Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 AÐ RÆKTA LAUKí KRÚS Blóm haustlaukanna eru hisp- urslaus og frískleg. Þeim fylgir einkennileg hlýja sem fyllir okkur starfsgleði og lífslöngun eftir drungalegan vetur. En það er líka hægt að taka forskot á sæluna með því að rækta laukana í pott- um eða öðrum hentugum ílátum og láta þá blómstra innanhúss í stofu eða gróðurskála þótt enn gnauði vetur grimmt og kalt um glugga og þil. Einnig er hægt að rækta laukana í svalakössum ut- andyra ef hægt er að verja þá gegn umhleypingum vetrarveð- ranna. Við skulum taka ,jólalaukana“ fyrst. Sérstaklega undirbúna — svokallaða „prepareraða" — lauka má kaupa núna í flestum garð- yrkjuverslunum og blómabúðum. Þessir laukar hafa fengið þá með- ferð sem gerir mögulegt að „drífa" þá í blómgun löngu fyrir þeirra eðlilega blómgunartíma. Það eru einkum hýasintur og túlipanar sem svona er farið með en einnig er farið að bjóða krók- usa sem búið er að búa undir Jólablómgun". Aðferðin er í stór- um dráttum mjög svipuð þegar um er að ræða hýasintur, túlipana og krókusa. Aðalatriðið er að geyma ílátin með laukunum á svölum stað eftir að búið er að gróðursetja þá og halda jöfnum raka á moldinni. Heppilegasti gróðursetningartíminn er í lok september fram til októberloka ef laukamir eiga að ná því að blómstra um jól. Þeir þurfa nefni- lega 6—8 vikna kuldatímabil á meðan þeir eru að róta sig og koma sér af stað. En til að ein- falda málið skal ég setja dæmið upp fyrir hverja af þessum þrem aðaltegundum. Túlipanar Raðið laukunum þétt saman í potta eða skálar. í 11—12 senti- metra pott komast 5 laukar. — Skorðið laukana vel í venjulega pottamold. Hyljið þá ekki og pas- sið að mjói endinn snúi upp. Vökvið vel á eftir en hafið mold- ina ekki dýblauta. — Geymið síðan pottana á dimmum og svölum stað (9—12°C er heppilegur hiti) í 6—8 vikur. Haldið moldinni rakri allan tímann. í byrjun desember þegar spírumar em orðnar 5—7 senti- metra háar má venja túlipanana hægt við hærri hita (15—20°C) og fulla dagsbirtu. Sortin „Brill- iant Star“ með rauðum blómum á 15 sm háum stilk er auðveldust viðureignar en einnig má reyna við hinn sambærilega og gulblóm- strandi „Joffre“. Hýasintur Laukarnir em settir hver fyrir sig í 10 sm potta. Skorðið laukana til hálfs ofan í moldina og látið toppana á laukunum snúa upp. Vökvið á eftir og geymið pottana á dimmum og svölum stað (9°C er kjörhitinn) í 6—8 vikur. Fylgist með því að moldin sé rök allan tímann. Þegar spírumar hafa náð 3—5 sm hæð í byrjun desember má auka hitann hægt upp í 15—20°C en hafið laukana í myrkri þangað til sést í koll blómspímnnar á milli blaðanna, annars er hætta á að blöðin taki jrfirhöndina og skilji blómin eftir ofan í lauknum. — Heppilegasta hýasintusortin er hin bleika „Anna Marie“ en einnig má reyna við hina rauðblómstrandi „Jan Bos" og hina bláu „Ostara“. Krókusar Hnýðin em sett í potta eða lág- ar skálar með mold. Skorðið krókusahnýðin eins þétt saman og þau komast í ílátin og athugið að láta rótarkökuna snúa niður. Vökvið og geymið svo krókusaíl- átin á köldum stað (5—10°C) og haldið jöfnum raka á moldinni. Það er hægt að setja pottana í plastpoka og hafa í grænmetis- hólfi neðst í kæliskáp þessar 6—8 vikur sem rætingin tekur. Þegar spírumar á hnýðunum hafa náð 3—5 sm hæð má venja krókusana ofurhægt við hærri hita og láta þá njóta fullrar birtu í glugga. Krókusamir standa miklu lengur í blóma ef hægt er að halda hitan- um í lágmarki, 12—15°C er heppilegt. Auðveldasta krókuss- ortin til þessara nota er hin dökkfjólubláa „Rememberance“. í næsta pistli mun ég skrifa um jólalilju og amaryllis til jóla og fjalla nánar um „svalakassa- ræktun" á haustlaukum. Hafsteinn Hafliðason KongoROOS KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR St. 30-39. Verð kr. 2.250.- St. 40-47. Verð kr. 2.550.- UTIUF Glæsibæ, sími 82922. stkröfusími 82922 Fjárskaðar í Leirár- sveit í norð- anáhlaupi Hvannatúni í Andakíl. MIKIÐ norðanveður með snjó- komu gerði á nokkrum bæjum í Leirársveit aðfaranótt þriðju- dags. Fé var á túnum og leitaði skjóls í skurðum. Fimm lömb drápust þannig í snjó og krapi á Leirá. Veðrið var mjög staðbundið við bæi undir Skarðsheiðinni sunnan- verðri. Hvassast var á Leirárgarða- bæjum, Leirá, Hávarsstöðum og Hlíðarfæti. Rignt hafði mikið um helgina og mikið vatn í skurðum, þegar fraus aðfaranótt þriðjudags og snjóaði, leitaði fé skjóls í skurð- um, blotnaði og fennti í kaf. Bændur voru að bjarga kindum um nóttina, en erfitt var um vik vegna dimmviðris og hálku. Það reyndist erfitt að reka fé og ganga varð á undan farartækjum. Skátar frá Akranesi komu nokkr- um bændum til hjálpar og vildi Ásgeir Kristinsson á Leirá, viðmæl- andi fréttaritara, koma á framfæri þakklæti til þeirra. Snjóinn skefur úr heiðinni og á miðvikudaginn sáust ummerki snjóflóða í heiðinni. Svipað veður gerði í október 1980 með álíka afleiðingum. Þá var eins og nú marauð jörð norðan heiðar- innar. Eftir er að smala úthaga og kanna afleiðingar veðursins þar. - D.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.