Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 14

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 14
14 B MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 SINGAPORE Afburðafólk eftir pöntun ISingapore er ekki nóg að menn vinni vel, heldur stefnir öll þjóðin að yfírburðum ef marka má áróður opinberra aðila. Hvarvetna á snyrtilegum götunum getur að líta risastór áróðursspjöld eða gríðarstóra borða þar sem borgaramir eru hvattir til að standa saman til að ná „fullkomnun". Heitið er á menn að sýna góða hegðan og bæta framkomu sína, rétt eins og verið væri að eggja skáta. Þeir sem ferðast um í leigubílum fara heldur ekki í grafgötur um að bílstjóramir hafí fengið fyrirmæli um að sýna „þjóðfélagslega ábyrgð“ og „leggja metnað sinn í að veita góða þjónustu". En á áróðursspjöldunum er að vísu hvergi minnst á það að heimilt er að refsa leigubflstjórum eða jafnvel svipta þá atvinnuleyfí ef þeir verða uppvísir af því að hafa viðhaft niðrandi ummæli um Singapore og stjómina þar. Goh Chok Tong aðstoðarforsætisráðherra segir: „Það var nauðsynlegt að veita þjóðinni tilsögn. Við munum trúlega heyja herferðir í þá vera næsta áratug- inn.“ Hann segir brýnt að beita til þess öllum ráðum að Singapore verði ekki lastabæli. Sú áherzla sem nú er lögð á, að menn geri sitt ýtr- asta, kemur í kjölfar annarrar herferðar sem háð var að framkvæði Lee Kuwan forsætisráðherra. Hann hef- ur mikla trú á erfðaeiginleikum, og hvatti því eindregið „gáfað" fólk til að giftast innbyrðis og eiga fleiri böm en þeir sem era ekki einungis fátækir heldur líka tald- ir miður vel gefnir. Þó er ekki ljóst hvort þessar undarlegu tilraunir til þess að kynbæta íbúa Singapore fara enn fram. í hvatningarræðu á þjóðhátíðardaginn viðraði Lee Kuan Yew sjónarmið sín um nauðsyn þess að keppt yrði að yfírburðum í þjóðlífí Singapore. Hann bað fólk að gjalda varhug við því að láta glepjast af gildismati og sjónarmiðum Vesturlanda. Lee er mjög óánægður með Breta nú um stundir þótt hann hafí stundað nám í brezkum háskóla og verið mjög hallur undir þá fyrram. Fyrirmynd hans era Japanir, sem hann segir að keppi af alhuga að yfirburðum. Hann skýrði áheyrendum sínum fjálglega frá japönskum forstjóram, japönskum lífvörðum og jafnvel japönskum dyravörðum. Lee segir að Vestur- landabúar séu veiklundaðir og úrkynjaðir. mMUN0IR90 EFTIRRP BURJTR, SKONR I Dftó'? Allt ber að sama branni, þörfín fýrir yfírburði í Singapore, úrkjmjun Vesturlanda og þær ógnir sem að þjóðinni steðja hið ytra sem hið innra. Lee er mjög umfram um að þjóðin sé sjálfri sé næg á flestum svið- um framleiðslu og telur það einu leiðina til að viðhalda efnahagslegri velgengni. Hann er einnig sannfærður um nauðsyn þess að vinna til hins ýtrasta úr mikilvæg- ustu auðlind landsins — hæfíleikum og hugviti lands- manna. Það hefur leitt til þess að áherzla sú sem lögð er á þjálfun og menntun er svo mikil að það jaðrar við ofstæki. Singapore er eflaust eina ríkið i heiminum þar sem menn fá skattaafslátt fýrir að skara framúr við háskólanám. Enn sem komið er hefur ríkisstjórnin fengið sínu framgengt. En varla er samt hægt að hugsa sér ann- að þjóðfélag þar sem tekizt hefur jafn rækilega að koma í veg fyrir fijáls skoðanaskipti án þess að um hreinræktaða einræðisstjóm sé að ræða. - STEVE VINES ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Þegar há- tígnin er hiðargasta úrhrak Tunku Abdul Rahman, sem kallaður hefur verið faðir malæsísku þjóðarinnar, er maður háaldraður, 84 ára gamall, en samt er hann óhræddur við að vekja máls á ýmsu, sem flestir landa hans þora ekki að tala um. Hann hefur nú lagt til, að stofn- aður verði dómstóll, skipaður nokkram valdamönnum, til að dæma í málum þeirra ráðamanna annarra, sem bijóta af sér eða verða konungdæminu til skamm- ar með framferði sínu. Rahman er afkomandi kon- ungsættarinnar í Kedah-fylki en alls era erfðaQölskyldumar fímm og skipta með sér völdunum á fimm ára fresti. Rahman hefur hins vegar miklar áhyggjur af því og ekki að ástæðulausu, að svörtu sauðimir meðal þessa fólks séu orðnir fleiri en góðu hófí gegnir. Ástandið lýsir sér best í því, að núverandi konungur, súltan- inn Mahmood Iskander af Johore, hefur tvisvar verið dæmdur fyrir manndráp en verið náðaður í bæði skiptin af föður sínum. Verða afbrotin tæpast afgreidd sem yfírsjónir ungs manns því að framkoma hans hefur lítið batnað með árunum. Nýlega var hann í heimsókn í olíuríkinu Brunei og við komuna þangað hafði hann sitthvað út á heiðursvörðinn að setja. Sendi- herra Malasíu í Brunei skaut því að honum, að svona aðfinnslur væru ekki beint viðeigandi en með þeim afleiðingum einum, að hann var sendur heim með næstu flugvél. Fyrir nokkru kom það fyrir, að maður af malæsísku kon- ungakyni gerði út um ágreining sinn við forstöðumann í golf- klúbbi með því að misþyrma BHNNRÐ RÐ HRNPSRMR honum þannig, að hann varð að fara á sjúkrahús en í malæsísku fjölmiðlunum var ekkert sagt frá atburðinum enda ekki venjan þegar fína fólkið á í hlut. Einn súltaninn er alræmdur fyrir fjárhættuspil. í fyrra tapaði hann 800.000 dollurum í London og brá þá á það ráð að hringja í forsætisráðherrann og lofa hon- um 5.000 ekra skógarsvæði gegn því, að hann ríkið borgaði fyrir hann brúsann. Fyrir tíu áram gerði hann þó enn betur en þá tapaði hann 2,4 milijónum doll- ara í Las Vegas. Þessi sami súltan var nýlega í London og átti heldur óhægt með að komast þaðan því, að hann hafði lent í höndunum á okurlánuram, sem heimtuðu af honum hálfa milljón dollara og engar reQar. Aftur hringdi hann í forsætisráðherrann með boð um meira skógarhöggssvæði en sagt er, að í þetta sinn hafí honum ekki verið svarað. Þótt konunglegi skarinn í Malasíu virði hvorki lög né rétt era engar líkur á, að honum verði haldið í skefjum. Lögum samkvæmt er ekki hægt að leita réttar síns gagnvart þjóðhöfð- ingjanum og Rahman hefur bent á, að „þjóðhöfðinginn getur kom- ist upp með að drepa þegna sína“. Rahman er maður kurteis og lét þess ógetið, að það er ein- mitt það, sem hefur gerst. PÓLLAND Það er aðeins að byija að bóla á sannleikanum egar dauðinn fór að ósýnilega manninum, varð hann sýni- legur á ný. Lesendur H.G. Wells muna vafalaust eftir þessu atviki, fólkinu, sem sá fyrst ógreinilegar útlínur æða og sina verða til í lausu lofti, síðan limi, höfuð og húð þar til látinn, ungur maður lá fyrir fótum þess. Ritskoðarar eru ósýnilegir menn og það er líka þannig með þá, að þeir verða smám saman sýnilegir þegar þeim þverr líf og kraftur. Pólland á okkar tímum er ágætt dæmi um þetta. í nokkur ár hafa blöð og tímarit, sem hafa að vísu leyfí stjómvalda en eru þó andvíg þeim í raun, t.d. ka- þólska útgáfan, merkt staðinn þar sem ritskoðaramir hafa látið til sín taka. Ég hef fyrir framan mig eintak af „Res Publica", fræðilegu tíma- riti, sem kirkjan gefur út. í grein, sem fjallar á gagnrýninn hátt um stjómmálaskoðanir Bertolts Brecht, kemur þetta allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggn- um: (...) („Lög frá 31. 7. ’81 um eftirlit með Qölmiðlun og annarri starfsemi, 2. kafli, grein 3; Lög- birtingablaðið nr. 20, grein 99; 1983, Lögbirtingablaðið nr. 44, grein 204.“) Þegar þessu innskoti lýkur er haldið áfram að fjalla um efnið og það fer ekki framhjá lesendum, að þama hafa ritskoðarar ríkisins klippt út setningu. Ég hef séð greinar í blöðum, sem vora aðeins ein forvitnileg fyrirsögn, síðan of- angreindar tilvitnanir og ekkert annað: Öll greinin hafði verið bönnuð. Yfirvöldunum líka ekki þessar tilvitnanir en þau láta sér þær lynda. Ritskoðunin er orðin sýnileg — og máttlausari. Blöð og tímarit hins opinbera, kommúnistaflokksins eða stjóm- arinnar, eiga náttúrulega minna á hættu. Það sést ekki beint hvar ritskoð- aramir hafa beitt skærunum þótt þeir geri það vissulega þar sem annars staðar en samt eru ógreini- legar útlínur ósýnilega mannsins líka famar að birtast þar. Vikuritið „Polityka", sem mið- stjóm kommúnistaflokksins gefur út, birti nýlega langa grein um efni, sem hingað til hefur ekki mátt minnast á og jaðraði við dauðasynd að nefna: Um griða- sáttmála nasista og Sovétmanna. Hann var undirritaður 23. ágúst árið 1939 og eins og allir vita, fylgdu honum leynileg ákvæði um skiptingu Póllands milli „áhrifa- svaeða“ Þjóðveija og Sovétmanna. Leyniákvæðin og ítarlegur samningur, sem siðan var gerður um skiptinguna, hafa ekki verið nefnd á nafn opinberlega í Póll- andi í nærri hálfa öld en Duracz- ynski prófessor, höfundur greinarinnar, ákvað að reyna að flalla um þau á eins varfærinn hátt og hugsast gat. Útkoman var þessi: „Af þýskum heimildum má ráða, að griðasáttmálanum hafi fylgt leynileg ákvæði um skiptingu Austur-Evrópu í „áhrifasvæði" beggja ríkjanna. Sovétmenn hafa ekki staðfest sannleiksgildi þess- ara skjala (...)“ Þessar upplýsingar koma varla Pólveijum á óvart enda hafa þeir vitað um leyniákvæðin síðan þau voru gefín út á Vesturlöndum árið 1948. Hér skipta þó tvö atriði miklu máli. Það fyrra er náttúrulega (...) í fyrsta sinn kemur það fram í flokksriti hvar rit- skoðunina hefur borið niður og þar með er hún orðin sýnileg. Hitt atriðið er það, sem ritskoðaramir leyfðu prófessomum að skrifa áður en þeir skelltu á hann (...). Gorbachev hefur sagt, að það ættu ekki að fyr- irfínnast neinar „auðar síður“ í sögunni um sam- skipti Pólveija og Sovétmanna og „Polityka" er augljós- lega farin að fylla upp í þær. „Glasnost" eða „hin opna umræða" er ekki síst mikilvæg fyrir það, að hún felst í því að við- urkenna opinberlega það, sem allir vita. Þögn- in og lygamar eru homsteinar einræðisins. Að segja sannleikann um söguna er að minnsta kosti forsenda eðlilegrar utanríki8stefnu og það er þess vegna sem Pólveijar — pólskir sagnfræðingar — hafa gefíð Sov- étmönnum langan lista yfír „auðu síðumar": Hreinsanimar í pólska kommúnistaflokknum; Qölda- morðin í Katjm-skógi; örlög þeirra Pólveija, sem voru fluttir til Sov- étríkjanna eftir 1939; framkoma Sovétmanna meðan á uppreisninni í Varsjá stóð; nauðungarílutning- ur og „réttarhöldin" yfír leiðtogum pólsku andspymuhreyfíngarinnar eftir stríð og fleira og fleira. Griðasáttmáli nasista og Sovét- manna er líka á þessum lista. - NEAL ASCHERSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.