Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 28
-i- 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Noregur: Minni stuðningur við sjávarútveg Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgfunblaðsins. Stuðningur ríkisins við Samtímis því að lækka beina norskan sjávarútveg mun minnka á næsta ári ef fjárlög Verkamannaflokksstjórnarinnar fyrir árið 1988 verða samþykkt. Er í þeim gert ráð fyrir, að hann verði 1.256 milljónir nkr. en það er 20% minna en sjávarútvegur- inn fær á þessu ári. Einkum eru skorin niður bein fjárframlög til sjávarútvegsins, bein ríkisframlög, niðurgreiðslur og þess háttar, og í fjárlögunum er aðeins gert ráð fyrir 180 millj. nkr. styrk vegna samninganna á næsta ári við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sú tala á þó vafalaust eftir að hækka í meðförum Stórþingsins og í samn- ingunum við sjómenn. styrki við sjávarútveginn ætlar stjórnin að auka framlög til haf-, físki- og veiðarfærarannsókna um 7,9%, upp í 252 milljónir nkr. á ári. í fjárlagafrumvarpinu segir, að unnt eigi að verá að ná því marki á fáum árum að gera sjávarútveg- inn óháðan ríkisstyrkjum. Það skuli gera með því að nýta betur afkasta- getuna, gæta þess að kostnaðar- hækkanir verði ekki of miklar og byggja upp fískstofnana. Norskir fískifræðingar segja, að þorsk- og ýsustofninn við Norður- Noreg sé á uppleið, mikið hrun hafí orðið í loðnustofninum í Bar- entshafí og rækjan hefur einnig minnkað mikið. Innilegt þakklceti og kveðjur sendi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðrum œttingjum og vinum fyrir góðar gjafir, blóm og heillaskeyti á 80 ára afmceli mínu. Lifið öll í Guðs friði. Gróa Jónsdóttir, Heiömörk 60. GLÆSILEGUR SPORTBÍLL Til sölu Pontiac Firebird ’84 5 gíra, bein innspýting, T-toppur, litur rauður, sólgrindur, góðar græjur (útvarp og kasettutæki). Topp bíll. Til sýnis og sölu á P.S. bílasölunni, Skeif- unni 15, sími 687120. Skuldabréf eða skipti á ódýrari bíl koma til greina. MUM-BÚTS Verö 595 kr. t.t * * Stærðir: 23-35 Póstsondum samdægurs. Litur: Gult og rautt 5% staðgrolðsluafsláttur. sími 689212. TOPg —SKORINN VELTUSUNDI 1 21212 Góóan daginn! Landsþing breska íhaldsflokksins: Aukin áhersla á einkavæðingu London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMRÆÐUR á landsþingi breska íhaldsflokksins í Black- pool undanfarna daga hafa öðru fremur snúist um frekari aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að innleiða einka- væðingu á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Það dylst engum, að fátt hefur verið jafnofarlega á baugi á landsþingi íhaldsflokksins og hugmyndir um einkavæðingu á ýmsum þeim sviðum, sem hingað til hafa verið á könnu ríkisvalds- ins. Hafa ýmsir flokksmenn reifað hinar róttækustu hug- myndir í þessa veru, en ljóst er, að stjómvöld hyggjast ekki ganga eins rösklega til verks og þeir vilja, sem lengst standa til hægri innan flokksins. Þó hafa nokkrir ráðherrar gert lands- þinginu grein fyrir ýmsum hugmyndum, sem uppi eru innan ríkisstjómarinnar um einkavæð- ingu. Fyrr í vikunni viðraði Cecil Parkinson orkumálaráðherra hugmyndir um einkavæðingu raforkukerfísins, og féll málflutn- ingur ráðherrans landsþingsgest- um vel í geð. Parkinson sagði, að einkavæðing á þessu sviði mundi ekki fela í sér einokun eins fyrirtækis, heldur samkeppni margra fyrirtækja, sem tryggja mundu neytendum betri þjón- ustu, þegar upp væri staðið. Með „einokun“ eins fyrirtækis átti Parkinson meðal annars við Brit- ish Telecom, sem eitt hefur á hendi alla símaþjónustu, eftir að hún var tekin úr höndum ríkisins og afhent einkaaðilum. Þykir ýmsum, bæði innan íhaldsflokks- ins og utan, sem einkavæðing símaþjónustunnar hafi ekki skil- að neytendum því, sem heitið var í upphafi, betri og skilvirkari þjónustu. Heilsugæslan einkavædd? Innan íhaldsflokksins em nú uppi margvíslegar hugmyndir um einkavæðingu ýmissa þátta heil- brigðiskerfisins. John Moore félagsmálaráðherra reifaði laus- lega slíkar hugmyndir í ræðu, Nigel Lawson sem hann flutti á landsþinginu á fímmtudaginn var. Sagði hann meðal annars, að heilbrigðiskerf- ið yrði að taka breytingum í samræmi við kröfur og þarfír hvers tíma. Þessi þáttur þjóðlífs- ins væri ekki undanskilinn í þeirri viðleitni ríkisstjómarinnar að auka frelsi hins almenna borgara °g fjölga þeim kostum, sem hon- um stæðu til boða. John Moore þótti mjög styrkja Bretland: Hertoginn af Windsor vildi verða forseti London, Reuter. Hertoginn af Windsor, fyrrum Játvarður konungur VIII, sem afsalaði sér krúnunni til að geta kvænst bandarískri konu, tvifrá- skilinni, bauðst til að gerast forseti „enska Iýðveldisins“ ef konungdæmið yrði afnumið. Kemur þetta fram i nýrri bók. „Ævisaga Georgs VI“ eftir rit- höftmdinn Patrick Howarth er væntanieg í bókaverslanir síðar í mánuðinum og er þar vikið að her- toganum eða Játvarði konungi, sem sagði af sér fyrir 50 árum vegna þess, að hann gat ekki gert hvort- tveggja, að kvænast Wallis Simpson og halda konungstigninni. Segir Howarth, að hertoginn hafi sagt fréttaritara Daily Herald í París, að hann væri reiðubúinn til að gerast forsetj ef Verkamanna- flokksstjóm afnæmi konungdæmið. Þáverandi sendiherra Breta í Frakklandi hafí hins vegar talið rit- stjóra Daily Herald á að birta ekki viðtalið. Hertoginn af Windsor lést árið 1972 en kona hans, hertogaynjan, í apríl í fyrra. AP Hertoginn og hertogaynjan af Windsor. Myndin var tekin þegar þau höfðu verið gefin saman í Frakklandi árið 1937.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.