær, heldur verð að skrifa þær niður. Þær era lengi að vaxa innra með mér, en ég skrifa þær ekki niður fyrr en þær era fullmótaðar. Slðan vil ég láta verkið liggja og skoða það svo með gagnrýni, líkt og gengur fyrir sig I öðram listgreinum. Ég skrifa meira hefðbundna tónlist, llklega bæði vegna þess að ég spila á fíðlu og er I hljómsveit, sé viðfangsefnin svolltið frá þessari hlið. En ég er ekki atvinnutónskáld, lifí ekki á tónsmíðum, en það er nauðsynlegt fyrir tónskáld að geta heyrt verk sín flutt. Það er auð- velt, þegar er unnið með litlum hóp eins og Súld að fá öll verk sín flutt strax. Þar reynum við að bijóta upp hefðbundið jazzform, spilum mest frumsamið efni, viljum reyna eitt- hvað nýtt, þó við getum líka spilað þekkt lög. Okkur var boðið að vera með á tónleikum Musica Nova síðastliðið vor, fluttum þar verk eftir mig. Það var okkur mjög ánægjulegt að fá að hitta samtíma- tónlistina fyrir á þennan hátt." Nú fæstu við margt, hvemig viltu helzt skipta tíma þínum niður? „Síðan ég kom til íslands hef ég haft óhemju mikið að gera. Það er að vissu leyti gott, en 1 framtlðinni vonast ég til að fá meiri tíma fyrir tónsmíðar og fíðluna mína. En þetta er bara spuming um að ltta I eigin barm, hugleiða hvað manni hentar bezt og fylgja því eftir. En ef væra frístundir? Þá vildi ég verða milljónamær- ingur I frístundunum, en aðeins I einum tilgangi: Til að geta snarlega byggt fallegt, alvöra tónlistarhús handa Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún þarf sannarlega á þvl að halda ... en einkum og sérflagi, þá á hún það skilið! Brids Amór Ragnarsson Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Homfirðingar komu I heimsókn um síðustu helgi. Spiluð var sveita- keppni og tvímenningur. Úrslit I sveitakeppninni urðu, að gestgjafar sigraðu 99 gegn 51.1 tvímennings- keppninni varð lokaröð efstu para þessi: Bemhard Bogason — Pétur Sigurðsson BRE 271 Gísli Gunnarsson — Kolbeinn Þorgeirsson BH 262 Einar Sigurðsson — SigurðurFreyssonBRE 253 Jónas Jónsson — Kristján Bjömsson BRE 236 Bragi Bjamason — Óm líagnarsson BH 227 Úrslit I undankeppni BRE til Austurlandsmóts (þriðja kvöldið): Ásgeir Metúsalemsson — Friðjón Vigfússon 182 Ámi Helgason — Þorbergur Hauksson 180 Aðalsteinn Jónsson — Sölvi Sigurðsson 172 Og staða efstu para, að loknum þremur kvöldum: Aðalsteinn Jónsson — Sölvi Sigurðsson 722 Ásgeir Metúsalemsson — Friðjón Vigfússon 683 Ámi Helgason — ÞorbergurHauksson 657 Búi Birgisson — Haukur Bjömsson 650 Jónas Jónsson — Guðmundur Magnússon 647 Einar Sigurðsson — Sigurður Freysson 634 Og minnt er á skráninguna I Firmakeppni Austurlands, sem lýk- ur 10. október. Skráð er hjá félög- unum á svæðinu. Austurlandsmótið I tvímenning verður (að venju) spilað fyrstu helgi 1 nóvember. Er það keppni 36 para, eftir barometer-fyrirkomulagi. Spil- að verður á Egilsstöðum. Bridsfélag- Breiðfirðinga Magnús Oddsson og Jón Stefáns- son sigraðu I hausttvímenningi Morgunblaðið/Amór Sigurvegaramir i hausttvímenningi Bridsfélags Breiðfirðinga, Magn- ús Oddsson og Jón Stef&nsson, spila gegn Birgi Sigurðssyni og Hirti Eiríkssyni. Talið frá vinstri: Magnús, Birgir, Jón og Hjörtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.