Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 25

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 25 Þeir sem skilja þurfa enga skýringu Morgunblaðið/Þorkell Breski huglæknirinn Matthew Manning. Hann þykir nú einna fremst- ur á sínu sviði á Vesturlöndum. Viðtal við breska huglækninn Matthew Manning BRESKI huglæknirinn Matthew Manning fæddist fyrir þrjátíu og tveimur árum. í bernsku hans varð vart undarlegra fyrirbæra á heimilinu. Húsgögn fíuttust til, torkennileg skrift birtist á veggj- um. Ærslandaf yrirbrigði þessi voru rakin til piltsins unga. Hann náði brátt nokkru valdi á furðu- legum andlegum hæf ileikum sinum og tók að beygja skeiðar með hugarorku sinni og gerðist miðill fyrir sköpunargáfu dauðra manna. Um árabil gerðu visindamenn alls kyns rannsókn- ir á hugarafli Mannings en engin einhlft skýring hefur fundist á því. Fyrir nokkrum árum sneri Manning sér að þvi að hjálpa sjúkum og er nú einn virtasti huglæknir á Bretlandseyjum. Fer hér á eftir viðtal sem blaða- maður átti við hann á dögunum. Manning var fyrst spurður hvort ærslandafyrirbrigðin gerðu enn vart við sig. Nei, þau hafa alveg hætt. Eftir að ég byijaði á huglækningum er eins og stráksskapurinn í mér birt- ist á annan hátt. En eru ærslandafyrirbrigðin og lækningamátturinn sprottin af sömu rót? Ég veit ekki. Þetta er eitthvað innra með mér sem brýst svona út. Ég held það sé ekki utanaðkom- andi. Ég tek venjulegar einfaldar skýringar fram yfir aðrar. Að vísu get ég ekki fundið eðlilega skýringu á því að ég skuli hafa getað skrifað arabisku reiprennandi og tel þess vegna að í því tilviki hafí eitthvað utanaðkomandi komið við sögu. Bók þin The Link heitir í islenskri þýðingu Tveggja heima tengsl. Hvaða tvo heima ertu að tengja? Eg held það væri kannski heppi- legra að tala um að ég tengdi tvenns konar veruleika; það er að segja efnislegan og andlegan veruleika. Ekki að hér sé um tvo óskylda heima að ræða. Engin dæmi þess að hug- lækningar skaði fólk Gætirðu sagt mér eitthvað af niðurstöðum rannsókna á lækn- ingaaðferðum þinum? Ég byrjaði á huglækningum eftir að hafa unnið í mörg ár með tilrauna- glös og plastflöskur. Mig langar að lýsa einni tilraun sem gerð var í Tex- as árið 1978. Vísindamennimir höfðu ræktað krabbameinsfrumur á til- raunastofunni. Þær voru í glerflösku og festust innan á glerið ef þær voru lífs en annars féllu þær í vökva í flöskunni. Síðan voru útbúnar þijár flöskur, ég einbeitti mér að einni þeirra, venjulegur maður að annarri og sú þriðja stóð á borði. Við gerðum þessa tilraun 30 sinnum. í 27 skipti gerðist nokkuð furðulegt. Sýnið, sem ég einbeitti mér að, sýndi aukinn fjölda dauðra fruma um 200 til 1200 prósent. Þetta er erfitt að skýra. Slíkar tilraunir hef ég endurtekið margoft með ýmsum vísindamönnum og niðurstöður hafa ætíð verið svipað- ar. Ein tilraun var þannig að ég fékk tíu manna hóp sjúklinga í hendur sem allur þjáðist af varanlegum sársauka. Síðan var hópnum skipt í tvennt, fimm í hvorum hópi. Því næst lækn- aði ég helminginn, en þóttist vera að lækna hinn. Þannig að allir sjúkling- amir tíu héldu að verið væri að lækna þá. Niðurstaðan var sú að einunjis þeir sem ég læknaði í raun fengu bata. Þannig að trú manna á lækningu skiptir ekki máli? Augljóslega ekki. Stundum tekst mér að lækna sjúklinga, sem hafa enga trú á mér og stundum get ég ekki hjálpað þeim sem trúa af sann- færingu. Á hinn bóginn sakar yfirleitt ekki að sjúklingamir trúi á lækning- una og það vita allir læknar. En hvemig stendur á því að máttur þinn vinnur á krabbameins- frumum en ekki vergulegum frurnum? Ég held það hljóti að vera vegna þess að mér er stjómað að einhveiju leyti. Ég veit ekki um nokkum mann sem hefur skaðast af völdum hug- lækninga. En til eru dæmi um að venjulegir læknar skaði sjúklinga. Hvemig stóð á þvi að þú ákvaðst að hætta að taka þátt i tilraunum á tilraunastofum og byijaðir hug- lækningar? Á miðjum áttunda áratugnum vann ég mikið með vísindamönnum við alls kyns tilraunir. En ég hafði ekki nokkum minnsta_ áhuga á því sem ég var að gera. Ég var beðinn um að hafa áhrif á alls kyns tæki og þeir vildu meira að segja athuga hvort ég gæti haft einhver áhrif á tölvuprógrömm. Einnig virtist mér að margt af því, sem ég var látinn , gera, væri neikvætt og hálfgerð nið- urrifsstarfsemi. Það var alltaf verið að athuga hvort ég gæti stoppað eitt- hvað eða brotið eitthvað og mér leið eins og sýningarapa. Vísindamenn- imir voru oft frekar að skemmta sér heldur en að reyna að læra eitthvað. Það rann upp fyrir mér að ég yrði að hætta þessu og snúa mér að ein- hveiju venjulegu, gerast lestarstjóri eða eitthvað. Hugljómun í Himalaya Ég fór til Indlands til að finna alla þá andans menn sem ég hafði heyrt um að væm þar. Þá fann ég reyndar ekki, en ég varð fyrir merkilegri reynslu í Himalaya-fjöllum. Morgun einn hafði ég gengið upp á flallstind til að ljósmynda sólarupprásina. Allt í einu varð ég fyrir yfirskilvitlegri reynslu sem erfitt er að lýsa. Mér fannst ég vera fullkominn hluti af öllu sem í kringum mig var. Ég fékk mjög sterkt á tilfinninguna að ein- hvers konar tilvist umlyki mig, ég veit ekki hvers konar veruleiki þetta var. Ég fann hjá mér mjög sterka hvöt til að gera það sem mér þætti rétt, en ekki það sem aðrir vildu láta mig gera. Ég ætti að gera eitthvað nytsamlegt sem kæmi öðrum að gagni. Mér varð einhvem veginn ljóst að lækningar í víðasta skilningi ættu fyrir mér að liggja. Þá vissi ég ekk- ert um huglækningar. Þegar ég svo kom heim sagði ég við þá vísinda- menn sem ég hitti: Ég er ekkert sérstaklega á móti tilraunum ykkar ef ég fæ sjálfur að ráða tilhögun þeirra. Ég sagðist hafa áhuga á að vinna með lífkerfí. Þannig atvikaðist það að á árunum 1977-82 tók ég þátt í tilraunum þar sem ég hafði áhrif á hvata, blóð- frumur, krabbameinsfrumur og annað slíkt. Svo kom að ég hugsaði með mér: Ef ég get haft þessi áhrif á lifandi frumur hvers vegna ekki þá lifandi fólk? Ertu búinn að marka þér lífsfar- veg, með þvi að reka eigin huglækningastofu i heimabæ þínum? Huglækning er mjög vítt hugtak og nú stend ég á krossgötum. Ég er farinn að sjá að svo mörg líkamlegra vandamála, sem heija á fólk, eiga rætur sínar í streitu, tilfinningavand- ræðum og sambandi fólks hvert við annað. Þess vegna eyði ég nú minni tíma en áður á læknastofunni og ein- beiti mér í vaxandi mæli að því sem læknar kalla forvamarstarf. Ég reyni að kenna fólki hvemig á að komast hjá veikindum. Ég kenni slökun og hvemig maður fer að því að losna viðstreitu. Áður einbeittirðu þér að ein- staklingnum. Ætlarðu nú að snúa þér í auknum mæii að stærri hópi? Það er í grundvallaratriðum rétt. Ég hyggst snúa mér að því að lækna samfélagið fremur en að lækna ein- ungis einstaklinginn. Þegar ég held fyrirlestra eða námskeið nægir að einungis tíundi hluti viðstaddra taki mark á mér og það er strax nokkur árangur. Er streitan fylgifiskur vestræns þjóðfélags frekar en þess sem þú kynntist til dæmis í Indlandsferð- inni forðum? í öllum þjóðfélögum, sem ég he_f kynnst, er til taugastrekkt fólk. Á Indlandi er ef til vill öðruvísi streita en á Vesturlöndum. Streita sprettur af sambandi fólks, hvort sem um er að ræða samband hjóna, foreldris og bams eða vinnuveitanda og starfs- manns. Einnig er svo mikið um alls kyns misskilning á milli fólks. Maður telur náungann vita hvað maður er að fara án þess að svo sé og svo fram- vegis. Við emm ekki í nægu sam- bandi hvert við annað. Vísindamenn þröngsýnir Heldurðu að aflið í þér verði einhvern tímann skýrt með að- ferðum vísindanna? Ég veit það ekki, en ég sé heldur ekki hvers vegna það er svo mikil- vægt. Ég held að kraftur eða náðar- gjöf af þessu tagi sé mun algengara en flestir gera sér grein fyrir. Þetta er líkt og með hæfileikann að geta spilað á hljóðfæri. Allir geta lært það, en fáir verða einleikarar. Ég er einn af þeim sem hafa þessa náttúru- legu hæfíleika. Ég get nefnt þér dæmi af hjúkr- unarkonu sem ég þekki. Hún stóð fyrir námskeiði ( Bandarílqunum um það hvemig snerting gæti hjálpað sjúklingum. Ein af tilraununum, sem hún gerði, sýndi að þegar hjúkr- unarkonurnar fóru höndum um sjúklingana þá óx hlutfall hemo- glóbíns ( blóði sjúklinganna. Hemo- glóbin flytur súrefni um æðar fólks og ég held ekki að hjúkrunarkonum- ar hafi verið gæddar neinum sérstök- um hæfíleikum. Ég held að fyrirbrigði af þessu tagi séu mun algengari en fólk heldur. Einnig gerir fólk sér ekki grein fyrir því að þessir hlutir hafa verið rannsakaðir mjög mikið af vísindamönnum. En niðurstöðunum er oft ekki flíkað. Ég reyni að afhjúpa allt hið dularfulla sem fólk sér við huglækn- ingar og skyld fyrirbrigði. Ég held að það, sem að baki lækningunum býr, sé eitthvað einfalt og eðlilegt. Við ættum öll að geta notfært okkur þetta og gert okkur lífið bærilegra. Ég hætti að taka þátt í tilraunun- um fyrir fimm árum vegna vaxandi efasemda um vísindin eins og. ég kjmntist þeim. Vísindi ættu að rann- saka fyrirbrigðin með opnum huga. En vísindamenn ganga til verks með því hugarfari að þeir viti hvemig heimurinn sé og ef þeir sjá eitthvað sem ekki passar inn í heimsmjmd þeirra þá loka þeir augunum. Það sem kannski gerði útslagið var sjónvarpsþáttur Johnny Carsons i Bandaríkjunum. Ég sat eitt kvöld og horfði á viðtal í þættinum við flöl- bragðaglímumann. Carson spurði glímumanninn hvort íþrótt hans væri ekki bara sjónhverfing. Þá gaf glímu- maðurinn snjallt svar sem ég held raunar að hafi ekki verið frá honum ættað: Fýrir þá sem skilja er skýring- ar ekki þörf. Fyrir þá sem ekki skilja mun engin skýring nægja. Þama sá ég viðhorf margra vísindamanna í hnotskum. Þeir, sem þegar trúðu á mig, notuðu tilraunimar til að stað- festa eigin trú. Þeir, sem ekki trúðu mér, hunsuðu niðurstöðumar eða létu undir höfuð leggjast að birta þær. Þetta em falsvísindi að mínum dómi. Dæmi má taka af John Taylor, stærðfræðingi frá Lundúnaháskóla. Upphaflega vann hann mikið með Uri Geller. Hann skrifaði heilmikla bók um Uri Geller og starf sitt með honum og ýmsum öðrum. Mjög at- hyglisverða bók. Og Taylor var mjög I mun að lýsa hversu varfæmislega hann hefði skipulagt rannsóknimar til að koma í veg fyrir svindl. Nokkr- um árum síðar snerist honum hugur. Hann hlýtur að hafa hugsað sem svo: Ég get ekki skýrt þetta og þess vegna getur þetta ekki staðist. Þess vegna skil ég vel að Uri Geller sé efins um starf vísindamanna og ég held hann hafi komist að svipaðri niðurstöðu og ég þó hann hafi síðan farið út á aðra braut. Hefurðu aldrei velt því fjmir þér að læra sjálfur læknisfræði? Jú, rejmdar hef ég oft velt þvf fyr- ir mér og hver veit, kannski ég eigi eftir að gera það einhvem tímann. En ástæðan fyrir því að ég hika við að læra læknisfræði er sú að ég ótt- ast að ef ég vissi miklu meira á rökrænan, skjmsamlegan máta um hvemig líkaminn starfar þá gæti það komið niður á lækningamætti mínum. Rökræni hlutinn af mér mjmdi þá staldra við og segja: Hejirðu, bíddu nú við, þetta getur ekki verið. Tveir bestu vinir mínir eru rejmdar læknar og ég held þeim fínnist ekki svo mik- ill munur á því sem ég er að gera og því sem þeir eru að gera. Við rejm- um allir að hjálpa fólki en á mismun- andi hátt. Nú berast fréttir frá Vestur- Þýskalandi sem segja að æska landsins sökkvi sér i alls kjms kukl, andaglas og djöfladýrkun. Hvern- ig getur maður greint á milli sannra hæfileika og fúsks? Ég held að mjög stór hluti ungmenna á Vesturlöndum sé að reyna finna tilgang með lífinu. Það vantar aug- Ijóslega jákvæða leiðsögn fyrir þetta fólk. Ég mjmdi aldrei taka undir neitt af því tagi sem þú lýsir. Ég held það sé miklu betra að rejma að gera eitt- ' hvað jákvætt og njrtsamlegt. Þess vegna hef ég heldur ekki áhuga á því sem ég gerði fyrir fimmtán árum. Að beygja skeiðar og þvíumlíkt kom engum að notum. Mér finnst eins og allt sem fyrir mig hefur komið (lífinu hafi verið líkt og skref í átt til þess sem nú er. Kannski er huglækningin, sem ég stunda nú, einungis áfangi að einhverju öðru. Ég hef nýlega lesið bók eftir bandarískan geðlækni, Jerry Jampowsky, sem heitir Ást er að fá útrás fyrir óttann. í henni segir höf- undur að fólk leitist við að kenna það sem það vill sjálft læra. Þannig er þessu farið með mig, held ég. Það sem ég er að kenna núna er það sem ég hef áhuga á að læra meira um. Trúarbrögð og stjóramál leysa engin vandamál En værir þú sjálfur reiðubúinn að taka þátt i stjómmálum i hefð- bundnum skilningi? Ég er fullkomlega efins um stjóm- mál; ég held ekki að stjómmál Ieysi nein vandamál. Skipulögð trúarbrögð og stjómmál skapa fleiri vandamál en þau leysa. Svara við vandamálum er ekki að leita til vinstri, hægri eða í miðju. Eina leiðin til að leysa vand- ann, og þama er alheimsvandi á ferð, er með andlegum aðferðum. Fólk, til dæmis í Bretlandi, virðist einungis sjá hvað er á seyði í þeirra eigin landi. Það nægir að horfa á þróun á fjármálamarkaði undanfarið til að sjá hversu löndin eru háð hvert öðm. Okkur verður að lærast að rífa niður múra milli þjóðflokka og trúarhópa og sjá hvað við eigum sameiginlegt, en ekki sífellt að l(ta á það sem skil- ur okkur að. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég geti haft miklu meiri áhrif ef ég held mig utan við skipulagðar hrejrfingar. Ef ég færi að skipta mér af stjómmálum er ég hræddur um að ég mjmdi samlagast kerfínu. Ég neita einnig að taka þátt í starfsemi skipulagðra huglækningasamkundna í Bretlandi. Ég reyni eftir fremsta megni að hrista af mér alla áhang- endur sem kjmnu að l(ta á mig sem einhvem „gúrú". Ég rejmi að koma fólki í skilning um að ég er fullkom- lega eðlilegur og fer oft út á kvöldin til að fá mér bjór. Ekki síst þess vegna hef ég náð til svo margra. Fólki finnst ég venjulegur, en ekki neinn furðu- fugl sem lifír á baunum eða reykir undarlegar jurtir. En hefur þú hitt jafningja þinn hvað hugarmátt snertir? Það kemur varla fyrir og það er af yfírlögðu ráði gert. Ég vinn mína vinnu má segja og svo vil ég fara heim til fjölskyldunnar frekar en að setjast niður og ræða efni sem tengj- ast starflnu. Vissulega em margir, sem hafa þennan hæfileika, en hug- lækningar taka á sig ýmsar myndir og ekki eru allir sem lækna á sama máta og ég með því að snerta fólk með höndunum. Einnig hefur komið fyrir að einhver hefur leitað lækninga hjá mér og svo hefur hann byijað sjálfur að lækna aðra. Hvernig er það, vex hugarafli þinu smám saman ásmegin? Nei, það hefur nú náð einhvers konar jafnvægi að því er ég tel. Einn- ig hef ég fullt vald yfir hæfileika mínum nú og get skrúfað frá og fyr- ir ef svo má að orði komast. Viðtal: Páll Þórhallsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.