Morgunblaðið - 01.11.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 01.11.1987, Síða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Manning læknar konu með slitgigt. Eftir 15 minútna lækningu átti konan ekki í erfiðleikum með að beygja sig og réttnúr sér aftur. skorðaðist ekki við einn stað, hn færi um allan líkamann. Lækningin ætti að endast konunni svo fremi sem hún gætti þess að ofreyna ekki bakið. „Eins og þið sáuð þá er aðferðin sem ég beiti mjög mild og hlutlaus. Tilgangurinn er að ná til fólks á andlega sviðinu og láta því líða betur,“ sagði hann. „Áhugi á miðlastarfsemi og hug- lækningum hefur aukist töluvert á undanfömum árum, það er andleg- ur kraftur, sjálfsábyrgð sem er að koma fram. Gott dæmi um það er Live-Aid framtak Bob Geldofs. Við sveiflumst á milli þessa andlega krafts og líkamlegs afls, þ.e. meira ofbeldis, ágimdar, fátæktar og stríðs. Mér finnst við vera að fær- ast í áttina að alheimshruni, sem mun hefjast á hruni hagkerfísins. Þið sjáið öll hvað er að gerast í efnahagslífínu og ég tel því miður að þetta eigi eftir að versna. Þegar hrunið verður getum við gert tvennt; við getum byggt upp á efn- ishyggju og þá mun þetta endur- taka sig, eða við getum byggt fyrst og fremst á andlegum verðmætum og samvinnu. Ég vona að við berum gæfu til að velja síðari kostinn. Ég er aðeins dropi í hafíð, en það sem ég reyni að gera er ekki að lækna sjúkdóma, heldur afstöðuna til lífsins," sagði hann. Samkomunni lauk með því að Manning vann með annnan sjúkling sem var kona með MS-sjúkdóminn og gat hún ekki hreyft aðra hend- ina og hvorugan fótinn. Hann bað þá sem áhuga hefðu á að taka þátt í lækningunni og þyrftu ef til vill á lækningu að halda, að koma upp og mynda lítinn hring í kringum konuna. Langflestir áheyrenda stóðu þá upp og mynduðu hring sem náði allt í kringum altarið. Hann bað alla viðstadda um að hugsa hlýlega til konunnar og var leikin tónlist spiluð á flautu og gítar. Stóð þessi lækning einnig í fímmtán mínútur. Að henni aflokinni bað Manning viðstadda um að þegar þeir kæmu heim, þá létu þeir þá sem ekki komu njóta þeirrar vellíð- unartilfínningu sem gagntók við- stadda meðan á lækningunni stóð. Blaðamaður náði tali af konunni í lok fyrirlestursins. Sagði hún að mikil vellíðunartilfínning hefði gagntekið sig. Hún hefði ekki enn hlotið bata en hún gerði sér vonir um hann. Þegar blaðamaður spurði Manning hvort hann teldi að konan fengi bata sagði hann það byggjast á hvað hann teldi bata vera. Það þyrfti ekki að vera að hún fengi líkamlegan bata, en hann hefði áður unnið með konu sem þjáðist af MS. „Hún kom til mín og sagði að ef ég læknaði sig ekki þá fremdi hún sjálfsmorð. Mér tókst ekki að lækna hana af sjúdómnum en hún hlaut andlegan bata og var reiðubúin að takast á við lífið þrátt fyrir fötlun sína.“ Velflestir áheyrenda tóku þátt í lækningunni er Manning vann með - segirMatthew Manning BRESKI huglæknirinn Matt- hew Manning hélt fyrirlestur um huglækningar ásamt sýni- kennslu föstudaginn 23. október í Langholtskirkju. Fyrirlesturinn, sem var hald- inn á vegum Þrídrangs, var vel sóttur og var kirkjan þétt- setin áheyrendum. Lýsti Manning á glettinn hátt starfi sinu og skoðunum og sýndi hvemig hann beitir huglækn- ingu. Hlaut kona með slitgigt bata. Manning hóf fundinn á því að kynna hvað hann hefði aðhafst síðustu fímmtán árin og sagðist lengi framan af hafa verið þekktur fyrir ýmiskonar óknytti og drauga- læti á nætumar. Hann sagðist síðan hafa unnið mikið með vísindamönn- um sem hefðu rannsakað hæfíleika sína og sagði frá einni slíkri tilraun en þær skiptu tugum. Hann væri nú hættur að taka þátt í tilraunum, því hann vildi heldur vinna með fólki en vísindamönnum. Hann lýsti sfðan þeim aðferðum sem hann beitir við lækningu, en hann leggur megináherslu á að sjúklingurinn taki sjálfur þátt í lækningunni. Sagði hann að um 40% þeirra sem leituðu til sín létu ekki sjá sig aftur þegar þeir fréttu þetta. Þetta væru mestmegnis kon- ur og það segði heilmikið um kynþokka sinn. Á endanum væri eftir lítill hópur fólks, en jákvæður og það bæri árangur. Hann ítrekaði að menn yrðu að gefa sér tíma til að vinna með sjálfa sig og sagði í því sambandi frá þeim vanda sem hann horfðist oft í augu við, en hann væri sá að fólk teldi sig ekki hafa tíma til að sinna sjálfu sér þar sem það væri of upptekið af að sinna öðrum, til dæmis fjölskyldu. Hann sagðist geta kennt fólki að ná tökum á meðal annars streitu. Það þyrfti að læra að anda rétt og að nota kímnina. Það væri afar nauðsynlegt að menn tækju sig ekki of alvarlega, margir þeirra sem kæmu til sín væru mjög alvarlegir og teldu hann stórskrýtinn þegar hann reyndi að láta þá hlæja. Það væri nú sannað að hlátur og fleiri tilfínningar losuðu sársauka- stillandi efni, endorfín, sem heilinn framleiddi. Hann vék því næst að krabba- meinssjúklingum en þeir eru um 75% sjúklinga hans. Hann sagði það sameiginlegt mörgum þeirra að á síðustu 16 mánuðum fyrir grein- ingu sjúkdómsins hefðu þeir misst einhvetja af undirstöðum lífs síns, þeir hefðu til dæmis misst ástvin, vinnu eða þurft að flytjast burt. Hjá sér hefðu um 40 krabbameins- sjúklingar hlotið fullan bata og engin merki sjúkdómsins væru sjá- anleg. Þó fyndist sér mun mikilvæg- ara að kenna fólki að vera jákvætt og vinna að þvf að bæta líf þess, ekki aðeins sjúkdóminn. Margir þeirra sem hann hefði læknað segð- ust ekki hafa viljað missa af þeirri reynslu sem veikindin hefðu veitt, þau hefðu gert það mun kær- leiksríkara, ekki aðeins við ástvini heldur alla þá sem það umgekkst. En fólkið sem raunverulega þyrfti á hjálp sinni að halda kæmi ekki. Þá var komið að því að hann lýsti sjálfri lækningunni. „Ég fínn fyrir hita í höndunum og fæ tilfinn- ingu í þær eins og rafstraum. Fólk sem ég vinn með segir að ég sé eins og raforkuver. Þegar ég hreyfí hendumar koma upp myndir í hug- ann, táknrænar, sem virðast í MS-sjÚklÍngÍnn. Morgunblaðið/Korkcll tengslum við vandann. Þegar ég lækna, þá hugsa ég í myndum. Ég nota mikið tónlist, sumar tegundir hennar hafa mjög góð áhrif á fólk, áhrif sem eru gagnstæð reiði." Það gekk erfiðlega að fínna fólk í salnum sem var „nógu veikt" eins og hann orðaði það. Helst leitaði hann að hreyfíhömluðu fólki svo árangurinn yrði sem sýnilegastur. Kona, sem þjáðist af slitgigt gaf sig fram. Hún var beðin að beygja sig fram, sem hún gerði en átti í miklum erfíðleikum með að rétta úr sér aftur. Hann lagði hendur á axlir konunnar og síðan á mjó- hrygginn. Undir var leikin tónlist sem sérstaklega var samin fyrir hann. Þegar fímmtán mínútur voru liðnar bað hann konuna að standa upp og beygja sig fram. Brá nú svo við að hún rétti úr sér án nokkurra erfíðleika. Sagði konan að stöðugur verkur sem hún hefði verið með í bakinu væri alveg horfínn og fleiri verkir sem hún hefði þjáðst af. Manning sagði að lækningin ein- Þegar ég lækna, hugsa ég í myndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.