Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 19 Njósnaramir höfðu undir það síðasta lagt allt kapp á að ná upplýs- ingum um svokallað þriðja stig Ariane-eldflaugarinnar sem áður er getið. Rússar munu vera á eftir bæði Frökkum og Bandaríkjamönn- um í smíði ákveðinna vélahluta í eldflaugar og því eftir miklu að slægjast. Eftir handtökuna liðu tvær vikur áður en málið var gert opinbert þ. 1. apríl sl. og kom fram sú skýring að afhjúpanimar hefðu þótt allt að því óþægilegar fyrir Frakka, sem var umhugað að halda góðu sam- bandi við hina nýju ráðamenn í Kreml og höfðu jafnvel trúað því að þar yrðu breytingar á í samskiptum. Valery Konerev, flugmálaráðgjaf- inn, sem Nina hafði fyrst samband við í sovéska sendiráðinu í París, reyndist vera yfirmaður KGB í Frakklandi. Hann var, ásamt fímm samstarfsmönnum, gerður brott- rækur þaðan eins og áður getur. Ludmila, sem var svo til nýkomin til Frakklands þegar ósköpin dundu yfír, lýsti yfír sakleysi sínu og eigin- manns síns. Jean Verdier, faðir Pierre, sagði að Nina hefði ótrúlegt ímyndunar- afl, hún væri skáldkona í fleiri en einni merkingu þess orðs. Nino Man- ole virtist einni létta við handtökuna, enda sagðist hún óttast að KGB sæti um líf sitt. Vinur hennar og samlandi, Com- elius Dima Dragan, var myrtur í Toronto í Kanada á síðasta ári, að undirlagi KGB að því fullyrt er. Dragan hafði verið náinn samstarfs- maður Ceusescu í Rúmeníu og þau Nina höfðu átt með sér mót í Vínar- borg í janúar 1986, ekki svo löngu áður en hann var ráðinn af dögum. Þáttur hinnar rússnesku Ludmilu verður sjálfsagt seint kunnur. Varð hún ástfangin af Verdier, sem lýst er sem allt annað en draumaprins ungra kvenna, eða var kynnum þeirra komið á í gleðskapnum á gamlárskvöld? Átti hún að taka við af Ninu sem var að nfssa tökin á Verdier bæði tilfínningalega og í njósnastarfínu? Ariane-eldflaugin. Ludmila lýsti því yfir í frönskum fjölmiðlum að hún væri enginn njósnari — hún væri aðeins fómar- lamb ástarinnar. Ef svo hefur verið er óhætt að segja það um fleiri tengda þessu máli einnig. Pierre Verdier er hins vegar ekki eini karlmaður sögunnar sem van- metið hefur „ást, sem í hatur er snúin" eða „slíkt bál sem bræði fors- máðrar konu er“ eins og segir á ónefndum stað í ónefndri bók. Heimildir: Le Nouvel Obaervateur. Obaerver, o.fl. Texti: Bergljót Ingólfsdóttir Electrolux t atttuðu 0i»wreofn Viðskipta- vinir Lúmex Athnáið! Lampaverslunin LÚMEX, Síðumúla 21, verður lokuð dagana 2. lil 5. nóvember vegna flutninga. Opnum nýja og glæsilega verslun að Síðumúla 12 föstudaginn 6. nóvember. Verið velkomin! Föst innlánsviðskipti við sparisjóðinn opna ýmsar leiðir. Við nefnum YFIRDRÁTTARHEIMILD allt að 50.000 kr. og LAUNALÁN allt að 250.000 kr. sam- kvæmt reglum sparisjóðsins. Sparisjóðurinn leggur áherslu á skjóta og persónu- lega afgreiðslu og kemur til móts við þarfir þínar. Kynntu þér kjörin á næsta afgreiðslustað. SPARISJÓDIRNIR fyrir þig og þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.