Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 37 Félag íslenskra náttúrufræðinga: Niðurskurður á Orkustofnun þjóðhagslega hættulegur STJÓRN Félags íslenskra nátt- úrufræðinga hefur sent út yfirlýs- ingu vegna uppsagnanna á Orkustofnun i lok september. I henni segir að rakalaus niður- skurður i fjárlagatillögum fjár- málaráðherra á stofnun með áratuga reynslu og einstæða sér- þekkingu sé ákaflega varhuga- verð stjórasýsla sem geti hæglega verið þjóðhagslega hættuleg. Stjóm Félags fslenskra náttúru- fræðinga telur að engin rök hafi fengist tilgreind fyrir þeim sam- drætti í fjárveitingum til Orkustofn- unar sem boðaður sé í óbirtum flárlagatillögum flármálaráðherra. Stjómin lýsir því einnig yfir að orð- sveimur um nauðsynlegan samdrátt á Orkustofnun vegna samdráttar í virkjunaráformum og virkjunarfram- kvæmdum eigi ekki við haldbær rök að styðjast. Þessi samdráttur hafi þegar átt sér stað hvað varðar vatns- aflsvirkjanir og þó svo að nýjum hitaveitum fari fækkandi þá komi þar á móti aukin þjónusta við rekst- ur þeirra og viðbótarvinnslu jarðhita, enda sé jarðhitavinnsla á vissan hátt námuvinnsla. Einnig segir í yfírlýsingunni að öflun grunnþekkingar á orkulindun- um og aðstæðum til nýtingar þeirra sé í eðli sínu langtímaverkeftú og lítið háð sveiflum í virkjunarfram- kvæmdum. Þær rannsóknir hafi auk heldur frekar orðið að víkja fyrir beinni þjónustu við virkjunaraðila undanfarið og hafi því þegar orðið fyrir óæskilegum samdrætti. Skerð- ing rannsókna á íslandi sé almennt varhugaverð, slíkir eftirbátar ann- arra siðmenntaðra þjóða sem íslend- ingar séu í þeim efiium, því rannsóknir séu ein höfuðforsenda þróunar og framtfðarhags þjóðarinn- ar. Kjarneðlis- fræðingur flyt- ur fyrirlestur PRÓFESSOR Ben Mottelson frá Nordita i Kaupmannahöfn flytur fyrirlestur á vegum Eðlisfræði- félags íslands og Raunvísinda- deildar Háskólans mánudaginn 12. október kl. 16.30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar. Fyrirlesturinn nefnist „The Study of the Nucleus as a Theme in Con- temporary Physics" og er öllum opinn. Ben Mottelson er kjameðlis- fræðingur og hefur verið jirófessor við Nordita síðan 1957. Arið 1975 voru honum veitt Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á innri hreyfingum atómkjama. FLÖSKUXNAR ER\Á KDMNfifö! SÓL Þverholti 17-21, Reykjavík Fimm sinnum í viku til Amsterdam - Og þaðan með KLM til yfir 130 borga í 76 löndum í 6 heimsáifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.