Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 17 þingræður vélritaðar (nú tölvu- skráðar) af segulböndum og búnar í hendur útgáfudeildar Alþingistíð- inda. Hann veitti þessari starfsdeild forstöðu lengi, en deildarstjóri hennar nú er sonur hans, Jón Ólafs- son. Hver ræða var vélrituð í þremur eintökum. Eitt eintakið var geymt óbreytt eins og það kom frá hendi ritara, annað var lagt á borð þingmanna (sem gátu leiðrétt mál og framsetningu en ekki efnisatr- iði), en það þriðja fór til prentunar, það er til þeirrar starfsdeildar þingsins, sem sér um útgáfu Al- þingistíðinda, en þau spanna málskjöl þingsins og ræður þing- manna. Jóhannes Halldórsson, cand. mag, byggði upp þá starfs- deild og veitti forstöðu til skamms tíma, en Helgi Bemódusson, cand. mag., hefur yfírumsjón Alþingistíð- inda í dag. Segulbönd með ræðum þing- manna eru ekki varðveitt í heild. Hinsvegar hefur verið komið upp eins konar raddasafni þingmanna. Það er í umsjón Jóns Ólafssonar, deildarstjóra ræðuritunar. Tækjabúnaður við upptöku á ræðum þingmanna hefur að sjálf- sögðu breytzt töluvert í tímans rás og ný tæki tekið við af þeim er úreltust. Títtekt á háaloftí þingsins í maimánuði 1987 vóru gerðar miklar tiltektir á háalofti Alþingis- hússins. Gömul þingskjöl og þing- tíðindi vóru flutt í nýjar geymslur. Þegar rýmt var kom í ljós afsíðis grár kassi. Mér var gert viðvart. Kom þá í ljós að hér var komið ACA-segulbándstæki það sem ég var sendur til að kaupa fyrir Al- þingi 1949 og formlega var prófað í efri deild í apríl 1949. Þetta var, sem fyrr segir, fyrsta hljóðritun frá Alþingi. Þrátt fyrir nokkum aldur, 38 ár, var tækið í góðu lagi og skilaði upptöku á spóluna eðlilega. Tækið verður að sjálfsögðu varð- veitt sem minjagripur, sem og spólan með fyrstu hljóðrituninni. Litið yf ir langan veg Magnús Jóhannsson var spurður, hvort margt hefði breytzt á Alþingi á 35 ára starfsferli hans. Að sjálf- sögðu hefur margt breytzt, sagði Magnús, og tækni fleygt fram á mínu starfssviði. Annað er þó lítt eða óbreytt. Dagbókarform um vél- ræna upptöku á þingræðum, sem við Ólafur Siggeirsson sömdum í sameiningu 1952, er við lýði enn í dag. Það byggðist í fyrsta lagi á skráningu tímalengdar við notkun tækja og lengd hverrar spólu, röð og tíma ræðumanna, röð funda og tímalengd. Þetta var gert til að hafa á einum stað skilmerkilega röð funda og ræðumanna, sem hægt væri að styðjast við þegar handrit vóm búin til prentunar í Alþingistíð- indum. Dagbókin hefur reynzt ömggasta skráða heimiidin um það sem gerist á þingi. Fýrstu tvo áratugina vóm ávallt tveir verðir að starfi við upptöku. Seinna reyndum við Úlfar Svein- bjömsson að sinna þessu einir til skiptis, en það var óhæft til fram- búðar vegna vinnuálags þegar fundir em langir og jafnvel samtím- is { báðum deildum þings. Vinnuaðstaða við upptöku hefur batnað síðari ár, sérstaklega loft- ræsting, en talsverður hávaði stafar frá flölritunartækjum, sem sett hafa verið upp við hliðina á upp- tökuherberginu. Starf okkar hefur frá upphafi heyrt undir skrifstofustjóra og for- seta Alþingis. Samstarf við þessa aðila hefur gengið með ágætum frá upphafi fram á þennan dag. Nei, ég læt efnisatriði í ræðum og deilur, sem stundum koma upp, ekki hafa áhrif á mig, sagði Magn- ús. Ég vandist snemma á það að heyra, hvað fór fram og bóka það sem ég þurfti en láta umræðumar að öðm leyti fram hjá mér fara. Það var aldrei neitt áhugamál mitt, hvem veg mál fóm í þinginu, held- ur að koma því til skila, er mér bar. Skíðaferð er ævintýri! í Mayrhofen, Zell am See eða Kitzbuhel FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofén, Zell am See og Kitzbúhel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verðdæmi: A. Kr. 32.143 á mann í tvíbýli á Landhaus Heim. Jólaferð í tvær vikur, brottför 19/12 ’87. B. Kr. 25.007 á mann, miðað við 4 saman í íbúð á Landhaus Heim. 2ja vikna ferð, brottför 2/1, 9/1, 16/1, 23/1 ’88. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími: 25100. P.S. Meistari eða byrjandi á skíðum - það eru allir jafnir í austurrísku brekkunum! AUK hf. 110.44/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.