Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 44
Við leiði Kaj Munks eftir Bjarna -• Ólafsson Vesturströnd Jótlands er veður- barin sandströnd. Vindur blæs oft af hafí, vestan, suðvestan eða norð- vestan. Hvassviðri og stormar geisa þar stundum allharðir. Trjágróður inni á landi nálægt ströndinni ber þess vott og hallar sér til austurs. Víða við ströndina eru sjávarkamb- ar og allháir bakkar. Vedersö Klit nefnist staður norð- an til við vesturströndina. Fjöldi " sumarhúsa hefur verið byggður þar, nærri ströndinni. í þessu landi er það siður fólks að rækta fagra garða kringum hús sín og bústaði, en hér við ströndina bregður svo við að enginn girðir lóð sína eða ræktar nokkum garð. Astæða þessa er sú að yfírvöid á þessum sióðum gerðu sér fljótt grein fyrir einkennum gróðurfars og landslags þama og settu all strangar reglur um umgengni við landið. Húsin skulu öll byggð úr rauðum leirsteinum og hafa stráþök og gróðurfari má ekki breyta. Fjaran er samfelld breiða af hvítum smákomóttum sandi. Vindar sverfa með þessum smáu sandkomum " hvetja jurt er hér festir rætur. Fjörutíu til fímmtíu metmm ofan við flæðarmál rísa tíu til tuttugu metra háir hólar. Þeir eru myndað- ir úr þessum fína hvíta sandi, sem stöðvast ekki og verður vart heft- ur, því vindar fínna sér leið. Reynt er að hefta sandfokið. Leggja lítil upphöggvin grenitré í lægðir þar sem vindurinn gnauðar mest, sá melgresi og harðgerðum jurtum „Þetta var kirkjan hans Kaj Munks. Hér flutti hann orðið, sem Guð fól honum að flytja. Eg gekk inn í kirkjuna og nam staðar fyrir fram- an predikunarstólinn. Það snart mig djúpt að standa á þessum stað. Kaj Munk kunni þá iist að tala svo að eftir væri tekið. sem hafa djúpar rætur. Samt hafa þessir hólar svipuð gárótt mynstur og vindbarðir snjó- skaflar heima á Islandi hafa eftir stórhríðar og skafrenning. Hólar þessir eru bijóstvöm landsins og í skjóli þeirra rísa áður nefnd sumar- hús. Þau eru þama yfírlætislaus, milli hóla standa þau óskipulega að því er virðist. Eg gekk eftir stíg sem hlykkjað- ist milli húsa og hóla, í átt til strandar. Gott var að ganga á ójöfnu landi og sækja á brattann í þessu landi malbikaðra gatna og steinlagðra stétta. Og sjá, þegar ég kom upp á hæsta hólinn, blasti ströndin við, endalaus í báðar áttir. En, hvað mannvirki voru þama niðri á ströndinni hálfsokkinn í sand? Steinsteypt þunglamaleg byrgi með nokkuð jöfnu millibili. Góða stund virti ég fyrir mér þessi mannvirki. Hugur minn hvarf til áranna 1940 til 1945. Þetta hlutu að vera minnisvarðar hins þýska herveldis, sem allt marði undir jámhæl sínum. Hér hafði greinilega veríð búist við innrásinni miklu frá Bandamönn- um. Hafíð, veðráttan og tíminn voru að eyða þessum þykku steinbyrgj- um. Sum voru þegar molnuð, sum bara sprungin, sum stóðu heilleg en voru að stökkva í sandinn. Ströndin er seiðmögnuð, fögur, lygn og sólin speglaði sig í haffletin- um gegnum mistur sumarþokunn- ar. Já, ströndin og öldumar kunna frá mörgu að segja. Segja frá sorg, frá baráttu við æstar himinháar öldur, frá blíðu og gleði og frá hörku og mannvonsku. Hve fögur og heill- andi ert þú ekki Jótlandsströnd! Var það ekki fyrir fjörutíu og fjórum árum sem þýskir hermenn knúðu dyra hér í nágrenninu? Ung- ur hermaður sagði óstyrkum rómi við prestinn sem kom til dyra: „Þér hafíð sjö mínútur herra minn“. Þeir voru komnir að sækja prestinn og skáldið Kaj Munk. Svo var ekið af stað. Þijú skot í vangann. Blóði stokkið lík í skurði við þjóðveginn til Sikilborgar. Vorið 1945 ritaði vinur hans, Ame Sörensen í for- mála að ljóðabók eftir Kaj Munk: „Er ég heimsótti Verdersö sum- arið 1943, afhenti Kaj Munk mér safn ljóða til útgáfu og ætluðum við síðar að ákveða hvenær þau kæmu út. — Við náðum ekki að ákveða það, áður en Þjóðveijar drápu hann. Af þeim sökum kaus ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalæri’ Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJORGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.